Pressan - 06.09.1990, Page 2

Pressan - 06.09.1990, Page 2
OeSf ,iq92 .5 tugBbulmrnR 2 Fimmtudagur 6. sept. 1990 EINAR ÓLASON LJÓSMYNDARI ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR Til hægri: Hugmyndasmiðurinn Herdís Egilsdóttir upplifði stóra stund á laugardaginn. Hugmynd hennar að Pappírs-Fésa hafði verið gædd lífi og pappastrákurinn birt- ist Ijósiifandi á breiðtjaldinu. Hér sést Herdís ásamt Guðrúnu Helga- dóttur, forseta Alþingis og rithöf- undi. í frumsýningarveislu. Krakkarnir í aðalhlutverkunum ásamt Pésa sínum, sem sett hefur upp hatt í tilefni dagsins. Frá vinstri: Ingólfur Guðvarðarson, Kristmann Óskarsson, Pappírs-Pési, Rannveig Jónsdóttir og Högni Snær Hauksson. PRESSU Egill Eðvarðsson kvikmyndaleikstjóri mætir á sýninguna með ungum syni sínum. Jónas R. Jónsson hjá Stöð 2 ásamt Sonju ) Jónsdóttur og Guðmundi Kristjánssyni kv myndagerðarmanni. Til vinstri: Leikarahjónin Helga Bachmann og Helgi Skúlason ásamt Magnúsi Ólafssyni, sem Mennirnir sem eiga heiðurinn af þessu öllu saman, Vilhjálmur Ragn- arsson, framleiðandi myndarinnar, og Ari Kristinsson, handritshöfundur og leikstjóri. Veitingar voru heldur óvenjulegar í veislunni, sem haldin var strax að lok- inni frumsýningu. Bakaðar voru sér- stakar Pappírs-Pésa-kökur. Hér skera þau sér sneið Kristmann Óskarsson og Rannveig Jónsdóttir og framleið- andi myndarinnar, Vilhjálmur Ragn- arsson, ætlar greinilega ekki að bíða lengi eftir sinni sneiðl! PAPPÍRS PÉSI UFNAR Fyrsta íslenska barnakvikmyndin í áratug var frumsýnd á laugardaginn í Há- skólabíói. Þetta er myndin um Pappírs-Pésa, byggð á hugmynd Herdísar Egils- dóttur. Það er leikstjórinn Ari Kristinsson sem gæddi þessa hugmynd lífi og kom henni yfir á breiðtjaldið, en áður hefur fyrirtæki Ara og Vilhjálms Ragnarssonar framleiðanda, Hrif hf., gert sjónvarpsþætti um þennan sérstaka pappírsstrák. Háskólabíó fór að fyllast af fólki strax um klukk- an hálfþrjú á laugardaginn. Börn voru í meirihluta frumsýningargesta, enda myndin fyrst og fremst gerð fyrir þau, þótt þeir eldri hafi ekki síður skemmt sér vel. Pappírs-Pési lendir í ýmsum ævintýrum. Hann er leikfélagi fjögurra krakka sem taka hann með sér í leiki sína, hvort heldur þar er um að ræða fót- bolta eða kassabílarallí. Hann lendir líka í ýmsum hrakningum sem rekja má til þess hversu léttur hann er, enda bara gerður úr einföldum pappír. Það var mikill spenningur í börnunum sem horfðu á frumsýninguna. Þau höfðu sitt til mál- anna að leggja og kölluðu ýmsar ráðleggingar til Pappírs-Pésa. Vonbrigðin leyndu sér ekki í svip þeirra þegar hann virtist ekkert hlusta á þau og gerði þveröfugt við það sem þau báðu hann um. Ljósmyndari PRESSUNNAR, Einar Ólason, var viðstaddur þegar gestir tíndust í Háskólabíó og hann fylgdist einnig með sérstæðri frumsýningar- veislu sem haldin var á Hótel Sögu að sýningu lok- inni. Þar sem fjörið er, þar er Karl Ágúst Úlfsson leikari. Hérsést hann heilsa leikstjóranum, Ara Kristinssyni.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.