Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 61 sept. 1990 BLAÐAMAÐUR PRESSUNNAR TALAÐI VIÐ SÍGAUNA í SUÐUR-FRAKKLANDI Mjög margir hafa gert sér þá hugmynd um sígauna að þeir séu þjófóttir, fátækir og giysgjarnir og láta þar við sitja. Pessi ímynd sígaunans er dæmigerð fyrir for- dóma gagnvart minnihlutahópum. Vissu- lega virðist ævi sígaunans ömurleg en þegár nánar er að gáð kemur margt skrýt- ið í ljós. Blaðamaður PRESSUNNAR náði tali afnokkrum þeirra í Suður-Frakklandi fyrir skömmu. GREIN OG MYNDIR EFTIR GUÐRÚNU FINNBOGADÓTTUR „Ég er heimspekingur," segir Romano Martinez sígaunahöfðingi, þar sem hann situr makindalega fyrir utan hjólhýsið sitt. „Mér finnst gott að sitja og hugsa og það get ég leyft mér vegna þess að ég hef alltaf átt svo góðar konur," bætir hann við og horfir á konu númer þrjú, iistakonuna Vivnu Moffat sem situr í dyrum hjólhýsis- ins, þar sem hún málar fín- gerðar myndir á steina og spáir í lófa til þess að drýgja tekjur heimilisins. Vivna, sem er með mikið eldrautt hár, segist vera ættuð frá Irlandi en fædd í Edinborg. Flakkið hefur borið hana niður að Miðjarðarhafinu, til smá- bæjar skammt vestan við Marseilles sem heitir Saint- es-Maries-de-la Mer. Það er svo mikil helgi á þessum bæ á meðal sígauna að helst er hægt að líkja henni við helg- ina á Mekka hjá múhameðs- trúarmönnum. Þeir hópast þangað víðsvegar að úr heiminum 24. og 25. maí ár hvert. í ævafornri kirkju þorpsins er geymt líkneski Svörtu-Söru, verndardýrl- ings sígauna. Á flakki í Benzum Helgisagan segir að hún hafi verið þjónustustúlka þeirra Maríu Jakobeu og Maríu Salóme og komið með þeim frá Landinu helga snemma á fyrstu öld e.Kr. Um miðjan maímánuð á ári hverju fjölgar skyndilega hjólhýsum á þjóðvegunum við borgirnar í grennd við bæinn — Arles, Marseilles, Nimes og Avignon. Þetta eru stór hjólhýsi og oftast dregin af bifreiðum af gerð- inni Mercedes Benz eða BMW. Út um gluggana á þessum glæsikerrum gægjast andlit sem búast mætti frem- ur við að hitta fyrir á farand- tívolíum ogmörkuðum, enda eru margir farþeganna að koma frá slíkum stöðum. Þetta er sólbrennt og dökk- eygt fólk, konurnar skraut- lega búnar og hlaðnar glingri en karlarnir margir hverjir með myndarlegt yfirskegg. Á því sést að þeir eru af kyn- þætti Manúsa. því sígaunar skiptast í fjóra allólíka hópa sem löngum hafa eldað grátt silfur sín á milli, enda þótt ókunnugum kunni fljótt á lit- ið að virðast þeir allir eins. Síga unaþjóðir Tveir þeirra eru hinir fyrr- nefndu Manúsar og frændur þeirra Sintar. Þeir hafa aðal- lega haldið sig í Sviss og Þýskalandi og bera oft germönsk nöfn. Þeir eru miklir tónlistarmenn og það er úr þeirra hópi sem koma hinir miklu fiðlusnillingar síg- aunahljómsveitanna. Það er auðvelt að þekkja Rómana því konurnar af þessum kyn- þætti klæðast síðum marglit- um pilsum og binda klút um hárið ef þær eru giftar. Róm- en búa á öskuhaugum Sígaunabaróninn með gullljóniö um hálsinn. anar halda fastast allra síg- auna við forna siði og venjur, sem eiga rætur í uppruna þeirra á Norður-Indlandi, og einnig tunguna róm- anesku sem er skyld san- . skrít. Þeir eru nú dreifðir um allar jarðir, allt frá Kanada til Suður-Afríku. Fjórði kynþátturinn er Gít- anar, sem eru langfjölmenn- astir á slóðum Svörtu-Söru, því þeir búa flestir á Spáni og í Suður-Frakklandi. Þeir kalla sig sjálfir Katalóna eða Andalúsíumenn, eftir því hvar, á Spáni þeir halda sig helst. Af Gítanakyni eru fræg- ir nautabanar, flamenco- dansarar og gítarleikarar eins og Manitas de Plata. Nefið skorið af ótrúum eiginkonum Þegar Vivna Moffat er spurð hvort ekki sé erfitt að búa í hjólhýsi allt árið um kring og ala þar upp börn svarar hún bara að það sé alltaf erfitt að berjast fyrir frelsi sínu. „Það er alltaf erf- itt,“ segir hún, „hvort sem maður er förumaður eða heimilisfastur einhvers stað- ar.“ Það er vísast að Vivnu gangi ekki sem best í frelsis- baráttunni gegn eiginmanni sínum Romano, sem virðist hafa töglin og hagldirnar hjá þessari litlu sígaunafjöl- skyldu. í því efni hefur víst lít- ið breyst á undanförnum öld- um og kvennabaráttan lítið komið við sögu. Það er þó hætt að refsa ótrúum eigin- konum og kærustum með því að skera af þeim nef eða eyra. En í þessum efnum ríkti líka nokkurt jafnvægi, því karl- mönnum sem héldu framhjá var refsað með því að brjóta á þeim hné eða olnboga. Börnin byrja snemma að reykja Sígaunafjölskyldur eru barnmargar. Það er algengt að hjón eigi 8—10 börn en barnadauðinn er mikill og oft eru það ekki fleiri en 2—3 sem ná tíu ára aldri. Þau byrja iðulega að reykja og drekka kornung en samt er krabba- mein ekki algengt banamein á meðal sígauna, að sögn þeirra sem þykjast til þekkja, því engar hagskýrslur eru til um fólk sem hvergi á lög- heimili. „Ég gæti ekki hugsað mér að búa í húsi,“ segir Vivna. „Mér fyndist ég vera í fangelsi. En við verðum að berjast fyrir tilveru okkar sem förumenn. Allt er gert til að hefta okkur. Nú verðum við að eignast börnin á sjúkrahúsi, áður skipti eng- inn sér af því. Sama máli gegnir um dauðann, við verðum að láta grafa okkur í kirkjugarði en áður var tekin gröf á næsta engi við áning- arstaðinn. Þeir krækja alltaf í mann klónum, fyrr eða síð- ar“. eins heppnir og þau. Rétt ut- an við bæjarmörkin, á milli kirkjugarðsins og ruslahaug- anna, búa sígaunar sem öðru- vísi er ástatt um. Þar hafa um það bil 150 sígaunar fengið úthlutað svæði af bæjaryfir- völdum, en þau eru sam- kvæmt lögum skyldug til þess að finna sígaunum stað fyrir hjólhýsi sín og verða ruslahaugarnir oftast fyrir valinu. „Þeir setja okkur nið- ur hér, til þess að hrekja okk- ur burt," segir Nicole, góðleg og virðuleg kona um fimm- tugt, klædd litskrúðugum pilsum Rómana. Nicole geng- ur undir nafninu Drottning sígaunanna og ber það nafn með rentu. „En þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu," segir hún. „Ég hef barist við þá í tuttugu ár og skal aldrei gefast upp. Við > | Hinn ömurlegi veruleíki sígaunanna á ruslahaugunum. Romano og Vivna lifa góðu lífi á myndlist hennar og spá- dómum, og gítarleik og söng sonar þeirra, tíu ára. Þegar kvöldar halda þau inn í bæ- inn og koma sér fyrir á litlu torgi við ströndina. Vivna sel- ur litlu máluðu steinana sína og drengurinn syngur en heimilisfaðirinn situr hjá og reykir og horfir á þau með velþóknum, enda tryggja þau honum áhyggjulaust líf. Túr- istarnir sem spóka sig í hlýrri nóttinni við Miðjarðarhafið eru örlátir á fé, enda nýbúnir að fylla magann með góm- sætum skeldýraréttum og vínum héraðsins. Hörð lífsbarátta sígauna Það eru ekki allir sígaunar höfum boðist til að borga leigu fyrir þann skika sem við þurfum fyrir vagnana, en okkur er alltaf neitað." Það er ekki að efa að Nicole og ættmenn hennar gætu borgað fyrir sig, því á þessu litla svæði mátti telja sex Mercedes Benz- og þrjár BMW-bifreiðir á meðan á samtalinu við sígaunadrottn- inguna stóð. Þær stungu und- arlega í stúf við umhverfið og eigendurna, tötralega klædda og kolkrímótta í framan. En hverni'g á að fara að því að halda sjálfum sér og fötum sínum hreinum þegar 150 manneskjur eru um einn vatnshana sem Steíidur á óþverrahaug sem spikfeitar rottur spígspora um? Innan- stokks í vagninum hennar Nicole er þó allt tandurhreint i i i og snurfusað. Allir fara úr skónum áður en stigið er inn í vagninn sem er eins og hreiður, fóðraður með alls kyns teppum í hólf og gólf. Hún eldar matinn á borði fyr- ir utan vagninn og matast þar. Grafnir í fjöldagröfum „Ég hef komið hingað á hverju vori í tuttugu ár, um það leyti sem helgigangan fer fram, og er hér fram á haust," segir hún. „Maðurinn minn er grafinn í kirkjugarðinum hérna við hliðina á okkur. Ég fékk hann grafinn hér eftir sex mánaða deilur við bæjar- yfirvöldin. Þeir vildu setja hann í fjöldagröf, eins og þeir eru vanir að gera við okkur sígauna, vegna þess að við eigum ekkert lögheimili. Eft- ir fimm ár eru beinin grafin upp og þeim hent. Eg er franskur ríkisborgari og ég skrifaði forseta lýðveldisins. Þá fékk ég grafreit fyrir manninn minn og við feng- um úthlutað þessu svæði. Þeir eru hræddir við mig vegna þess að ég kann að lesa og skrifa, sem því miður fáir sígauneu- kunna." Sígaunabarónar og milljónamæringar Það var engu líkara en hinn frægi sígaunasími hefði farið í gang þegar kvisaðist að blaðamaður væri að snuðra á svæðinu, því skömmu eftir að Nicole var kvödd var sem tveir stæðilegir sígaunar spryttu upp úr jörðinni við hlið blaðamanns PRESS- UNNAR sem var að hvíla lúin bein á einu af kaffihúsum þorpsins. Annar þeirra, með stórar gullkeðjur dinglandi á loðinni bringunni, kynnti sig sem Latscho, mesta djass- gítarista Frakklands og þótt víðar væri leitað. Hann sagð- ist vera arftaki hins fræga Djangos Reinhardt og hafa alist upp hjá honum og lært list sína af honum. Hann sagðist leika á lúxushótelum héraðsins yfir sumartímann en á veturna ræki hann næt- urklúbbinn L’Etoile Tzigane í París og væri milljónamær- ingur. Hann ætlaði samt aldr- ei að setjast að í húsi en hjól- hýsið hans væri dregið af bíl af gerðinni Lincoln Contin- ental. Nú hefði hann skropp- ið í heimsókn til frænda síns af Sinti-ættbálki, en sjálfur væri hann Manúsi eins og sjá mætti af hinu glæsilega yfir- skeggi. — Frændinn tók af sér gullkeðjuna sem hann bar um hálsinn svo hægt væri að vega hana í höndunum og hún var svo sannarlega ekki léttvæg fundin. Það var eins og þeir félagar vildu segja: Þið sjáið að það eru ekki allir sígaunar aumingjar á ösku- haugum! Það eru líka til menn eins og við sem eiga kost á öllum heimsins gæð- um, en hafa valið sér hlut- skipti förumannsins, vegna þess að það er betra. En það kom í ljós að Lat- scho og frændi hans voru hvorugir læsir eða skrifandi. Kannski er það fyrst og fremst menntunarskorturinn sem er hinn ömurlegi veru- leiki sígaunans, enn ömur- legri en vistin á öskuhaugun- um, þótt viðurstyggileg sé.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.