Pressan - 08.03.1990, Page 15
Fimmtudagur 8. mars 1990
15
fíngerðar Ijósar rendur (strípur) út
frá andlitinu og lýsa endana. Hér er
klippingin og litunin aðalatriðið, því
hárið er slétt. Þessi lína minnir mig
óneitanlega á tískuna síðast á átt-
unda tugnum og sannar það sem
mér er alltaf að verða ljósara, að
tískan gengur í hring!"
„Þessi tíska minnir mig óneitan-
lega á hárgreiðsluna á sjöunda tugn-
um," segir Svava. ,,Á þeim tíma þeg-
ar Cilla Black og Twiggy voru sem
vinsælastar. Sömu hugmyndirnar
koma aftur í Ijós, ef maður bíður
nógu lengi. Tískan fer í hringi, með
öðrum orðum. Þessi tíska er þægi-
KR.
29.130,-
Flug og gisting
í 5 nætur
KR.
39.450,-
Flug og gisting
í 6 nætur
Dúddi segir sumartískuna 1990 nánast sérhannaða fyrir íslenskar
aðstæður.
Þriðja og síðasta útfærslan á ,,Off-
Shore" heitir ,,Pile ou Face" sem
gæti útlagst „hlutkesti" á íslensku.
Greiðslan heitir þessu furðulega
nafni, vegna þess að klippingin veit-
ir möguleika á tvenns konar
greiðslu.
Um þessa greiðslu segir Bára
Kemp:
„Þessi klipping er styttri en
„Stone". Samt er hárið nokkuð sítt.
Síð-stutt lina, gæti maður ef til vill
sagt. Hún er „geómetrísk" eins og
sú fyrri. Hárið er slétt og hér er ekki
notað permanent. Hún er frjálslegri
en hinar. Toppurinn er greiddur
fram en hnakkinn er stuttur. Gabri-
elle Fosse, sem er frábær hár-
greiðslumeistari og sýndi þessa
greiðslu, notar túperingu sem mað-
ur hefur ekki séð lengi. Litunin er
mikið atriði hér. Ljósar rendur eru
penslaðar í hárið. Þær eru mjög fín:
gerðar, næstum þvi gegnsæjar. í
heild má segja um þessa greiðslu að
hún sé bæði falleg og kvenleg."
Slæmt ef allir
verða eins
Um sýninguna i heild segir Elsa:
Það er afar mikilvægt að allir geti
fundið sinn eigin stíl og að það sé
ekki bara „ein tíska" í gangi. Maður
verður að reyna að fyrirbyggja að
fólk verði svo ginnkeypt fyrir einni
ákveöinni tískustefnu að allir verði
eins. Ég held þess vegna að við
séum að gera mjög góðan hlut með
því að sækja hingað straumana og
kynna þá íslendingum. Frakkar eru
„avant-garde" í tískunni. Þeir eru
höfundar tískunnar og leggja lín-
urnar. Við íslendingar vöndum hins
vegar vinnu okkar mjög mikið og
tæknilega hliðin er til fyrirmyndar
hjá okkur. Mér finnst þær greiðslur
sem hafa verið sýndar hér mjög at-
hyglisverðar og þær eiga eflaust eft-
ir að verða vinsælar heima en satt
að segja kom mér ekkert á óvart
hér."
leg og auðveld í meðförum og á
sjálfsagt eftir að ná vinsældum."
Hár fyrir
íslenskar
aðstæður
Þær Hanna Kristín, Bára, Svava
og Elsa eru allar stuttklipptar og
hárgreiðsla þeirra ekki ósvipuð nýju
línunni. En Lovísa er með mikið
rautt, sítt hár. Dúddi leggur til að
Lovísa verði notuð sem módel og
fallega síða hárið verði klippt eftir
nýjustu tísku! En Lovísa er ekki
sammála:
Hver segir að hárgreiðslukonur
eigi allar að vera með stutt hár? Það
er númer eitt að finna sinn stíl og
hafa sína eigin ímynd. Það má ekki
leggja alltof mikla áherslu á að
fylgja nýrri tísku. Auðvitað er það
okkur í hag að fólk vilji breyta til og
það er óneitanlega skemmtilegra að
hafa breidd í smekknum. Þessi sum-
artíska er mjög skemmtileg og það
er eins og hún hafi verið gerð fyrir
Island og okkar veðráttu enda heitir
hún líka „Úti á sjó'T'
Látum Dúdda hafa síðasta orðið
áður en hópurinn heldur heim með
nýjar hugmyndir og hressandi and-
blæ frá hinum stóra tískuheimi í far-
teskinu:
„Það er auðvitað mjög mikilvægt
að sækja sér nýjar hugmyndir til
annarra og kynnast því hvað á döf-
inni er hjá öðrum þjóðum, en okkur
er það öllum Ijóst, eftir að hafa séð
þessa sýningu, að við íslendingar
erum engir eftirbátar annarra í tísk-
unni, fremur en öðru. Konurnar í
hópnum eru meira að segja margar
hverjar þegar klipptar samkvæmt
þessari nýju sumartísku! Hún á ef-
laust eftir að verða mjög vinsæl hjá
okkur í sumar, því það er eins og
hún sé gerð með okkar aðstæður í
huga!"
S4S
S4S
KR.
47.800,-
Flug og gisting
í 5 nætur
Pr. gengi 20.02 ’90
S4S
FERDASKRIFSTOFAN
Viltu breyta til, komast í nytt umhverfi.
slappa af og njóta þess að vera til.
Komdu þá til Akureyrar
Þú lætur okkur eftir ad sjá um málin,
panta hótel, bílaleigubílinn, miða í
leikhús eða hvað annað sem þú vilt.
FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF,
AKUREYftl TOUftlST BUftEAU
FLUGLEIDIR
I
s'