Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 12

Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 2. nóv. 1989 GLÆPIR OG FÍKNIEFNI Sterkasta vopnið gegn offnotkun ávanabindandi lyffja og fikniefna er raunhæf og öffgalaus ffræðsla. Hér á landi heffur rikt verulegt sinnuleysi i þessum effnum, enda þótt reynsla ann- arra þjóða haffi ótvirætt sannað gildi slikrar ffræðslu. Öfluglöggæslaogdugmikildóms- markað viðnám gegn aðgerðum yfirvöld geta aldrei veitt nema tak- brotamanna, forvarnir verða því gagns. Aukin afbrotatíðni síðustu ár, sem tengist fíkniefnaneyslu, sannar ótvírætt hvert stefnir, ennfremur hafa meðferðarstofnanir þurft í auknum mæli að hafa afskipti af fíkniefnasjúklingum. Þessi þróun er augljós á hinum Norðurlöndunum eftir að afgerandi neysla svonefndra sterkra efna (heróíns og kókaíns) náði að festa rætur. Eins og kunnugt er standa sálræn- ar þarfir manna alltaf í sambandi við samskipti við aðra, því eru best tryggðar á félagslegum grund- vímugjafar eða svonefnd sálræn velli. fíkniefni notuð á félagslegum Auðvelt er að fá með sáralitlum grundvelli. Öll ofskynjunarlyf valda kostnaði góðar fræðslumyndir frá þeirri breytingu á vitundarástandi ýmsum V-Evrópuríkjum og Banda- manna, að þau magna upp og ríkjunum, .einnig ætti að vera hægt breyta ýmsum eðlishvötum og að fá hérlenda lækna, lyfjafræð- geta orsakað hömlulaust og inga, sálfræðinga og lögreglumenn stundum óviðráðanlegt ástand. Það til að flytja innlent fræðsluefni um er því augljóst, að meðferð slíkra meðferð, skaðsemi og afleiðingar efna er neytendum stórhættuleg og hinna ýmsu tegunda fíkniefna. Fjár- getur leitt til hvers konar ógæfu, munir sem væri varið til slíkrar bæðiíformigeðrænnasjúkdómaog fræðslu yrðu þjóðinni til mikils alvarlegustu afbrota. Sá óraunveru- Teppa-bylting! 5 ár án bletta - eða nýtt teppi ÓKEYPIS! Loksins- eru þau komin teppin sem þola næstum allt: Marquesa Lana! Núna geturðu teppaklætt fleti sem hingað til var óhugsandi að hafa á teppi vegna bletta og sfits. Skoðaðu ábýrgðarskilmálana. Marquesa Lana er ný bylting í teppagarni. Marquesa Lana er að auki þrautprófað af hlutlausum rannsóknarstofnunum með tilliti til slit- þols, fjaðurmagns og eiginleika til að halda áferð sinni - þetta er aukatrygging fyrir þig. Takið eftir, að Gemlnl - lykkjuteppin eru frábær að gæðum og innihalda hvorki meira nó minna en 880 gr. af garni á ' Blettalaus teppi lengi lifi: Marquesa Aðeins i Teppabúðlnni! Stigahús Skrifstofur Stofnanir Heimili 5 ára blettaábyrgð! Myndist, innan 5 ára frá kaupdegi blettur, sem ekki tekst að þrífa úr skv. leiðbeiningum, eða sérfræðingar okkar ná ekki úr þá skiptum við orðalaust um teppi hjá þér. gegn innan 5 ára trá kaup- degi, skiptum við því slitna út með nýju teppi. 5 ára litaheldni! Láti teppi lit innan 5 ára frá kaupdegi, skiptum við því upplitaða út með nýju teppi. Ath: Abyrgðin fellur úr gildi við misnotkun, skemmdarverk eða náttúruhamfarir. Gemini - teppi ofin úr Marquesa Lana Einkar sterk gæðateppi með þéttum lykkjum og góðu undirlagi. 15 ferskir litir. Framleitt úr 100% polypropylene. Hentar á allá heimil- isfleti, stigahús og skrifstofur. Full ábyrgð. Breidd: 400 cm. Efnismagn: 880 gr. m2 Verð pr. m’ kr. 2.100,- TEPPABUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐURINN, SUÐURLANDSBRAUT 26. Sími 91-681950. legi heimur sem birtist slíkum neyt: endum verður þeim oft algjörlega ofviða og þá verða það oftast enn hættulegri vanabindandi efni eins og t.d. heróín og kókaín sem taka við. Rannsóknir á sviði svonefndra sállyfja eða -efna eru mjög skammt á veg komnar og ekki síst þess vegna ber brýna nauðsyn til að sporna við notkun þeirra. Allur áróður um notkun skynvilluefna til að opna veginn milli meðvitundar og dulvit- undar er háskalegur, enda runninn undan rótum hagsmunaaðila á þeim vettvangi. í þessari grein hafa ekki verið teknar til umfjöllunar einstakar teg- undir vímugjafa, né áhrif þeirra, en þó tel ég rétt að greina í stuttu máli frá því efni, sem hefur verið mjög vaxandi meðai neytenda í Banda- ríkjunum og hugsanlega komið til íslands. Hér er um að ræða „Crack", sem er unnið úr kókaínklóríði og matarsóda, og er talið að úr einu kg af kókaíni fáist með þessari fram- leiðsluaðferð um 10 þúsund molar af krakki. Efnið kom fyrst fram í Suður-Kalíforníu árið 1981 og er fyrst skráð í New-York 1985. Efnið er flögukennt og er gjarnan blandað saman við maríjúana eða venjulegt reyktóbak og er því reykt. Með því að krakksins er neytt með þessum hætti gerist áverkunin frá lungum til heilans á örfáum sekúndum. Neyt- andinn kemst í mikið uppnám, verður árásargjarn, sér ofskynjanir og fráhvarfseinkenni geta orðið mjög slæm. Verð á krakki er marg- falt lægra en á hefðbundnu kókaíni, t.d. er skammtur af því seldur á um 80 dollara, en krakk aðeins á 5—10 dollara. Krakk hefur því verið kall- að efni fátæka mannsins og hefur náð til nýs neytendahóps og því stóraukið fjölda neytenda í Banda- ríkjunum og Mið- og Suður-Amer- íku. Afieiðingarnar eru vægast sagt hrikalegar og jafnvel taldar mun verri en heróínholskeflan í Banda- ríkjunum á sjöunda áratugnum. Uppgangur glæpaklíka, sem stjórna krakksölunni samfara hvers konar ofbeldi, virðist hafa komið lögregl- unni í opna skjöldu sem og almenn- ingi. í stórborgum Bandaríkjanna tala menn um hreint styrjaldar- ástand, enda voru 1987 387 manns myrtir í Los Angeles og ástæðan fyr- ir ofbeldinu talin krakkið. Þessi tala samsvarar því að 7 morð af völdum fíkniefna væru skráð árlega hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eins og fram hefur komið í frétt- um eiga sér stað mikil átök milli framleiðenda kókaíns í Suður- Ameríkuríkjum og þarlendra stjórn- valda með stuðningi Bandaríkja- manna. Björtustu vonir þeirra, sem best þekkja til þessara mála í Banda- ríkjunum, eru þær, að takast megi að hamla gegn frekari vexti þessa ófagnaðar, en þeir benda réttilega á að Evrópulönd verði næstivettvang- ur dreifiaðila krakks, en þar hefur orðið vart verulegrar aukningar á neyslu þessa efnis. Búast má þv'r við, að þetta stórhættulega efni berist hingað á næstu misserum, og þá verða allir ábyrgir aðilar að bregð- ast hart við. Kókaínneysla er orðin almenn hjá óregluhópum og því bú- ið að ryðja veginn og auðvelda krakkinu inngöngu. Ég hef á undanförnum árum margsinnis í fjölmiðlum og á nefnd- arfundum greint frá þeim aðgerð- um, sem þurfa að hafa forgang af hendi hins opinbera til að sporna við frekari útbreiðslu fíkniefna. Sér- staða okkar sökum fámennis og legu landsins getur gefið okkur góða von, en því þó aðeins að á þessum málum verði haldið af skyn- semi og festu. Það eru alltof margir tilkvaddir stöðu sinnar vegna að fjalla um þennan vandasama mála- flokk, endalausar umræður og fundahöld skila okkur lítt áleiðis ef framkvæmdaviljann og skipulagið vantar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.