Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 22

Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 2. nóv. 1989 Þegar ég sá Ómar Valdimarsson fyrst var hann að byrja sem blaða- maður. Þetta var sumarið 1969, ég vann við að hefta Vikuna, hann skrifaði í hana. Okkur stelpunum í bókbandinu fannst hann þræl- merkilegur og ef maður var svo heppinn að lenda í að raða þeim síð- um, sem hann skrifaði, á heftivélina var þeim degi bjargað. Það var þarna inni í bókbandinu sem þessi merkilegi blaöamaður yrti fyrst á mig: „Hvað er rómantík?" spurði hann. Hann var alltaf með öðruvísi hug- myndir en allir aðrir á þessum tima. Gekk milli húsa og bað um vatns- glas; lagðist utan í þjóðvegarkant og taldi þá bíla sem óku framhjá. Hann er ennþá með öðruvísi hugmyndir en margir og sleppir ekki takinu af prinsippum. Þau grundvallarsjónar- mið hafa til dæmis gert það að verk- um að hann mótmælti ritstjóra Tím- ans eftir nokkra daga þar í vinnu, neitaði að starfa á Dagblaðinu þeg- ar það hafði sameinast Vísi og hvarf af Stöð 2 rétt fyrir síðustu jól. Hann var formaður Blaðamannafélags ís- lands um sex ára skeið, sá formaður sem lét herða siðareglur blaða- manna og lét birta opinberlega nið- urstöður siðanefndar um meint brot blaða. En við ætlum að koma að þessum þáttum síðar í viðtalinu. Bíllinn hans Ómars var sá eini fyr- ir utan Kringluna sem ekki var snjór á. Sjálfur var hann kominn á kaffi- húsið með kaffibolla sér við hönd og Morgunblaðið á borðinu og glotti þegar ég spuröi hvort hann hefði ekki átt í neinum erfiðleikum með að komast á milli á þessum fyrsta snjómorgni vetrarins: „Nei — bíllinn minn er nefnilega á einu snjó- dekki!" Þá voru beljur á beit í Fossvoginum Fyrstu sex ár ævinnar bjó Ómar þar sem þá hét Bústaðahverfi þar sem brúin yfir Kringlumýrarbraut er núna. Hann ekur þvi „undir" æskuheimili sitt daglega: „Húsin í gamla Bústaðahverfinu voru upp- haflega hermannaskálar sem voru byggðir fyrir kanadíska hermenn í stríðinu. Þeir voru heldur skárri en braggarnir en bölvuð ræksni samt. . .! í skálunum var kolahitun og einhvers staðar fyrir utan voru útikamrar svo fólk braust gegnum skafla og ís á veturna. . .“ Hann segir að þetta hafi verið nokkuð sjarmerandi hverfi, margir krakkar á hans aldri og mikið um að vera: „Þarna bjó ég þangað til ég varð sex ára,“ segir hann. „I Foss- voginum voru beljurnar frá Lundi í Kópavoginum í hagabeit og þessar beljur passaði kerling ein sem mig minnir að hafi heitið Imba. Þetta var grófgerð, fullorðin kona og þegar hún þurfti að pissa þá settist hún bara undir vegg og pissaði, hvort sem við krakkarnir vorum að horfa á eða ekki. Þess vegna var hún alltaf kölluð „Imba sem pissar úti"!“ Man hvernig þau litu út sjö ára Skólagangan hófst Í Breiðagerðis- skólanum, þar sem Ómar kynntist meðal annarra Sigurði G. Tómas- syni dagskrárgerðarmanni á rás 2: „Með mér í bekk var líka Sigurður Bessason starfsmaður hjá Dags- brún. Sum þessara bekkjarsystkina minna myndi ég ekki þekkja aftur þótt þau sætu hérna á næsta borði, því ég man bara eftir barnsandlitun- um! Eg man hvernig þau litu út sjö ára en þetta þýðir þó ekki að Sigurð- ur G. Tómasson hafi ekkert breyst. Hann er þó líkari sér núna en hann var fyrir fimmtán árum þegar hann var síðhærður og skeggjaður stúd- entaleiðtogi." Ómari fannst nýja heimiiið í Bú- staðahverfinu algjör „lúxus": „Þar var olíuhitun, klósett og rennandi vatn. Við vorum þrjú systkinin sem ólumst upp saman. Systur mínar voru eldri en ég og vildu sem minnst af mér vita í leikjum." Svo fór ég að trana mér fram . . . „Mig minnir að ég hafi verið óskaplega feiminn í sjö ára bekk," segir Ómar þegar ég spyr hvort hann hafi verið fyrir að láta bera á sér á yngri árum. „Eftir það fór ég að trana mér fram. Eg reyndi svo- sem fyrir mér á ýmsum sviðum, lék meðal annars í leikritinu Naglasúp- unni ásamt Stefáni Unnsteinssyni, sem nú er viðskiptajöfur i Portúgal og skrifaði m.a. Ciecielski-bókina á sínum tíma. Hinrik Bjarnason var í kennarahópnum í Breiðagerðisskól- anum og leikstýrði Naglasúpunni með okkur Stefáni. Ég lék kerling- una. . .! Þremur árum síðar lékum við Stefán aftur saman, þá í ímynd- unarveikinni sem var sett upp á árshátíð i Réttarholtsskólanum: al- vöruleikrit sem Hinrik stjórnaði líka. Leikendur voru þrjátíu og út úr þessum hópi komu alvöruleikarar, til dæmis Randver Þorláksson, Rannveig Jóhannsdóttir — Rann- veig og krummi — og fleiri." Það sem Ómari er þó minnisstæð- ast frá kynnum sínum af Hinrik er að hann kenndi honum skrift í barnaskóla í forfallakennslu: „Ég man eftir því að hann skrifaði nafn- sem þá komu út í hasarblaðaformi í fyrsta sinn, — þangað til kom að Macbeth. Mamma nennti ekki að lesa það hefti svo ég las það bara sjálfur. Meðan systur mínar höfðu verið að læra við eldhúsborðið hafði ég fylgst með og lærði þannig að lesa á hvolfi.. .!“ Þegar ég spyr hvort hann haldi að þau börn sem mikið er lesið fyrir og sem lesa mik- ið sjálf verði hæfari til skrifta svarar hann: „Þau fá að minnsta kosti betri tilfinningu fyrir málinu. Þau verða líka fróðari um alla skapaða hluti." Veggmyndir af dönskum bítlahljómsveitum Ómar var skáti öll unglingsárin og þar byrjaði hann í útgáfustarfsemi: „Við handskrifuðum allt blaðið í gegnum kalkipappír og dreifðum því á skátafundum. Við reyndum ábyggilega líka að selja pabba og mömmu blað á túkall til að hafa ein- hvern hagnað af þessu. í ritnefnd skólablaðs fór ég ekki fyrr en ég var kominn í gagnfræðaskóla." Það var um svipað leyti sem Ómar fór í hljómsveit: „Hún hét „Los Svaka Gæjós" og var þjóðlaga- hljómsveit. í henni voru auk mín Sigurður Guðjónsson snjóflóða- fræðingur sem kennir í Vélskólan- um núna, Stefán Þórðarson skipa- smiður og trétæknir og Snæbjörn Kristjánsson verkfræðingur, sem síðar var með mér í Nútímabörn- um." Hann var þó ekki aðeins hrifinn af þjóðlagatónlist: „Ég var bítill sem unglingur og herbergið mitt var þakið veggmyndum. Þó ekki af Bítl- unum sjálfum því það var erfitt að fá slíkar myndir. Hins vegar var öllu auðveldara að næla sér í plaköt af dönskum hljómsveitum! Þess vegna' héngu myndir af „Someones" og ingarbarnahópinn til altaris áður en hann tók við starfi biskups, mættu fermingarbörnin frá því fyrir 25 ár- um: „Olafur hélt fundi í samkomu- salnum í Réttarholtsskólanum og salurinn var alltaf smekkfullur. Eitt sinn tilkynnti hann að hann ætlaði að stofna æskulýðsfélag og eftir fundinn spurði hann mig hvort ég vildi ekki verða formaður félagsins. Mér þótti það auðvitað heiður og var formaður æskulýðsfélags Bú- staðasóknar næstu tvö eða þrjú ár- in, en lét þá af störfum fyrir aldurs sakir. Fundir æskulýðsfélagsins voru alltaf mjög vel sóttir og þá sóttu nánast allir krakkarnir í Rétt- arholtsskólanum. Þetta þekktist eig- inlega ekki í öðrum söfnuðum, nema inni í Langholti hjá séra Sig- urði Hauki og milli þessara söfnuða var góð samvinna. Eg held að Ólaf- ur hafi náð svona vel til okkar því hann var ungur og hress, var afskap- lega glaðlyndur og til í að gera hluti sem prestar höfðu ekki verið til í að gera fyrr. Ég kom á fund í æskulýðs- félaginu fyrir nokkrum árum og hann var nú ekki stór hópurinn sem sat þann fund svo það hefur breyst eins og annað. En prestar eru með merkilegasta fólki sem ég hef kynnst, menn eins og Ólafur Skúla- son, Sigurður Haukur, Jón Bjarman og Bernharður Guðmundsson — og svo auðvitað Sigurbjörn biskup." Annar prestur sem hafði mikil áhrif á Ómar var Hollendingur að nafni Henk Van Andel. Þeim manni kynntist Ómar eftir ársdvöl í Banda- ríkjunum: „Eftir að ég kom frá Bandaríkjunum 1968 voru hérstarf- andi skiptinemasamtök sem voru býsna virk. Menn voru mjög félags- lega meðvitaðir, spekúleruðu í framtíðinni og ræddu óréttlæti heimsins. Þessi hollenski prestur kom hingað í heimsókn og var með okkur í einhvern tíma, meðal ann- ars á fundum sem við héldum í Skál- holti. Þessi karl hafði gott lag á því að ná út úr manni og fastmóta hug- myndir manns um lífið og tilveruna. 1968 var búið að drepa bæði Martin Luther King og Robert Kennedy, blóðugir bardagar geisuðu á götum úti í Ameríku og hippahreyfingin var á fleygiferð. Eg kom heim um haustið '68 með kollinn á ringulreið en þessi prestur náði að forma þetta aðeins. Síðan hefur maður svosem ekki mikið skipt um skoðanir á því sem er að gerast í veröldinni — en skilur miklu minna núna en þá!“ Hjá indælisfólki, sem ég átti ekkert sameiginlegt með! Bandaríkjadvöl Ómars kom til ið sitt alveg rosalega flott. Hann var að sýna okkur hvernig ætti að skrifa og hvernig menn skrifuðu. Mér fannst það alveg stórkostlegt og var með alls kyns tilraunir á þvi hvernig ég ætti að skrifa nafnið mitt. Valdimarzon með setu, boga- setu!" Þegar ég spyr Ómar hvort það hafi verið eftir leikinn í ímyndunar- veikinni að hann gerði sér grein fyr- ir að hann myndi ekki gera leikara- starfið að ævistarfi svarar hann snöggt: „Ég lék hálfvita! — Mér fannst mjög gaman að leika og held ég hafi gert það skammlaust. En mig langaði, held ég, ekki að verða leikari." „Peter Belli" uppi á vegg í mínu her- bergi!" Eftir prufukeyrslu sem söngvari með „Los Svaka Gæjós" fór Ömar að syngja með Nútímabörnum: „Og lemja á bongótrommur. Það var eina hljóðfærið sem ekki þurfti fingrafimi við. En eftir að ég horfði á tvo sjónvarpsþætti með Nútíma- börnum sá ég að hæfileikar mínir lágu á öðru sviði en því að syngja og hætti. . .! Einhverju sinni vorum við í Nútímabörnum að syngja í Glaum- bæ. Það var komið fram yfir mið- nætti þegar viö komum fram og gestir vildu heyra meira af rokki, ekki negrasálma. Ég man að einn vel hífaður hékk á löppinni á mér og OMAR VALDIMARSSON í PRESSU- viötali um ungl- ingsárin, blaða- mennsku, brottför- ina af Stöð 2 og bókina um Guð- mund Jaka. Skugga-Sveinn í styttri útgáfu! Reyndar ákvað hann nokkuð snemma að verða blaðamaður. Hann byrjaði átta ára að endur- semja leikverk eins og Skugga- Svein, bara í nokkuð styttri útgáfu: „Ég las alveg gríðarlega mikið sem barn," segir hann. „Reyndar lærði ég að lesa á sérkennilegan hátt. Móðir mín segir að einn daginn hafi ég verið orðinn læs. Það uppgötvað- ist þannig að mamma hafði lesið mikið fyrir mig úr Sígildum sögum, reyndi að ná mér niður af sviðinu meðan ég gerði mitt besta til að halda söngnum áfram!" Formaður í æskulýðsfélagi Bústaðasóknar Einn þeirra manna sem mikil áhrif höfðu á Ómar var séra Ólafur Skúlason biskup. Ómar var í fyrsta hópnum sem Ólafur fermdi er hann varð prestur í Bústaðasókn og svo sterk ítök átti hann í þessum hópi að nú í vor, er hann tók síðasta ferm-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.