Pressan - 30.11.1989, Síða 6
rs f-
6
skáum hætti glæsilífi starfsmanna utan-
ríkisþjónustunnar á árum áður, gífur-
legu áfengisvandamáli sínu og stríði í
einkalífinu. Hún nafngreinir fjöldann
allan af frammámönnum í þjóðfélaginu
bæði fyrr og nú og greinir opinskátt frá
samskiptum sínum við innlenda sem er-
lenda embættis- og stjórnmálamenn.
Útkoma þessarar bókar má teljast
mjög óvenjuleg fyrir það hve hispurs-
lausar lýsingar þar er að finna. Því er
haldið fram án þess að PRESSAN hafi
fengið það endanlega staðfest að ýmsir
hafi hugleitt að fá sett lögbann á bókina.
Bókaútgáfan Skjaldborg hf., sem gefur
bókina út, lét lögfræðinga gera ná-
kvæma skoðun á texta bókarinnar til að
fyrirbyggja hugsanleg málaferli. Fjöl-
miðlar hafa gert árangurslausar tilraun-
ir til að fá vitneskju um sögu Hebu en
Fimmtudagur 30. nóv. 1989
mikil leynd hefur hvílt yfir ritun bókar-
innar. Þá munu nokkrir aðilar innan ut-
anríkisþjónustunnar hafa lagt hart að
Hebu að láta söguna ósagða. PRESSAN
hefur nú fyrst fjölmiðla fengið nákvæm-
ar upplýsingar um innihald þessarar um-
deildu bókar og greinum við hér á eftir
frá fjölmörgum athyglisverðum upplýs-
ingum og sögum sem þar koma fram.
EFT/R JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR OG ÓMAR FR/ÐR/KSSON MYND/R: MAGNÚS REYN/R O.FL.
Áður en Heba giftist starfaði hún sem flugfreyja og árið 1952 var hún kosin „Blómadrottn-
ing". í verðlaun hlaut hún ferð til Norðurlanda, en meðfylgjandi mynd var tekin þegar Heba
var stödd i Osló á Blómadrottningar-ferðalaginu.
HLERANIR OG
„FYLGDAR-
MENN"
Heba lenti í því í Moskvu að
ráðist var á hana úti á götu —
að því er viröist vegna þess
að hún klæddist síðbuxum,
sem ekki þótti viðeigandi í
Kússlandi á þeim tíma
(1957-58). En yfirvöld létu
fylgja sendiráösstarfsmönn-
um og ættingjum þeirra eftir
hvert sem þeir fóru og komu
þessir sovésku „englar”
henni til hjálpar.
I Moskvu urðu Islending-
arnir aö gera ráð fyrir aö allar
þeirra vistarverur væru liler-
aðar. I’ess vegna fóru Heba
og eiginmaöur hennar ávallt
út aö ganga, ef þau þurítu að
ræöa mikilvæg mál.
SENDIHERRA-
FRÚRNAR
Heba lýsir innihaldslausu
lífi sendiráðseiginkvenna í
Moskvu, sem gera lítið annað
en heimsækja hver aöra.
bessum heimsóknum likir
hún viö leiksýningar, vegna
þeirrar yfirborðsmennsku
sem einkenni samskipti
kvennanna. Alltaf var mætt á
slaginu klukkan ellefu aö
morgni og stansað í nákvæm-
lega hálftíma. I einu slíku
boði dró sendiherrafrú (rá
Pakistan fram vörur til aö
selja gestunum, en þaö átti að
vera hinn mesti heiöur fyrir
viökomandi að fú að kaupa
varninginn.
Fylgdi Heba konu íslenska
sendiherrans í þessar heim-
sóknir. Hún segir að sendi-
herrafrúrnar hafi lengi með-
höndlað eiginkonur undir-
manna sinna sem nokkurs
konar hirðmeyjar eöa am-
báttir, sem þeim hafi fallið í
skaut. í París þurfti Heba t.d.
iðulega að aka sendiherra-
frúnni í búðir og bíða eftir
henni klukkutímum saman.
FRÆGA FÓLKIÐ
A meðan á Moskvudvöl-
inni stóð ferðaðist Heba með
eiginmanni sínum vítt og
breitt um Sovétríkin og
kynntist landi og þjóð. Lýsir
hún m.a. ýmsum vistarverum
í Kremlhöll, en þangað var
hún oft boðin í veislur.
í boði í Moskvu hitti Heba
líka leikkonuna Elísabetu Ta-
ylor með þáverandi eigin-
manni, Michael Todd. Þau
hjónin voru raunar boðflenn-
ur í þessum fagnaði og end-
aöi með því að Khrushcheu
lét bókstaflega henda þessu
fræga fólki út.
En Heba var í návígi viö
fleira þekkt fólk og segir frá
þvi í bók sinni. Hún kynntist
að sjálfsögðu fjölda háttsettra
manna í utanríkisþjónustu
ýmissa landa og sótti veislur
erlendra þjóðhöfðingja og
Furstinn af Mónakó átti íbúð
skammt frá henni í París. Oft
sá Heba þess vegna eigin-
konu furstans, Grace Kelly,
þegar hún kom til Frakklands
í innkaupaferðir.
RÚBLUSMYGL
Heba segir frá því að sendi-
ráðsstarfsmenn í Moskvu hafi
fengið greitt í bandaríkjadöl-
um. I Rússlandi fengu þeir
fjórar rúblur fyrir hvern dal,
en hún heldur því fram að
sumir Islendinganna hafi far-
ið til Sviss, fengið þar tíu rúbl-
ur fyrir hvern dal og smyglað
rússnesku myntinni til Sovét-
ríkjanna. Lýsir Heba m.a.
verslunarleiðangri í leit að
hentugri tösku undir rúblurn-
ar.
SPARNAÐUR
OG BRUÐL
Ekki er Heba hrifin af öll-
um eiginkonum starfsmanna
utanríkisþjónustunnar, sem
hún kynntist hér heima og er-
lendis. Segir hún af þeim
ýmsar sögur, m.a. af mikilli
sparsemi einnar og önnur er
líka sögð liafa boðið móður
Hebu í mat og haft fiskbollur
úr dós á borðum. Þó eru lýs-
ingar á bruöli í utanríkisþjón-
ustunni meira áberandi en
sögur af aöhaldi, t.d. frá þeim
árum er Heba var í París. Seg-
ir hún að glæsibifreið hafi
verið leigð í hvert sinn er ein-
hver ráöherra kom til borgar-
innar, þó ríkiö ræki þarna bíl
með einkabílstjóra. Sá bíll var
m.a. notaöur á hverjum
morgni til aö keyra sendi-
herrafrúna í hárgreiðslu, eftir
því sem segir í bók Hebu.
Segir Heba eiginkonur
sendiherranna hafa misnotað
töluvert fríðindin í utanríkis-
þjónustunni. Símareikningar
einnar frúarinnar í London
hafi t.d. veriö svo háir (700
þúsund gamlar krónur í eitt
skipti) aö ráðuneytið hafi gert
athugasemd og tekið fram aö
síminn væri ekki ætlaður til
einkanota nema í takmörk-
uðum mæli.
DRYKKJA,
DJAMM OG
ÁTÖK
Heba lýsir í bókinni
drykkjusiöum frammá-
manna íslenska lýðveldisins
og segir m.a. að ákveðinn for-
sætisráðherra hafi alltaf þurft
hjálp til að komast til síns
heima að veislum loknum.
Segist Heba líka hafa hitt
tvo háttsetta starfsmenn ut-
anríkisþjónustunnar í góðum
félagsskap á næturklúbbi í
Genf. Þeir.höföu sig hins veg-
ar á brott eftir aö hún hafði
komið auga á þá.
Einnig lýsir Heba því, þeg-
ar eiginmaður hennar lenti í
slagsmálum við kollega sinn
eftir síðdegisdrykkju í París.
Voru þessir íslensku dipló-
matar víst að rííast um þaö
hvor hefði ákveðinn titil inn-
an sendiráðsins.
KVENNAFAR
OG TÝNDIR
MENN
Eiginmaður Hebu var stað-
settur á Islandi á meðan land-
helgisdeilan stóð yfir og fékk
það verkefni að sinna erlend-
um blaðamönnum, ásamt
einum landsþekktum kollega
sínum í utanríkisþjónustunni.
Segir Heba þá hafa verið afar
upptekna við að borða á
vertshúsum með blaðamönn-
unum. Þó prísar hún sig sæla
yfir því að eiginmaðurinn
hafi a.m.k. sofið heima hjá
sér á næturnar, en segir koll-
egann hafa sinnt kvenfrétta-
ritara nokkrum af mikilli al-
úð.
Á öðrum stað í bókinni má
skilja frásögn Hebu á þann
veg að þessi sami starfsmað-
ur utanríkisþjónustunnar hafi
heillast svo í veislu af þekktri
fegurðardís og fyrirsætu að
hann hafi látið sig hverfa með
henni, en „fundist" að viku
liðinni. Þá hafði eiginkona
hans látið grennslast fyrir um
hann.
En það „týndust" fleiri,
samkvæmt því sem Heba
segir í bók sinni. Lýsir hún því
að sendiherrann í París hafi
átt að mæta á fund Belgíu-
konungs í Brussel, en ekki
látið sjá sig þar. Stallari kon-
ungs hringdi til Parísar og
spurðist fyrir um sendiherr-
ann, en til hans spurðist ekk-
ert á þriöju viku. Var þá
starfsmaður sendiráðsins
sendur til Belgíu að leita
sendiherrans, sem harðneit-
aði að koma heim þegar
hann loks fannst.
SKEMMTIFERÐIR
Á FUNDI
Heba lýsir starfi eigin-
manns síns í varnarmála-
nefnd og segir því fylgja
margar veislur hjá aömíráln-
um á Keflavíkurflugvelli og
árleg ferð til Norfolk í Banda-
ríkjunum. Einnig segir hún
mörg boð í laxveiði fylgja því
að vera í varnarmálanefnd.
Þar að auki minnist Heba á
árlegar heimsóknir Varnar-
málanefndar til Brussel, en
fyrrum eiginmaður hennar
var um árabil staðsettur þar í
sendiráðinu. Segir Heba
nefndarmenn hafa verið
áhugasama um að komast í
tollfrjálsa verslun, þar sem
þeir hafi t.d. keypt sér golf-
kylfur og jafnvel sjónvarps-
tæki. Ennfremur segir hún þá
flesta hafa þurft að fá pen-
ingalán í sendiráðinu og að
algengt hafi verið að þeir hafi
ekki verið komnir heim á
hótel, þegar sendiráðsbíllinn
mætti á morgnana. Funda-
höldin hafi sem sagt verið al-
gjört aukaatriði í ferðunum.
Það sama segir Heba eiga
við um heimsóknir Varð-
bergs, Samtaka um vestrœna
samvinnu. Segist hún eitt
sinn hafa heyrt þegar fyrirliði
slíks hóps bað sendiherrann
að gefa þeim upp heimilis-
fang á góðum stað, þar sem
bæði væri hægt að skemmta
sér og njóta kynlífs. Átti við-
komandi að hafa sagt að
Varðbergsferðirnar stæðu og
féllu með slíkum dægrastytt-
ingum.
,,Eg er hvergi smeyk"
segir Heba Jónsdóttir um hina umdeildu bók sína Sendiherrafrúin segir frá.
„Pad er alltof mikið um það að konur
þegi og láti troða á sér. Menn sem eru í
háum stöðum hafa getað sagt eins og
maðurinn minn gerði; „Pað þýðir ekkert
fyrir þig að ætla að gera eitthvað því ég
er sendiherra en þú ert ekki neitt .” Petta
er ástæðan fyrir því að ég skrifaði bók-
ina,” segir Heba Jónsdóttir, fyrrverandi
sendiherrafrú, í samtali við PRESSUNA.
,,Ég byrjaði að skrifa árið sem ég kom heim frá útlöndum
og það eru um 14 ár síðan. Á meðan börnin mín voru í skóla
hér lagði ég skriftirnar til hliðar því mér fannst ég ekki geta
lagt þetta á þau. Barátta mín fyrir réttlæti stóð í mörg ár.
Skilnaður minh er sá fyrsti sem kemur upp meðal sendi-
herra á Islandi og það voru engin lög sem vernduðu rétt
minn. Ég fékk ekkert í minn hlut við skilnaðinn en í dag á
maðurinn minn fjórar íbúðir, eina lóð í Arnarnesinu og íbúð
á Manhattan í New York. Ég fékk ekki krónu þrátt fyrir bar-
áttu við kerfið og þessi bók er m.a. um þetta óréttlæti. Það
hjálpaði mér enginn, ég kom alls staðar að lokuðum dyrum
og það heilsaði mér varla fólk á götunni. Reiðin magnaðist
innra með mér stig af stigi,” segir Heba.
Að sögn hennar hafa mikil viðbrögð orðið í kringum þessi
bókarskrif hennar og ýmsir reynt að fá hana ofan af því að
gefa hana út. „Ég er fyrir löngu komin yfir það að langa til
að samneyta þessu fólki í utanríkisþjónustunni. Aðalatriðið
hjá mér hefur allan tímann verið að styöja börnin mín í upp-
eldi og til náms. Börnin eru nú öll komin til náms í Bandaríkj-
unum og ég hef því verið ein sl. tvö ár. Þá fór ég að skrifa
og fann það mér til ánægju að ég gat skrifað bók."
Bókaútgefendur rifust um útgáfurétt bókarinnar að sögn
Hebu og fjölmiðlar hafa reynt mikið að fá kafla úr bókinni
og viðtal við hana.
„Það verður sjálfsagt allt vitlaust þegar bókin kemur út
því þarna eru opinskáar lýsingar á ýmsu, en þetta er allt
sannleikur. Ég er hvergi smeyk," segir Heba.