Pressan - 30.11.1989, Qupperneq 31
Fimmtudagur 30. nóv. 1989
31
s|onvarp
30. nóvember
Stöö 2 kl. 00.00
HÁKARLASTRÖNDIN
(Sharks Paradise)
Bandarísk sjónvarpsmynd
Gerd 1987
Leikstjóri: Michael Jenkins
Adalhlutverk: David Reyne, Sally
Tayler, Ron Becks, John Paramor
Litlar upplýsingar er um þessa
mynd að hafa, aðrar en þær að þrjú
ungmenni taka að sér að rannsaka
dularfullt og óhugnanlegt fjárkúg-
unarmál, þar sem haft er í hótunum
um að senda mannætuhákarla til
strandar þar sem seglbrettaíþróttin
er mikið iðkuð. Einn gesta lætur lífið
af þessum völdum og ungmennin
binda það fastmælum að slíkt gerist
ekki aftur.
1. desember
Sjónvarpió kl. 21.20
NÓTTIN, JÁ NÓTTIN
íslenskt sjónvarpsleikrit
Gert 1989
Leikstjóri: Sigurdur Pálsson
Adalhlutverk: Valdimar Flygen-
ring, Tinna Gunnlaugsdóttir
Frumsýning á nýju íslensku sjón-
varpsleikriti eftir Sigurð Pálsson
sem jafnframt leikstýrir verkinu.
Ungur maður stendur á vegamótum
og gerir upp líf sitt á örlagaríkri
nóttu eru upplýsingarnar sem veitt-
ar eru um söguþráðinn. Islensk sjón-
varpsleikrit eru alltaf forvitnileg,
þetta er engin undantekning.
Stöð 2 kl. 22.10
BLÁA ELDINGIN**
(The Blue Lightning)
Áströlsk sjónvarpsmynd
Gerð 1986
Leikstjóri: Lee Philips
Aðalhlutverk: Sam Elliot, Rebecca
Gilling, Robert Culp, John Mellon
Segir af einkaspæjara, búsettum i
San Francisco, sem tekur að sér það
verkefni að sækja til Ástralíu pen-
ingaupphæð og gimstein einn fagr-
an og mikinn. Þetta er ef til vill ekki
mikið mál, en sá böggull fylgir
skammrifi að verðmætin eru í
vörslu ótínds glæpamanns sem á
mikið undir sér og hefur ekki í
hyggju að láta neitt af hendi. í með-
allagi er einkunnin sem myndin fær.
Sjonvarpið kl. 23.10
VILDI ÞÚ
VÆRIR HÉR***
(Wish You Were Here)
Bresk bíómynd
Gerö 1987
Leikstjóri: David Leland
Aðalhlutverk: Emily Lloyd, Tom
Bell, Clare Clifford
Myndin segir af ungri stúlku sem á
í vandræðum með líf sitt svo ekki sé
meira sagt. Hún býr í smábæ við
ströndina og veldur þar oft á tiðum
hneykslan með hegðan sinni og
ekki síður orðbragði.
Hún er vergjörn þessi stúlka, sem
byggist kannski á dálítið skrýtnum
forsendum hjá henni, allt sem hún
gerir er einhvern veginn til að ögra.
Emily Lloyd var aðeins 15 ára þegar
hún lék aðalhlutverkið í þessari
mynd og hún stendur sig aldeilis frá-
bærlega, enda fékk hún þegar urm-
ul tilboða frá Hollywood eftir að
myndin var sýnd. Þetta er góð
mynd, skemmtileg en meö sárum
undirtóni.
Stöð 2 kl. 1.10
M0RÐINGI
GENGURLAUS
(Terror at London Bridge)
Bandarísk sjónvarpsmynd
Gerð 1985
Leikstjóri: E.W. Swackhamer
Aðulhlutverk: David Hasselhoff
Stephanie Kramer, Rundolph
Mantooth
Enn ein myndin sem fjallar um Jack
the Ripper og/eða eitthvað honum
tengt. Það er litlar upplýsingar um
þessa mynd að hafa en einhvern
veginn er efnið ekki sérlega áhuga-
vekjandi. Vafalítið dágóður
skammtur af Lundúnaþoku með-
fylgjandi.
2. desember
Stöð 2 kl. 20.30
ÞINN ÓTRÚR**,/2
(Unfaithfully Yours)
Bandarísk bíómynd
Gerö 1983
Leikstjóri: Howard Zieff
Aöalhlutverk: Dudley Moore,
Nastassja Kinski, Armand Assante
Þetta er kvikmynd vikunnar á Stöð
2. Þetta er endurgerð samnefndrar
myndar eftir Preston Sturgess sem
gerð var 1948 og segir af hljómsveit-
arstjóra sem grunar konu sina um
framhjáhald. Hann sættir sig illa við
þetta og ákveður að það sé konunni
þess vegna ekki hollt að lifa miklu
lengur. Þetta er gamanmynd og
tekst oft nokkuð vel í þessari endur-
gerð að kitla hláturtaugarnar, en
einhversstaðar á leiðinni missir hún
flugið þrátt fyrir að leikararnir
standi sig býsna vel. Hins vegar er
myndin alls ekki verðugur keppi-
nautur frumgerðarinnar, sem þykir
hreint afbragð af biómynd að vera.
Sjónvarp kl. 21.35
DANSFLOKKURINN**
(The Chorus Line)
Bandarísk bíómynd
Gerö 1985
Leikstjóri: Richard Attenborough
Aöalhlutverk: Michael Douglas,
Terrence Mann, Alyson Reed
Myndin er gerð eftir samnefndum
söngleik á Broadway og viðfangs-
efnið er leikaraefni sem koma í
prufu hjá afskaplega andstyggileg-
um leikstjóra. Þeir dansa og syngja
um helstu vonir sínar og þrár í þess-
um prufum. Þeir sem ekki hafa séð
söngleikinn geta haft gaman af
þessari mynd, væntanlega þá all-
flestir íslendingar, hinir ættu að láta
vera að horfa á hana. Dans- og söng-
atriðin, sem myndin byggir á, eru
talin í meðallagi, ekki meir, og aðal-
atriði söngleiksins er hreinlega
sleppt í þessari útfærslu. Eitthvað
bogið við þetta.
Stöö 2 kl. 23.05
HJÓLABRETTA-
LÝÐURINN**
(Thrashin')
Bandarísk bíómynd
Gerö 1986
Leikstjóri: David Winters
Aöalhlutverk: Josh Brolin, Robert
Ruster
Hreinræktuð unglingamynd, um
unglinga fyrir unglinga. Segir af
tveimur hjólabrettahópum sem etja
kappi saman. Drengur einn úr öðr-
um hópnum, þeim friðsamlegri má
segja, verður ástfanginn af systur
foringjans í hinum hópnum. Foringj-
anum líst ekki á það og til að verja
heiður systurinnar skorar hann
drenginn á hólm í hjólabrettaein-
vígi. Hversu oft hefur maður ekki
séð þetta áður, heyrt tónlistina sem
dunar hávær í bakgrunni og klapp-
að fyrir endinum þegar allt gengur
upp, þeir vondu fá makleg mála-
gjöld og framtíðin brosir við aðal-
persónunum. Næstlægsta einkunn.
Sjónvarpið kl. 23.20
KAFAÐ í DJÚPIÐ
(The Bell Run)
Bresk sjónvarpsmynd
Gerö 1987
Leikstjóri: Alan Dossor
Aöalhlutverk: Amanda Hillwood,
Bruce Payne
Greinir frá ungri ævintýragjarnri
blaðakonu sem slæst í för með
nokkrum atvinnuköfurum sem
starfa í Norðursjó. Henni virðist í
fyrstu sem starf þeirra sé bæði vel
launað og heillandi en annað á eftir
að koma á daginn.
Stöð 2 kl. 00.35
ÁHUGAMAÐURINN0
(The Amateur)
Kanadísk bíómynd
Gerð 1982
Leikstjóri: Charles Jarrott
Aöalhlutverk: John Savage,
Christopher Plummer, Martha
Keller
Segir af tölvusnillingi í bandarísku
leyniþjónustunni sem verður fyrir
því óláni að unnusta hans er myrt af
hryðjuverkamönnum sem hafa tek-
ið á sitt vald sendiráð Bandaríkj-
anna í Múnchen. John Savage, sá
annars þokkalegi leikari, er alveg
úti að aka í þessari mynd sem
kannski er ekki óeðlilegt. Myndin,
sem er einhvers konar njósnaþriller,
er hræðilega ruglingsleg og oft á tíð-
um spurning um hvort aðstandend-
urnir hafa skilið fullkomlega hvert
þeir voru aö fara. Maltin blessaður
segir myndir ekki geta orðið verri.
3. desember
Stöð 2 kl. 23.55
ÓALDA-
FL0KKURINN****
(The Wild Bunch)
Bandarísk bíómynd
Gerð 1969
Leikstjóri: Sam Peckinpah
Aöalhlutverk: Ernest Borgnine,
William Holden, Robert Ryan,
Edmond O'Brian
Hreint út sagt stórkostlegur vestri,
einn sá besti sem gerður hefur ver-
ið, a.m.k. í seinni tíð. Myndin, sem
er talin sú besta sem Peckinpah hef-
ur gert, vakti mikla athygli fyrst um
sinn fyrir blóðugt lokaatriðið en
reyndar er því þannig farið að hún
þykir nú sennilegast bara venjuleg
miðað við það blóð sem rennur i nú-
tímamyndum mörgum hverjum.
Þessi mynd hefur allt til að bera sem
prýða má eina góða mynd; góðan
leik, leikstjórn, töku, samtöl, tónlist
og sérstaklega klippingu sem þykir
ótrúlega mögnuð í þessu fyrrnefnda
lokaatriði. Annars segir myndin af
útlögum villta vestursins árið 1913.
Þeir eru orðnir gamlir, tímarnir hafa
breyst og þeir ákveða að draga sig i
hlé en fyrst þurfa þeir að vinna verk
sem á að tryggja þeim farsæld í frið-
sælli elli. Stöð 2 sýnir stytta útgáfu,
um 130 mínútur, en hægt er að fá
myndina á myndbandaleigum í
fullri lengd, 144 mínútur.
dagbókin
hennar
Ég er soldið farin að spekúlera í
jólagjöfum, en þær eru versta
vandamál sem ég iendi í fyrir utan
próf og svoleiðis. Algjört magapinu-
mál! (Afmælisgjafir eru auðvitað
sama vesenið, en þeim pælir maður
í einni í einu. Það er svo svakalega
stressandi að þurfa að velja gjöf á
einu bretti handa hverri einustu sálu
i familíunni.)
Amma á Einimelnum er sko lang-
verst. Hún á nefnilega að minnsta
kosti tvö eintök af ÖLLU. Maður
gæti t.d. haldið að kertastjaki væri
upplögð gjöf handa henni, af því
hún er svo rosaleg kertatýpa og
mikið fyrir að gera kósý. Þetta hefur
bara mörgum dottið í hug á undan
mér, þvi einu sinni taldi ég kerta-
stjakana hjá henni og komst upp í 78
stykki. Það þýðir heldur ekkert að
kaupa skál eða styttu eða þannig,
sem maður stillir upp á punt. Allar
gluggakistur og öll litlu borðin i stof-
unni eru svoleiðis að drukkna í
„nibsi", eins og amma kallar þetta.
Hún neyðist meira að segja til að
hafa þrjár Bing og Gröndal-styttur á
vatnskassanum á klóinu!
Amma á líka nóg af fötum, sér-
staklega á efri hluta líkamans. Hún
gæti ekki slitið þeim öllum, þó hún
yrði 150 ára og fengi ekki snitti héð-
an í frá. En hún er voðalegt fatafrík,
svo það endar alltaf með því að allir
gefa henni peysu eða blússu —
nema þessir blönku í fjölskyldunni,
sem kaupa slæðu.
Þetta er akkúrat öfugt með
mömmu. Hún á ferlega lítið af föt-
um, en það er vonlaust að reyna að
gefa henni mjúka pakka vegna þess
hvað hún er með skrítinn smekk.
Fötin verða t.d. helst að vera blá eða
svört. Það eru nánast einu litirnir,
sem hún fílar. Svo má ekki vera svo
mikiö sem 5% af gerviefni blandað
í efniö, því hún hatar allt sem er
gervi. (Hún var einu sinni alveg
hryllilega dónaleg við Fríðu föður-
systur, þegar hún gaf henni í mesta
sakleysi pólíester-blússu í afmælis-
gjöf. Mamma kann nefnilega ekki
að segja „Nei, en sætt! Takk fyrir,"
og setja hlutinn síðan inn í skáp til
eilífða*- Pabbi segir líka að það sé
bara eitt pottþétt með mömmu:
Hún hafi örugglega ekki verið dipló-
mat í fyrra lífi!)
Það er enn verra að gefa mömmu
harðan pakka, ef í honum er eitt-
hvað til notkunar eða prýðis á heim-
ilinu. Hún verður ofsa móðguð, ef
hún fær hluti sem nýtast öðrum en
lienni sjálfri. (Svo segir hún að ÉG sé
barnaleg og vanþroska!) Þess vegna
má heldur ekki gefa henni og pabba
sameiginlega gjöf, þó það gæti oft
leyst málið... En pabbi greyið er
ekkert vandamál. Hann er voðalega
þakklátur fyrir allt. Það er orðin
hefð að allir gefi honum skyrtur,
náttföt eða inniskó og fataskápurinn
hans er eins og karlmannadeild í
litlu kaupfélagi úti á landi. Allt inn-
pakkað í sellófan og fínt.
Ætli það endi ekki með því að ég
gefi ömmu á Einimelnum einhverja
endurminningabók, sem hún skilar
auðvitað. Svo notar hún inneignar-
nótuna til að kaupa bók handa mér
í afmælisgjöf í vor. En vonandi finn
ég einhverja dökkbláa bómullar-
dulu handa mömmu . . .