Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 30. nóv. 1989 frásagnir um dáleiðslu lengst aftur í öldum: „Þótt fyrirbærið hafi ekki verið kallað „dáleiðsla" á þeim tím- um hefur það verið til og menn hafa nýtt sér það að einhverju leyti, bæði í lækningaskyni og til að hafa áhrif á fólk. Það var einkum á nítjándu öldinni að menn fóru að fá einhverj- ar hugmyndir um hvernig dáleiðsla virkaði og þá voru lagðar mismun- andi áherslur á einstaka þætti dá- leiðslunhar. Ein aðferðin var sú að horfa stíft á einhvern hlut, til dæmis þennan fræga pendúl sem oft er tal- að um, en er í rauninni meiri goð- sögn en raunveruleiki. Það sem ger- ist er að dávaldurinn veit að einstakl- ingur þreytist og dávaldurinn lýsir með orðum jtví sem hann finnur. Smám saman veröur tenging milli þess sem dávaldurinn segir og þess sem einstaklingurinn finnur. Þegar þessi tenging er orðin breytir dá- valdurinn henni þannig, aö í stað þess að lýsa breytingum getur hann kallað þær fram og þannig stýrt þeim. Þtíía er gjarnan gert i formi sefjunar sem er endurtekin með þægilegri hrynjandi. Þetta þarf þó auövitaö að gera í ákveönum til- gangi og í samhengi." Saga sem felur í sér tilvísun um slökun Sjálfur segist Höröur vera hrifn- astur af aðferðum sem kenndar eru við Milton Erickson, virtan, bandarískan dávald: ,,Sú aðferð er svokölluð „óbein" aöferð og byggisl á því aö hægt er að tala þannig um hlutina aö þeir hafi áhrif á einstakl- inginn, og þau áhrif eru þá meira i samræmi viö þaö sem viðkomandi þarf og vill. Meö óbeinu aðferðinni er hægt aö ná sama árangri með því til dæmis að segja sögu sem felur í sér tilvísanir um slökun eða ein- hverja ákveðna breytingu, þannig aö viökomandi geti nýtt sér það úr sögunni sem hentar honum sérstak- lega til þess að slaka á eða breyta hegöun sinni. Meö sögu er hægt að koma sjónarmiði betur á framfæri en til dæmis með beinum upplýsing- um. I henni felast oft lausnir á vanda viðkomandi, og lausnir sem við uppgötvum sjálf duga mun betur en lausnir annarra, ekki satt?! — Ann- að sem einkennir aöferö Ericksons er að i stað þess að vera með hefð- bundna aöferö viö alla þá er vinnan löguð að þeim einstaklingi sem ver- iö er að vinna með í það skiptiö. Hvert og eitt okkar hefur sérkenni, ákveðinn hátt á að vera til, ákveðið mynstur og samkvæmt kenningum Ericksons er mikilvægt aö láta þessi mynstur vinna með sér." Höfum aðgang að brotabroti minninganna En hvað er það sem gerist í dá- leiðslunni? I bíómyndum sjáum við leikarana í djúpum leðursófa eöa stól, dávaldurinn tíilar hægum rómi og augnlok leikarans síga þangað til hann sekkur í djúpan dásvefn. í raunveruleikanum gerist þetta sjaldnast þannig: „Þaö eru ótal hlutir í kringum okkur sem við hvorki erum meðvituð um né veit- um sérstaka athygli og á sama hátt er í kollinum á okkur margs konar reynsla; allt sem við höfum gengiö í gegnum frá barnæsku," segir Hörð- ur. „Þar eru alls konar tengingar og alls konar hugmyndir sem við höf- um ekki aðgang aö í amstri hvers- dagsins nema þá kannski einhverju brotabroti. Það sem dáleiðslan gerir er að bún þrengir þetta athyglissvið út á við, þannig að athyglin tak- markast við þaö sem dávaldurinn er að segja, en jafnframt beinist athygl- in inn á við. Á þennan hátt getum við beint athyglinni að þeim hlutum sem við yfirleitt veitum enga at- hygli, en sem engu að síöur liggja daglegri hegðun okkar til grund- vallar. Þennan hluta köllum við oft dulvitund og dáleiðslan er áþreifan- leg vísbending um tilvist dulvitund- arinnar. — í flestum tilfellum man sá sem dáleiddur er flest sem sagt var. Það eru einkum þeir sem hafa látið dáleiða sig oft sem komast það djúpt að þeir taka ekki eftir því sem dá- valdurinn segir. Dáleiðslu,,ástand“ er hins vegar virkt hugarástand; það er ekki eins og svefn að neinu leyti. .lafnvel þótt einstaklingur sýni ýmis einkenni þess aö vera í trans, eins og líkaminn sé óhreyfanlegur, augun lokuö, andlitsvöðvar séu sléttir og hjartaö slái hægar, er hug- urinn tiltölulega virkur allan tim- ann. Það er semsagt goðsögn að fólk detti út.“ Flestir fara í léttan trans Eleiri goðsagnir eru í gangi um dáleiðslu, þeirra á meðal sú að ekki sé hægt að dáleiða illa gefið fólk: „Það er hægt að dáleiða langflesta," segir Hörður. „Það hefur verið rann- sakað í bak og fyrir hvaða persónu- leikastærð skiptir máli, en það sem menn hafa komist að er að sá hæfi- leiki sem mestu skiptir er að hafa frjótt ímyndunarafl. Það er best að dáleiða þá sem eiga auðvelt með að ímynda sér alla skapaða hluti." Hann segir tiltölulega fáa sem dá- leiddir eru fara í djúpan dásvefn: „en svo gott sem allir fara í léttan „trans". Munurinn milli þessara hluta er sá að í djúpum dásvefni veit fólk ekki af sér og hefur ekkert minni yfir þann tíma sem dásvefn- inn varir. Djúpur dásvefn er hins vegar ekki notaður nema í mjög flóknum tilvikum". Eftirköst dáleiðslu eru engin að sögn Harðar, nema þá helst þegar hún er notuð i sýningarskyni: „Við sjáum stundum dávalda á skemmt- unum fá fólk til sín á sviðið og dá- leiða það þannig að hægt er að leggja það milli tveggja stóla, líkt og spýtu. Höfuðið hvílir þá á öðrum stólnum og fætur á hinum. Aðferð sem þessi getur haft þau eftirköst að viðkomandi getur fengið í bakið, því stelling af þessu tagi er líkamanum ekki eðlileg. Mér vitandi er dá- leiðsla sem slík algjörlega hættulaus og hana er aldrei hægt að nota til að láta fóik gera eitthvað gegn betri vit- und." Dóleiðsla gegn kyr.deyfð Dáleiðslu er hægt að nota í marg- víslegum tilgangi, til dæmis til að sigrast á kvíða, ýmiss konar fælni og sársauka. „Dáleiðsla er vinsæl við alls kyns sársauka, til þess að ná fram slökun og hefur reynst vel við sumum kyn- lífsvandamálum," segir Hörður. í framhaldi af þvi segir hann sögu af fyrirlestri sem hann sótti nýverið í Bandaríkjunum: „Sálfræðingurinn sem fyrirlesturinn flutti fæst mikið við að dáleiða fólk sem á við vanda- mál að stríða í kynlífinu. Ein aðferð sem hann notar er svokölluð „stjórntækjaaðferð". Sjúklingurinn ímyndar sér þá að í honum séu stjórnstöðvar fyrir hitt og þetta; þar af ein fyrir kynhvötina sem hafi still- ingu frá einum upp í tiu. Þessi sál- fræðingur fékk til sín konu sem kvartaði yfir því að hún hefði bók- staflega enga kynhvöt. Með þessari „stjórntækjaaðferð" fékk hann hana í dáleiðslu til að athuga á hvað kynhvatastillingin var stillt og kon- an svaraði „á þrjá“. Meðan hún var í trans hækkuðu þau þetta stjórn- tæki og röktu þær breytingar sem urðu eftir því sem kynhvötin óx. í lokin „stilltu" þau þetta stjórntæki á átta. Viku síðar kom konan aftur og sagði aö nú gengi þetta allt Ijómandi vel, reyndar svo vel að maðurinn sinn heföi sent sig aftur til dávalds- ins. „Hann biöur um aö stillt sé á sex!"“ Dóleiðsla fyrir fæðingu Hörður segir auðvelt að dáleiöa konur fyrir fæðingu, þannig að þær upplifi fæðinguna á jákvæöari og sársaukaminni liátt: „Ymislégt í um- hverfi sjúkrahúsa beinir athyglinni óhjákvæmilega að sársauka," segir hann. „Með því að dáleiða konurn- ar fyrirfram er hægt að fara ná- kvæmlega yfir allt ferlið þannig aö konan sjái þaö fyrir sér. Meðan kon- an er í trans eru henni gefin fyrir- mæli um aö þegar að þessum at- buröi kemur muni henni líöa vel. Þannig eru sköpuð tengsl milli ákveðinna aðstæðna og svo slökun- ar og jákvæðra tilfinninga. Þegar komið er í hinar raunverulegu aö- stæður verður svörunin frekar slök- un og ánægja en spenna, sársauki og kvíði. Það mál sem er notað á sjúkrahúsum er einnig oft á tíðum neikvætt í eðli sinu. Þegar kona er að fæða barn er gjarnan sagt: „Þér líður ekkert illa ennþá, er það?“ eða „Eru hríðarnar mjögslæmar?" Kon- an getur undirbúið sig á þann hátt að hún eigi auðvelt með að umoröa þessar setningar á jákvæöan hátt, til dæmis „Hversu vel líður mér núna?" og „Utvíkkunin er orðin sex, ég á aöeins fjóra eftir"." Hann segir auðvelt fyrir hvern og einn að læra sjálfsdáleiðslu, hvort heldur fólk sækist eftir að ná slökun upp á eigin spýtur eða dáleiða sig gegn sársauka: „Það eru margs kon- ar fyrirbæri sem hafa áhrif á verki og sársauka," segir hann. „Þeir sem hafa stöðuga verki þekkja að um leið og athyglin beinist að öðru gleyma þeir verknum. Með dáleiðsl- unni getum við kallað fram tilfinn- ingaleysi, breytt verknum í þrýsting eða annars konar og ekki eins óþægilegan sársauka, og um leið og fólk fer að upplifa að mynstur sárs- aukans getur breyst hefur það meiri stjórn á honum. Mannskepnan býr yfir margs konar eiginleikum og hæfileikum. Með dáleiðslunni köll- um við þá fram." Dáleiðsla fyrir yfirspennta Hörður segir dáleiðslu ekki iðk- aða í ríkum mæli hér á landi og hon- um er aðeins kunnugt um að einn kollegi hans auglýsi sérstaklega dá- leiðslumeðferð: „Dáleiðslan hentar ekki öllum," segir hann. „Það eru til margar vinnuaöferðir þar sem hægt er að ná samskonar árangri og í dá- leiðslunni. Þeir sem hafa- leitaö til mín í dáleiðslumeðferð hafa flestir vprið að leita eftir aðstoð við að hætta að reykja eða borða óhóflega. Dáleiðsla nýtist líka vel þeim sem eru orðnir yfirspenntir eða eiga erf- itt með svefn, því með dáleiðslu er hægt að koma af stað því eðlilega samspili spennu og slökunar sem okkur er eðlislægt." Hann segir enga hættu á að sjúkl- ingurinn „festist" í transi, jafnvel ekki þótt dávaldurinn fengi hjarta- slag í miðjum klíðum: „Smátt og smátt myndi viðkomandi losna úr trans og færi að hreyfa sig eðlilega innan fárra mínútna. Margir eru taugaóstyrkir gagnvart dáleiðslu og halda að þeir geti alls ekki slakaö á. Af þeim sökum verða fyrstu við- brögðin við uppástungu um að slaka á að viðkomandi spennist upp. Þegar fólk er að byrja að læra að slaka á finnur það oft sterkar fyrir einkennum eins og höfuðverk og vöðvaspennu, en í fyrstu má ekki gera of miklar kröfur. Þeir sem upp- lifa það að líða afskaplega vel i dá- leiðsluástandi hætta oft að taka eftir því sem verið er að segja, og verða þá stundum hræddir. Það getur því oft skapað smákviða meðan fólk lærir að slaka á, en grunnforsenda þess að dáleiðsla heppnist er að ein- staklingurinn treysti dávaldinum og dávaldurinn viti hvað hann er að gera. Dáleiðslan á að vera samvinna til að ná ákveðnum markmiðum." I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.