Pressan - 29.12.1989, Síða 12
12
Föstudagur 29. des. 1989
orniars konar viðhorf
Sérhlífni
Hætt er við að erfitt reyndist aö
hafa ofan í sig og á ef enginn nennti
að vinna. Ýmsar ástæður geta vald-
ið því að við þurfum að vera frá
vinnu, svo sem tímabundinn heilsu-
brestur^ líkamleg eöa andleg fötlun
auk erfiðra heimilisaðstæöna.
í þjóðfélaginu, á vinnustöðum og
inni á heimilum er líka til fólk sem
er of sérhlífið og lítur jafnvel svo
stórt á sig að þaö kemur sér undan
eölilegri vinnu, ýmist af leti eða er
haldiö svokölluöu vinnusnobbi.
Fólk sem annars vegar finnst eðli-
legt aö láta aðra jafnvel þræla fyrir
þörfum sínum eöa eyöir tímanum í
að bíða eftir draumastarfinu sem
aldrei kemur af því aö ekkert er
nógu gott fyrir viðkomandi per-
sónu. Afstaða þessa fólks felur í sér
gróft vanmat á eölilegri vinnu. Þetta
fólk kemst ekki hjá því að misbjóða
og hryggja samferðafólk sitt. Þeir
sem nenna að vinna eru oft í mikl-
um vanda þegar kemur að því að
þolinmæði þeirraþrýtur og athuga-
semda er þörf viö þessar persónur,
jrví hér vill heyra aö hann sé ónytj-
ungur?
Óttast sérhlífin
manneskja erfidi
og ábyrgö?
Sérhlífin persóna þarf ékki aö
vænta þess að hún veki áhuga og
eftirtekt annarra. Þvert á móti fer
slíkt fólk fyrir brjóstið á iðjusömum
einstaklingum og ekki að ástæðu-
lausu. Sá sérhlífni verður nefnilega
oft sérfræðingur í aö skipuleggja
annað fólk sjálfumsér til framdrátt-
ar. Honum finnst jafnvel í lagi þótt
þreytt fólk sé á kafi í vinnu fyrir
hann, oftast ofan ásína eigin vinnu.
Sá sem telst heill heilsu á ekki að
eiga allar ytri þarfir sínar undir öðr-
um. Er ekki undarlegt ef slíkur aðili
getur ekkert sjálfur? Þiggur bara og
kemst þar af leiðandi ekki hjá að
íjryngja þeim sem fyrir kröfunum
verður?
Flótti frá eðlilegri vinnu er flótti
frá réttu lífi. Vinnan er uppspretta
margra eftirsóknarverðra eðlisþátta
sem alls ekki fá að þroskast og dafna
Vandað blað með fjölbreyttu efni.
Þú getur pantað blaðið í síma 621616.
ef fólk er í hópi iðjuleysingja. Ótti
við erfiði er býsna algengur og
furðulegt hvað fólk verður lagið við
að forðast það. Vinnan er áreynsla
sem er holl og á auk þess að vera
ánægjuleg en ekki byrði á okkur. Öll
störf eru í eðli sínu mikilvæg og
ættu ekki að vera metin öðruvísi.
Menntasnobb
Hver kannast ekki við orðatiltæk-
in sem hljóma svona: Hún er bara
húsmóðir, hann vinnur í fiski greyið.
Svo er ekki sjaldgæft að fólk lygni
aftur augunum af hrifningu og segi:
Allt mitt fólk er vel menntað og í
góðum stöðum. Ágætt dæmi: Hún
er forstjóri hjá stóru fyrirtæki, þú
skilur, og hann er mikilsvirtur lækn-
ir. Ekki er ætlunin að gera lítiö úr
slíkum viöhorfum, en víst er að allt
vanmat livað gildi starfa snertir er
kjánalegt. Stundum liggur á bak við
slíkt óréttlátt snobb og vanmat á
öðrum sem í raun ætti að hafa horf-
ið frá fólki sem telur jákvæð lífsvið-
horf einhvers virði.
Njótum þess aö hafa
fyrir hlutunum
Heimtum ekki að aðrir leysi sjálf-
sagða hiuti fyrir okkur, reynum frek-
ar að gera sem flest sem fellur að
daglegu amstri sjálf og höfum
ánægju af. Það er nefnilega ekki
eðli starfsins sem skiptir svo miklu
máli í raun og veru, heldur með
hvaða hugarfari við tökum á því.
Drífum okkur úr hópi letilapp-
anna yfir í flokk jreirra sem nenna
að hafa fyrir hlutunum og strita
pínulítið. Þannig nýtur maður best
ávaxtanna, ekki satt?
Flestum venjulegum störfum get-
ur fylgt dálítið af vandræðum auk
einhvers konar þreytu, sem við
verðum að reyna að yfirstíga var-
færnislega án þessað bugast. Áhugi
og einlæg trú á góðan árangur eru
líka býsna mikjlvægir hvatar til að
örva starfsgleði okkar og því meg-
um við altírei gleyma. Fegurð vinn-
unnar og vöxtur fara líka mikið eftir
því með hvaða hugarfari við göng-
um til hennar. Ef okkur hættir til að
mikla fyrir okkur störf sem bíða úr-
lausnar er sennilegt að þau verði
fráhrindandi og heldur drungaleg.
Sum störf eru auk þess svo orkufrek
að við hreinlega höfum ekki efni á
að eyða dýrmætu lífsafli í svo og svo
miklar vangaveltur um hvort þetta,
eða hitt kunni kannski að fara úr-
skeiðis.
Verum jákuœö í uerki
Hyggilegast væri að eyða sem
minnstum tíma í allan neikvæðan
efa um góðan árangur sem við get-
um að lokum sætt okkur við. Betra
er að við beinum sjónum okkar að
öllum þeim miklum kostum sem við
erum búin til verkanna. Ekki væri
verra að reyna að trúa að með ein-
lægum vilja og staðfestu séu fá
verk okkur ofviða. Ef við þreytumst
á fólki sem að okkar mati hlífir sér
við vinnu á okkar kostnað er heppi-
legra að vera hreinskilinn og neita
að láta nota sig heldur en að bölva
í hljóði og vinna svo verkin með
vaxandi þunga og biturð. Innri pirr-
ingur sem tengist heilbrigðri rétt-
lætiskennd þarf að ganga út og ekki
síst þegar eiga í hlut letingjar sem
neyða vinnu sína upp á okkur. Sér-
hlífin persóna þarf að fá orð í eyra,
annars er líklegt að hún gangi eins
langt og hægt er í að yfirfæra vinnu
sem henni ber að leysa yfir á okkur
hin sem sjáum ekki ávinning í leti.
Eða eins og vingjarnlega verkakon-
an sagði á árum áður: „Elskurnar
mínar, mannkynið verður að vinna
fyrir lífi sínu, annars verður enginn
afgangs á jörðinni til að flaka fisk."