Pressan - 24.05.1990, Side 13
Fimmtudagur 24. maí 1990
13
EIGENDUM
SUMARBÚSTAÐA
MISMUNAÐ
HVERH VILI FÓIK FÁ í BORGARSTJÓRASTÓLINN
VERDI DAVÍD RÁDHERRA AD ÁRI?
Kostnaðarmunur við rafvæðingu sumar-
húsa er ríflega þrefaldur vegna notkunar
Rarik á skilgreiningu hagstofunnar á því
hvað telst þéttbýli og hvað dreifbýli.
ÓSKAARFTAKINN?
í viðtölum viðDavíð Oddsson borgarstjóra hefur
komið fram að hann getur vel hugsað sér að kom-
ast á þing. Því má gera ráð fyrir að borgarstjórinn
verði orðinn þingmaður eftir svo sem eitt ár. Ef
Sjálfstæðisflokkurinn tæki þáttí næstu ríkisstjórn
er þess vegna ekki ólíklegt að Davíð sem er vara-
formaður flokksins, yrði eitt af ráðherraefnunum.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON
Ef sumarhusseigandi
er svo „heppinn" aö
fleiri en 50 manns eiga
lögheimili í viökomandi
hreppi kostar þaö hann
60.507 krónur aö raf-
væðast. Eigi hins vegar
færri lögheimili þar
kostar rafvæðingin
201.690, jafnvel þótt um
skipulagða og mikla
sumarhúsabyggð sé að
ræða. Munurinn er
233%.
FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
Munurinn verður síðan enn
meiri þegar litið er á kostnað-
inn við rafvæðingu lögbýla.
Raunkostnaður er nú
373.400 krónur, en eigandi
lögbýlis þarf aðeins að greiða
82.600 krónur eða 22%
kostnaðarins. Skattgreiðend-
ur borga mismuninn eða með
öðrum orðum orkusjóður.
Það skal þó tekið fram að
hlutur orkusjóðs hefur farið
minnkandi og á enn að
minnka.
Sumarhúsaeigendur sem
PRESSAN hafði tal af eru
undrandi á þessum mun og
telja að margir eigendur sum-
arhúsa í skilgreindu dreifbýli
leggi ekki út í rafvæðingu,
sem með öllu getur kostað þá
hátt í 400 þúsund krónur. Þeir
kjósi þá frekar að nota áfram
erlenda orkugjafa, þ.e. gas
eða olíu, og þar með verði
Rarik af mögulega drjúgum
viðskiptum.
Kostnaður
ákvarðast af
íbúafjölda
Svo dæmi sé tekið má
nefna að í júní 1986 áætlaði
Rarik á Hvolsvelli að heim-
taugagjald vegna sumarhúsa í
Asabyggð í Hrunamanna-
hreppi myndi nema 32.500
krónum. Sex mánuðum síðar
áætlaði sama skrifstofa að
kostnaður vegna rafvæðing-
ar allt að 200 sumarhúsa í
Norður-Kotslandi í Gríms-
nesi yrði á bilinu 116—137
þúsund krónur á mann, þar
af 67 þúsund krónur vegna
hlutdeildar í spennistöð.
Miðað við núverandi gjald-
skrá myndi það kosta sumar-
húsaeigendur í Ásabyggð í
heild 60.507 krónur að raf-
væðast, en sumarhúsaeig-
endur Norður-Kotslands yrðu
að greiða rúmlega 200 þús-
und krónur.
Eina réttlætingin á þessum
mikla mun er að Norð-
ur-Kotsland telst samkvæmt
skilgreiningu hagstofunnar
dreifbýli, en Ásabyggð þétt-
býli, enda í næsta nágrenni
við Flúðir. Norður-Kots-
menn telja hins vegar að
raunkostnaður hjá sér hljóti
að vera talsvert minni vegna
fjölda sumarhúsanna — í
Grímsnesi eru um .1.200 sum-
arhús á skipulögðum svæð-
um og fer „íbúatalan" upp í
3—5 þúsund manns sumar
helgar.
Rafvæðing kostar
sama og jörðin
Einn viðmælenda PRESS-
UNNAR benti á að Meistara-
félag húsasmiða hefði í
fyrra keypt jörðina Kiða-
berg á tuttugu milljónir
króna. Þar ætti að úthluta
hundraö sumarhúsalóðum.
Samkvæmt gjaldskrá Rarik
kemur þaö til með að kosta í
heild rúmlega tuttugu millj-
ónir að rafvæða þessa bú-
staði eða meira en jörðin
kostaði með öllum réttind-
um. Miðað við þéttbýlistaxt-
ann myndi rafvæðingin hins
vegar kosta aðeins rúmlega
sex milljónir.
Orlygur Jónasson hjá Ra-
rik á Hvolsvelli staðfesti í
samtali við PREISSUNA að
hinn mikli mismunur á kostn-
aði viö rafvæöingu í Ása-
byggð og Noröur-Kotslandi
fælist einvöröungu í áður-
nefndri skilgreiningu á þétt-
býli og dreifbýli. „Ásabyggð
er innan skipulags Flúða og
lóðum úthlutaö af Hruna-
mannahreppi. Við gátum
ekki túlkað þetta öðruvísi en
þetta væri þéttbýliskjarni.
Við ræddum þetta mál við
oddvita hreppsins og bentum
á að um sumarhúsabyggö
væri að ræða og því ættu
þessir ákveönu taxtar og
gjöld að gilda, en hann sýndi
okkur fram á annaö — aö þeir
úthlutuöu þessum lóðum,
legöu holræsi, hita, síma og
fleira."
Borgarbúar
undrandi á orku-
reikningun um
und krónur á hvern bústað
gætu vart talist mikill kostn-
aður við rafvæðingu og í raun
hlutfallslega ódýrt þegar litið
er til þess að heildarkostnað-
ur við að koma sér upp sum-
arhúsi væri nálægt þremur
milljónum króna að meðal-
tali.
En sumarhúsaeigendur
hafa ekki einvörðungu horft í
kostnaðinn við rafvæöing-
una. Þeim finnst einnig mörg-
um að orkugjaldið sé of hátt.
Þeir geta valið á milli þess aö
greiða 3,55 krónur fyrir kíló-
wattstundina og 14.621
krónu fastagjald eða 7,15
krónur fyrir kílówattstundina
og 3.655 króna fastagjald.
Snertipunkturinn liggur við
3.000 kílówattstunda notkun,
en að mati Örlygs er algeng
orkunotkun í sumarhúsum
4—5 þúsund stundir. Sumar-
húsaeigendur hafa orðað
gjaldskrárlækkun eða tví-
skiptingu gjaldsins í sumar-
gjald og vetrargjald. Örlygur
segir hins vegar að gjaldiö
geti ekki talist hátt. „Ég
hugsa að gjaldið sé aðallega
hátt í augum borgarbúa, sem
i raun búa við óeðlilega
ódýra orku. Við höfum vissu-
lega orðið varir við forundr-
an borgarbúa vegna orku-
reikninga út af sumarhúsum
þeirra, en þeirra á meðal er
fólk sem kannski heldur þess-
um húsum sínum í stofuhita
allt árið. Hvað varðar að
skipta gjaldinu í sumartaxta
og vetrartaxta, þá er það ein-
faldlega erfitt í framkvæmd
vegna álestrarins."
Stofna sumarhúsa-
eigendur lands-
samband?
Meðal sumarhúsaeigenda
hefur verið rætt um að stofna
landssamband tii að sinna
hagsmunamálum þeirra.
„Þaö hefur vissulega áunnist
ýmislegt í gegnum árin, t.d.
hefur sýsluvegasjóðsgjaldið
veriö fellt niður og fasteigna-
gjöldin hafa lækkað. En mis-
jafn kostnaður við rafvæö-
ingu sumarhúsa er dæmi um
brýnt hagsmunamál — ég
trúi vart öðru en Rarik vilji
vera samkeppnisfært við er-
lenda orkugjafa og fá betri
markað en nú er fyrir um-
framorku sína. Það þarf síðan
aö útrýma þeim hugsunar-
hætti að sumarhúsaeigendur
séu upp til hópa ríkt fólk,"
sagði einn viömælenda okk-
Menn hafa velt vöngum yf-
ir því hver tæki hugsanlega
við borgarstjóraembættinu,
ef til þessa kæmi, þó Davíð
Oddsson harðneiti því raunar
að hann ætli ekki að sitja út
kjörtímabilið. En hvern
skyldi fólk vilja sjá í borgar-
stjórastólnum, ef Davíð yrði
ráðherra í næstu ríkisstjórn
og hyrfi af vettvangi borgar-
málanna?
PRESSAN lagði leið sína í
Kringlunaá þriðjudaginn og
lagði þá spurningu fyrir veg-
farendur. Þeim var sýndur
listi með nöfnum tveggja
efstu manna á listunum sem
bjóða fram til borgarstjórnar í
Reykjavík, en jafnframt gef-
inn kostur á að nefna aðra að-
ila en þá sem þau sæti skipa.
Það er því athyglisvert að sá
sem varð annar í röðinni af
„óskaborgarstjórunum”,
Árni Sigfússon, var ekki
einn þeirra sem voru á listan-
um frá okkur, en hann skipar
sjötta sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins. Eigi að síður virðist
sem hann sé ofar í huga kjós-
enda en sjötta sætið gefur til-
efni til að ætla.
Þá vekur það óneitanlega
athygli að „óskaborgarstjór-
inn", Katrín Fjeldsted, er
langtum ofar í huga fólksins
en Magnús L. Sveinsson,
forseti borgarstjórnar, sem
skipar annað sætið og hefur
hingað til staðið næst Davíð
að völdum. Oddvitar Fram-
sóknarflokksins og
Kvennalistans, Sigrún
Magnúsdóttir og Elín Ól-
afsdóttir, komust ekki á
blað, né heldur oddvitar
Græna framboðsins og
Flokks mannsins.
Við spurðum 50 manns
spurningarinnar: Fari svo að
Davíð Oddsson verði ráð-
herra eftir næstu alþingis-
kosningar og verði ekki
áfram borgarstjóri, hvern
vildirðu þá sem borgar-
stjóra Reykjavíkur?
Af þeim 50 sem rætt var
við nefndu 37 nafn annars en
Davíðs. Fjórir sögðu hins
vegar að Davíð yrði að vera
borgarstjóri næstu fjögur árin
þótt hann færi á þing, því
hann hefði lofað kjósendum
því og það loforð yrði hann
að efna. Aðeins 9 sögðust
ekki hafa neina skoðun á
þessu máli og lítinn áhuga á
því hver yrði borgarstjóri, ef
Davíð hætti.
En við skulum líta á niður-
stöður þessarar laufléttu
könnunar PRESSUNNAR.
ar.
Örlygur sagði að 200 þús-
Það getur munað talsverðu fyrir sumarhúsaeigendur sem ætla
að rafvæðast, hvort fleiri eða færri en 50 manns eiga lögheimili
í viðkomandi hreppi. Ef 49 eru í hreppnum kostar rafvæðing 200
þúsund krónur á mann, eh séu þeir 51 kostar rafvæðingin 60 þús-
und krónur á mann.
Ef atkvæði eru talin eftir flokkum kemur eftirfarandi í Ijós:
Sjálfstæðisflokkurinn 28 atkvæði eða 56%
Nýr vettvangur 7 atkvæði eða 14%
Alþýðubandalagið 4 atkvæði eða 8%
Kvennalistinn I atkvæði eða 2%
Framsóknarflokkurinn Grænt framboð Flokkur mannsins Oákveðnir eða tóku ekki afstöðu 0 0 0 9 eða 18%
Ragnar Reykás 1 eða 2%
Samtals: 50 atkvæði 100%
1. Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, 10
atkv., en hún skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
2. Árni Sigfússon, borgarfuiltrúi Sjálfstæðisflokksins, 6 at-
kvæði (skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins)
3.4. 5. og 6. sæti, með 3 atkvæði hvert:
Ólína Þorvarðardóttir, sem skipar fyrsta sæti hjá Nýjum
vettvangh
Kristín Á. Ólafsdóttir, sem skipar annað sæti á sama
lista.
Ólafur B. Thors, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, en hann er ekki á listanum nú.
Magnús L. Sveinsson, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins.
7. sæti, með 2 atkvæði:
Guðrún Ágústsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Al-
þýðubandalagsins.
Eitt atkvæði hvert hlutu:
Sigurjón Pétursson, 1. sæti hjá Alþýðubandalagi, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjáimsson, 4. sæti Sjálfstæðisflokksins,
Birna Þórðardóttir, ritstjóri og Alþýðubandalagskona,
Friðrik Sophusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Bjarni
P. Magnússon, þriðji maður á lista Nýs Vettvangs, og Ingi-
björg Sóirún Gísladóttir, fyrrum borgarfulltrúi Kvenna-
lista. Þá hlaut Ragnar Reykás eitt atkvæði.