Pressan - 24.05.1990, Síða 16

Pressan - 24.05.1990, Síða 16
16 Med augunum ljóstrum við upp hvernig okkur er innanbrjósts og það er með augunum sem við kom- um upp um okkar dýpstu leyndar- mál, enda stendur einhvers staðar að augun séu spegill sálarinnar. Sá sem hefur eitthvað að fela lítur gjarnan undan og treystir sér ekki til að horfast í augu við þann sem hann ræðir við. Hinn, sem hefur allt sitt á hreinu, horfir alltaf beint í augu viðmælanda síns. Stærð augnanna gefur ákveðna vísbend- ingu: STÓR AUGU Stór og björt augu tilheyra oft bar- áttuglaðri og frjósamri mannskju sem eyðir orkunni oft af ákafa í starf sitt. Stór, mild, flauelsmjúk augu tilheyra rómantískri mann- eskju sem gjarnan lifir í dag- draumum. Almennt séð eru þeir sem hafa stór augu fagurkerar, eiga til ríkt ímyndunarafl og skarpa athyglisgáfu. MJÖG STÓR AUGU Óvenjulega stór augu tilheyra þeim sem búa yfir mikilli innri ró en eru ekki alltaf færir um að tjá hugsanir sínar og tilfinningar. Þessir persónuieikar eiga það til að eyða tímanum í ólík störf, sem ekki endilega henta þeim. Það er ekki fyrr en þeir hitta einhvern sem getur gefið þeim hlutlaust álit að þeir ná árangri í að kalla fram það besta í sjálfum sér. LÍTIL AUGU Þeir sem hafa lítil augu eru Iíflegir, forvitnir og fullir áhuga á öllusem er að gerast í kringum þá. Þeir eru kannski ekki alltaf tryggir í ástum þar eð þá þyrstir stöðugt í nýjung- ar. Lítil augu benda einnig til að manneskjan sé hyggin, framtaks- söm og búi yfir góðum gáfum. Fólki með lítil augu hættir til að missa þolinmæðina og missa sjónar á markmiðum, en lífsgleði þess bæt- ir upp alla þá mínusa. MJÖG LÍTIL AUGU Manneskju með mjög lítil augu hættir til að hafa persónulegar skoðanir á öllum hlutum.Hún lað- ast fyrst og fremst að öllu sem vek- ur upp losta hjá henni og kýs efnis- leg gæði. Mjög lítil augu geta verið merki um sjálfselsku og mikla met- orðagirnd. Fimmtudagur 24. maí 1990 sálarinnar FRAMSTÆÐ AUGU Þannig augu hafa þeir sem eru skrafhreifnir og skapheitir. Fram- stæð augu eru oft stórkostleg og hafa undarlegt vald. Þau eru líka merki um að manneskjan hafi gam- an af að láta bera á sér og hafi sjálfsálit og ríkt ímyndunarafl. En sé litið á þessi framstæðu augu út frá læknisfræðilegu sjónarmiði geta þau hins vegar verið merki um truflanir í skjaldkirtli, sem þá útskýrir skjót skapbrigði, pirring og tímabundið þunglyndi. Leikkonan Sophia Loren er með breitt enni og breiðar augabrúnir, sem gefur til kynna að hún sé fljót að hugsa. Stór og rök augun eru merki um að hún sé örlát en kjósi oft einveru. Nef hennar, sem er fallega lagað og sterkbyggt sýnir að hún er opin fyrir nýjum hugmyndum. Stór og fallega lagaður munnur er merki þess að hún hefur vilja til að njóta samskipta við fólk, þótt hún taki fáa og góða vini fram yfir marga kunningja. Það hvernig hún heldur á sígarettunni sýnir að hún kýs að halda þeim sem hún er að ræða við í ákveðinni fjarlægð og með því undirstrikar hún að hún er í ákveð- inni vörn. Stórar hendur og breiðir úlnliðir sýna stöðugleika og að hún er reiðubúin að takast á við streituvaldandi þætti í lífinu. í heildina eru þeir sem líkjast Sophiu Lor- en líklegir til afreka en geta hins vegar aðeins notið hluta þess sem þeir gefa öðrum. Óöryggi er mjög algengt meðal þeirra sem ná langt í skemmtanaiðnaðinum. varirnar segja líka ýmislegt Auk augnanna gefur munnurinn til kynna hvers konar persónuleiki býr að baki andlitinu. Munnur er eitt af því fyrsta sem fólk tekur eft- ir og dæmir manneskjuna út frá. í könnun sem gerð var í Bandaríkj- unum kom til dæmis fram ad 40% aðspurðra kvenna höfðu fyrst af öllu tekið eftir augum þeirra manna sem þær voru beðnar að skilgreina en 60% mundu best eft- ir munni þeirra. Við skuium líta á nokkrar mynd- ir af vörum og sjá hvað þær segja okkur um fólk: finnst gaman að vera umkringd fólki. Fullkomnar, hjartalagaðar varir geta verið mjög lostafullar og eru merki um árangur í sambandi við hitt kynið. Breiðar varir tilheyra manneskju sem er tilfinningarík og róman- tísk. Ef varirnar sveigjast upp á við í „hornum“ á eðlilegan hátt bendir það til að viðkomandi sé aðlaðandi og eigi auðvelt með að umgangast fólk. Varir sem vísa upp, sérstaklega ef þær eru oft aðskildar, sýna skap- góða og bjartsýna manneskju sem Þunnar varir tilheyra oft þeim jarðbundnu, sjálfsöruggu einstakl- ingum sem fara varlega með pen- inga. Ef varir vísa niður á við er nokkuð víst að viðkomandi er þrár og þrjóskur og oftast er erfitt að gera honum/henni til hæfis. DJÚPSTÆÐ AUGU Djúpstæð augu.gefa til kynna að viðkomandi sé athugull og gagn- rýninn.Fólk með þannig augu get- ur orðið andlega þreytt og vill þá gjarnan einangra sig meðan það skilgreinir eigin tOfinningar og eykur innri ró. Því finnst erfitt að tjá hugsanir sínar á skýran hátt. KRINGLÓTT AUGU Ef kringlóttu augun eru skýr og líf- leg er manneskjan framtakssöm og ákveðin. Ef þau eru hins vegar með skýjuðum blæbendir það til að viðkomandi sé hæfileikarík og hamingjusöm manneskja sem tek- ur ákvarðanir umhugsunarlaust. Þessi persóna á auðvelt með að ná sambandi við hitt kynið. MÖNDLULAGA AUGU Ef augu þessarar manneskju virka köld gefur það til kynna slægð.Ef þau á hinn bóginn eru hlý bendir það til að manneskjan'hafi mikla sjálfsstjórn, en heitar tilfinningar undir niðri. Möndlulaga augu gefa jafnframt til kynna ákveðna Iist- ræna hæfileika. HÁLFLOKUÐ AUGU Ef augnlok eru „þung“ er það merki um hlédrægan persónu- leikasem á það til að vera efagjarn. Þau sýna einnig að viðkomandi er feiminn, stoltur og afbrýðisamur varðandi þá hluti sem snerta líf hans. Þessi persóna gerir oft upp- reisn gegn kerfinu. Þið hafið að sjálfsögðu ekki lært af lestri þessarar stuttu greinar hvernig lesa má úr andlitum, enda af mörgu öðru að taka. Það allt verður þó að bíða betri tíma og þið getið æft ykkur að þekkja andlits- fall, stærð og lögun augna og vara þangað til!

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.