Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 6. sept. 1990 23 matreidslumeistari á Pebble Beach: Monterey-tanginn í Kalifomíu er oft kallaður höfuðborg golfsins í heiminum. Einn þekktasti golfvöllurinn þar er Pebble Beach sem fiestir golfarar þekkja, í það minnsta af afspurn. Færri vita þó að yfir- matreiðslumeistarinn í einkaklúbbnum Monterey Peninsula Country Club er ís- lenskur. TEXTI OG MYNDIR: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR Jón Magnússon er rúmlega þrítugur og hefur starfað fyrir þennan einkaklúbb síðustu fimm árin. Hann skipuleggur mat- seðil klúbbsins og hefur yfirumsjón með allri matreiðslu. Fimmtán matsveinar starfa í eldhúsinu hjá Jóni þar sem fram- leiddar eru 12.000 máltíðir á mánuði. Auk þess að sjá um mat- inn í aðalhöfuðstöðvum klúbbsins eru tvö minni hús úti á völl- unum, sem veitingar eru einnig framreiddar í. Inn í klúbbinn eldhúsmegin Það er svosem ekkert hlaupið að því að ganga inn í þennan einkaklúbb þar sem gjaldið er 65.000 bandaríkjadalir eða rúm- ar fjórar milljónir íslenskar aukjress sem meðlimir greiða 270 dollara á mánuði fyrir að leika. I klúbbnum eru 1.100 meðlimir en 200 manns bíða spenntir með sína 65.000 dollara til að komast af biðlista um leið og einhver deyr! Það er heldur ekkert hlaupið að því að hitta Jón Magnús- son inni í þessum klúbbi. Annaðhvort verður að greiða 5 doll- ara gjald hjá verði við hliðið á Pebble Beach og treysta svo á að Jón komi út einmitt þegar maður er staddur þarna eða hringja í kappann — og þá eru allar leiðir opnar! Ég fór inn eldhúsmegin. Enda ekki meðiimur og heldur ekki klædd eins og fólkið sem var að fara inn um aðalinnganginn. Jón beið mín á skrifstofu sinni við eldhúsið var á leiðinni á fund, og á meðan stjákluðu hvítklæddir menn í kringum mig með kaffikönnu. Þegar hann kom út af fundinum, hvítklæddur frá toppi til táar í orðsins fyllstu merkingu, spurði hann hvort við ættum ekki að aka um völlinn. Og það var því á ferð í golfvagni um einn fegursta golfvöll heimsins að forvitnast var um hagi þessa íslendings sem hefur beinan aðgang að stjörnum og milljónamæringum allan ársins hring. Reyndar var ekki auðvelt að halda uppi venjulegum sam- ræðum, því allir virtust þurfa að tala við Jón. Uppáklæddir golfleikarar kölluðu á séffann og þökkuðu honum fyrir þennan matinn eða hinn, þessa veislu eða hina. Og svo virtist sem séff- inn vissi nákvæmlega hvað hefði verið á boðstólum og hve- nær! Útþráin gerði hann að matreiðslumanni Jón Magnússon fæddist á Akranesi fyrir 31 ári en fluttist til Reykjavíkur 12 ára að aldri. Draumur hans á unglingsárunum var að ferðast um og sjá heiminn og af þeirri ástæðu sótti hann um að gerast háseti á gamla Lagarfossi: „Ég var hins vegar ekki orðinn nógu gamall til að mér yrði hleypt á dekkið," segir hann. „Þeir buðu mér í staðinn að vera í eldhúsinu. Til þess að missa ekki af tækifærinu að sjá mig um í heiminum tók ég því tilboði. í eldhúsinu á Lagarfossi vaknaði áhuginn á að læra matreiðslu." Hann innritaðist í Hótel- og veitingaskóla Islands en út- þráin blundaði enn. Strax eftir námið hélt hann til Kaliforníu, þar sem skólafélagi hans, Ari Garðar, var við vinnu: „Ég var ekki búinn að fá atvinnu þegar ég kom hingað út fyrst," segir hann. „Ari Garðar fullvissaði mig hins vegar um að það yrði ekkert mál að fá starf á Quale Lodge í Carmel-dalnum. Það reyndist rétt og veitingastaðurinn sá um að útvega mér öll til- skilin leyfi. Ég vann fyrst sem matsveinn og síðar sem aðstoð- armatreiðslumeistari." Þegar Jón flutti út voru kona hans og spnur með í för. Tveim- ur árum síðar fluttu þau aftur heim til íslands og þá fæddist dóttirin. „Ég vann þá heima í eitt ár þar sem ég sá um mötu- neyti Sjómannaskólans," segir Jón. „Eftir ársdvöl hér var hringt í mig frá Quale Lodge og mér boðin staða yfirmat- reiðslumanns. Ég tók boðinu, starfaði þar í eitt ár en bauðst þá sú stöðuhækkun að fara niður á Covey-matsölustaðinn, sem er aðalveitingastaðurinn i þessari veitingahúsakeðju." Kröfuharðir auðkýfingar Eftir tveggja ára starf þar sótti Jón um stöðuna hjá einka- klúbbnum á Pebble Beach. „Þá var nýr maður að taka við klúbbnum og hugmyndir okkar fóru vel saman,“ segir hann. „Ég sótti aðallega um hérna vegna þess að mig langaði að breyta til og sinna starfi sem byggist meira á stjórnunarhæfi- leikum en matreiðslu." Jón segir að auk þess að sjá um máltíðir fyrir klúbbmeðlimi séu einnig haldnar sérstakar grillveislur, þeir útbúi „picnic" og sjái um einkaveislur meðlima. Þegar hann er spurður hvort fólkið sem borðar hjá honum geri meiri kröfur en aðrir stendur ekki á svarinu: „Já, það gerir mjög miklar kröfur. Þetta er mjög auðugt fólk sem ýmist býr á Pebble Beach allt árið eða á hér sumarhús." Meðal meðlima er móðir Clints Eastwood. Þremur dögum áður en viðtalið var tekið var Doris Day ein þeirra sem snæddu kvöldverð hjá Jóni. En hefur einhver frægur skammað hann fyrir matinn? „Nei, — ekki enn!“ segir hann hlæjandi. Fegurðin á Pebble Beach er með ólíkindum en samt er mat- reiðslumeistarinn með heimþrá: „Sérðu þetta, þetta er alveg eins og heima,“ segir hann og bendirá lyngið, sem óneitanlega minnir á ísland. Litil dádýr skokka um allan völl og af og til stöðvar Jón golfbflinn, ýmist til að mynda dýrin sem setja sig í fyrirsætustellingar eða þegar við ökum framhjá áhugasöm- um keppendum í golfmóti sem þama er háð þennan dag. „Hér eru líka haldin stór golfmót árlega," segir Jón. „Þeirra þekktast er ATT-mótið, sem áður var kallað Bing Crosby-mót- ið, þar sem frægustu golfleikarar heimsins keppa. í þeirri Jón Magnússon hefur veriö búsettur í Kaliforníu síðast- liöin tíu ár. Hann er nú yfirmatreiöslumeistari í virtum einkagolfklúbbi á hinni þekktu golfströnd Pebble Beach á Monterey-tanganum. keppni taka líka þátt þekktir leikarar eins og Jack Lemmon, Don Johnson, James Garner og Sean Connery svo ein- hverjir séu nefndir, auk Clints Eastwood. Það mót stendur yfir í fjóra, fimm daga og eitt kvöldið borða allir keppendur í klúbbnum hjá okkur. Graflax hefur vakið einna mesta athygli þeirra og svo passa ég upp á að boðið sé upp á fiskrétti." Ætlar heim Orðið „heimþrá" hljómar ótrúlega í eyrumþennan dag: „Ég sakna barnanna minna mjög mikið," segir Jón. „Þar af leiðandi stefni ég að því að flytja heim. En það sem aftrar mér helst frá því er að það er svo erfitt að vinna heima. Þar fær maður ekki allt það hráefni sem hér fæst. Þegar ég kom hingað út fyrst, út- lærður í matreiðslu, komst ég að raun um að ég kunni ekki að meðhöndla allt það grænmeti sem býðst hér. Mér skilst að vísu að úrvalið sé meira heima núna en þegar ég flutti út, en græn- metið er óþarflega dýrt þar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er hægt að hafa verðið lægra. Grænmetið í New York er ekki miklu dýrara en hér og þaðan er flogið alla daga til íslands.“ Þótt honum líði vel í Bandaríkjunum segist hann á margan hátt hafa fengið sig fullsaddan af verunni þar: „Þetta líf hérna er mjög þægilegt og gott. Það er ekki veðrið eða efnahagurinn sem ég sakna frá Islandi, heldur fólkið og félagsiífið. Það er miklu meira varið í það heima en hér. Hér er svo mikil sam- keppni í öllu, fólk er hrætt við að treysta hvað öðru og eftir tíu ára veru hér get ég sagt að ég eigi örfáa vini fyrir utan íslend- ingana. Þá meina ég vini á íslenskan mælikvarða. Hér ristir vináttan ekk; eins djúpt. Um 90% af fólkinu sem býr hérna kemur annars staðar frá úr Bandaríkjunum pg svo er það farið héðan áður en maður veit af. Ég held að við íslendingar höfum allt annað verðmætamat en þeir hérna." Vantar þolinmæðina til að stunda golf! Jóni stendur til boða það sem 200 manns bíða eftir: að leika golf á vellinum á Pebble Beach. Hann fékk bakteríuna — ann- að er varla hægt — en segist ekki hafa haft næga þolinmæði til að æfa af kappi: „Þegar manni gengur illa þá er golfið pirr- andi íþrótt!" segir hann brosandi. „Ég hef varla þolinmæði í hana en spila hins vegar mikið tennis." Hann segir mér að hann megi bjóða gestum sínum aðspila golf á vellinum og þeg- ar ég spyr á móti hvort hann hafi ekki eignast ótrúlega marga vini frá því hann hóf störf þarna svarar hann: „Jú, það er svolít- ið fyndið hversu marga nýja ,,vini“ ég hef eignast! Reyndar tók ég mig til í vetur og bauð slatta af fólki sem ég hitti á veitinga- húsi í Las Vegas að koma í heimsókn og leika golf. Það var hræðilegt að vakna næsta dag ...! Ég átti alveg eins von á fullri rútu af gestum með golfkylfur. En guði sé lof, það tók eng- inn mark á mér!!!“ Hann segir að oft sé erfitt að koma sér áfram í Bandarikjun- um: „Til að byrja með þénaði ég ekki mikið sem matsveinn. Það þarf mikið að hafa fyrir hlutunum hér. Vinnudagurinn hjá mér er yfirleitt í kringum 10 klukkustundir, sex daga vikunnar, og sumarfrí er tvær vikur. Ég fór fram á þriggja vikna sumarfrí og það var veitt. Tvær vikur eru of skammur tími til að fara í frí heim til íslands." í eldhúsinu hjá Jóni starfa fimmtán matsveinar og þegar við komum til baka úr golfvallarferðinni var verið að bera inn fleiri kíló af klaka. Að sögn Jóns er skorið í klakann þar til hann lítur út eins og fínasti kristall en myndefnið er mismunandi og fer eftir tilefni. Logandi kerti eru sett undir listaverkið, sem venjulega er skorið út af ungum Filippseyingi: „Þetta hefur mikil áhrif á gesti sem ganga í salinn," segir Jón og sýnir mér nokkrar myndir af listaverkum sem unnin hafa verið í eldhús- inu. En það voru ekki listaverkin sem komu Jóni Magnússyni í veigamikla bók, Chef’s in America, þar sem eru valdir eitt þúsund bestu matreiðslumenn Bandaríkjanna. Það var matur- inn sem hann sjálfur hefur búið til. Það eru samtök fyrrverandi matreiðslumeistara og fyrirtækja sem velja bestu matreiðslu- mennina á ári hverju og enginn veit hvenær einn úr samtökun- um er í sérstakri „skoðunarferð" á stöðunum: „Það kom mér mjög mikið á óvart að ég skyldi verða valinn einn af þessum þúsund," segir Jón. „Maður veit ekkert hvenær einhver úr samtökunum er að prófa matinn ..." — Þess má til gamans geta að aðeins tveir aðrir matreiðslumeistarar úr næsta ná- grenni við Pebble Beach komust að í bókinni. Bandarísk frú biður um íslenska lopapeysu Monterey Peninsula Country Club er líkur þeirri klúbbum sem við sjáum í bíómyndum; fallegar setustofur búnar glæsi- legum húsgögnum, matsalir, barir og spilastofur. Inni við einn glæsta barinn sitja nokkrar rosknar heiðursfrúr sem fá sér drykk áður en þær fara að spila bridds. Allar kalla á Jón. Hann talar við þær eins og gamlar frænkur og ein biður hann að út- vega sér íslenska lopapeysu. Þarna eru líka verslanir sem selja allt sem tengist golfi og fyrir utan standa gljáfægðir golfvagnar. Meistarinn með hvítu húfuna brosir þegar ég ítreka spurning- una hvort hann ætli virkilega að yfirgefa þetta allt og koma heim: „Já, ég enda heima fyrr eða síðar, það er alveg öruggt. Mað- ur fær að vísu aldrei leið á fegurðinni hérna en hún ersamt allt öðruvísi en heima Á íslandi er fegurðin svo „dramatísk". Mig langar oft til að geta séð Esjuna. Égsakna sumranna heima og björtu nóttanna. Ég vil geta farið út í náttúruna og verið á stað þar sem ekkert hljóð heyrist. Hér eru hljóð í dýrum allan sólar- hringinn . . .“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.