Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 18
18
Föstudagur 29. des. 1989
sjúkdómar og fólk
Íslenska lyf jabókin og almannafræðsla
Margir læknar eiga erfitt með að
skilgreina læknishlutverkið. Flesta
langar til að vera í hlutverki gerand-
ans, þ.e. lækna einhvern sem þarf á
því að halda. Slíkar lækningar eru
með ýmsu móti; læknirinn getur
gefið lyf, sem hrekur á burt tiltekinn
sjúkdóm, eða brugðið á loft hnífi og
skorið meinsemdir á brott. Margir
sjúklingar hafa sömu afstöðu; lækn-
irinn á að lækna þá af sjúkdómnum,
og þeir trúa á áhrifamátt hans og
ákvarðanatökur. Samkvæmt þess-
ari hlutverkaskipúngu er læknirinn
almáttugur, fjölfróður og goðum lík-
astur, en sjúklingurinn auömjúkur
og fáfróður og tneystir á kunnáttu
hans. Með tímanum hafa skoðanir
mínar á þessu breyst og mér hefur
skilist, að mannlegt líf er samsett úr
ótal þáttum og sálarlíf og tilfinning-
ar manna* mjög flókin fyrirbæri.
Hver manneskja reynir að vera í
jafnvægi við umhverfi sitt og sjálfa
sig og sjúkdómar raska þessu jafn-
vægi. Læknir, sem einblínir á sjúk-
dóminn einan en horfir ekki á
manneskjuna^sem heild í umhvéríi
sínu, missir oft af aðalatriðum máls-
ins og skilur þVí ekki þegar lækning-
l
arnar misheppnast eða sjúklingur-
inn veikist margsinnis af því sama.
Sjúkdómar eru margþættari og
flóknari en sýnist í fyrstu og meira
þarf til en græðandi hendur læknis-
ins svo bati náist.
Ráögjafahlutverk
lœknisins
I mínum huga á læknirinn að vera
í hlutverki ráðgjafans. Hann skoðar
sjúklinginn og kemst að niðurstöðu
og mælir með ákveðinni meðferð.
Hann hefur ekki vald til að skipa
sjúklingi fyrir verkum heldur ráð-
leggja það sem honum er fyrir bestu
í ljósi þeirra rannsókna sem liggja
fyrir. Þó læknirinn sé allur af vilja
gerður getur hlutverk hans aldrei
orðið annað. Ef sjúklingurinn vill
ekki þiggja ráðleggingar læknisins
og taka eitthvert ákveðið lyf getur
læknirinn ekki neytt hann til þess
nema í undantekningartilfellum ef
sjúklingurinn er sviptur sjálfræði.
Læknirinn getur hvorki tekið lyfið
fyrir viðkomandi sjúkling né geng-
ist undir ákveðnaaðgerð fyrir sjúkl-
ing sinn. Viðureign læknis og sjúkl-
ings við tiltekinn sjúkdóm byggist á
samvinnu þeirra beggja og oft þarf
að kalla til liðs Qölskyldu og vini.
Sjúklingurinn berákveðna ábyrgð á
eigin heilsu og bata, og hann verður
að skilja fyrirætlanir læknisins svo
samvinnan verði sem best og nán-
ust. Aukinn skilningur á sjúkdóm-
um, heilbrigði og lyfjum er undir
þekkingu kominn, og því nauðsyn-
iegt að hver einstaklingur sé sem
fróðastur um eigin líkama og þann-
ig færari um að axla meiri ábyrgð á
heilsu og bata. Þegar ég var í Sví-
þjóð hér á árum áður dáðist ég oft
að því, hversu upplýstur sænskur al-
menningur var um ýmislegt sem
viðkom sjúkdómum og lyfjum og
rann til rifja fáfræði margra sjúkl-
inga minna hér á landi. Mér fannst
læknar hafa brugðist því hlutverki
sínu að vera kennarar sem sinntu
ráðgjöf samhliða þessum svoköll-
uðu lækningum, enda virtust þeir
ekki skynja hversu mikilvæg góð
samvinna sjúklings og læknis er ef
einhver árangur á að nást.
íslenska lyfjabókin
Það var mér því mikið gleðiefni
þegar þeir Helgi Kristbjarnarson,
Bessi Gíslason og Magnús Jó-
hannsson gáfu út Islensku lyfja-
bókina fyrir nokkrum árum og aft-
ur í nýrri útgáfu 1988. Þessi bók
skipti sköpum í upplýsingamiðlun
til almennings. Folk gat eftir til-
komu hennar leitað sér upplýsinga í
handhægu riti á lesanlegu máli um
þau lyf, sem læknarnir vildu nota.
Þarna var hægt að fá allar upplýs-
ingar um skammtastærðir og auka-
verkanir og auk þess hægt að lesa
sér til um önnur og nýrri lyf við sjúk-
dómnum sem verið var að kljást við.
Núna fyrir jólin kom út smákver frá
þeim félögum, Ný lyf ’88—’89, sem
fjallar um þau 87 nýju lyf sem bæst
hafa við á einu og hálfu ári frá út-
komu nýrri bókarinnar. Eg blaðaði í
þessu riti núna um jólahelgina og sá
þar ýmsar nýjungar varðandi lyf og
lyfjaform sem mér var ókunnugt
um. Það er illmögulegt fyrir lækni
að fylgjast með öllum framförum á
sviði lyfja og læknisfræði og því
nauðsynlegt, að samvinna læknis
og sjúklings sé sem best. Sjúklingur-
inn á að fylgjast með eftir bestu getu
hvað helst er á döfinni og lesa sér til
um þau lyf sem hann þarf á að halda
hverju sinni og hjálpa lækninum sín-
um ef hann brestur þekkingu.
Ný og foruitnileg lyf
Meðal nýrra lyfja í þessu nýja
kveri er vaxtarhormón sem unnið
er með nýrri tækni á sviði erfða-
fræði. Það eru bakteríur sem fram-
leiða þetta efni sem heitir Sóma-
trópin (Genotropin eða Huma-
trope). Þett lyf er notað til að auka
vöxt þeirra barna sem skortir þetta
hormón. Nýtt lyf í þessari útgáfu er
líka Lóvastatin (Mevacor) sem
lækkar magn kólesteróls og þríglýs-
eríða í blóði. Þetta lyf er notað þeg-
ar sérstakt mataræði og megrun
duga ekki til að lækka blóðfituna og
er talið minnka hættu á æðakölkun
og kransæðasjúkdómum. Það virð-
ist hafa ákveðna yfirburði umfram
efni sem eitt sinn var notað í þessum
sama tilgangi, Atromidin. Þess ber
að geta að þetta lyf er dýrt og kosta
100 töflur (40 mg) liðlega 22.000
krónur. Nýtt magalyf sem virkar
öðruvísi en þau sem mest eru notuð
núna, Omeprazol (Losec), er í
þessari bók. Losec er mun dýrara
lyf en þau magalyf sem mest eru
notuð nú. Þannig kostar dagskammt-
ur af Losec 471 kr. en dagskammtur
af Asyran (Ranitidín) 298 kr. Lyfið
virkar öðruvísi en þau magalyf sem
mest eru notuð nú, svo mögulega
verkar það vel á ákveðna sjúklinga-
hópa. Annað nýtt lyf sem ég rakst á
var lyf gegn skalla sem mun vera
fyrsta lyfið, sem sannað er læknis-
fræðilega að hafi einhver áhrif á
hárvöxt. Þett efni heitir Minoxidíl
(Regaine). Minoxidil hefur um
langt skeið verið notað við háum
blóðþrýstingi og heitir þá Lonno-
ten. Ein þekktasta aukaverkun lyfs-
in^ var aukinn hárvöxtur. Nú hefur
þessi aukaverkun blóðþrýstingslyfs-
ins verið nýtt í þágu sköllóttra og lyf-
ið útbúið á úðabrúsa og borið á
skallann tvisvar á dag. Vænta má
árangurs eftir 3—4 mánuði og segir
í lyfjabókinni að viðunandi árangur
náist hjá þriðjungi karlmanna eftir
eins árs meðferð. Sé notkun lyfsins
hætt hverfa áhrif þess á nokkrum
mánuðum. Nýtt þunglyndislyf,
Flúoxetín (Fontex), er kynnt, en
það hefur sérhæfða verkun á eitt af
boðefnum heilans. Þetta lyf hefur
ekki jafnóþægilegar aukaverkanir
og mörg önnur þunglyndislyf en er
mun dýrara, dagskammtur af Fon-
tex kostar 543 kr. en af Amilíni
(Amitryptilín) 31 kr. Kynnt eru ný
form eldri lyfja sem eiga að bæta
eiginleika þeirra eins og forðalyf
sem eiga að tryggja jafnari blóð-
þéttni. Onnur þekkt lyf koma fram
sem lyfjaplástrar en plásturinn
skammtar hægar og jafnar því lyfja-
verkunina. Dæmi um slíkt eru lyf
við hjartaöng eða brjóstverk,
Glycerýlnítrar (Nitradisc) og
hormónalyf við óþægindum tíða-
hvarfanna, Estradiol (Estraderm).
I bókinni er kynnt ný framleiðsla
ýmissa asmalyfja sem gera á lyfin
aðgengilegri og jsægilegri í meðför-
um. Dæmi um slíkt eru Beklómeta-
són (Becodisks) og Terbútalín
(Bricanyl Turbuhaler).
Kœrkomin viöbót
Mér finnst þessi viðbót við ís-
lensku lyfjabókina mjög kærkom-
in. Lyfjabókin er að mínum dómi
hið þarfasta verk og eykur kunnáttu
og meðvitund almennings um eigin
heilsu og þau lyf sem mest eru not-
uð. Það er nauðsyniegt að samvinna
læknis og sjúklings sé ávallt sem
best og til að það náist verða báðir
aðilar að vera sem best að sér um
þau vandamál sem við er að etja
hverju sinni. íslenska lyfjabókin
eykur þessa þekkingu og gerir bæði
sjúkling og lækni færari til að standa
saman í baráttunni, sem aldrei tekur
enda, fyrir eilifri æsku og betra lífi.
ft
iö notum ýmis tákn til að vekja viðeigandi stemmingu og
tilfinningar. Við skreytum jólatré um jólin, skjótum flug-
eldum um áramót, kveikjum kertaljós til að undirstrika
notalegheit og rómantík. Stundum er tilgangurinn með
táknunum sá að undirstrika áfanga í lífinu eða einfaldlega
að gera sér dagamun. Til þessa er algengt að nota áfengi
meó öðrum táknum.
Sá sem vanist hefur hinu táknræna hlutverki áfengisins
getur átt erfitt með að gera sér i hugarlund að hægt sé að
vera án þess og nota önnur tákn með sama árangri í
staðinn. Tákn sem uppfylla allar kröfur um hátíðleika, til-
breytingu og fjölbreytni en hafa þann kost til viðbótar að
hafa engar neikvæðar aukaverkanir.
Jól og áramót eru tilvalin tækifæri til að brydda upp á
óvæntum nýjungum til ánægjuauka. Hvernig væri að prófa
uppskriftina sem hér fylgir.
ARAMOTABOLLA
u.þ.b. 3 I.
1 I appelsínusafi
'A I eplasafi
V2 I blandaður safi
3 flöskur sítrónugosdrykkur
2 flöskur tonik
skvettur af grenadin
ís
þunnar sítrónu og gúrkusneiðar
TAKN UM TILBREYTINGU
Átak gegn áfengi
Vímulaus æska
Áfengisvarnaráð