Pressan - 30.11.1989, Page 23

Pressan - 30.11.1989, Page 23
Fimmtudagur 30. nóv. 1989 23 Það ór sem nú er senn að Ijúka hefur ekki verið nein gósentíð fyrir ferðaskrifstofur hér á landi, langt í frú. Samdróttur hefur ótt sér stað í þjóðfélaginu í heild, samdróttur sem hefur teygt arma sína svo um munar í sjóði ferðaskrifstofa. Karl Sigurhjartarson er formað- ur Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Blaðamaður Pressunnar hitti Karl að máli og varpaði fyrst fram þeirri spurningu hvort sá sam- dráttur sem hefði átt sér stað á ár- inu kæmi einnig fram nú i nóv- ember, þegar jóla- og áramóta- ferðir standa ferðaglöðum íslend- ingum til boða? „Já, það er enginn vafi á því að það er heldur minna um ferðalög Islendinga til annarra landa um hátíðirnar nú en endranær. Það er hins vegar ekki svo að sá sam- dráttur sé fyrst og fremst í dýrari ferðum, eins og margur kann kannski að ætla. Hann kemur ekk- ert síður fram í þeim ódýrari svo það virðist ekki vera að fólk setji stefnuna á ódýrari ferðir að þessu sinni. Við verðum áþreifanlega vör við að svokölluðum „borgarpökk- um" hefur fækkað, það er sem sé minna um það en áður að fólk skreppi í helgarferðir til stórborga Evrópu og kaupi þar inn til jól- anna. Talandi um samdrátt hjá ferða- skrifstofunum á árinu er ekki úr vegi að benda á þá staðreynd að þar sem farþegum fjölgaði fyrri- hluta ársins er samdrátturinn á ársgrundvelli ekki eins gífurlegur og af er látið. Þá á ég við fjölda þess fólks sem hefur farið utan á okkar vegum. Það sem kemur hins vegar hvað verst við skrifstof- urnar er harðnandi samkeppni í verðlagningu. Utanlandsferðir hafa verið boðnar á lægra verði en menn gátu staðið undir. Þetta verður aftur til þess að afkoman á árinu er alls ekki góð og í rauninni er hún almennt léleg." „Kæmi ekki ó óvarfr þó ferða- skrifstofur héldu ófram að sameinast" Nú virðist þessi harða sam- keppni, sem haft hefur í för með sér lélega afkomu ferðaskrifstof- anna, hafa orðið til þess að keppi- nautar hafa sameinast í stórum stíl. Attu von á að þróunin haldi áfram þannig? ,,Eg get í sjálfu sér engu spáð um það. Hitt er annað mál að mér kæmi ekkert á óvart þótt raunin yrði sú að menn sameinuðust enn frekar. Það hefur verið hreyfing í þá átt að undanförnu að stækka einingarnar. Það að þær skuli stækka ætti að hafa í för með sér að verð á þjón- ustu þeirra lækkaði, þannig að þróunin á að vera viðskiptavinum í hag. Þetta á að leiða af sér hag- kvæmari samninga við þá erlendu aðila sem við skiptum við, rekstur skrifstofanna á að verða hag- kvæmari og það hlýtur að lokum að skila sér í verðlaginu. Það er hins vegar ákaflega mik- ilvægt að það gleymist ekki, um leið og stækkað er, að þessi við- skipti byggjast fyrst og fremst á mannlegum samskiptum. Starfs- menn hverrar ferðaskrifstofu verða alltaf að leggja sig alla fram um að þjóna hverjum viðskipta- vini á sem allra bestan hátt. Hvað þetta varðar virðast minni eining- arnar hafa staðið sig betur en þær stærri. Það að litlu einingunum fækki má því ekki verða til þess að þjónustan verði ópersónulegri og lélegri. Persónulegu samskiptin verða að halda sér, því vélræn þjónusta er stórhættuleg." „Sólarlandaferð- irnar hafa gegnfr uppeldislegu hlutverki#/ Sérðu fyrir þér einhverjar breyt- ingar á ferðalögum íslendinga á næsta ári, í þá átt að sótt verði á önnur mið en til þessa hefur verið gert, til að mæta samdrættinum? ,,Ég get ekki sagt að augljósar áherslubreytingar séu í augsýn. Það er hins vegar Ijóst að smám saman eykst íslendingum áræði, þeir verða sífellt djarfari og leita á fjarlægari mið. Það má í raun segja að sólarlandaferðir hafi til þessa gegnt nokkurs konar uppeld- is-hlutverki. Þetta hafa gjarnan verið fyrstu utanlandsferðir fólks, fyrstu skref þess út í hinn stóra heim. Þetta er að breytast, veru- lega stór hópur íslenskra ferða- manna er að mínu mati fær í flest- an sjó nú þegar og ferðir til fjar- lægra staða og framandi munu verða stöðugt meira áberandi. Það er stór hópur fólks sem telur sig vera búinn að gera Evrópu full skil, en nú er Evrópa að stækka svo mjög, hvað möguleika á ferða- lögum um hana varðar. Aust- ur-Evrópa er að opnast, ekki síður fyrir ferðamönnum en íbúum þessara ríkja." „Fólki þykir nóg um yfirgang Flugleiða7' Nú hafa Flugleiðir styrkt stöðu sína á ferðaskrifstofumarkaðnum svo um munar upp á síðkastið, síð- ast með kaupum á umtalsverðu magni hlutafjár í ferðaskrifstof- unni Sögu. Hver er afstaða Félags íslenskra ferðaskrifstofa til þessar- ar þróunar? „Það er ekkert launungarmál að þessi auknu umsvif Flugleiða valda okkur verulegum áhyggj- um. Okkur finnst sem það sé á hlut okkar gengið og slíkt leggst vitan- lega ekki vel í nokkurn mann. Það er og hefur alltaf verið inni í mynd- inni að semja við önnur flugfélög en Flugleiðir um það leiguflug sem við þurfum á að halda. Niður- staðan hefur aftur á móti yfirleitt verið sú að samið hefur verið við íslensku félögin, jafnvel þó þau hafi verið eitthvað dýrari en þau erlendu; m.a. til að styrkja stöðu þeirra. Ég reikna fastlega með þvi að sú tilfinning fari óðum þverr- andi, að minnsta kosti að þvi er Flugleiðir varðar. Að mínu mati er verið að höggva að okkur, en það er ekki þar með sagt að það sé ein- hver ákveðin afstaða meðal fé- lagsins að versla ekki við Flugleið- ir. Það hefur heldur ekkert verið ákveðið formlega um stuðning við Arnarflug, það er enginn skipu- lagður mótleikur gegn Flugleið- um á þann hátt í gangi, mér vitan- lega Við verðum einnig vör við að almenningi þykir orðið nóg um yf- irgang Flugleiða og virðist því hafa meiri áhuga á að versla við Arnarflug. Reyndar hefur alla tíð verið til fólk sem alls ekki hefur getað hugsað sér að ferðast með Flugleiðum og aðrir sem hafa ekki tekið í mál að fljúga með Arnar- flugi. Samt sem áður er þetta meira áberandi í dag, það er að fólk virðist hafa ákveðna samúð með Arnarflugi og leggja nokkra fæð á Flugleiðir. Við höfum til þessa litið á Flug- leiðir sem samherja okkar, frekar en keppinauta. Við erum söluaðil- ar fyrir félagið og seljum alls um 50% allra farseðla þeirra. Okkur hefur hinsvegar löngum fundist að forráðamenn félagsins litu fremur á okkur sem keppinauta sína en samherja. Það er alveg Ijóst að undanfarin ár hefur sala farseðla fyrir áætlunarflug Flug- leiða ekki staðið undir sér hjá skrifstofunum. Þetta er óumdeilt og forráðamönnum Flugleiða hef- ur þegar verið gert þetta ljóst. Stærri ferðaskrifstofur hafa því notað hluta þess hagnaðar sem hlotist hefur af sölu sólarlanda- ferða til að greiða niður tapið af sölu áætlunarflugsfarseðlanna. Ég veit ekki hvort einhverjar skrif- stofur hyggjast hætta að selja áætl- unarflug en þær raddir hafa vissu- lega heyrst!" Framh. á næstu síðu ÞAÐ KOSTAR SITT AÐ FLJÚGA Zíirich Mexíkó Halifax Oporto 41.270 92.770 65.590 56.520 Valencia Delhi Feneyjar Prag 40.550 82.570 46.740 43.880 Tel Aviv Nairobi Atlanta Vancouver 56.460 95.330 70.050 79.660 VELDU ÞVÍ ÞAÐ HAGSTÆÐASTA OG BESTA SPAR-fargjöld Arnarflugs og KLM til 83 áfangastaða um allan heim. SPAR-fargjöld Arnarflugs og KLM draga úr ferðakostnaði svo um munar. Peir sem ætla að nýta sér þennan hagkvæma ferðanráta geta bókað far á SPÁR-fargjaldi með eins daga fyrirvara. SPAR-miðinn veitir möguleika á viðdvöl í Amsterdam bæði á leiðinni út og heim aftur. Hafðu samband við ferðaskrifstofurnar og söluskrifstofu Arnarflugs. ARNARFLUG Annar kostur - önnur leið Söluskrifstotur: Lágmúla 7, sínri 84477 • Austurstræti 22, sínri 623060 ■ Keflavík, sími 92-503Q0

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.