Pressan - 30.11.1989, Page 7

Pressan - 30.11.1989, Page 7
Fimmtudagur 30. nóv. 1989 7 ÁST OG HATUR í BOÐI Mörg kunn nöfn eru nefnd til sögunnar í bók Hebu. Segir hún m.a. frá því er eiginmað- ur hennar skilur hana eftir í veislu með fólki, sem hún þekkti lítið. Þekktur lögfræð- ingur á þá að hafa sýnt henni gífurlega ástleitni, króað hana af úti í horni og kysst hana. Segist Heba hafa orðið æf af reiði, en húsfrúin hafi orðið vör við hvað gekk á og komið henni til hjálpar. I þessu sama boði segir Heba frá því hvernig nafn- greind frú sparkaði látlaust í fætur eiginmanns síns undir borðum, þar sem þeim haföi eitthvað sinnast. ÚT VIL EK Af frásögn Hebu má skilja að íslenskir sendiherrar geti stundum haft þó nokkur áhrif á það hvert þeir eru sendir með því að hrókera embætt- unum sín á milli, þegar timi tilfærslu nálgast. Segir Heba að sendiherrar geti yfirleitt alls ekki hugsað sér aö koma heim í ráðuneytið á íslandi og það sama eigi við um eigin- konur þeirra. Dvöl hér heima þýði mun lægri laun, ekkert þjónustufólk og minni tæki- færi til ferðalaga og veislu- halda. A erlendri grund gátu frúrnar líka keypt húsgögn og aðra innanstokksmuni á kostnað ríkisins og segir Heba sumar þeirra hafa verið drjúgar við slík kaup — bæði með og án samþykkis húsa- meistara ríkisins, sem átti að leggja blessun sína yfir öll meiriháttar innkaup. Lýsir Heba einnig húsakaupum fyrir sendiherrafjölskyldurn- ar á erlendri grund og áherslu þeirra á að fá glæsi- legt húsnæði á besta stað í heimsborgunum. Og á einum stað í bókinni nefnir Heba sendiherrahjón, sem fóru í mánaðarferðalag á bifreið ríkisins, sem ekki var ætlast til að notuð væri í einkaerind- um. FJÖLSKYLDULÍF OG AFENGIS- NEYSLA Fyrrum tengdafjölskylda Hebu er nokkuð til umræðu í bókinni og verður henni m.a. tíðrætt um fjárútlát og ýmis óþægindi vegna heimsókna systkina eiginmannsins og aðstandenda þeirra. Töluvert er einnig af frá- sögnum af hjónabandi Hebu, sem endar með skilnaði und- ir lok bókarinnar. Lýsir hún eiginmanninum sem afar hörðum maka og föður, sakar hann um framhjáhald og nefnir nafn eins einkaritara hans í því sambandi. Óhófleg áfengisneysla Hebu hefur hins vegar greinilega átt mik- inn þátt í ágreiningi þeirra hjónanna á síðustu árum hjónabandsins. í bókinni eru t.d. birtir kaflar úr bréfum frá eiginmanni hennar til skyld- menna sinna, þar sem hann kvartar undan drykkju Hebu og segist vilja losna við hana. Sendi eiginmaðurinn hana raunar á hæli í nokkrar vikur, eftir að ástandið á heimilinu var orðið óbærilegt. En hjónabandinu varð ekki bjargað og flytur Heba heim til íslands og hefur búiö hér síðan. Hún var hins vegar ekki sátt við hjónaskilnaðinn og telur sig hafa verið svikna um háar fjárhæðir. RÁÐUNEYTIS- MENN í TVEIMUR STÖRFUM I bók Hebu eru lýsingar á utanríkisráðuneytinu hér heima og m.a. sagt frá pales- anderklæddri skrifstofu með fataskáp, sem kostað hefði sem samsvaraði fjögurra mánaða launum skrifstofu- stúlku. Segir Heba einnig frá afar merkilegri vél, sem ráðu- neytið hafi eignast á þeim tíma er eiginmaður hennar var við störf á íslandi. Var vél- in til þess gerð að halda uppi beinu sambandi við hinar NATO-skrifstofurnar, en á hverjum degi var skipt um dulmálslykil. Var starfsfólk sent til Noregs aö læra á þessa vél. Rammbyggð hurð í líkingu við hurö á peninga- skáp var siðan sett á herberg- iö, sem vélin var í. Ráðuneytisstjórinn er líka nefndur til sögunnar og sagt að hann hafi stundum gist á skrifstofunni, fyrir utan frá- sagnir af fjárhagskröggum starfsmanns utanríkisþjón- ustunnar, sem vanur var meiri auraráðum á erlendri grund. Þar að auki fullyrðir Heba að einn starfsmaður ráðuneytisins hafi óáreittur rekið fasteignasölu í vinn- unni og auglýst símanúmerið þar í því sambandi. Heba seg- ir líka einn starfsmann á varnarmáladeild hafa rekið fasteignasölu og annan sinnt innflutningi á víni í vinnutím- anum. MÁ ÉG VERA MEÐ? Á einum stað í bókinni seg- ir Heba frá gífurlegum áhuga manna í Reykjavík á að kom- ast í veislu á Hótel Sögu í tengslum við ráðherrafund Atlantshafsráðsins. Linnti t.d. ekki simhringingum frá ákveðnum ræðismanni og urðu þær að lokum til þess að ákveðið var að bæta við einu borði fyrir ræðismenn inni í horni þar sem nú er bar í Súlnasalnum. Ekki var hægt að dreifa ræðismönnunum um salinn, þar sem sætaskip- an hafði verið ákveðin og henni varð ekki breytt. Eftir þennan ráðherrafund segir Heba að einn starfs- maður utanríkisráðuneytis- ins, sem hún nafngreinir í bókinni, hafi komið með yfir- vinnureikning upp á 30 þús- und krónur. Eiginmaður He- bu á hins vegar að hafa neit- að að skrifa upp á reikning- inn. HA, HA, HA, . . . Eitt sinn munaði litlu að Heba og maður hennar lentu í flugslysi, þegar þau voru á leið frá fslandi til Parísar og áttu að skipta um flugvél í London. Flugvél þeirra frá ís- landi seinkaði, svo þau misstu af framhaldsfluginu yfir til Frakklands, en sú vél rétt hóf sig á loft áður en hún féll til jarðar með þeim afleið- ingum að allir farþegarnir fórust. íslenski sendiherrann í London var á flugvellinum og segir Heba hann hafa tek- ið skellihlæjandi á móti þeim með þessi tíöindi, þegar þau gengu inn í flugstöðiria. KAIIPA ÞRJU FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI MEIRIHLUTA Þrjú fjölskyldufyrirtœki, Hagkaup, Vifilfell og Hekla, ihuga að kaupa sig inn i Stöð 2 sem sárvantar peninga i rekstur- inn. Skilyrðið er að þau eignist meiri- hluta i Stöðinni. Jón Óttar s jónvarpsst jóri gerir örvæntingarfullar tilraunir til að halda meirihluta sinum. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON Síðasta hálmstrá Jóns Óttars er franska sjónvarpsstöðin Canal Plus. Jón Óttar fór til Parísar í síðustu viku með kynnisbréf utanríkisráðherra upp á vasann. Heimildarmenn í við- skiptalífinu telja ólíklegt að sjón- varpsstjórinn hafi erindi sem erfiði Hugmyndin að kaupa hlut í Stöð 2 hefur veriö rædd á óformlegum fundum sem eigendur Hagkaups og Vífilfells eiga reglulega. „Þetta hefur bara verið rætt í kaffibollasamhengi," segir Lýður Friðjónsson, framkvæmdastjóri Víf- ilfells. í DV í gær sagði að Morgun- blaðið, Hekla, Vífilfell og Hagkaup ættu i viðræðum við Stöð 2 með kaup í huga. „Fréttin í DV er eins og hvert annað kjaftæði," segir Lýður. Samkvæmt heimildum Pressunn- ar er Morgunblaðið ekki með í við- ræðum um kaup á hlutafé í Stöð 2. Stjórnarformaður Árvakurs hf.. sem gefur út Morgunbiaðið, er Hallgrím- ur B. Geirsson. í samtali við biaöa- mann þvertók Hallgrímur fyrir að eiga í viðræðum um kaup á hlut í Stöðinni. Aftur á móti munu forsvarsmenn Heklu vera með og taka þátt í þess- um þreifingum. Fyrirtækin þrjú eru um margt áþekk. Þau eru rótgróin fjölskyldufyrirtæki, standa vel og eiga þegar í samstarfi á afmörkuðu sviði. Þá hjálpar það til að fyrirtæk- in starfa hvert á sínu sviði og eru þess vegna ekki í innbyrðis sam- keppni. „Get ekkert sagt" „Ég get ekkert um það sagt,” svar- aði Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, þegar það var borið undir hann hvort til stæði að Hekla gengi inn í rekstur Stöðvar 2. Ingimundur vildi hvorki játa því né neita að við- ræður stæðu yfir, en itrekaði aö hann gæti ekkert sagt. Lýður vildi líka sem minnst segja um fyrirætlanir Vifilfells. Hann kvað þó Stöð 2 vera áhugavert fyrir- tæki. Verðmætar fasteignir Vífilfells við Hofsvallagötu eru á söluskrá þar sem fyrirtækið mun innan skamms flytja höfuðstöðvar sínar upp á Stuðlaháls. Lýður sagði nokkra að- ila hafa sýnt áhuga á fasteignunum. Þegar af sölu veröur mun Vífilfell eiga stórar fjárhæðir á lausu. Stöð 2 er að sligast undan skuld- um sem stofnað var til þegar fyrir- tækið hóf rekstur fyrir þrem árum. Stofnendurnir slógu lán fyrir stór- um hluta stofnkostnaðar. Afborgan- ir og vextir af þessum skuldum eru fyrirtækinu fjötur um fót. Viðskipta- banki Stöðvarinnar, Verslunarbanki íslands, gengur í eina sæng með fjórum öðrum bönkum og stofnar islandsbanka um áramótin. Fyrir þann tíma vill Verslunarbankinn koma skikkan á peningamál Stöðv- ar 2. Áhugamenn um fjölmiðlun Stjórnarformaður Hagkaups, Sig- urður Gísli Pálmason, er áhugamað- ur um fjölmiðlun. Hann er formaður stjórnar íslenska útvarpsfélagsins, sem rekur Bylgjuna og Stjörnuna. Þá er Sigurður einnig í útgáfustjórn tímaritsins Heimsmyndar. Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, á sömuleiðis fortíð í fjöl- miðlabransanum. Fyrir nokkrum árum sat hann í stjórn Frjálsrar fjöl- miðlunar, sem gefur út DV. í samtali við blaðamann sagðist Ingimundur hafa fyrir nokkru selt hlut sinn i Frjálsri fjölmiðlun. Vífilfell og Hagkaup eru þegar í samstarfi. Saman eiga fyrirtækin húsnæðið í Kringlunni sem veit- ingastaðurinn Kvikk er með á leigu. Einnig er í bígerð að Vífilfell og Hag- kaup standi sameiginlega að út- flutningi íslensks ferskvatns. Samkvæmt heimildum Pressunn- ar er skilyrði fjölskyldufyrirtækj- anna um meirihlutaeign í Stöð 2 komið til vegna þess að þau telja til lítils að koma inn í reksturinn án þess að hafa afgerandi áhrif á stefnu Stöðvarinnar. Á meðan Jón Óttar, fjölskylda hans og félagar eiga meirihluta er lítil von til þess. Það er talað um að niðurstaða í málinu fáist innan viku. Hingað til hefur Jón Óttar aðeins leitað eftir auknu hlutafé, og af hans hálfu stendur ekki til að selja meiri- hluta. Það er hinsvegar ekki lengur víst að kóngurinn á Krókhálsi sé nægilega sterkur til að halda meira en helmingnum af ríki sínu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.