Pressan - 29.12.1989, Síða 27

Pressan - 29.12.1989, Síða 27
S SS ' r)sT) .•?.1: >| / Sb w.'• •O' Föstudagur 29. des. 1989 sjónvarp FÖSTUDAGUR 29. desember Stöð 2 kl. 22.40 SVIKIN (Intimate Betrayal) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerð 1987 Leikstjóri Robert M. Lewis Aðalhlutverk James Brolin, Melody Anderson, Pamela Bellwood, Morgan Stevens Hér er á ferð svikavefur hinn mesti. Kona nokkur kemst að því að eigin- maður hennar er allur annar en hann hefur virst vera. í fyrstu virðist allt leika í lyndi hjá þeim hjónum en þegar þess er síst von hverfur eigin- maðurinn og í Ijós kemur að hann er skuldum vafinn, allt sparifé konunn- ar er horfið og sömuleiðis kemur á daginn að hann á sér aðra konu og hefur getið við henni barn. Sjónvarp kl. 23.10 GRÁIFIÐRINGURINN ★★★ (Twice in a Lifetime) Bandarísk bíómynd Gerð 1985 Leikstjóri Bud Yorkin Aðalhlutverk Gene Hackman, Ann-Margret, Ellen Burstyn, Ann Madigan, Ally Sheedy, Brian Dennehy Einvala leikaralið í þessari mynd sem segir af miðaldra fjölskylduföð- ur sem verður ástfanginn af sér yngri konu og yfirgefur konti sína og börn. Þetta er góð mynd, einkum vegna þess að hún dregur upp á trú- verðugan hátt hvernig mismunandi fólk bregst við erfiðum tilfinninga- málum og sömuleiðis vegna þess að myndin er einkar vel leikin. LAUGARDAGUR 30. desember Stöð 2 kl. 2025 í SKÓLANN Á NÝ *** (Back to School) Bandarísk bíómynd Gerð 1986 Leikstjóri Alan Metter Aðalhlutverk Rodney Dangerfield, Sally Kellerman, Burt Young, Keith Gordon, Robert Downey Jr., Ned iBeatty Dreng nokkrum til mikillar armæðu ákveður faðir hans að innrita sig í sama háskóla og hann sjálfur stund- ar nám í. Meiningin hjá föðurnum er að hvetja drenginn áfram í náminu en það gengur eins og það gengur. Faðirinn er að vísu efnaður, hins- vegar um leið ómenntaður, sjálfum- glaður en í rauninni besti maður þegar nánar er að gáð. Þetta er fjör- mn k'íi eftir Mike Atkinson leiKrAKG/'tíVNWR! % > > > > > > > > > V > > > 'A •*ta •* 'avmvrvivnyi'rtVi' t ug mynd, oft á tíðum bráðfyndin, einkum í orðaleikjum þess ágæta gamanleikara Rodneys Dangerfield. Afbragðs afþreying þegar á allt er litið. Stöð 2 kl. 22.50 KRAMER GEGN KRAMER ★★★★ (Kramer vs Kramer) Bandarísk bíómynd Gerð 1979 Leikstjóri Robert Benton Aðalhlutverk Dustin Hoffman, Meryl Streep, Jane Alexander, Justin Henry Hér er á ferðinni ein af umtalaðri myndum áttunda áratugarins. Segir af hjónum sem verður eitthvað á í samlífinu og endar með því að kon an yfirgefur manninn og ungan son þeirra og nú verður eiginmaðurinn að taka til hendinni við hluti sem hann hefur ekki mikið vit á á heimil- inu. Þetta er falleg mynd, vel skrifuð og slær mann beint í viðkvæmt hjartað. Myndin fékk fimm óskars- verðlaun á sínum tíma, sem besta myndin, besti karlleikarinn (Hoff- man), besta leikkona í aukahlut- verki (Streep), besti leikstjóri og besta handrit eftir bók. Pottþétt, ef mönnum á annað borð hugnast myndir sem þessi. Sjónvarpið kl. 23.20 GINGER 0G FRED *** (Ginger and Fred) ítölsk bíómynd Gerð 1986 Leikstjóri Federico Fellini Aðalhlutverk Giulietta Masina, Marcello Mastroianni, Franco Fabrizi Fellini gerir hér napurt grín að sjón- varpinu sem fyrirbrigði og ekki síð- ur skyndifrægðinni sem því fylgir oft á tíðum. Við fylgjumst með eldri skemmtikröftum sem eru að koma fram aftur eftir langt hlé. Þau hafa eytt ævi sinni í að líkja eftir Ginger og Fred, en eru í raun og veru ekk- ert sjálf. Þetta er afslöppuð mynd, háðið missir að vísu svolítið marks vegna þess hversu augljóst er að hverju það beinist, en aðalleikararn- ir, einhverjir þeir bestu á Ítalíu á þessari öld, eru alltaf jafnindælir og sjarmerandi. Stöð 2 kl. 0030 HINIR VAMMLAUSU ★★★ (The Untouchables) Bandarísk bíómynd Gerð 1987 Leikstjóri Brian De Palma Aðalhlutverk Kevin Costner, Robert De Niro, Sean Connery, Charles Martin Smith, Andy Garc- ia Ein af þeim þéttari frá Holly- wood-verksmiðjunni á seinni árum. Tekur fyrir hina ódrepandi sögu af Elliot Ness og hans góðu mönnum sem unnu bug á A1 Capone og hyski hans um 1930 í Chicago í Bandaríkj- unum, en Capone réð þeirri borg. Pottþétt handrit, góður leikur, flott kvikmyndataka oft á tíðum, sérstak- lega í lokaatriðinu sem er eitt það flottasta í seinni tíð í bíó. SUNNUDAGUR 31. desember Stöð 2 kl. 0010 ARTHUR ★★★V2 Bandarísk bíómynd Gerð 1981 Leikstjóri'Steve Gorkon Aðalhlutverk Dudley Moore, Liza Minnelli, John Gielgud, Geraldine Fitzgerald, Jill Eikenberry, Stephen Elliott Bráðskemmtileg gamanmynd þar sem segir af flottræflinum Arthur sem er svo ríkur og svo ábyrgðar- laus að annað eins hefur ekki þekkst. Hann eyðir tíma sínum í drykkju og yfirleitt það sem kallast getur hreinn óþarfi. Hann á hins- vegar við það vandamál að stríða að hann er ástfanginn af gengilbeinu, frekar af Iægri stéttum, en fjöl- skylda hans hótar að gera hann arf- lausan giftist hann ekki konu af sömu stétt. Og Arthur þarf að taka ákvörðun! Myndin fékk tvenn ósk- arsverðlaun á sínum tíma, John Gi- elgud, sem leikur einkaþjón Art- hurs, fékk verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki, lagið Arthur’s Theme eins og það er kallað fékk líka verðlaun. Stöð 2 kl. 02.45 HÓTELIÐ *** (Plaza Suite) Bandarísk bíómynd Gerð 1971 Leikstjóri Arthur Hiller Aðalhlutverk Walther Matthau, Maureen Stapleton, Barbara Harris, Lee Grant, Louise Sorel Myndin er byggð á einu af leikritum Neils Simon, og þetta þykir reyndar eitt hans fyndnasta. Hér eru á ferð þrjár sögur af fólki sem á það eitt sameiginlegt að staldra við í sama hótelherberginu í New York. Walt- her Matthau leikur aðalhlutverkið í öllum þremur sögunum og þykir takast best upp í þeirri þriðju og síð- ustu, þar sem hann leikur áhyggju- fullan föður stúlku sem á að fara að giftast. MÁNUDAGUR 1. janúar Sjónvarpið kl. 20.25 STEINBARN íslensk sjónvarpsmynd Gerð 1989 Leikstjóri Egill Eðvarðsson Aðalhlutverk Lilja Þórisdóttir, Rúrik Haraldsson, Margrét Olafs- dóttir Myndin fjajlar um unga konu sem kemur til Islands úr námi í kvik- myndagerð. Hún tekur sér fyrir hendur að skrifa handrit um bresk- an vísindamann sem bjargaðist úr sjávarháska við strendur Islands. Hún leigir sér gamalt hús á eyðileg- um strandstaðnum til að icömast í snertingu við atburðinn. Þar kynn: ist hún gömlum vitaveröi og fer að forvitnast um fortíð hans og sögu staðarins. Heimsókn dóttur hennar hrindir af stað atburðarás sem flétt- ar saman örlög þeirra. Gert eftir verðlaunahandriti þeirra Vilborgar Einarsdóttur og Kristjáns Friðriks- sonar, en það var framlag íslands í samkeppni ervrópskra sjónvarps- stöðva árið 1988 og fékk þar góðar viðtökur. Sjónvarpið kl. 22.35 DIVA ★★★’/z (Gyðjan) Frönsk btómynd Gerö 1982 Leikstjóri Jean-Jacques Beineix Aðalhlutverk Wilhelmina Wiggins Fernandez, Frederic Andrei, Richard Bokringer, Thuy Ah Luu, Jacques Fabri Bréfberi nokkur, afar tónelskur, tek- ur ólöglega upp söng frægrar óperu- söngkonu sem ekki leyfir að rödd sín sé hljóðrituð. Hann lendir þó í enn verri málum þegar segulbands- upptakan fer á vergang og hann fær aðra í staðinn sem tilheyrir harð- snúnu glæpagengi. Þetta er góð mynd, afar fallega kvikmynduð og tónlistin er bráðskemmtileg og fal- leg. Beineix var aðeins 23ja ára þeg- ar hann gerði myndina sem var hans fyrsta. Myndin er dálítið mikið tæknileg og það verður aðeins þreytandi til lengdar. Eltingaleikur á mótorhjólum í neðanjarðarkerfi Parísarborgar verður síðar meir án efa talinn klassískt atriði í kvik- myndalistinni. VOFF' VOFv%r, & )) Jt öVwJTX-FtGA'ZrA (SJÖrSEM ÉSHE’P FeN<5/£>' VOPFf VOFF/ VöFF/ . VOFF^ ^ / (?) AJ 1 'fOFFt — VOFFf dagbókin hennar dúllu / Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi skammast mín jafnmikið og á aðfangadagskvöld. Þetta var bók- staflega mesti bömmer, sem ég hef upplifað! Ég fékk nefnilega rúmföt i jóla- gjöf, alveg eins og ég hafði heyrt mömmu segja við vinkonu sína í símann, en þetta var EKKl svona hallærislegt bómullarsett með blómum, eins og ég hafði haldið. Gömlu hjónin gáfu mér sko mellu- rúmfötin (eins og mamma kallar þau!), sem ég var svo mikið að sverma fyrir, og þau eru algjört æði! Og ég sem gaf þeim rosa nánasar- legar gjafir, af því ég hélt þau ætluðu aö vera svona púkó við mig. Guuuð, hvað þetta pakka-augnablik varð neyðarlegt. . . En pabbi og mamma tóku þessu voða vel og þóttust alveg hafa húmor fyrir misskilningnum. Mamma sagði bara að ég ætti að nota þetta sem kenningu, eða þann- ig, og hætta að hlera annarra manna símtöl. Rúmfötin eru sem sagt ógeðslega töff. Þau eru úr svörtu, glansandi satíni, en það var vinkona mömmu, m saumaði þau af því það eru vist eiijtar búðir á íslandi, sem selja svona?>^Það er bara eitt verst. Ég renn rosalega til í rúminu og er tvisvar búin að- detta framúr um miöja nótt. Þetta er'SsJdið eins og að sofa í rennibraut. En ég'þef sjaldan séð neitt lekkrara og meF-^r skit- sama þó Adda bróður þyki sjuklpga fyndið að spyrja hvað ég taki fyrk nóttina. x Boðið á Einimelnum á annan í jól- um var pínu mislukkað í þetta sinn, vegna þess að amma var algjörlega að lognast út af allan tímann. Hún hafði líka nánast ekki sofið dúr frá því á aðfangadagskvöld, þegar hún opnaði pakkann með bókinni um sendiherrafrúna. Amma er nú ekki mikið fyrir að lesa annað en dönsku blöðin (og auðvitað Moggann), en þessa bók hafði hún verið veik í frá þvi hún frétti af henni og gat ekki einu sinni lagt hana frá sér til að borða eða sofa. Henni tókst þó að koma öllum helstu kjaftapunktun- um til skila i boðinu og fá mömmu til að rífast við sig, eins og venju- lega. Amma vissi fyrst ekki nákvæm- lega hvort hún ætti að halda með sendiherrafrúnni eða manninum hennar. En um leið og mamma hafði skammast út í konuna fyrir að skrifa svona bók vissi amma hvað henni fannst. Hún varði konuna í rauðan dauðann og kallaði hana „vesalinginn” í öðru hverju orði. Sagði líka að mamma gæti trútt um talað, með margvottaðan kaup- mála upp á vasann svo hún gæti gengið út frá pabba og samt lifað el- egant lífi í vellystingum. Vesalings sendiherrafrúin hefði sko nánast ekki fengið krónu, þegar hún skildi, og staðið eftir í spjörunum einum saman með þrjá hungraða munna starandi á sig. (Hún amma kann nú að orða hlutina!) Það bjargaði boðinu að amma fór snemma að sofa. Ég veit ekki hvar þetta hefði annars endað. Líklega á slysó eða með lögregluútkalli. . .

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.