Pressan - 08.03.1990, Síða 10
10
Fimmtudagur 8. mars 1990
á meðan enn er einhver von um að
semja," sagði Valur.
Þá er PRESSUNNI tjáð að Búnað-
arbankinn sé einnig að taka inn til
sín lögfræðiinnheimtuna og hverfa
þannig frá því að nota lögfræðistof-
ur. Sparisjóðirnir munu hins vegar
ætla sér áfram að nota þær. Til
þessa hefur Landsbankinn aðeins
notað lögfræðistofur á mjög tak-
Vilhjálmur Árnason: Lögmenn á
Höfðabakka 9 hafa gert samning
við Landsbankann um inn-
heimtu vanskila. Sverrir og Vil-
hjálmur voru til skamms tíma
meðeigendur Ögurvikur/Kirkju-
sands.
markaðan hátt, nánar tiltekið
vegna viðskipta við útibúin á Akur-
eyri og á Selfossi.
Lögmenn
Höfðabakka 9
Pressan hefur ekki fengið staðfest
hvaða lögfræðistofur fá á þennan
hátt að keppa um innheimtuna fyrir
Landsbankann, þennan stærsta
banka landsins. Þó er vitað til þess
að þær verða ekki margar — enda
setur bankinn fram stífar öryggis-
kröfur — og að ein þeirra er lög-
fræðistofan Lögmenn Höfðabakka
9, þar sem reka saman stofu Vil-
hjálmur Árnason, fv. stjórnarfor-
maður íslenskra aðalverktaka (og
um skeið meðeigandi Sverris Her-
mannssonar og fleiri í Ögur-
vík/Kirkjusandi), Ólafur Axelsson,
Eirikur Tómasson, Árni Vilhjálms-
son og í janúar bættist í þennan hóp
Hreinn Loftsson, sem undarifarið
hefur m.a. ritað um réttmæti og
nauðsyn þess að gera Landsbank-
ann að einkabanka.
Þetta fékk PRESSAN staðfest hjá
Hreini Loftssyni og Árna Vilhjálms-
syni. Árni sagðist ekki sjálfur vita til
þess að endanleg ákvörðun hefði
verið tekin um útfærsluna, til dæmis
hvort um samkeppni milli stofa yrði
að ræða, en síðan að ein stofa yrði
endanlega með alla innheimtuna.
,,En við teljum okkur vel í stakk
búna til að taka verkefni sem þetta
að okkur og erum með eina stærstu
lögfræðistofuna. Við vorum með
slíka innheimtu fyrir Iðnaðarbank-
ann, en misstum hana við samein-
inguna í íslandsbanka og það má
því segja að þetta komi í staðinn. Á
hinn bóginn er ekki allt gefið í inn-
heimtubransanum og þetta er leið-
inlegasti partur af lögfræðinni sem
til er. Það er margt ábatasamara en
slík innheimta, þó hún gefi af sér
talsverða veltu," sagði Árni. Hann
sagði aðspurður að hann ætti erfitt
með að sjá að öll innheimtan fyrir
Landsbankann gæti farið á eina
hönd. ,,Ég held að slik lögfræðistofa
þyrfti að vera nálægt þrisvar sinn-
um stærri en þær stærstu í landinu."
I síðasta blaði sögðum við í mola
frá erfiöum fjárhagsþrengingum
bókaforlagsins Tákns og að sam-
eining þess við Skjaldborg stæði
fyrir dyrum. Var ofsagt að sú sam-
eining væri ákveðin en heimildir
eru traustar fyrir því að forlögin hafi
hugleitt þann kost. Tákn er aðeins
eitt margra forlaga í landinu sem
eiga í erfiöleikum eftir síðustu bóka-
vertíð og talað er um mikinn sam-
drátt framundan. Tákn mun ekki
ætla að taka þátt í kapphlaupinu á
næsta jólabókamarkaði en vinnur
að stórri fjölfræðibók sem á aö
koma út með haustinu. Eflaust
hyggjast fleiri útgefendur fara var-
lega inn á næsta jólamarkað. Rætt
er um sameiningu forlaga og önnur
hyggjast styrkja eiginfjárstöðuna
með hlutafjáraukningu s.s. AB, sem
nýtur stuðnings fjársterkra aðila . . .
SAKADÓMARINN
VILL ÁFRÝJUN
,,Þetta er út í hött,“ segir Jón Óttar Ragnarsson um refsidóminn vegna sýningar klám-
mynda á Stöö 2. „Gleöitíöindi," segir Ingibjörg Hafstaö í samtökunum Konur gegn
klámi.
„Dómnum verður ófrýiað,## segir Jón
Óttar Ragnarsson, fyrrum sjónvarps-
stjóri Stöðvar 2. „Það eru allir mjög
hissa ó þessum dómi. Meira að segja
dómarinn sjólfur sagðist vonast til þess
að dómnum yrði áfrýjað," segir hann.
Konur gegn klámi kalla dóminn gleðitið-
indi.
EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON
Helgi I. Jónsson sakadómari stao-
festir að hann hafi sagt að ástæða
væri til þess að áfrýja dómnum, en
alls ekki vegna þess að hann teldi
þetta rangan dóm. ,,Ég sagði við
verjandann að það væri ástæða til
þess að áfrýja dómnum til þess að
reyna málið fyrir Hæstarétti. Þetta
mál er nefnilega það fyrsta sinnar
tegundar hér á landi. Það kemur
fyrir en þó ekki oft að klámmál
komi fyrir rétt, sérstaklega vegna
kláms á myndböndum. Að sýning
klámmynda í sjónvarpi komi fyrir
rétt er hinsvegar nýtt," segir Helgi.
Ingibjörg Hafstað, Kvennalista, í
samtökunum Konur gegn klámi, er
ánægö með að tekið hefur verið á
þessu máli. „Þetta er eins gróft og
hugsast getur að senda klám gegn-
um opinbera fjölmiðla. Klám er allt-
af ofbeldi og ég held það sé mikill
léttir fyrir margar fjölskyIdur í land-
inu að Stöð 2 var stöðvuð."
„Meðdómendur
ekki líberal"
Jón Óttar reiknar með því að
Sjónvarpsfélagið samþykki áfrýjun-
ina á stjórnarfundi nú í dag, fimmtu-
dag. „Hæstiréttur þyrfti að endur-
skoða lögin. Eins og þau eru núna er
það alveg undir dómurunum komið
hvenær fólk er dæmt fyrir klám.
Lögin byggjast á dönskum lögum
sem voru afnumin í Danmörku árið
1967," segir hann.
„Það hlýtur að hafa verið mis-
sætti með dómurunum, úr því að
sakadómari, Helgi I. Jónsson, von-
aðist til þess að dómnum yrði áfrýj-
aö. Meödómendur, þau Eyjólfur
Kjalar Emilsson og Kristín Jóhann-
esdóttir, eru greinilega ekki mjög
líberal, sem er skrýtið meö svona
ungt og velmenntað fólk," segir Jón
Óttar.
Vantar fordæmi
Hæstaréttar
„Dómurinn er réttur að mati okk-
ar sem felldum hann og Jón Óttar
verður sjálfur að ákveða hvort hann
vill áfrýja dómnum, og það kæmi
mér á óvart ef hann gerði það ekki,
miðað við þá afstöðu sem hann hef-
ur tekið í málinu. Ef hann heldur að
Hæstiréttur hnekki dómnum er
eðlilegt að áfrýja, en ég get ekkert
ráðlagt honum um það,“ segir saka-
dómari. „Það er ástæða til þess að
áfrýja dómnum vegna þess að
svona mál hefur ekki verið reynt í
öllu kerfinu og hæstaréttardómur í
máli Jóns Óttars gæti því orðið for-
dæmi fyrir önnur mál af þessu tagi,‘‘
segir Helgi I. Jónsson sakadómari.
Stöð 2 borgar
Dómurinn fellur á Sjónvarpsfélag-
ið og Stöð tvö þyrfti því að borga
sektina. Þó að Jón Óttar hafi verið
sjónvarpsstjóri fellur dómurinn ekki
á hann persónulega. Jón Óttar virð-
ist fremur hissa en reiður vegna
dómsins. „Myndirnar á Stöð 2 voru
vel leiknar danskar myndir og þar
að auki klipptar. Þessar sömu mynd-
ir má fá á myndbandaleigum í
óklipptum útgáfum, auk margra
annarra mynda sem virkilega eru
harðsoðið klám. Það eru líka til heil-
ar sjónvarpsrásir sem senda ekkert
annað út en klám. Þessi dómur var
bara alveg út í hött."
Klóm sem forsenda
kynfræðslu
„Mér er alveg sama hvort mynd-
irnar eru dökkbleikar, Ijósbláar eða
hvað þú vilt kalla það,“ segir Ingi-
björg Hafstað. „Það er bara stigs-
munur á klámi og hvort sýnd er
nauðgun eða annað klám; boðskap-
urinn er ofbeldi. Þetta ýtir undir þá
verstu fordóma sem til eru í þjóðfé-
laginu. Oft er þetta eina kynlífs-
fræðslan sem unglingar fá, og það
er ómögulegt að koma í veg fyrir að
unglingar sjái svona myndir þegar
þeim er sjónvarpað í opinberum
fjölmiðli. Ég sé fyrir mér strákahóp-
inn í einhverri blokkinni sem safn-
ast saman fyrir framan eina bláa,“
segir Ingibjörg Hafstað í Samtökum
kvenna gegn klámi.
jármálafyrirtækið Hagskipti,
sem er í eigu þeirra Sigurðar Arn-
ar Sigurðssonar og Sigurðar
Garðarssonar — viðskiptafræð-
inganna sem farið hafa sem svipti-
vindur um viðskiptalífið og PRESS-
AN hefur áður greint frá — hefur nú
skipt um nafn og heitir Fjar-
skipti. ..
élagsmenn kaupfélaganna í
landinu fá væntanlega brátt í hend-
ur áþreifanlega sönnun kaupfélags-
aðildarinnar. Samkort eru farin að
bjóða félagsmönnunum kort að
kostnaðarlausu sem verða félags-
mannakort kaupfélaganna. Hafa
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
og Kaupfélag Árnesinga þegar
boðið félagsmönnum þessa þjón-
ustu og til stendur að koma þessu yf-
ir allt kaupfélaganet landsins .. .
L
■ Huldumaöur fjármálalífsins,
Herluf Clausen, hefur verið að
eignast hverja verslunina á fætur
annarri við Laugaveginn að undan-
förnu að því er sagnir herma. Versl-
anir, húseignir og veitingastaðir
skipta ört um eigendur og er nú tal-
að um „miðbæjarmafíuna" í sam-
bandi við þessa umsvifamiklu við-
skiptajöfra. En Herluf á víða inni og
síðustu kaupin sem við höfum heyrt
af eru allskyndileg kaup hans á
versluninni Jackpot í Kringl-
unni.. .
A
^^kki hefur fengist uppgefið
hverjir standa á bak við Svavar Eg-
ilsson í kaupunum á 200 milljón-
um í Arnarflugi. Samkvæmt okk-
ar heimildum munu þar koma við
sögu Þorleifur Björnsson, Páll í
Pólaris, Sverrir Hermannsson
fasteignasali, Karl Steingrímsson
í Pelsinum og Ólafur Friðþjófs-
I son auk annarra . . .
PRESSU
MOJLAR