Pressan


Pressan - 26.04.1990, Qupperneq 25

Pressan - 26.04.1990, Qupperneq 25
Fimmtudagur 26. apríl 1990 25 sfúkdómar og fólk Nýi heimilislæknirinn — Við erum að breyta ímyndinni, sagði hann og dæsti. Ég sat inni á stofu hjá vini mínum úr heimilis- læknastétt til að fá augnvottorð vegna ökuskírteinis. — Hvernig þá og af hverju? spurði ég. — Það eru tilmæli frá ráðuneytinu, sagði hann, þeir vilja hressa upp á heimilis- læknastéttina til að beina sjúkling- um frá sérfræðingunum og inn á heilsugæslustöðvarnar. Þú veist, að núna er ókeypis fyrir sjúklinginn að koma til okkar en rándýrt að fara til sérfræðinganna. Heilbrigðisráðu- neytið breytti reglugerðinni um þetta í febrúar, en það hefur ekkert haft að segja, þrátt fyrir auglýsinga- herferðir og mikið brambolt. íslend- ingar eru víst ekkert ginnkeyptir fyrir neinu sem erókeypis, svo þetta er allt við það sama og alltof margir fara til sérfræðings. Ráðuneytið vill breyta ímynd okkar í augum al- mennings og sjá hvernig það hrífur. — Hvernig á að fara að því? spurði ég.íÞegar fólk ímyndar sér heimilis- lækni sér það fyrir sér virðulegan gráhærðan mann, sem situr inni á lítilli draslaralegri skrifstofu. Svona. heimilislæknir hlustar föðurlega á allar kvartanir og gefur síðan ein- hver lyf til að lappa upp á sjúkling- inn. — Er þetta ekki allt í lagi? spurði ég. — Nei, þessu ætlum við að breyta, sagði viðmælandi minn. Nýi heimilislæknirinn á að vera tölvu- væddur eldhugi með glóðina log- andi í augunum og honum er ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann á að minna á einarðan framkvæmda- stjóra hjá uppgangsfyrirtæki með Dale Carnegie-framkomu. Lœknisþjónusta á tölvuöld — Við erum að tölvuvæða alla heimilislæknaþjónustuna. Gamli heimilislæknirinn var yfirleitt með lélegt bókhald, skráði bara það sem honum fannst máli skipta og reyndi ekki að sjá samhengið í sjúkdóma- þróuninni eins og við gerum. — Ha, sagði ég, hvað er nú það? — Jú, við skráum í gagnagrunninn í sjúklinga- bókhaldinu ailt sem viðkemur heilsufari og félagssögu viðkom- andi sjúklings og allrar fjölskyld- unnar. Svo látum við tölvuna vinna úr þessu og gerumokkur grein fyrir öllu því sem hefur áhrif á heilsuna. Tökum dæmi: Ung móðir kemur með 2ja ára son sinn til gamla heim- ilislæknisins og segir drenginn óværan á nóttunni. Hann lítur í eyr- un á barninu og sér þar eyrnabólgu og gefur honum pensilín. — Já, er þetta ekki í lagi? spurði ég. — Nei, alls ekki, nýi heimilislæknirinn skoðar drenginn, sér eyrnabólguna og slær hann svo inn á tölvuna og fær á skjáinn allar tiltækar upplýs- ingar um líkamlega og félagslega stöðu hans. Þá kemur kannski í Ijós að afi hans hefur verið atvinnulaus um tíma og föðurbróðir í meðferð vegna alkóhólisma og móðirin ný- hætt á pillunni og komin með lykkju. Otal spurningar vakna; gæti drengurinn haft áhyggjur af afa sín- um, er hann mögulega aðstandandi alkóhólista og hefur líkamleg ein- kenni þess vegna? Gæti móðirin verið með fyrirtíðaspennu, sem hefði einhver áhrif á drenginn? Svo sjáum við í tölvunni hvernig samlíf foreldranna er og hvaða sjúkdómar leynast í ættunum. Þá erum við komin með góða heilbrigðis- fræðilega afstöðumynd af ástand- inu og getum metið drenginn út frá því. — Breytir þetta einhverju? spurði ég. — Nei, sennilega ekki, sagði hann, maður gefur honum auðvitað pensilín út af eyrnabólg- unni eins og gamli heimilislæknir- inn, en við byggjum lyfjagjöfina á mun betri og traustari gagnagrunni. Svo er skemmtilegt að hafa allar þessar upplýsingar og geta sam- keyrt þær og fylgt þeim eftir: Er drengnum hættara við eyrnabólg- um meðan móðirin er á lykkjunni? Verður frændinn edrú og hvaða álirif hefur það? Hvernig er sam- bandið milli eymabólgunnar, bíl- eignar fjölskyldunnar og ættarsögu um asma? Svo getum við tengt tölvubúnaðinn við gagnagrunn i Kanada og Svíþjóðog fengið þaðan allar nýjustu greinarnar um heimil- islækningar og jafnvel álit lækna þar. Verst að hafa aldrei tíma til að lesa þetta allt. Frœðandi bidstofur — Við erum líkaað breyta biðstof- unum og nýtum þær til að koma upplýsingum til almennings. Ekkert annað lesefni verður á boðstólum en skemmtilegir og fróðlegir bækl- ingar frá heilbrigðisyfirvöldum. Hefurðu lesið þennan um maga- krabbamein? Hann er sérlega fræð- andi og Ijómandi skemmtilegur af- lestrar og þessi um krabbamein í blöðruhálskirtli er ekki síður spenn- andi. — Ég leit á bæklingana og stundi. Nei, takk ég vil heldur lesa um fallega og fræga fólkið í glans- blöðunum. — Svo ætlum við að senda sem flesta heimilislækna á alls konar námskeið í stjórnun og fundarsköpum svo þeir geti komið ár sinni sem best fyrir borð í samfé- laginu. Við stefnum að því að koma heimilislæknum í stjórn Kiwanis, Lyons, Frímúrara og allra annarra svona klúbba á landinu til að efla áhrif okkar og völd. Ég fór líka um daginn á námskeið í notkun svona Time Manager. Hann dró upp úr pússi sínu þéttskrifaðan, þykkan Time Managerinn og fletti honum á borðinu fyrir framan sig. — Ég reyni að skipulggja tíma minn sem best enda lítur það vel út i augum al- mennings að vera með svona bók á borðinu. Ég skrái alla fundi sem ég þarf að fara á, líkamsræktina, fót- boltann, vitjanir og fræðslunám- skeið. Svo er ég með u.þ.b. 150síma-' númer út um allan heim skráð hér. Hérna er ég búinn að færa inn al- þjóðlegt þing heimilislækna i dreif- býli sem halda á í Tókýó 1993, dag- inn eftir að mamma verður 77 ára, sem ég er líka búinn að færa inn. Á námskeiðinu um betri skipu- lagningu tímans ákvað ég að eyða einni klukkustund á dag til að leika við börnin mín, skrái tímann í Time Managerinn og fer heim á hverjum degi til þess. — Er það ekki gaman? spurði ég. — Nei,sagði hann, börnin vilja ekki leika við mig, þegar ég kem heim, heldur vera í tölvunni eða horfa á myndband. En leiðbein- andinn sagði okkur að gefast ekki upp, enda er mjög mikilvægt að við séum góð fjölskylduleg fyrir- mynd, samkvæmt þekktum sænsk- kanadískum staðli sem við notum. Mér finnst það yfirleitt virka vel á sjúklingana mína, þegar ég segist ætla heim að leika við börnin. Svo er ég alltaf á vakt allan sólarhring- inn, ef sjúklingamir mínir þurfa á mér að halda, en til að standa vörð um friðhelgi heimilisins og einka- lífsins er ég ekki í símaskránni. Betra eftirlit — Við fylgjum sjúklingunum bet- ur eftir en gamli heimilislæknirinn gerði. Ég var í tveimur jarðarförum í síðustu viku og fylgdi sjúklingum mínum síðasta spölinn. — Þekktirðu þá eitthvað? spurði ég. — Nei, svar- aði hann, ég hafði aldrei séð þá, en þetta var ágætt tækifæri til að sýna sig og virða fyrir sér fjölskylduna og velta fyrir sér afleiðingum dauðs- fallanna á líkamlega og andlega heilsu. Svo reynum við að heim- sækja alla okkar sjúklinga sem leggjast i sjúkrahús og vera við sem flestar fæðingar en við fáum það sjaldnast. Markmið þessarar nýju heimilislæknaþjónustu okkar er að vera einstaklingnum innan handar frá fæðingu til grafar. Við stingum snuði upp í litlu börnin þegar þau gráta, læknum eyrnabólgu, ungl- ingabólur, háþrýsting, tíðateppu, brjóstsviða og hjartsláttartruflanir og veitum nábjargir eða hjóna- bandsráðgjöf eftir því sem við á hverju sinni. Við erum alhliða við- gerðarmenn heimilanna með aðra höndina á púlsi fjölskyldunnar og hina á takkaborðinu á tölvunni, eins og þekktur kanadískur heimilis- læknir sagði einu sinni á þingi í Singapore, þar sem fjöldi íslenskra heimilislækna var viðstaddur. Breytt útlit — Ráðuneytið hefúr líka hvatt okkur til að vera betur til fara og bent okkur á að kaupa föt með við- urkenndum merkjum og vera sport- lega klæddir. Gamli heimilislæknir- inn var oft í jakkafötum með slifsi en við reynum að vera í smekklegum sportskyrtum og mokkasínum. Við eigum að vera á góðum bílum svo fólk sjái að okkur sé alvara í öllu sem við gerum. Gamli heimilis- læknirinn var oft á venjulegum fólksbil en við reynum að vera sem mest á jeppum svo við getum öslað alla ófærð með litla ferðatölvu á fund sjúklinganna — Heldurðu að þetta dugi? spurði ég. Getiði breytt ímyndinni? — Ég veit það ekki, svar- aði hann dapurlega. Ég er a.m.k. búinn að kaupa mér helling af tölvu- leikjum til að dunda við, ef það tekst ekki. ÓTTAR GUÐMUNDSSON P lófalestur draumar AMY ENGILBERTS í þessari viku: Rós (kona fædd 11.3. '38) Þetta er friðarsinni, sem forðast deilur í lengstu lög og lætur undan fremur en að lenda í átökum. Hún er þó dálítið klók. Fyrri hluti ævi hennar var fremur sviplaus, en um 40 til 43 ára aldur urðu einhver þáttaskil. Hún er mjög skylduræk- in, varkár og þyrfti helst að vinna þar sem hún hefur mikið fjárhags- legt öryggi. Hún hefur þjáðst af vanmetakennd, sem hefur háð henni töluvert, en öryggiö hefur hún fengið innan veggja heimilis- ins. Þetta er trygglynd kona, en samt koma fram í lófanum áhrif frá tveimur mönnúm í lífi hennar. Það þýðir þó ekki endilega að hún giftist tvisvar. Eftir fimmtugt (u.þ.b. um 55 ára aldur) er líklegt að einhverjar breytingar verði á högum eða búsetu þessarar konu. Þau ár virðist hún líka hafa mögu- leika á að ferðast erlendis. Seinni hluta ævinnar dregst hún að trú- málum. Um veöur Veður í draumum hefur um margt svipaða þýðingu og í vökunni. Þannig er það talið vita á mótlæti að dreyma sig ganga móti stormi. En logn er sagt boða gleði. Að dreyma kulda er og neikvæður draumur. Að koma inn í hús þar sem er kuldi og dragsúgur segja sumir að boði feigð einhvers í húsinu. En svo undarlega sem það kann að hljóma er ekki tal- ið gott að dreyma það að vetrarlagi að komið sé sumar og grænt gras. Slíkur draumur þýðir erfiðleika, nema að maður þykist vera í blóm- legum skógi, þá er draumurinn betri. Að dreymasólskin telja marg- ir fyrir góðu. En að horfa á sól eða sólir á lofti eða qá þær setjast er feigðarboði jafnmargra manna og sólirnar eru. Sólampprás segja sum- ir tákna gott. Við höfum áður talað um hinar ýmsu ráðningar á sólar- draumum. Regn í draumi er talið tákna góð- an fjárhag, aflasæld og þ.h. ef logn er, en andstreymi ef manni þykir stormur fylgja. í bókinni sem ég sagði ykkur af um daginn segir að gullregn boði dreymanda lán en silf- urregn aftur sorg. En slíkir draumar munu sjaldgæfir svo langt sem við erum komin frá ævintýralöndun- um. Regn af eldi eða blóði var talið vita á manntjón eða önnur ótíðindi. Regnbogi er sagður fyrir breyting-. um í lífi dreymandans. Dreymi ungt fólk regnboga mun líf þess verða til- breytingarríkt en að líkindum erfitt, a.m.k. með köflum. Snjókoma er mörgum fyrir erfið- leikum og vandamálum. Þoka er ekki góð í draumi, getur boðað óvænta atburði eða sorg sem byrgir manni sýn. Sjómenn segja að særok sé fyrir afla ef það er af hafi á land en aflaleysi ef særokið er frá landi til hafs. Þíðviðri í draumi bend- ir til batnandi samskipta dreymand- ans við fólk sem hann hefur verið ósáttur við eða gengið illa að fá á sitt mál. Þetta hefur meira að segja komist inn í nútímamál, talað er um þíðu í samskiptum stórvelda. Heiðskír og blár himinn er sagt að sé gott draumtákn, einnig að þykj- ast sjá rofa til svo sjáist til himins, það táknar batnandi tíma. Eldingar boða oft dánarfregn. Haglél erfitt tímabil, einkum ef haglið er stór- gert. Að dreyma sig komast inn í hús úr illviðri þýðir að dreymandinn sigrar erfiðleikana að lokum. Þess getur þó orðið langt að bíða, margir draumar eiga sér langan aldur. Það ér og gömul trú að þeir draumar rætist fljótt sem fólk dreymir með vaxandi tungli en þeir eigi sér lang- an aldur sem vitja dreymandans með minnkandi tungli. Svo það er nokkuð snjallt að líta í almanakið ef mann dreymir eitthvað merkilegt.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.