Pressan - 24.05.1990, Side 4

Pressan - 24.05.1990, Side 4
 4 Fimmtuda‘gu'r '24. maí 1990 \ % .1 Utllræði af Lúkasi Mottó: Guö ég þakka þér aö ég er ekki einsog aörir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eöa þá eins- og þessi tollheimtumaður. (Lúk. 18. kap. 11. vers) Mér finnst afskaplega gaman aö vera til þessa dagana. Er satt aö segja í sólskinsskapi dægrin löng, jafnvel meðan ég sef, er mér nær aö halda, því þegar ég er aö losa svefninn á morgnana á ég þaö til aö skella uppúr, sem auðvitað er vegna þess aö það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég vakna er alveg drepfyndiö. Afi minn heitinn trúöi mér einusinni fyrir því aö hámark lífshamingjunnar væri það aö sofna brosandi og vakna hlæjandi. Ef þetta var rétt hjá afa, þá verö ég aö segja aö ég er oftar en hitt meö lífshamingjuna innan seilingar. Og satt aö segja vandalaust aö vera hlátur- mildur þessa dagana, því kosningar fara í hönd. Og ég er ekki í framboði. En góöir hálsar. Þaö er ekki nóg aö vakna hlæjandi. Ríður á aö viöhalda góða skapinu frameftir deginum. Þaö geri ég meö því aö fara framúr rúminu og í sturtu. Svo fæ ég mér kaffi- sopa, kíki í blöðin og kemst óöara í gamla, fína sólskinsskapið. Þegar ég er svo búinn aö lesa góöa stund um leiðtoga, þjóöhöföingja, haröstjóra, misindis- menn, glæpamenn og gangstéra, fjárglæfra- menn, auökýfinga, þingmenn, frambjóöendur og opinbera embættismenn, fer einsog aö læðast að mér undarleg hugsun og raunar fengin aö láni hjá Lúkasi guðspjallamanni: — Guð ég þakka þér að ég er ekki: ræningi, ranglætismaður, hórkall eða skattstjóri. Og í framhaldi af þessu fer ég svo aö lofa guö og forsjónina fyrir þaö aö vera ekki valdsmaður meö mannaforráö: konungur, keisari, forseti, kanslari, aðalritari, forstjóri, framkvæmda- stjóri, hreppstjóri, baajarstjóri eöa borgarstjóri. Ekki einusinni í framboöi. Mérerbókstaffegafyrirmunaö aö botna í því hvernig nokkur fieilvita manneskja nennir aö sfanda í tuöinu ög argaþrasinu sem augljós- lega er því samfara aö vera til dæmis borgar- stjóri. Stundum á morgnana, þegar ég er hættur að filæja og farinn aö biöja bænirnar mínar, þakka ég guði einiæglega fyrir að fiafa aldrei gért mig að borgarstjóra. Og þegar ég skoöa myndirnar í blöðunum af öllu því góöa fólki sem finnst þaö sjálfkjörið til aö standa viö stjórnvölinn á þjóðarskútunni, mönnum sem njóta þess að v.era í puðinu og taka viö boðaföllunum í ólgusjó málefnaum- ræöu sem stundum rís ekki alltof hátt, undrast ég aö menn skuli upp til hópa sækjast eftir þessum ósköpum. Og ég hugsa sem svo: — Þetta er geggjað fólk. Og í framhaldi af því segi ég einsog faríseinn forðum: — Guð ég þakka þér að ég er ekki einsog aðrir menn. Ég held ég sé að eðlisfari ekki öfundsjúkur maöur, gæti satt aö segja helst hugsaö mér að öfunda þá sem hafa þaö eins gott og ég. Hinsvegar sárvorkenni ég fjölmörgum og líklega mest æöstu valdsmönnum íslensku þjóöarinnar. Og viö þaö að fylgjast meö fjöl- miðlum er ég bókstaflega farinn aö taka út meö borgarstjóranum í Reykjavík. Tuöiö sem maðurinn þarf aö ganga í gegn- um. Aö þurfa dægrin löng aö vera aö berjast viö Ragnar Reykás, fjölskyldu hans og fjallabíl, en sú fjötekylda er aö verða samnefnari fyrir hinn íslenska þjóöfélagsþegn í lýðfrjálsu landi þar sem allir hafa eitthvað til málanna aö leggja. Ég segi þaö satt. Fremur en aö vera borgar- stjóri í einn dag vildi ég, heila starfsævi, vera blindur hundur, lamaöur og fatlaöur og kona í þokkabót. Endalausir fjöldafundir og væringar útaf sorpi og kúk, hundahaldi í Öskjuhlíöinni, reiö- hjólunarskilyrðum, launum til mæöra sem passa börnin sín, hömlum á því aö fá að spila golf á Korpúlfsstööum og nú síðast skýlausri kröfu sportveiöimanna um aö borgarstjórinn sjái til þess aö ótaminn lax gangi í Elliðaárnar. Hámarki held ég þó aö pípið hafi náð þegar fulltrúar samtaka sem nefna sig „Gamla miö- bæinn" gengu á fund borgarstjóra með kröfu um þaö að enn yröi Austurstrætinu breytt og nú úr göngugötu í bílabraut. Ég hélt fyrst þegar ég heyrði þessi samtök nefnd aö þar væru rómantískir húmanistar á ferð með græna byltingu og notalegt mannlíf í miöbænum aö leiðarljósi. En þaö var nú eitthvað annaö. Ég sé ekki betur en aöalmarkmiöiö sé aö fjölga blikkbeljum og leggja miðbæinn undir bílaplön svo hægt sé aö selja pulsur með öllu og Kentökkí fræd á hverju horni og spila ær- andi graðhestamúsikk úr gjallarhornum til aö auka á lystina. Síöasta geðbótin mér til handa var þegar ég sá, í sjónvarpinu, fulltrúa „Gamla miöbæjarins" ganga á fund borgarstjóra meö bænaskjal um óhindraða bílaumferð eftir göngugötunni í Austurstræti. En borgarstjórinn lyfti umræöunni svo sann- arlega á hærra plan, því hann lofaöi aö hlutast þegar til um aö tveggja hæða strætó hæfi reglulegar ferðir um miðborgina. Viö þetta snarróuðust fulltrúar „Gamla miö- bæjarins." Kannske opnar Davíö miöbæinn aftur fyrir bílaumferö minnugur oröa Lúkasar guðspjalla- manns sem segir í 18. kapítula 4. 6. versi: Þó ég óttist ekki guð né skeyti um nokkurn mann, þá vil ég samt láta ekkju þessa ná rétti sínum, vegna þess að hún gerir mér ónæði, til þess að hún sé ekki ávallt að koma og kvelja mig. Og sjálfur held ég áfram aö vera í sólskins- skapi vegna þess aö engar líkur eru á aö ég veröi nokkurntímann borgarstjóri. FERtJASKRlFSfOFA 'Simi €52266 FLUG OG BÍLL ÓDÝRT OG FRJÁLST Danmörk, verðfrá kr.......20.690,-* Bretland, verðfrá kr......18.920,-* Luxembourg, verð frá kr...23.230,-* Þýskaland, verð frá kr..... Austurríki, verð frá kr... Sumarhús og hótel. Ódýr gisting víða um Evrópu. .22.510,-* .24.660,-* FERf3ASKRIFSTOFA Simi 652266 * Verð á mann viðað við 4 í bil, VW Goll, 2 (ullorðnir og 2 börn, 2-11 ára i vikulerð, án flugvallarskatts. D#*aM** á sértilboði í maí: r ariS Vérð frá kr. 37.260,- Flug og gisting i 4 nætur á mann i 2ja -m. herb. á 3 ★ hóteli, án (lugvallarskatts. Fiogið með Umboð: Akureyri: Bókabúðin Edda, Hafnarstræti 100.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.