Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 30. nóv. 1989 i stjórnmálum „Það er gagnlegt stjórnmálamanni að láta lita svo út sem hann sé miskunnsam- ur, orðheldinn, mannúðlegur, trúaður og hreinskilinn — og að vera það, en hafa þó hug sinn opinn fyrir þvi að bregða hinu gagnstæða ef þörf krefur." EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON TEIKNING: ARNÞÓR HREINSSON Á þessa leið skrifaði ítalskur stjórnmálamaður, Niccolo Machia- velli, í frægri bók um stjórnspeki, Furstanum. Ráðleggingin er ætluð ítölskum smákóngi fyrir 500 árum, en hún gæti allt eins verið tekin úr munni ósvífins ráðgjafa nútíma- stjórnmálamanns. Það er sjaldgæft að íslenskir stjórnmálamenn séu opinberlega sakaðir um lygi. Aftur á móti er ekki óalgengt að stjórnmálamenn væni hver annan um blekkingar og að hagræða sannleikanum. Fyrir tveimur vikum kvaddi Hall- dór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sér hljóðs utan dagskrár á Al- þingi vegna ummæla fjármálaráð- herra, Ólafs Ragnars Grímssonar, í sjónvarpsþætti nokkrum dögum áð- ur. Halldór sagði í ræðustól að Ólaf- ur Ragnar hefði farið með ósannindi þegar hann lýsti skattatillögum sjálfstæðismanna. Krafðist Halldór þess að Ólafur Ragnar bæðist afsök- unar á ummælunum. í svari sínu sagðist fjármálaráðherra ætla að at- huga betur hvort staðhæfingin í sjónvarpsviðtalinu væri rétt. Reyn- ist fullyrðingin röng ætlar ráðherra að biðjast afsökunar. „Ég álít að ummæli Ólafs Ragnars hafi verið hálfur sannleikur. í sjón- varpinu sagði hann að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði lagt til flatan virðis- aukaskatt upp á 25 prósent. Okkar samþykkt var um virðisaukaskatt i tveimur þrepum, 15% og 25%. Á þessu tvennu er mikill rnunur," segir Halldór Blöndal. Lúmskt eðli lyginnar Ólíkt því sem sumir halda er til * gömul og gild skilgreining á munin- um á milli sannleika og lygi. Hún er frá dögum Forn-Grikkja og hljóðar á þennan veg: Við förum með sann- indi þegar það sem við segjum kem- ur heim og saman við það sem er. Og þegar það er ekki sem við segj- um ekki vera. Að sama skapi förum við með ósannindi þegar við stað- hæfum eitthvað sem er ekki og segj- um eitthvað ekki vera sem er. í okkar samfélagi er það óskrifuð regla að menn skuli segja satt. Það er hluti af leikreglunum sem við þekkjum og samþykkjum án þess að hafa um það mörg orð. Önnur regla er sú að menn skuli ekki útkljá ágreiningsefni með handalögmál- um. Freistingin til að brjóta leikregl- urnar veltur annars vegar á því hversu líklegt er að maður komist upp með brotið og hins vegar hversu auðvelt maður á með að friða samviskuna. Þess vegna er til að mynda mun meira freistandi að fara með rangt mál þegar maður græðir á því en að berja á náungan- um þegar maður er ósáttur við hann. Lygin er ekki áþreifanleg og hún skilur ekki eftir sig sjáanleg lýti, hvorki á þeim sem hana segir né þeim sem fyrir verður. Ásýnd og veruleiki Síðasttalda atriðið er sérstaklega mikilvægt í stjórnmálum. Fyrir frama stjórnmálamanns skiptir meira máli hvaða mann kjósendur halda að hann hafi að geyma fremur en hvaða maður hann í raun er. Machiavelli kom auga á þessa Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður: „Að mínum dómi eru ekki til að- stæður sem réttlæta lygi. Það er aftur annað mál að oft má satt kyrrt liggja. Ég þekki tilvik þar sem menn hafa sagt ósatt opinberlega, en get ekki sagt um hvort það var af ásetningi eða að viðkomandi vissi ekki betur. Ég hef verið í stjórnmálum frá árinu 1970 og man ekki til þess að hafa viljandi sagt ósatt." Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra: „Mér finnst mjög hæpið að þær aðstæður skapist sem réttmæta að maður ljúgi að fólki. Ég hef verið i stjórnmálum síðan árið 1970 og man ekki eftir slíkum aðstæðum. Kannski gætu þær skapast á ófrið- artímum, en þó varla, stjórnmála- menn og embættismenn verða að segja þjóðinni satt til að hún standi saman. Jú, ég veit til þess að farið hefur verið með lygi á opinberum vett- vangi. Það er sjaldnast bein lygi, oftast hagræðing á sannleikanum. Vísvitandi hef ég ekki sagt ósatt." staðreynd fyrir hálfu árþúsundi þeg- ar hann sagði að „almenningur dæmir alltaf eftir því sem við blasir". Á sjónvarpsöld fá orð ítalans frekari staðfestingu. Komi stjórnmálamað- ur vel fyrir í sjónvarpi eru honum allir vegir færir. Til að ná almanna- hylli er stjórnmálamanninum fátt nauðsynlegra en að virðast traustur og sannsögull. Þess vegna fara stjórnmálamenn á námskeið í sjón- varpsframkomu. Þrátt fyrir þann eiginleika lyginn- ar að vera óáþreifanleg er hún tví- bent vopn. Skrök er hægt að sanna. Þar sem til er nokkurn veginn óve- fengjanlegur mælikvarði á hvað er satt og hvað ekki er hægt að ganga úr skugga um sannleiksgildi stað- hæfinga. Þetta vita stjórnmálamenn manna best og sennilega er þaö af þeirri ástæðu sem þeir grípa sjaldn- ast til beinna lyga. Það er haldbetra að beita blekk- ingum. Munurinn er sá að í blekk- ingum er vanalega að finna sann- leikskorn eða eina rétta forsendu innan um skrökið. Þar með er alltaf hægt að vísa til sannleikskornsins ef svo ilia fer að einhver reyni að hrekja ósannindin. Þessi aðferð er útbreidd í stjórn- málum. Einkum er það í meðferð talna sem hún er notuð. Þegar margar tölur og loðið orðalag fara saman eru möguleikarnir þó nokkr- ir. Snemma í þessum mánuði svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn á Al- þingi um rekstur ríkisstofnana. Þar sagði ráðherra meðal annars að „vegna ummæla fyrirspyrjanda um málefni ríkisspítalana sýnir ríkis- reikningurinn fyrir árið 1988 að rík- isspítalarnir hafa farið 5% fram úr því sem fjárlögin og aðrar heimildir fólu í sér“. Guðmundur G. Þórarinsson þing- maður á jafnframt sæti í stjórnar- nefnd ríkisspítalanna. Hann gerði athugasemd fyrir réttri viku við svör ráðherra. Á þremur vélrituðum síðum heldur hann því meðal ann- ars fram að rekstrarkostnaður ríkis- spítalanna sé 16 milljónum króna undir fjárheimildum. Guðmundur segir ráðherra gera „alvarleg mis- tök“ og ennfremur að ráðherra leggi fram „rangar upplýsingar". Olafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra hefur ekki svarað athuga- semdum Guðmundar og blaða- manni tókst ekki að hafa uppi á hon- um til að bera þær undir hann. Það er þó líklegt að ráðherra svari þing- manninum og að í svari hans komi fram annar skilningur á orðalaginu „aðrar heimildir". I framhaldi mun ágreiningurinn gufa upp í orðaskaki og útúrsnúningum. Lygi og lýðræði Það er hægt að sjá fyrir sér mikil- vægi þess að menn segi satt með því að ímynda sér hið gagnstæða; að allir menn segðu ósatt. í stjórnmálum myndi þetta þýða að stjórnmálabarátta og stjórnmála- starf yrðu marklaus. í heimi þar sem menn gengju um síljúgandi væri engum treystandi og almenningi dytti ekki í hug að kjósa sér fulltrúa til að fara með sín mál. Það yrði stjórnað án umboðs almennings. Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis: „Ég get ekki komið auga á þær aðstæður sem gætu réttlætt lygi opinberra aðila. Ég veit engar sönnur þess að menn hafi farið með rangt mál. Þó er ég hræddur um að það hafi komið fyrir og þá fremur stafað af ónákvæmni og ókunnugléika en að það hafi verið gert vísvitandi. Nei, ég hef aldrei viljandi sagt ósattotarfi mínu."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.