Pressan - 24.05.1990, Page 28
PRESSU
MOL4R
f
uppi hafa verið um að taka banka-
eftirlitið undan Seðlabanka ot>
gera það að sjálfstæðri stofnun . . .
'ftir að skemnitistöðum
borgarinnar er lokað um helgar er
múgur og margmenni á götunum
að leita sér að leigubíl. Menn hafa
á orði aðalltof fáir leigubílar séu til
í borginni. Keikna má með að þús-
undir fari út á lífið um helgar en
leigubílar í akstri hjá leigubílastöðv-
unum á þeim nóttum eru samtals
tæplega 500. Ein tillaga sem upp
hefur komið til að leysa þetta vanda-
mál er að skemmtistöðunum sé lok-
að á mismunandi tímum. til dæm-
is klukkan tvö, þrjú og fjögur.
Vegalengdir eru oft miklar og ekki
óaigengt að einn bíll fari með eina
manneskju upp í Mosfellsbæ, sem
veldur því að fólk þarf að bíða lengi
eftir aö fá bíl. Leigubílstjórar telja að
biðin yrði úr sögunni ef lokunartími
skemmtistaðanna yrði í framtíöinni
ekki alls staðar sá sami, þ.e. klukkan
þrjú
I orráðamenn bankaeftirlitsins
bíða að vonum milli vonar og ótta
eftir dómi hæstaréttar í Hafskips-
málinu, en verjendur ákærðra hafa
sumiö gagnrýnt bankaeftirlitiö
harðlega íyrir eftirlitsleysi í málinu.
Ahyggjurnar eru kannski ekki
minni í Ijósi þeirra hugmynda sem
morgun, föstudaginn 25.
maí, átti að flytja mál fyrir hæsta-
rétti sem hefur veriö frestað um
óákveðinn tíma. Hér er á feröinni
mál sem biskup íslands og fjár-
málaráðherra höfða á hendur
þremur aðilum, þeim Gunnari Jó-
hannessyni, Vigdísi Árnadóttur
og Sigríði Gyðu Sigurðardóttur,
en sú síðastnefnda er eiginkona
bæjarstjórans á Seltjarnarnesi. Mál-
inu mun hins vegar ekki frestað af
pólitískum ástæðum heldur vegna
þess að verjandi þremenninganna,
Páll Arnór Pálsson, stendur í
ströngu í Hafskipsmálinu. Deilan
snýst um hver sé eigandi að svoköll-
uðum Hjarðarneshólma sem ligg-
ur í ármótum Hvítár og Brúarár.
Spurningin er hvort Skálholt sé
réttmætur eigandi, eða þremenn-
ingarnir sem eru eigendur
Hamra . . .
■ fréttablaði sem var að koma út
frá Islandsbanka kemur fram að
Jakob Ármannsson, fulltrúi
bankastjórnar, hafi sagt upp störfum
frá og með 1. september. Jakob
starfaöi hjá Útvegsbankanum frá
1967, lengst af í deild erlendra
ábyrgða, en varð síðar aðstoðar-
bankastjóri. Jakob er einn helsti sér-
fræðingur íslandsbanka í erlendum
viðskiptum og nýlega hætti annar
slíkur sérfræðingur hjá bankanum,
Guðmundur Gíslason, sem kom-
inn er yfir til Búnaðarbankans.
Virðist kunnugum augljóst aö það
hljóti að bitna á bankanum að missa
á þennan hátt einhverja færustu
menn landsins í erlendum banka-
viðskiptum . ..
'inhvern veginn komst sú
saga á kreik hjá ferðaskrifstofum er-
lendis að Arnarflug hefði verið
tekið til gjaldþrotaskipta og hafa
erlendir aðilar í ferðabransanum
verið aö leita eftir því síðustu daga
hvort sú saga sé rétt. Þannig barst til
dæmis nýlega telex til Arnarflugs
frá ferðaskrifstofu á Bretlandi, þar
sem spurt var um hvort félagið starf-
aði ennþá, því starfsmaður Flug-
leiða hefði tjáð þeim að félagiö
hefði verið tekið til gjaldþrota-
skipta . . .
síðasta ári fékk Óttar Guð-
mundsson læknir, sem lesendur
PRESSUNNAR kannast við af pistl-
unum „Sjúkdómar og fólk", ársleyfi
frá störfum á Sjúkrastöðinni Vogi,
þar sem hann var yfirlæknir ásamt
Þórarni Tyrfingssyni. Nú er árið
liðið og hefur Óttar ákveðið aö
hætta endanlega hjá SÁÁ og halda
áfram að vinna á geðdeild Land-
spítalans, þar sem hann hefur
starfáð síðustu tólf mánuði. . .
Þ
þriðjudaginn verður flutt
fyrir hæstarétti málið Bæring Ól-
afsson gegn Árvakri hf., en Ár-
vakur er, eins og flestum mun kunn-
ugt, útgáfuaöili Morgunblaðsins.
Bæring vildi ekki segja PRESSUNNI
hvers vegna hann væri aö stefna
þessum öfluga fjölmiðli. Bæring
starfar sem sölustjóri hjá Vífilfelli
— Coca Cola á Islandi, en þetta
mál fyrir hæstarétti mun ekki tengj-
ast fyrirtækinu á neinn hátt eftir jrví
sem við heyrum . . .
essa dagana er stíft fundað
hjá fulltrúum Sýnar, Stöðvar 2 og
íslenska útvarpsfélagsins. Nú
hefur nefnilega komið í Ijós að Sýn-
armenn höföu alls ekki reiknað
fjárhagsdæmið til enda og útkoman
stefnir í að aöeins verði um eina rás
að ræða. Pað þýöir að hinar stóryrtu
yfirlýsingar Árna Samúelssonar
kvikmyndakonungs um aö ekki
verðið boöið upp á innlenda dag-
skrá virðast falla um sjálfar sig. Þá
mun Goði Sveinsson, sjónvarps-
stjóri Sýnar, ekki himinlifandi yfir
því að horfa fram á að hann geti
misst stöðuna, því líklegt er talið aö
Þorvarði Elíassyni verði falið að
gegna stöðu sjónvarpsstjóra rásar-
innar . . .
Plantaðu furu!
Rekdal koja án dýnu
Kontur 120 fururúm
án dýnu
Ivar furuhillur
Fjelldal svefnsófi
• - - - )
Teie furuhjólaborð
i Ranstg
furunattborð
Arboga
tveggja sæta
sofi
ÍLiV'
m
IKEA fyrir alla
4.900
Ingo 71x71
sófáborð
Kringlunni 7,103 Reykjavík, sími 686650