Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 28
I
i
f
c
^^tjórnarliðar telja að sögulegir
atburðir hafi átt sér stað á nætur-
fundi forystumanna flokkanna í
fyrrinótt þegar samkomulag náðist
um kvótafrumvarpið. Halldór
Asgrímsson sjávarútvegsráðherra
varð undir í málinu þegar forsætis-
ráðherra snerist ásveif með krötum
um að samkomulagið næði til þess
að frumvarp um Ureldingarsjóð
fiskiskipa yrði afgreitt samhliða
kvótafrumvarpinu og sjóðurinn
fengi 10% kvótans til úthlutunar. í
afgreiðslu frumvarpsins er talið fel-
ast þýðingarmikiðskref í átt til sjón-
armiða krata, sem eins og kunnugt
er leggja höfuðáherslu á að stefnt
verði að veiðileyfagjaldi í sjávarút-
vegi. ..
pplausn ríkir nú á Tímanum.
Stór hluti starfsmanna blaðsins hef-
ur sagt upp störfum vegna almennr-
ar óánægju og samstarfsörðugleika.
Meðal þeirra sem fullvíst er að hafi
nú sagt upp eru Eggert Skúlason
fréttastjóri og Hallur Magnússon,
blaðamaður og borgarstjórnarfram-
bjóðandi. Því fylgir sögunni að sjálf-
ur Indriði G. Þorsteinsson rit-
stjóri sé í uppsagnarstellingum. Ekki
fylgdi sögunni nákvæmlega hver
rót óánægjunnar væri, en eitthvað
er hægt að rekja hana til Kristins
Finnbogasonar framkvæmda-
stjóra. . .
b
rátt fer að heyrast kunnugleg
rödd á Bylgjunni, því þar er von á
Hallgrími Thorsteinssyni til
starfa. Hann mun sjá um morgun-
þátt á milli klukkan 7 og 9 á morgn-
ana og er ætlunin að hafa þáttinn
ólíkan öllum öðmm morgunþátt-
um, hvernig svo sem það verður
gert. Hallgrímur kemur til með að
ýta þættinum úr vör, en hann mun
ekki skjóta rótum á Bylgjunni að
þessu sinni, þar sem hann telur sig
enn eiga eitthvað ólært í fjölmiðla-
fræðum í Bandaríkjunum . ..
ægi frímúrarareglunnar
hefur þótt fara minnkandi á síðustu
árum, þótt þar sévissulega að finna
marga af „máttarstólpum" þjóðfé-
lagsins. Áhugamenn um komandi
borgarstjórnarkosningar hafa nú
komið auga á athyglisverða sam-
þjöppun frímúraraá borgarstjórnar-
lista Sjálfstæðisflokksins. Þar er
að finna fjóra frímúrara; Magnús L.
Sveinsson, formann VR og forseta
borgarstjórnar, Ragnar Júlíusson
skólastjóra, Harald Blöndal, lög-
fræðing og uppboðshaldara, og séra
Þóri Stephensen, staðarhaldara í
Viðey. Það sem þykir hvað merki-
legast í þessu er, að allir eru þeir [
einni og sömu stúkunni; Mími. í
sömu stúku er aðfinna ýmsa „valin-
kunna sæmdarmenn", svo sem
Björgúlf Guðmundsson og Ragn-
ar Kjartansson, fyrrum stjórnend-
ur Hafskips, Hallvarð Einvarðs-
son /íkissaksóknara, yfirmann
hans Ola Þ. Guðbjartsson dóms-
málaráðherra, Guðmund H. Garð-
arsson þingmannog þá Ingimund
og Sigfús Sigfússyni í Heklu. En
hvers eiga aðrar hæstvirtar stúkur
leynireglunnar að gjalda? ...
Þ
ótt skráðum bílum hafi fækk-
að lítillega á síðasta ári voru þeir um
síðustu áramót 137.778. Þetta þýð-
ir einn bíll á hverja tvo einstaklinga
og um leið tveir tílar á hverja vísi-
tölufjölskyldu. Innrás japanskra bíla
hefur ekki farið framhjá neinum og
frá 1986 til 1989 jókst markaðshlut-
deild slíkra bíla lir tæplega 30% í
40%. Af tíu algengustu tegundun-
um hér á landi eru fimm tegundir
japanskar. Toyota hefur velt Ford
úr efsta sætinu, en Lada heldur sínu
öðru sæti. Spúttnikkinn á síðustu ár-
um er þó ekki To>wta, heldur Mitsu-
bishi. 2.195 slíkirvoru skráðir 1986,
en 6.589 eða þrefalt fleiri árið 1989.
Á sama tíma eru sumar fornfrægar
tegundir óðum að hverfa alveg af
skrám bifreiðaskoðunar og má
nefna t.d. Hillman, Morris, Mosk-
witch, Simca, Vbuxhall, Austin,
Volga og Wartburg. . .
lítið hefur farið fyrir kosninga-
baráttu sjálfstæðismanna fyrir
borgarstjórnarkosningarnar, en á
degi verkalýðsins, 1. maí, hyggst
flokkurinn hefja herútboðið með
fundi á Hótel Borg . . .
Þ
að gerist ekki oft að fulltrúar
meirihluta og minnihluta í nefndum
og ráðum borgarinnar verði sam-
mála um tillögur. Það átti sér þó stað
í menningarmálanefnd borgar-
innar um daginn, þegar allir nefnd-
armenn urðu sammála um breytta
tilhögun á úthlutun starfslauna
listamanna. Ndndin samþykkti
einróma að í stað umsókna skyidi
leita tilnefninga Igá samtökum lista-
manna og hjá borgarbúum sjálfum.
Þegar samkomulag þetta barst síð-
an borgarráði gerðist það, að Sig-
urjón Pétursson Alþýðubandalagi
greiddi atkvæði og bókaði gegn til-
lögunni. Áhangendur tillögunnar
gátu aðeins komiðauga á eina skýr-
ingu: Fulltrúi Alþýðubandalagsins í
nefndinni er Kristín Á. Ólafsdótt-
ir, en hún telst ekki lengur fulltrúi
G-listans heldur Nýs vettvangs, og
fulltrúi krata í ndndinni er annar
fulltrúi sama Iista, Rut L. Magnús-
son . . .
f
■ rettamenn reyndu stift að kom-
ast yfir hverjir stæðu á bak við 100
milljóna króna staðgreiðslutilboðið
í Stöð 2 en árangurslaust, þar til
Eignarhaldsfélag Verslunar-
bankans fékk upplýsingarnar í
hendur sl. þriðjudagskvöld. Oft hafa
stjórnarmenn bankanna verið
gagnrýndir fyrir stífa bankaleynd
eri eitthvað hefur brugðið út af að
þessu sinni því ekki liðu nema tíu
mínútur frá því formaður stjórnar
félagsins las upp nöfn tilboðsgjaf-
anna þar til fréttamenn Stöðvar 2
voru komnir meðfréttina glóðvolga
í hendur...
M
Fegurðarsamkeppni Is-
lands, sem haldin var á Hótel ís-
landi í síðustu viku, tefldu mat-
reiðslumeistarar djarft og buðu
gestum þá nýbreytni í matargerð að
framreiða súluunga. Miðaverð var
einhvers staðar í kringum 7000
krónur og margir þeirra sem sam-
komuna sóttu sáu víst eftir að hafa
ekki horft á keppnina af sjónvarps-
skjánum heima hjá sér. Súluungarn-
ir voru misjafnlega steiktir og þeir
sem lentu á hráu ungakjötinu voru
lítt hrifnir . ..
Er veisla framundan?
ERTU KANNSKI MEÐ PARKETGÓLF?
Þú veist að skóhælar eru verstu óvinir parketgólfa. Það er því bráðnauðsynlegt að hlífa
parketgólfinu og draga úr skóhljóðinu og skemmdunum því ekki ferðu að reka gestina úr
skónum.
Hugsaðu málið — Með mottum og dreglum getur þú margfaldað endingu parketgólfsins.
TEPPABOÐIN er alhliða gólfefnamarkaður
Fyrsta flokks gólfefni í heilum rúllum — einnig íslensk
Álafoss ullarteppi — okkareigin framleiösla.
Frábærir, þykkirog mjúkir ARMSTRONG heimilisgólfdúkar
sem ekki þarf að líma í 2, 3 og 4 metra breidd.
ítalskar og spánskar gólf- og veggflísar í mörgum stæröum
— fyrsti gæðaflokkur.
Úrvals BOEN parkett, norsk gæöavara.
Stök teppi, mottur, dreglar og renningar.
Hlífðarmottur og slabbdreglar.
Gúmmímottur og kókosdreglar.
Lím og að'rar hjálparvörur fyrir gólfefni.
Teppahreinsivélar og hreinsiefni.
TEPPABÚÐIN
GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950
V