Pressan - 30.11.1989, Síða 20
20
Fimmtudagur 30. nóv. 1989
LEIKLISTIN
SER MANNI FYRIR
VIÐTALVIÐ HELGA BJÖRNSSON LEIKARA OG SÖNGVARA
— Hefur aðsóknin aukist að
leikhúsunum?
„Ég veit það nú ekki, en það er
miklu meiri leiklistarstarfsemi í
gangi núna heldur en fyrir t.d. 5 ár-
um og það er allt af hinu besta. Þeg-
ar ég var í leiklistarskólanum var
enginn áhugamannahópur starf-
andi, þá var það aðeins Alþýðuleik-
húsið sem setti upp nokkrar sýning-
ar á ári, og þegar ég var nýútskrifað-
ur 1983 þá fór stúdentaleikhúsið í
gang með nokkrar sýningar. Sem
betur fer er mjög mikið að gerast
núna og þannig á það að vera."
— Hvernig hófst tónlistarfer-
ill þinn?
„Ég lék mér svona eins og allir
aðrir með badmintonspaða fyrir
framan spegilinn og stæidi John
Lennon. Ég man eftir því að þegar
ég var 8—10 ára komumst ég og vin-
ur minn í bunka af Bravoblöðum,
sem voru full af Bítlamyndum. Og
svo klipptum við hverja einustu
mynd út og þöktum herbergið mitt
sem var nokkuð stórt.
Svo var stofnuð hljómsveit. Ég
bjó til gítar úr málningardósarloki
með spýtu sem háls og setti bólstur-
hnappa sem stillipinna. Það toppaði
gjörsamlega allt í kringum mig og
þetta var sko ,,it“-ið. Svo bjuggum
við til trommur úr „Mackintosh"-
dósum og gerðum „hi-hat”. Þetta
var alveg rosalegt!
Þegar við strákarnir vorum 13 ára
tróðum við upp með fyrstu alvöru-
hljómsveitina okkar í pásu á skóla-
balli í gagnfræðaskólanum. Hún hét
„Berb“ og á dagskránni var m.a. eitt
frumsamið lag sem við kölluðum
„Tampax", sem var nafn á vinsælum
túrtöppum. Og svo sungum við al-
veg galvaskir: „Tampax, I don't
need you, Tampax I don’t want you,
every time I want to fuck with you,
I don’t want to be Tampax.” Þetta
vakti alveg rosalega hrifningu.
Þetta datt síðan upp fyrir þegar ég
fór í leiklistarskólann. Ég gleymdi
þessum málum alveg, þar til ég var
útskrifaður, þá stóðu þeir Grafík-
menn allt í einu uppi söngvaralausir.
Ég sló til og flaug vestur um helgar
og söng með þeim. Ég hætti svo
með Grafík ’86, enda var þá komin
viss þreyta í samstarfið, menn voru
ekki sammála um hvaða leiðir ætti
að fara, svo það var best fyrir mig og
alla aðra að stoppa þarna.”
— Gerir þú eitthvað af því að
fara út um helgar og hlusta á aðr-
ar hljómsveitir?
„Ég reyni að kíkja á tónleika, en
það fer mikið eftir því hvað maður
er að gera, núna fer ég lítið á dans-
staði og svoleiðis. Ef ég á frí reyni ég
að vera heima hjá fjölskyldunni. Ég
er að vinna svo mikið um helgar og
fer þá meira út í sambandi við vinn-
una. Að vissu leyti gott og að vissu
leyti slæmt. Það er alltof sjaldan
ákveðið eitthvað fyrirfram eins og
að fara á ákveðinn stað á ákveðnum
degi.”
— Hvernig er að vera þekkt
andlit?
„Það venst eins og allt annað. í
fyrstu var þetta spennandi, enda er
ég hégómagjarn eins og hver annar.
En svo get ég orðið mjög þreyttur á
þessu. Ef lag hefur t.d. slegið í gegn
og það er á myndbandi finn ég fyrir
aukinni athygli, en ef ég er ekki í
sviðsljósinu um tíma finn ég fyrir að
fólk horfir minna á mig, og þá á ég
það til að hugsa: Heyrðu, hvað er að
gerast?"
— Geturðu sagt okkur hvern-
líka í skólanum. Ég er frá ísafirði og
þar var ég í Litla leikklúbbnum og
hann sá oft um skemmtanir á þess-
um dögum og notaði litlu krakkana
á staðnum. Ég var svo heppinn þeg-
ar ég var í 10 ára bekk að ég fékk
kennara sem var mikill leiklistar-
frömuður á ísafirði. Nokkrum sinn-
um í viku voru tímar sem hétu
sem hét Sandkassinn og það var
Bryndís Schram sem leikstýrði fyrir
Litla leikklúbbinn. Þetta var alvöru
tveggja tima kvöldsýning. Þar til ég
fór í Leiklistarskólann var ég bara
að leika annað slagið með Litla leik-
klúbbnum.
í Leiklistarskólanum þurfti ég að
taka inntökupróf sem var ansi
„Ég myndi ekki vilja lúta þeirri áþján að fara eftir öllum þessum dyntum og duttlungum i þjóöfélag-
inu."
strembið. Það voru 70—80 manns
sem sóttu um og úr þeim hópi voru
valdir 16 til að halda áfram. Sá hóp-
ur vann stíft í 10—14 daga og af hon-
um voru 6 teknir inn í skólann. Það
var í raun mjög sársaukafullt þar
sem 16 manna hópurinn var orðinn
mjög samstæður."
— Er það ekki illa borguð
hugsjónastarfsemi að vera leik-
ari á Islandi?
„Jú, það er varla hægt að fram-
fleyta sér á því, þetta er hálfgert
hugsjónastarf. Fjárhagslega hef ég
bjargað mér á tónlistinni og þannig
bjargað víxlum fyrir horn þar sem
ég hef ekki haft mikinn áhuga á að
leika í auglýsingum. Leiklistin sér
manni fyrir sódavatni á Hard Rock!”
„Ég hef ekki haft mikinn áhuga
á að leika í auglýsingum."
ig þú byrjaðir að leika?
„Já, ætli það hafi ekki byrjað
þannig að maður hafði svo gaman
af að segja brandara. Maður var allt-
af að spauga í skólanum og leika í
skólaleikritum. Ég byrjaði mjög
snemma að leika, svona 7—8 ára, á
allskonar skemmtunum. Á sumar-
daginn fyrsta, 17. júní og auðvitað
„I fyrstu var þetta spennandi,
enda er ég hégómagjarn eins
og hver annar."
„frjáls stund”, það átti að vera verk-
efni í átthagafræði eða einhverju
álíka en hún tók tímana undir leik-
list. Við vorum bara að spinna og
svoleiðis og var þetta náttúrulega
alveg meiriháttar grunnur undir
það sem síðar kom. Síðan þróaðist
þetta og ég lék í fyrstu alvöru sýn-
ingunni þegar ég var 13 ára í leikriti
— En hvað með kvikmynda-
leik?
„Ég var svo heppinn að fyrsta
hlutverkið sem ég fékk eftir að ég
útskrifaðist var í kvikmyndinni
Atómstöðinni. Síðan hef ég leikið
smáhlutverk í þó nokkrum öðrum.
Ég hugsa nú að almenningur þekki
mig miklu betur sem söngvara en
leikara, en sá kjarni sem sækir leik-
hús veit að sjálfsögðu hverjir þar eru
að starfa.
Leikarar verða oft þekktari af því.
að leika í sjónvarpsauglýsingum en
á sviði, og er það í raun og veru
mjög slæm þróun. Segjum sem svo
að tveir nýútskrifaðir leikarar séu
að leika á sviði, annar er að gera
góða hluti en hinn ekki. Sá síðar-
nefndi fær svo hlutverk í sjónvarps-
auglýsingu, hann slær í gegn og er
allt í einu orðinn stjarna meðan
hinn skiptir engu máli. Það er í
sjálfu sér svolítill hégómi í þessu og
leikhúsið fær oft ekki þá auglýsingu
sem það ætti að fá.“
— Segðu okkur frá Síðan
skein sól og hvernig það kom til
að þú byrjaðir þar?
„Eg var einfaldlega ekki búinn að
fá nóg að tónlistinni. Við erum ný-
búnir að Ijúka upptökum á annarri
breiðskífu okkar — hin kom út um
síðustu jól. Við vorum reyndar með
tvö lög á safnplötu í sumar og annað
lagið, Dísa, held ég að sé að verða
þjóðlag núna!
Hljómsveitin ákvað að fara ekki á
þennan venjulega ballmarkað í
sumar, heldur settumst við niður í
herbergi heima hjá mér og sömdum
fullt af lögum á kassagítara, harm-
ónikku og bongótrommur og
ákváðum síðan að halda um landið
í tónleikaferð.”
— Er munur að spila fyrir fólk
úti á landsbyggðinni miðað við
þéttbýlið?
„Oftast er skemmtilegra að spila
úti á landi, fólk þar er miklu opnara
á tónleikum. Það stafar kannski af
því að hér spilum við á vínveitinga-
húsum, þar sem margir híma við
barinn, mismunandi „grúví”, en úti
á landi er þetta bara skemmtun, fólk
er komið til að hlusta og horfa á
hljómsveitina."
— Hvernig verða svo lögin til?
„Ég sem textana en lögin semjum
við saman — spinnum kannski út frá
einhverjum hljómi, svo kemur
trommarinn með sinn takt og ég
finn laglínu. Stundum gengur þetta
eins og í sögu, aðra stundina bölvan-
lega. Textana sem ég yfirleitt eftir á,
eða meðan lagið er í vinnslu. Ég tók
þá stefnu í upphafi að nota venjulegt
talmál þannig að allir eiga að geta
skilið hvað ég er að fara."
— Finnst þér mikil gróska í
tónlistarlífinu?
„Það eru miklu fleiri hljómsveitir
starfandi í dag en var fyrir nokkrum
árum og þær fá miklu fleiri tækifæri
til að spila. Samt koma oft fram
hljómsveitir, sem lognast strax út af
aftur því að markaðurinn er svo lít-
ill."
— Að lokum, hvernig finnst
þér að búa á íslandi?
„Ég er orðinn ansi þreyttur á ís-
lenskum þankagangi og þessu lífs-
gæðakapphlaupi. Ófrelsið hérna
getur orðið svo mikið, fólk má ekki
einu sinni klæða sig eins og það vill.
Það verða allir að fylgja ákveðinni
línu. Ef þú gerir ekki eins og hinir
ertu bara eitthvað skrítinn! Undan-
villingur, eða eitthvað annað! Ég
myndi ekki vilja lúta þeirri áþján að
fara eftir öllum þessum dyntum og
duttlungum í þjóðfélaginu. Ég flokk-
ast sem betur fer undir það að geta
titlað mig listamann, og það gefur
mér smáundanþágu frá áþjáninni —
„Hann er listamaður, þeir eru stund-
um svo fríkaðir!”"