Pressan - 08.03.1990, Qupperneq 23
Fimmtudagur 8. mars 1990
23
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON
VANDI AÐ SKRIFA GÓÐAR
BÆKUR
/
Freyr Olafsson, 10 ára sonur Ólafs Hauks Símonarsonar rithöfundar:
„Erfitt fyrir þá sem ekki hafa nógu mikið hugmyndaflug að skrifa bækur." Freyr Ólafs-
son.
,,Ég hef ekki enn lesið bók
eftir pabba," sagöi Freyr Ól-
afsson, 10 ára sonur Ólafs
Hauks Símonarsonar rit-
höfundar og Guðlaugar
Maríu Bjarnadóttur leik-
konu. ,,t>að er ekki vegna
þess að mig langi ekki til að
lesa eitthvað eftir hann; ég
hef bara ekki haft tækifæri til
þess."
Freyr segist einkum lesa
spennandi bækur: ,,Mér
finnst gaman að leynilög-
reglubókum um krakka eins
og ,,Fimm á fleka" og „Fimm
á Fagurey" og þannig bókum.
Svo hef ég líka gaman af bók-
um eins og þeim um „Gretti"
og ,Sval og Val"; teikni-
myndabókum með texta."
Það stendur ekki á svarinu
hjá Frey þegar hann er spurð-
ur hvort hann telji að það sé
vandi að skrifa bækur: „Já,
það er örugglega svolítill
vandi," segir hann. „Sérstak-
lega fyrir þá sem hafa ekki
nógu mikið hugmyndaflug."
Og hvort hann haldi að allir
geti skrifað bækur svarar
hann: „Nei það held ég ekki.
Sumir eru betri á einhverju
öðru sviði... Svo eru ábyggi-
lega einhverjir sem hafa
reynt að gera góðar bækur
sem síðan hafa svo orðið lé-
legar."
Freyr segist einhvern tíma
hafa fylgst með pabba sínum
að störfum og þegar hann er
spurður hvort hann haldi að
það sé gaman að vera rithöf-
undur svarar hann: „Já það
er ábyggilega ágætt, en ætli
maður fái svo ekki leið á því
eftir svolítinn tíma? Nei, ég
hugsa að ég verði ekki rithöf-
undur þegar ég verð stór. Mig
langar frekar að verða leik-
ari." Þá hugmynd hefur Freyr
sjálfsagt ekki fengið ein-
göngu í gegnum starf móður
sinnar, því sjálíur hefur hann
leikið nokkrum sinnum: „Ég
lék í Óvitum, Sveitasinfóníu
og í stuttmynd sem heitir
„Símon Pétur fullu nafni".
Mér finnst skemmtilegt að
leika og ég held ekki að mér
myndi finnast gaman að sitja
einhvers staðar aleinn og búa
til bók. Ég vil frekar hafa fólk
í kringum mig."
Og Freyr Ólafsson ítrekaði
að lokum að hann hefði full-
an hug á að lesa eitthvað af
verkum föður síns: „Ég nenni
því alveg þótt ég hafi aldrei
gert það. Það eru ekki allar
bækurnar hans bara fyrir
fullorðna. Ég myndi byrja á
að lesa bókina „Gauragang-
ur". Ég veit ekkert um hvað
hún fjallar en ég held að hún
sé mest fyrir unglinga. Nei,
hún er ekki um mig!" sagði
Freyr Ólafsson áður en hann
kvaddi.
Áhugamál og starfsval mömmu og pabba
hafa oft áhrif á börn. Slikt er þó ekki
endilega algilt. PRESSAN leitaði til fimm
barna og spurði þau hvort þau fylgdust
almennt mikið með þvi sem mamma og
pabbi væru að gera.
■K
I
i
ekkert hættulegur og mark-
menn verða að læra að vera
ekki hræddir við hann."
Skilur hún alltaf hvers
vegna pabbi hennar ver ekki
ákveðin skot? „Nei, ég skil
það nú ekki alltaf...!" Hún seg-
ir flesta vini sína fylgjast vel
Hún byrjaði sjálf að æfa
handbolta fyrir tveimur mán-
uðum. Með Val, sama félagi
og pabbi hennar, Einar Þor-
varðarson, markmaður ís-
lenska landsliðsins í hand-
bolta. Aður hafði Margrél
Rún verið í fimleikum hjá
Fylki og í jazzballett, en seg-
ist nú alveg ákveðin í að
keppa í handbolta í framtíð-
inni:
„Já, ég fylgist svolítið með
pabba þegar hann er að
keppa," segir Margrét Rún og
bætir við að hún hafi auðvit-
að fylgst með öllum leikjun-
um í Tékkóslóvakíu á síðustu
dögum: „Jú, ég verð nú svo-
lítið æst!" segir hún og hlær.
Á handboltaæfingum er
Margrét Rún í markinu og
segir það ekkert „svo erfitt":
„Það fer alveg eftir því á
hvaða staði er skotið, í horn-
ið, uppi og svoleiðis. Maður
þarf að taka vel eftir í hvaða
átt boltinn fer. Maður þarf að
horfa á hann og má ails ekki
vera hræddur við hann."
Margrét Rún viðurkennir að
hún hafi verið svolítið hrædd
við boltann í fyrstu: „En svo
var það bara búið. Boltinn er „Markmenn mega ekki vera hræddir við boitann." Margrét Rún Einarsdóttir.
KOMIN Í MARKIÐ!
Margrét Rún Einarsdóttir, 9 ára dóttir Einars Þorvarðarsonar, markmanns í landsliðinu:
með handbolta: „Þessir elstu
sko, átta og níu ára. Þau fylgj-
ast með handbolta, en ekki’
þeir sem eru yngri, 3 og 4 ára.
Þau leika sér bara í dúkkuleik
og svoleiðis. Og litli bróðir
minn, sem fæddist 30. janúar,
veit auðvitað ekkert að pabbi
okkar er markmaður!"
Margrét Rún segir að sig
langi til að æfa handbolta
áfram „og reyna að komast í
kvennalandsliðið". Bekkjar-
systkini hennar segir hún að
fylgist með mörgum liðum,
en öll haldi þau með íslenska
landsliðinu þegar það keppir
við erlend lið: „Það eru marg-
ir strákar í skólanum sem
halda með FH, Fylki, Stjörn-
unni eða Fram... Stundum
finnst mér leiðinlegt að þeir
halda ekki með Val og það er
auðvitað skemmtilegast þeg-
ar landsliðið er að keppa því
þá halda allir með því!"
Margréti Rún finnst einna
skemmtilegast að fylgjast
með landsleik þegar Isleifur
vinur hennar horfir á meö
henni: „ísleifur er sonur Sig-
_urðar Gunnarssonar hand-
boltamanns og við vorum
saman í jazzballett einu sinni.
Hann bjó þá hérna í Reykja-
vík en svo fluttu þau út í Eyj-
ar. Núna ætla þau að flytja
aftur hingað og þá flytja þau
mjög nálægt mér. Yfirleitt
þegar við ísleifur hittumst og
það er handboltaleikur horf-
um við saman á hann. Þá er
mjög mikið fjör!" segir hún
hlæjandi.
!