Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 30.11.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 30. nóv. 1989 25 Nú um jól og áramót býdur Ferðabær upp á ferðir til ýmissa staða. Vinsælar eru ferðir til Flórída og Kanaríeyja, skíðaferðir til Austurríkis og víðar. Einnig eru sérlega vinsælar ferðir Ferðabæjar til Þýskalands, en Ferðabær býður þar upp á rólega dvöl í hinum frá- bæru lúxushúsum í Feriendorf Hostenberg, sem eru skammt frá bænum Saarburg. Dvöl í húsum þessum nýtur sívaxandi vinsælda jafnt sumar sem vetur, enda er aðbúnaður þar í alla staði fyrsta flokks og umhverfi fagurt. Auk þessa skipuleggur Ferðabær sérstakar einstaklingsferðir til ýmissa átta, allt eftir óskum hvers og eins. ATLANTIK Flugferðir-Sólarflug fara þann 21. desember til landsins helga — ísrael — og verða um 100 manns með í för. Þetta er sannkölluð jólaferð því dvalið verður á söguslóðum Biblíunnar, m.a. verða heimsóttir staðir eins og Betlehem, Jerúsalem, Olíufjallið, Getsemanegarður- inn, farið upp á Síonsfjall og staðurinn þar sem Jesús borðaði síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum skoðaður. Aðfangadagskvöldi verður eytt í Betlehem og á jóladag efnt til íslenskrar jólaguðsþjónustu í Jerúsalem. Seinna í ferðinni verður Galíleuvatn skoðað, farið til Egyptalands, siglt þar um Níl á seglbátum og fleira til gamans gert. FLUGFERÐIR- SÓLARFLUG Að vanda býður Ferðaskrifstofan Atlantik upp á góðar jóla- og áramótaferðir. Eins og fyrr stendur jólaferð Atlantik til Mallorka upp úr hvað slíkar ferðir varðar. Flogið verður frá Keflavík þann 20. desember í beinu leiguflugi og komið til baka að hálfum mánuði liðnum, þ.e. 4. janúar. ROYALTUR-íbúðahótelin eru orðin þekkt meðal Islendinga fyrir þjónustu og gæði. Ohætt er að fullyrða að hvergi eru boðin betri hótel. Flestir jólafarþega Atlantik til Mail- orka munu gista á íbúðahótelunum Royal Playa de Palma og Royal Cristina. Bæði eru hótelin í nálægð höfuðborgarinnar Palma. Fjöldi íslendinga hefir dvalið á þessum hótel- um um jól og áramót og rómað dvölina og allan aðbúnað. Einnig er í boði jóladvöl á íbúðahótelinu Royal Magaluf á Mallorka, þar sem margur íslendingurinn hefir átt góða daga. Ekki spillir verðið á Mallorka jólaferðinni því þessi ferð er á sérlega góðu verði, sérstak- lega ef borið er saman við annað á boðstólum. Munar þar mest um áralanga og farsæla samvinnu Atlantik og Royaltur-keðjunnar. Farþegar Atlantik til Mallorka undanfarin jól hafa notið hlýs viðmóts og dvalar í góðu umhverfi. Sameiginlega hafa farþegar matast um jól og áramót og hafa matreiðslumenn á vegrnn Atlantik séð um að matreiða jólamatinn á Islandsvísu. Þessar sameiginlegu stund- ir og máltíðir hafa verið rómaðar mjög af farþegum. Jólaferðin í ár verður engin undan- tekning, þar verður jólastemmning með tilheyrandi hangikjöti og þvíumlíku. AMSTERDAM & HAMBORG Undanfarin ár hefir Atlantik staðið fyrir áramótaferðum til Amsterdam og Hamborgar. Ferðir þessar eru hinar mestu glæsiferðir hvað varðar allan aðbúnað og veitingar. í boði eru fimm stjörnu hótel bæði í Amsterdam og Hamborg. Hótelin vanda mjög til ára- mótagleðinnar og eru skemmtiatriði, svo og matur og aðrar veitingar í algjörum sérflokki enda eru þessi kvöld kölluð einu nafni „GALANIGHT“. Yfírleitt er dvalið í viðkomandi borg í 3—5 nætur. Brottfarardagar hafa ekki verið endan- lega ákveðnir en unnið er að lokafrágangi samninga við hótelin þessa dagana. Fullkomnar upplýsingar um áramótaferðir Atlantik verða tilbúnar í fyrstu viku desember. SAMVINNUFERÐIR LANDSÝN JÓLA- OG ÁRAMÓTAFERÐIR 1989—'90 Þrátt fyrir að ákveðins samdráttar gæti í utanlandsferðum íslendinga um þessar mundir hefur undanfarin ár skapast ákveðin hefð fyrir jóla- og áramótaferðum. Nú í ár er ekki merkjanlegur samdráttur í þessum ferðum hjá Samvinnuferðum-Landsýn og munu milli 500 og 600 manns ferðast á okkar vegum til hinna sólríkari áfangastaða auk þess fjölda er ferðast utan til heimsókna til ættingja og vina. A vegum Samvinnuferða-Landsýnar munu 2 stórir hópar ferðast til Thailands og dvelja þar um jól og áramót. Annar stór hópur heldur til Singapore og Bali og um áramótin verða auk þess hópar bæði í Túnis og á Möltu. Með tilkomu lengingar á orlofstíma íslendinga hafa skapast auknir möguleikar á að halda uppi ferðum til annars hefðbundinna sumard valarstaða eins og Spánar. í allan vetur verða fastar 3ja og 4ra vikna ferðir til Benidorm á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Þar er haldið uppi sérstakri dagskrá og skemmtunum svo sem gönguferðum, spilakvöldum o.fl. atriðum er þykja henta betur miðað við árstíma. Nú þegar hafa farið 2 ferðir fullskip- aðar og að auki er jólaferðin fullbókuð. Eftir áramót verða 4 ferðir og er ein fullbókuð. Eftir áramót verða 4 ferðir og er ein fullbókuð og vel bókað í hinar. íslenskir fararstjórar eru staðsettir á Benidorm og skipuleggja skoðunarferðir og aðstoða farþega á allan hátt. Þekktari áfangastaðir yfir vetrarmánuðina eins og Kanaríeyjar og Fiórída eru ávallt vel sóttir um jól og áramót enda veðrátta ákaflega þægileg; hvorki of heitt né of kalt. Islenskir fararstjórar eru farþegum innan handar á Kanaríeyjum en menn ferðast meira á eigin vegum til Flórída. ÆSKUDRAUMAR FRÆGA FÓLKSINS Um síðustu mónaðamót var gefin út bók með æskudraum- um heimsþekktra einstaklinga. Hún kallast Child Lines og þar segir fræga fóikið fró því hvað það langaði til að verða, þegar það yrði fuilorðið. I bókinni kemur m.a. fram að Margaret Thatcher forsætisróð- herra Breta ætlaði að verða embættismaður ó Indlandi og Gorbachov Sovétleiðtoga dreymdi um að verða bóndi. Magnús Magnússon sjónvarps- maður ótti hins vegar úr vöndu að róða. Hann gat hugsað sér að verða rithöfundur, predik- ari, leikari og nóttúrufræðing- ur. Áhugi hans ó hinu siðast- nefnda helgaðist af því að mamma hans gaf honum sjón- auka. Rithöfundurinn og stjórn- mólamaðurinn Jefírey Archer vildi verða fyrirliði enska lands- liðsins í krikket og vinna til gull- verðlauna ó Ólympíuleikum í hundrað metra hlaupi. Hann langaði aldrei að verða lestar- stjóri, eins og kunningjana dreymdi um, því Jeffrey vildi frekar verða jórnbrautarlest — hvernig sem hann ætlaði aðfara að því. Kvikmyndastjórinn og leikar- inn WoodyAllen þróði að verða allt annar en hann var, þ.e.a.s. krakki í Brooklyn-hverfinu í New York. Öll æskuórin dreymdi hann um cð einhver kæmi og rændi honum! EVROPUFERÐIR ER FERÐASKRIFSTOFAN ÞIN Sími 62 81 80 Eldhúsborð og stólar Fjölbreytt úrval afstólum og borðum í eldhúsið. Smíðum borðplötur eftir pöntunum í stærðum og litum að vali kaupanda. SMIÐJUVEGI 5 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI 43211

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.