Pressan


Pressan - 02.11.1989, Qupperneq 23

Pressan - 02.11.1989, Qupperneq 23
Fimmtudagur 2. nóv. 1989 23 lidlarnir séu óábyrgir fyrir tilstilli séra Ólafs Skúlasonar: „Viö vorum á ferðalagi á vegum æskulýðsfélagsins og þar var Ólafur að segja okkur frá nemendaskiptun- um. Hann bætti við: „Þú ættir nú eiginlega að fara þetta, Ómar minn." Þar með var það ákveðið. Við fórum fimm eða sex úr bekkn- um til ársdvalar í Bandaríkjunum, hvert á sinn staðin n. Ég lenti hjá fjöl- skyldu í Mansfield í Ohio, indælis- fólki sem ég átti ekkert sameigin- legt með. Þau voru mikið íþrótta- áhugafólk en ég hef aldrei þolað íþróttir. Það var farið með mann á boltaleiki í hörkufrosti til að horfa á gagnfræðaskólastráka spila fót- bolta. Ef þeir töpuðu, sem var nú oftar, þá varð allt vitlaust og ef þeir unnu varð líka allt vitlaust. En mér leið vel þarna og hef heimsótt fjöl- skylduna tvisvar eftir þessa veru." Ameríkuferðin var fyrsta ferð Ómars til útlanda. Skólasystkinin biðu í smábæ í Pennsylvaníu eftir að verða sótt og Ómar lýsir tilfinning- unni þannig: „Það er eins og að fara í eigin jarðarför að sitja á bekk undir tré, 17 ára unglingur, og bíða þess að eitthvert fólk komi og sæki mann. . .!“ Hann segir þessa dvöl í Bandaríkj- unum án efa með því skynsamlegra sem hann hafi gert um dagana: „Samt kemur svona dvöl ákveðnum losarabrag á mann, held ég. Sautján ára krakkar eru rétt að skjóta rótum hér þegar þeir eru settir niður ann- ars staðar. Þar eru þeir í eitt ár og eru um það bil að festa rætur á nýja staðnum þegar þeir eru slitnir upp á ný. Mamma heldur því fram að ég hafi aldrei getað verið kyrr eftir þetta. Það er eilífur þeytingur á mér og ég verð sífellt að vera að fara eitt- hvað — eins og til útlanda tvisvar, þrisvar á ári. Samt held ég að þetta hafi verið það skynsamlegasta sem ég hef gert í lífinu. Ég lenti þarna á átakatímum og þar voru auðvitað allt aðrir hlutir að gerast en hér heima. Á páskunum ’68, eftir að King hafði verið drepinn, fór ég til dæmis til Washington D.C. þar sem skriðdrekar voru á götum og vopn- aðir hermenn á hverju horni. Það var sjón sem maður átti ekki von á.“ Með perlufesti um hólsinn Þegar Ómar settist hjá svertingj- um í matmálstímum í skólanum fréttist það til foreldranna: „Það var gerð athugasemd við það á heimil- inu, af hverju ég sæti hjá þeim en ekki hinum krökkunum. Ég var ekki í neinni uppreisn, mér fannst þetta bara skemmtilegir krakkar. Mín uppreisn í Ameríku fólst í því að vera á háhæluðum skóm. Svo vildi ég hafa hárið sítt í hnakkann en það gekk ekki alveg upp. Einu sinni fór „mamma" aftur með mig til rakar- ans þegar ég hafði ætlað að svindla svolítið á síddinni. Ég var átján. . .!" Svo kom hann heim, reynslunni ríkari. Hafði keypt sér hálsfestar eins og hipparnir og fór með þá fal- legustu um hálsinn út í mjólkurbúð eftir heimkomuna: „Abbabbabb, karl með perlufesti!" sagði lítill strákur sem hitti hann. Þegar hér var komið sögu var Ómar nánast alveg ákveðinn i að gera blaðamennsku að ævistarfi. Hann segir tvo kennara sína úr gagnfræðaskóla hafa haft mest áhrif á sig í þeim efnum: „Kristmann Eiðsson, sem hafði verið blaðamað- ur á Alþýðublaðinu, og Eysteinn Þorvaldsson íslenskufræðingur bera mikla ábyrgð á þessu," segir hann. „Kristmann var einhverju sinni að segja okkur frá sumarvinn- unni sinni, blaðamannsstarfinu, og sagði við mig að ég yrði ábyggilega ágætur í slíku starfi. Þar með var það ákveðið." Ábyggilega kaldasti vetur í sögu lífs . . . En hann fór ekki beint í blaða- mennsku eftir heimkomuna frá Am- eríku, heldur starfaði í byggingar- vinnu uppi við Geitháls. „Við byggð- um þar spennistöð og þetta var ábyggilega kaldasti vetur í sögu lífs á jörðinni — að minnsta kosti fannst mér það. Það var brunagaddur og rok dag eftir dag og kamrarnir frusu fastir. Þetta var eiginlega alveg hræðilegt og svo þótti ég auðvitað undarlegur. Auk perlufestanna sem ég hafði flutt með mér heim var ég með ýmsar hugmyndir frá hippa- menningunni; til dæmis um ást og frið og að blóm væru falleg og það væri allt í lagi að karlmenn gengju með perlufestar. Karlarnir þarna í byggingarvinnunni hæddu mig og spottuðu frá morgni til kvölds. Ég var sá eini með þessar kenningar uppi á Geithálsi!" I ársbyrjun 1969 efndi Blaða- mannafélag íslands til þriggja mán- aða námskeiðs fyrir byrjendur í blaðamennsku. Ómar skráði sig á námskeiðið ásamt fleirum sem síð- an hafa ílengst í faginu: „Þetta var harla gott námskeið sem Jónas Kristjánsson ritstjóri var aðalhvata- maðurinn að,” segir Ómar. „Ég var klár á því strax að þetta væri at- vinna sem myndi henta mér. Ég hafði kynnst Andrési Indriðasyni þarna um veturinn þegar Nútíma- börn gerðu tvo sjónvarpsþætti. Andrés var poppskríbent fyrir Vik- una og um vorið þegar hann var að hætta stakk hann upp á því við Sig- urð Hreiðar, sem þá var ritstjóri, að fá mig í staðinn. Ég var ráðinn til þriggja mánaða og skrifaði á sama tíma „Sögu Hljómá’." Það verk tók þrjár vikur og hóíst á því að bankað var upp á heima hjá Ómari. Fyrir utan stóð maður sem hann hafði aldrei séð og sagði: „Þú þarft að skrifa fyrir mig bók." „„Alveg sjálfsagt," sagði ég, „um hvað á hún að fjalla?!" Hann út- skýrði það, Hljómar áttu fimm ára afmæli og nú átti að skrifa bók um þá. Það kom svo í Ijós síðar að Hljómar ætluðu að hætta. En útgef- andanum fannst það bara betra, því það tryggði betri sölu. Ég handskrif- aði bókina því ég átti enga ritvél. Bókin kom út á lokaballi Hljóma, út- gefandinn rokseldi bókina og stakk svo af til El Salvador með pening- ana. Ég fékk aldrei neitt kaup en hafði verið lofað tveggja mánaða launum. Þannig að þá peninga á ég inni hjá útgefandanum ef þetta blað skyldi lenda á borði hjá honum!" Á mótjjróaskeiði ó Timanum Um haustið 1969 vantaði blaða- mann á Vikuna og Ómar var ráðinn áfram. Reyndar hafði hann aldrei verið poppskríbent eingöngu held- ur almennur blaðamaður. Um tutt- ugu ár í blaðamennsku segir hann: „Það var ekki beinn vegur. Ég tolli hvergi... Ég verð leiður eftir tvö, þrjú ár á sama staðnum og þá finnst mér að nú hafi ég ekki miklu meira að gefa á þeim stað, og fái heldur ekki miklu meira." Eftir þrjú ár á Vikunni hringdi Kjartan Pálsson blaðamaður í hann, en Kjartan hafði verið með honum á blaðamannanámskeiðinu: „Kjart- an hefur oft reynst mér vel," segir Ómar. „Hann vann þá á Tímanum og þangað vantaði blaðamann. Ég fékk mig lausan af Vikunni með stuttum fyrirvara og byrjaði á Tím- anum. Þar starfaði ég um sumarið en ákvað að fara til Svíþjóðar um haustið á lýðháskóla, sem ég og gerði. Næsta vor fór ég aftur á Tím- ann og þá fór mótþróaskeiðið, sem ég hef aldrei komist af, að koma mér fyrst í vandræði. Ég var nýkom- inn heim frá Svíþjóð og allan þann vetur hafði maður ekki hugsað um neitt eða talað um neitt nema blaða- mennsku. Jón heitinn Helgason var ritstjóri Timans og einhvern af fyrstu dögunum bað hann mig að fara niður í Laugardalshöll, þar sem var sýning, og taka viðtöl við menn í básum. Hann benti mér á að hafa samband við auglýsingadeildina til að fá nöfn þeirra sem ég átti að ræða við. Ég hélt nú ekki, þangað hefði ég ekkert að gera og auglýsingadeildin gæti bara séð um þetta sjálf. Jón horfði lengi á mig og spurði hvort ég væri að neita að vinna þetta verk- efni. Þegar ég jánkaði því sagði hann að ég gæti alveg eins komið mér út strax. „Nei ég fer ekki neitt. Ég er í fullum rétti til að neita." Það sauð og bullaði í öllum þarna inni á fundinum þangað til Eiríkur Tómas- son — sem nú er háttskrifaður hæstaréttarlögmaður í Reykjavík — lagði til að allir blaðamennirnir skiptu með sér verkefninu. Ég var hins vegar í skítaverkefnum það sumarið við að þýða sænskar grein- ar um skeggmeisur og aðra fágæta fugla!" Blaðamaður með metnað getur ekki verið í trúboði Næsta vetur á eftir fór Ómar til náms við Colombia-blaðamanna- skólann í New York. Sú dvöl varð heldur styttri en ráð hafði verið gert fyrir: „Ég kunni ekki við mig í borg- inni. Fyrsta kvöldið sem ég var þarna var barn myrt fyrir utan gluggann hjá mér. Börnin voru þar að leik þegar maður kom akandi, lagði bílnum, dró upp byssu og skaut eitt barnið. Ég hætti fljótlega í nám- inu og fór heim. New York átti ekki við mig á þessum tíma þótt mér þyki mjög gaman að koma þangað núna. En ég kom heim og réð mig í vinnu á Alþýðublaðið. Það varð ekki síður góður skóli." Greinilega ekki alltof pólitískur, fyrst á Tímanum, síðar á Alþýðu- blaðinu, Dagblaðinu, Helgarpóstin- um, Morgunblaðinu og Stöð 2: „Nei það þýðir ekki fyrir blaðamann að vera í trúboði," svarar hann þeirri spurningu. „Ef blaðamaður ætlar að vera faglegur og hafa einhvern metnað í starfinu held ég að sé mjög óheppilegt fyrir viðkomandi að vera í trúboði. Það eru til nokkrir slíkir blaðamenn og ég held að eng- inn taki mark á þeim." Pelican voru næstu Rolling Stones Það var á þessum tíma sem hann gerðist umboðsmaður hljómsveitar- innar Pelican, enda segist hann vera frændi og vinur Péturs Kristjánsson- ar söngvara þótt hann hafi rekið hann úr hljómsveitinni nokkrum mánuðum síðar: „Pelican ætlaði að leggja heiminn að fótum sér. Við höfðum kynnst Ameríkönum sem fylltu augun á okkur af glýju. Meðal þeirra var drykkfelldur trommuleik- ari sem fullyrti að Pelican væru næstu Rolling Stones og okkur þótti

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.