Pressan - 08.03.1990, Page 5

Pressan - 08.03.1990, Page 5
Fimmtudagur 8. mars 1990 5 „Ég vildi ekki búa hér þó ég ætti ffullt aff peningum og innanhússsundlaug/# segir Eli Hagen frú Noregi. Hún er kona Carls I. Hagen, ókrýnds konungs frjúls- hyggjusteffnunnar ó Norðurlöndum. Þau hjónin, Eli og Carl I., voru bæði mætt til leiks ó Norðurlandarúðsþingi, eða i kjaftaklúbbnum, eins og hjónin kalla þingið. EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR - MYND: EINAR ÓLASON Kvennalisti er fróleit hugmynd „Mér finnst alveg fráleitt að stofna sérstakan kvennaþingflokk. Þetta er bara misrétti, og engu betra en ef aðrir þrýstihópar í þjóðfélaginu stykkju til og stofnuðu eigin þing- flokk til þess að pressa í gegn ein- hverja sérhagsmuni. Það mætti eins stofna þingflokk ruslakarla, leigu- bílstjóra, pylsusala...“ og Carl I. Hagen heldur áfram að þylja upp Carl Ivar Hagen er einn þekktasti og umdeildasti stjórnmálamaður á Norðurlöndum. Maðurinn sem stjórnar þriðja stærsta þingflokki Noregs er vanur því að svívirðing- arnar dynji á honum. Kvennahreyf- ingin hatar hann eins og pestina, vinstrisinnar í norskri pólitík líkja stefnu hans við krabbamein í vel- ferðarþjóðfélaginu og forsætisráð- herra Noregs, Jan P. Syse, hefur kall- að hann pólitískan villimann. En villimaðurinn er hinn ánægð- asti, enda tekst honum yfirleitt að snúa öllum skömmunum sér í hag. Hann tekur á móti fréttamönnum með breiðu brosi, eins og þeir væru persónulegir vinir hans, og þykist ekki taka eftir því að fjölmiðlar fjalla oftast um flokk hans á neikvæðan hátt. Illt umtal er betra en ekkert umtal, virðist vera hans mottó. Bæði á kafi í pólitík Eli, kona Carls Ivars, styður mann sinn dyggilega í baráttunni og starf- ar í borgarráði Oslóborgar fyrir Framfaraflokkinn. Frjálshyggjuhjónin eru stödd á Hótel Sögu. Úti er leiðinlegt íslenskt vetrarveður. Eli líst hálfilla á Island. Hún hefur komið hérna einu sinni áður ásamt manni sínum, „í jafn- andstyggilegu veðri," segir hún og prísar sig sæla yfir því að hafa tekið með sér pelsinn. „Annars hefði ég ekki getað stigið út fyrir dyrnar. Hvers vegna er annars svona vond fýla af vatninu hérna?" spyr Eli Hag- en og það fer hrollur um hana. Þetta veit Carl 1. Hagen og leiðir konu sína í allan sannleika um mál- ið, en beinir því til blaðamanns að þau hjónin viti afar lítið um ísland. Samt hafa þau heyrt að á íslandi sé fyrirbæri sem heitir Kvennalisti og það er listi sem þau hafa mjög ákveðnar skoðanir á. Carl I. og Eli Hagen hafa enga samúö með einstæðum mæðrum og öörum slæpingjum þjóðfélagsins. Hægristefna þeirra nýtur sívax- andi vinsælda í Noregi. langa rullu af stéttum sem gætu stofnað þingflokk á borð við Kvennalistann. Eli Hagen tekur í sama streng og einbeitnin skín úr litlu andliti undir miklu hári. „Ég gæti ekki hugsað mér að taka sæti á lista eða láta troða mér inn í ein- hverja stöðu bara af því að ég er kona. Ég vil komast áfram ef ég er dugleg og á þaö skilið," segir Eli. „Við fæðumst öll eins og höfum jafna möguleika á að komast áfram í lifinu ef viljinn er fyrir hendi." Carl I. Hagen grípur fram í fyrir konu sinni og segir: „Það er hlut- verk velferðarþjóðfélagsins að sjá til þess að fólk hafi jafna möguleika frá fæðingu, en framhaldið ættu menn að sjá um sjálfir í stað þess að varpa ábyrgðinni yfir á þjóðfélagið. Við sem nennum að vinna eigum ekki að þurfa að standa undir slæpingj- unum." Eli er aftur sammála eigin- manninum og þau kyssast blítt yfir borðið. Sníkjudýr á samfélaginu „Það eru til konur í Noregi sem eignast börn með hinum og þessum mönnum til þess að geta lifað góðu lífi á kostnað samfélagsins. Allir eru vanir þvi að vera að vorkenna ein- stæðum mæðrum, en það er engin ástæða til þess. Sumar þeirra liggja á sófanum allan daginn og hafa hærra mánaðarkaup frá ríkinu fyrir að gera ekki neitt en fólk sem vinn- ur hörðum höndum allan daginn," segir Carl I. Hagen og tekst allur á loft. Þetta er umræðuefni sem hon- um líkar. Hagen hóf kosningabarátt- una fyrir stórþingskosningarnar í Noregi síðastliðið haust með því að varpa sprengjunni um sníkjudýrin inn í umræðurnar og fékk með því alla athygli fjölmiðla svo vikum skipti. Hinir flokkarnir fylltust hneykslun og sameinuðust í því að ráðast gegn honum og önnur kosn- ingamál gleymdust um langan tíma. En þrátt fyrir alla hneykslan virtist Framfaraflokkurinn vinna á þessu máli. „Þetta er eitt af mörgum dæmum um óréttlætið sem bitnar á vinnandi fólki. Annað dæmi eru barnaheimil- in. Það er ekkert réttlæti í því að ríki eða bær borgi með sumum börnum á barnaheimili, á meðan aðrir fá ekki einu sinni pláss fyrir börn sín. Allir eiga að fá sömu upphæð í barnabætur og svo getur fólk bara borgað barnaheimilin sjálft ef kon- an vill ekki vera heima hjá börnun- um. Einstæðar mæður eiga ekki að vera undanþegnar því að borga það sem það kostar að eiga börn. Þær hafa valið þetta sjálfar," segir Carl I. Hagen. Eli kinkar kolli: „Ég veit um marg- ar einstæðar mæður sem voru þakklátar fyrir að við tókum á þessu máli. Það eru þær sem sýna við- leitni og vinna fyrir kaupinu sínu. Þeim finnst biturt að bera ekki meira úr býtum en þær sem ekkert nenna að gera. Þú heldur kannski að Framfaraflokkurinn sé ekkert fyrir konur, en það er ekki rétt. Hann er einmitt fyrir konur sem vilja raunverulegt jafnrétti án þess að hlaðið sé undir þær.“ Sviss er fyrirmyndin „Noregur er ekki velferðarþjóðfé- lag,“ segir Carl I. Hagen. „Stjórnir sósíalista á Norðurlöndum hafa séð til þess að kerfið stjórnar en ekki fólkið. Það kalla ég ekki velferðar- þjóðfélög. Min pólitíska fyrirmynd er Sviss. Þar býr frjálst fólk í frjálsu landi og stjórnar sjálfu sér. í Noregi eru svokallaðar félagslegar umbæt- ur að setja allt á hausinn. Fólk fær ekki að vinna eins og það vill. Kerfið lætur það vinna átta tíma og kvennahreyfingin berst fyrir jafnfá- ránlegum hlut og sex tíma vinnu- degi. Það nær auðvitað engri átt að fullfrískt fólk vinni ekki nema sex tíma á dag. Ef þessar konur vilja ekki vinna þá geta þær bara verið heima. Það er líka eðlilegast að ein- hver sé heima til þess að sjá um fjöl- skylduna og gamla fólkið. Við myndum frekar berjast fyrir lengri vinnudegi. Mér skilst að Island gæti verið fyrirmynd að því leyti. Hagen fyrirmynd íslendinga Það hafa komið íslendingar til okkar sem hafa áhuga á flokknum. Ykkur vantar þennan flokk á ís- landi. Sjálfstæðisflokkurinn ykkar samsvarar hægri flokknum í Noregi og því höfum við aldrei haft neitt með hann að gera. En þennan mann þekki ég ekki, reyndar er eitt- hvað kunnuglegt við andlitið," segir

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.