Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 19
með um 6000 íslenskar krónur í mánaðarlaun. Af þeirri upphæð borgar ungt fólk helminginn til for- eldra sinna í þakkarskyni fyrir að hafa alið það upp og gefið tækifæri til að mennta sig. Vissulega er miklu ódýrara að lifa þarna en við skulum ekki heldur gleyma því að í austrinu eru tvö efnahagsundur, Japan og Suður-Kórea. Suður-Kórea er í harðri samkeppni við Japan því þeir telja sig eiga alla heilana sem standa á bak við japanska efnahagsundrið. Kóreumenn eru komnir með 80—85% af allri skóframleiðslu í heiminum og öll stærstu fyrirtæki heims eru komin á þessar slóðir. Ég held að íslendingar átti sig ekki á hversu sterkir Asíubúar eru í raun og veru: Asía er kannski alltof fjar- læg okkur." Hermann frændi kominn heim — til Asíu Hermanni leið eins og hann væri ættingi Asíubúanna meðan hann dvaldi þar: „Allir taka manni eins og frænda sem er að koma heim úr löngu fríi. Það er alveg sama hvert komið er. Ég bjó meðal annars á þriðja besta hóteli í Asíu, sem kostar 1.600 krónur á sólarhring — helm- inginn af verði á Eddu-hóteli — og það eina sem maður gat kannski kvartað yfir á slíkum stað er að þjónustan var alltof mikil. Það er alls staðar stokkið á gestina, lagað til í herbergjunum þrisvar á dag, sett blóm á rúmið og skipt um tann- bursta. Andstæðurnar eru hins veg- ar hrikalegar. Skammt frá hótelinu sá ég fólk sem bjó í eplakössum og öðrum hreysum. Flestir held ég þó að hafi ofan í sig þótt tryggingakerfi sé ekki komið í Thailandi. Thailend- ingar ætla að byggja slíkt kerfi upp ásamt læknisþjónustu. Ef fyrirvinna thailenskrar fjölskyldu deyr er eng- ar bætur að fá eins og málum er háttað þar nú." Kommúnismi í norðri kapítalismi í suðri Þótt andstæðurnar hafi víða verið miklar segir Hermann þær sterkast- ar milli Suður- og Norður-Kóreu: ,,í norðri er kommúnisminn eins og hann gerist verstur og í suðri kapít- alisminn eins og hann gerist verstur. í gegnum tíðina hefur verið stöðug barátta þessara hluta og fróðlegt að lesa sér til um þessi átök í Kóreu. Ég er nokkuð sannfærður um að Norð- ur-Kórea er eitt fallegasta land í ver- öldinni. Suður-Kóreumenn segja manni að þar séu mikil auðæfi í jörðu og ásamt þeirri miklu náttúru- fegurð sem þar er sé hægt að græða mikið. Einhverra hluta vegna gera þessir miklu kommúnistar ekkert til að láta sér líða betur." í hættuför við landamæri Kambódíu Ævintýraferðirnar um Asíu urðu margar í þessum t veimur heimsókn- um, en aðeins einu sinni var Her- mann í hættu staddur — án þess að vita af því: „Þá fór ég með þessum vini mínum, ferðafrömuðinum, að landamærum Kambódíu. Við sigid- um þar á ánni innan um krókódíla sem maður veit að eru meinlausir nema þeir séu hvekktir. Þeir hafa nóg fæði í ánni og eru ekkert að angra fólk. Þetta var lítill bátur sem við sigldum á og apar og fuglar tístu í trjátoppunum og þetta var hin notalegasta sigling. Við sigldum síð- an eftir ánni inn í skógarþykkni og í fjarlægð heyrðist vélarhljóð í báti. Allt í einu vissi ég ekki fyrri til en leiðsögumaðurinn stökk upp með hríðskotabyssu og mundaði hana í allar áttir, og ég hélt að hann væri að skjóta á dýr. Spurði einskis en þegar við komum í land skömmu síðar sögðu þeir mér að við hefðum verið í verulegri lífshættu. Báturinn sem við heyrðum í hafði nær örugg- lega verið frá eiturlyfjasmyglurum sem koma frá Kambódíu og fara yfir til Thailands og skjóta á allt sem fyr- ir er. Þannig komast þeir yfir til að dreifa þessum mesta bölvaldi ver- aldar og sem við íslendingar höfum verið gjörsamlega sofandi fyrir." Bar, sundlaug og diskótek En við erum ekki lengur sofandi fyrir menningu Spánar og söguslóð- um þar eftir því sem fararstjórinn Hermann Gunnarsson segir: „ís- Nú er aftur Á tali hjá Hemma Gunn. Eftir fimm og hálfs mánaðar útivist er Hermann kominn á sinn staö. Nudd í Thailandi. Þessi þriggja tonna fíli tók létt nudd á maga Hermanns: „Hefði fíllinn hóstað værum við einum færril" segir Hermann. lendingum hefur verið sturtað niður á Spán í þrjátíu ár. Fyrstu tuttugu og fimm árin nægði það íslendingum að hafa eina sundlaug, einn bar og eitt diskótek. Allir voru alsæiir með að vera á Spáni, en þeir sáu bara ekki Spán vegna þess að þessar sól- arstrendur eru ger vistaðir; 60—65% þeirra í eigu útlendinga. í þessum efnum er unga fólkið allt öðruvísi. Það vill skoða og sjá, kynnast menn- ingu og lífsvenjum Spánverja. Um þetta hugsaði ég ekkert sjálfur þeg- ar ég var ferðamaður á Spáni á yngri árum!” Hann mótmælir kröftuglega þeg- ar ég spyr hvort það sé virkilega ekki Jireytandi að vera fararstjóri fyrir Islendinga á Spáni: „Nei, nei — þeir eru svo miklir heimsborgarar. Það koma auðvitað upp vandamál, en þá kem ég aftur að unga fólkinu sem er svo allt öðruvísi en við vor- um. Almennt þá er það fólk af minni kynslóð sem helst býr til vandamál- in. Fólk sem búið er að byggja sína 400 íermetra og hefur ekki haft neinn tíma til mannlegra samskipta ætlar kannski að leysa vandamál sín á sundlaugarbarminum með romm og kók. En einhvern veginn er það svo að það hefur ekki orðið góður árangur af slíkum lausnum. Við er- um ekkert betri eða verri en aðrar þjóðir, en þegar við eigum minni tíma fyrir okkur sjálf — gerum okk- ur ekki grein fyrir eigin löngunum og þörfum — þá notum við einföld- ustu aðferðina þegar á móti blæs: við flýjum — sem heitir víst á ís- lensku að „skilja" eða slíta sambúð. Við tökum okkur ekki á.“ Fimm bros í hvern þótt Hemmi er kominn og Elsa er far- in, „til Bandaríkjanna og hinna Norðurlandanna", eins og hún segir sjálf, enda hafa amerískir leikarar legið í henni að koma og snurfusa sig. Sú breyting að Elsa Lund hverf- ur er sjálfsagt sú sem áhorfendur munu helst taka eftir en aðrar breyt- ingar munu einnig eiga sér stað: „Það verður talsverð breyting á sviðinu þótt áhorfendur verði kannski ekki mikið varir við hana," segir Hermann. „Ég vona að sviðs- myndin verði hlýlegri því mig lang- ar að gera þennan þátt mannlegri en hann hefur verið. Mér finnst hann ekki hafa verið nógu mann- eskjulegur. Ég myndi vilja fá örlitlu meiri tíma með fólki sem er opið og vill tala hreint út án þess að vera með fordóma eða neikvæða um- fjöllun. Það er nóg af slíku í fjölmiðl- um. Þá mun ég efna til samkeppni á öðrum nótum en í fyrra, efna til spurningakeppni, gefa fólki utan af landi tækifæri til að spreyta sig í söngvarakeppni og biðja fólk að senda mér inn myndir í Ijósmynda- samkeppni. „Bjartasta brosið" hjá ömmu eða afa, myndir af börnum eða hverjum sem er. Ég er ekki að leita eftir mynd af fegurðarbrosi eða uppstillingarbrosi, heldur bjartasta brosinu. Eg held það sé nokkuð gott að fá fimm, sex bros á kvöldi í sjón- varpið. Annars ætla ég að leyfa fólki að hafa örlítið um efnið að segja, ég vil ekki endilega vera æðstiprestur í því. Lífsmottó mitt er að gera mitt besta hverju sinni og ég er ekki með nein önnur sérstök markmið en þau að reyna að stytta einhverjum stundir í vetur. Þá er tilganginum náð.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.