Pressan - 29.12.1989, Page 25

Pressan - 29.12.1989, Page 25
Föstuc(agur 29. des. 1989 25 spáin 29. desember—3. janúar (21. murs—20. upril) Einhverskonar endurfundir eru afar líklegir þessa dagana. Annaöhvort skipulagöir eöa fyrir hreina tilviljun. Gamall vinur mun ef til vill birtast aö óvörum, þér til mikillar ánægju. Heppilegt væri fyrir þig aö hafa samband viö fjarstadda ættingja og styrkja böndin ykkar í millum. Þaö er rómantík í loftinu. (21. upril—20. muí) Nú er kominn tími til aötaka mál föstum tök- um og breyta viöhorfi til margra þeirra mála sem þú hefur veriö aöfást viö. Einhver sem þú hélst þér vinveittan er þaö sennilegast ekki og annar sem þú hélst aö væri svika- hrappur mun reynast þér vel. Reyndu aö eyöa sem mestum tíma meö fjölskyldunni. (21. mui—21. júní) Morgunstund gefur gull í mund og núna er þaö einkum ástin sem gefið getur gull í mund á morgnana. Geröu þér far um aö stökkva ekki framúr þegar þú vaknar heldur fara aö öllu rólega og eyöa tímanum í sam- ræöur og vingjarnlegheit. Og kannski fleira. (22. júní—22. júlí) Þaö er einhverskonar upplausnarástand ríkj- andi víöa í kringum þig, og tengist bæöi ver- aldlegum og andlegum fyrirbærum. Þú munt aö öllum líkindum veröa fyrir því aö ástvinir þínir bregöist öðruvísi viö en vaninn er og þeir koma þér úr jafnvægi. Hinsvegar; þolinmæöin þrautir vinnur allar. (23. júlí—22. úyúst) Líklegast veröur eilíf árátta þín til aö tor- tryggja allt og alla ansi rík í þér þessa næstu daga. Gættu þín á því aö þaö sem sýnist vera óvenjulegt getur einfaldlega veriö ný aðferð til aö nálgast gömul vandamál. Ekki láta hnjóösyröi á þig fá, líklegast stendur ekkert á bak viö þau, taktu undir gríniö jafn- vel þó þú sért skótspónninn; sá hlær best sem síöast hlær. (23. úuúst—23. sept.) Nú er rétti tíminn til aö hefja máls á erfiðum málum sem hafa verið aö brjótast um í þér og fleirum aö undanförnu. Heiöarlegar um- ræöur, þó svo þær séu sársaukafullar meö- an á þeim stendur, munu á endanum skila sér í betri skilningi á ööru fólki og sjálfum þér. Ekki gera ráö fyrir því aö börn skilji ná- kvæmlega hvaö viö er átt hverju sinni, þú verður aö skýra mál vandlega fyrir þeim. (23. sepl.—24. okt.) Þú getur leyst erfiö verkefni á mettíma ef þú einbeitir þér, hugsar hratt og framkvæmir samkvæmt því. Snörp hugsun gerir þér kleift aö taka snöggarog góöar ákvarðanir í mikilvægum málum. Þessir dagar um ára- mótin eru hagstæðir til aö kaupa og selja gamla hluti. (24. okt.—22. nóu.) í þessum heimi er ekkert öruggt og aldrei hægt aö skipuleggja langt fram í tímann. Þaö er rétt aö hafa í huga aö þaö sem ákveö- iö er á þessu ári getur þurft á breytingum aö halda á því næsta. Þessvegna er rétt aö vera ætíö reiðubúinn aö breyta til og endurskoða og skipuleggja. (23. nóu.—21. des.) Þrátt fyrir aö þér finnist þú hafa allt á hreinu, þá er þaö bara ekki rétt. Breytingar munu sækja stíft á og þér finnst þú vera aö missa tökin aö einhverju leyti. Þetta smitar allt sem þú gerir; fjölskyldlíf, vinnuna, fjármálin. Gættu þín á aö taka ekki fljótfærnislegar ákvaröanir sem fela í sér kvöl síöar meir. (22. des.—20. jan.) Fólki í merki steingeitarinnar finnst þaö ör- uggt um þessar mundir. Tilfinningar þess mynu aö ölium líkindum ekki fara á sama flug og gerðist fyrir skemmstu. TilvaliÖ er aö koma ástvini eða -vinum á óvart, t.d. meö góöum mat heima fyrir, eöa bjóöa út i kvöldverð. Allt getur gengiö vel ef rétt er aö farið. (21. junúur—19. febrúur) Nú er rétti tíminn til aö vera svolítið sam- kvæmisglaður en þar munu vinir þínir veröa þér til mestrar ánægju. Þaö er ekki að sjá, þ.e. fyrir ókvænta, aö ástin leynist neinsstaöar í kallfaeri. Einhver mun samt hrósa þér fyrir þaö sem þú þó ert, ekki þaö sem þú átt. (20. febrúar—20. mars) Ráö sem þér mun veitast af örlæti er meira en vel þess viröi aö fara eftir. Fólk sem stendur þér nærri hefur gleggri sýn yfir þaö sem kann aö angra þig hverju sinni. Kímni getur veriö gott ráð gegn léttvægari kvillum. Ekki taka mikla áhættu, þaö borgar sig ekki sem stendur. Lframhiáhlaupi Helgi Már Arthúrsson fréttamaöur Hræddur við brunabíla 09 Ijón — Hvaöa persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Það hafa margar persónur haft áhrif á mig." — Án hvers gætiröu síst ver- iö? „Ég gæti síst verið án matar held ég, matar og bíls." — Hvaö finnst þér leiðinleg- ast? „Mér finnst leiðinlegast að geta ekki fundið neinar almenni- legar jólabækur til að lesa um þessi jól." — En skemmtilegast? „Mér finnst skemmtilegast að vera í góðra vina hópi og ræða málin." — Manstu eftir einhverri ákvörðun sem breytti miklu fyrir þig? „Já, það breytti miklu fyrir mig þegar ég ákvað að fara til náms í Danmörku. Vegna þess að ým- islegt lærði ég þar sem opnaði bæði augu og eyru upp á gátt, enda má með nokkrum rökum halda því fram að hvortveggja hafi verið hálflokuð fram að þeim tíma." — Viö hvaö ertu hræddur? „Ég er hræddur við brunabíla og Ijón." — Hver er tilgangurinn meö lífinu? „Það er nú ekki auðvelt að svara því. Ætli tilgangurinn sé ekki sá að taka þátt í neyslusam- félaginu fyrir þöndum seglum." — Ef þú þyrftir að skipta um starf, hvaö vildirðu helst taka þér fyrir hendur? „Ef ég gæti fengið greitt fyrir að leggjast í ferðalög þá þætti mér það óvitlaust." — Hvaö er betra en kvöld- stund í góöra vina hópi? „Það er þá bara að færa sig framar á daginn. Síðdegiskaffi í góðra vina hópi." lófalestur í þessari viku: Regína (kona, fædd 24.12. '48) Æsku- og unglingsárin voru þessari konu ekki auðveld og hún á jafnvel enn við einhverja erfið- leika að etja. Það ríkir ákveðin óvissa í lífi hennar. Hún þarf að ákveða hvaða stefnu hún ætlar að taka og það gæti tengst fjármál- um eða frágangi á einhverjum málum. Hvað varðar atvinnu finnur kon- an til léttis á árunum 1991 til 1993, en hún verður að gæta þess að of- keyra sig ekki. í tilfinningamálum verður þessi kona gæfusamari á fullorðinsárum en hún var á yngri árum. Hún hefur þurft að basla og strita mikið og takast á við fjár- málaerfiðleika á síðustu árum, þegar hún var 36 til 41 árs. draumar . . .Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum. .. Þetta vitum við nú öll. Flestir biryðu sig upp fyrir jólin af alls kon- ar matvælum eins og umsáturs- ástand væri yfirvofandi. Og gjafir leyndust í skápum. En gjafirnar í skápum drauma okkar, hvað skyldu þær tákna? Já, nú vandast málið. Það er þá fyrst frá hverjum gjöfin er. Ef ungt fólk dreymir að einhver af gagn- stæðu kyni gefi því blóm eða skart- gripi er trúlegt að þar verði um frekari kynni að ræða. Ef dreym- andinn er trúlofaður eða giftur og þykist fá slíka gjöf frá maka sínum er það vísast fyrir börnum. Að dreyma að maki manns gefi manni hníf eða eitthvaö annað sem hægt er að skaða sig á mun hann eða hún valda sársauka eða slíta samband- inu. Að fá fallegar gjafir sem maður er ánægður með frá bðrnum sínum bendir til þess að maður verði hepp- inn framvegis. Að vera gefinn mat- ur ber fólki ekki saman um hvað tákni, sumir segja það boða höpp en aðrir telja slíkan draum fyrir tapi og peningaáhyggjum. Að gefa hand- klæði eða dúka táknar að dreym- andinn gefur einhverjum traust sitt, því handklæði eða dúkur er tákn- rænt fyrir ævi manns. Það er því gott að dreyma slíkt lín fallegt og hreint. Þykist maður fá slíkar gjafir sýnir þá einnig að þér er treyst. Að vera gefið Ijós í draumi höfum við áður rætt að er gæfudraumur. Þykist maður frá hest eða bíl að gjöf er það líkast til fyrir góðri heilsu eöa giftingu. Að vera gefiö höfuð- fat er einnig fyrir trúlofun eða gift- ingu. Að vera gefið fallegt dýr get- ur táknað góöan vin eða þá barn í fjölskyldunni. Margir jólapakkar í skrautlegum umbúðum er hætt við að þýði skammvinna hamingju. Að fá gjafir frá veraldlegum valds- mönnum er sjaldan fyrir góðu. Gjafir frá álfum og vættum eru góðs viti en slæmt ef maður þykist týna þeim eða brjóta þær. Afleitt er að dreyma að manni sé gefin eða einhver vilji gefa manni jörð eða lóð, þá má búast við lífs- háska. Sá sem vill gefa manni jörð í draumi er raunar að bjóða manni hana til eilífrar dvalar. Að þiggja gjafir af ókunnu fólki er oft nei- kvætt nema önnur tákn dragi úr því. Þannig að þó okkur finnist stundum erfitt að fást við gjafir í vökunni er það þó enn varasamara í svefni. Ver- um því öll ánægð með jólagjafirnar okkar!

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.