Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. sept. 1990 13 KVAÐ NIÐUR REIMLEIKA í SKÁLA FERÐAFÉLAGSINS í NÝJADAL EKKI OF NÆRRI Margit Sandemo, höfundur bókaflokks- ins víðlesna um ísfólkið, hefur undanfarið ferðast um Island til að kanna sögusvið fyrir fyrstu bók í nýjum bókaflokki, sem geristaðhluta hér álandiá 18. öld, en bók- in nefnist Galdrameistarinn eftir aðal- söguhetju bókaflokksins. Honum kynnast lesendur fyrst sem fjölfróðum íslenskum skólapilti á Hólum sem kallaður er Móri, þó ekki sé það hans rétta nafn. Eins og Galdra-Loftur eltist Móri við að ná tangar- haldi á fágætustu galdrabók á íslandi, sjálfri Rauðskinnu. Berst leikurinn til Skálholts þar sem hann telur þá hina þriðju uppskrift Rauðskinnu vera niður- komna. Móri er handsamaður og fluttur á Pingvöll til dóms og væntanlega lífláts, en tekst að flýja áður en á höggstokkinn er komið og leggst út á Kaldadal. Seinna kemst hann í skip sem flytur hann til Björgvinjar og verður sagan ekki rakin frekar, en framhald bókaflokksins gerist allt í Noregi. Til að leita fanga í þessa nýju sögu hefur Margit Sandemo kynnt sér frásagnir af íslenskum galdramálum, meðal annars hina frægu Písl- arsögu séra Jóns þumals Magnússonar sem hún fékk þýdda fyrir sig að hluta. En Móri á einmitt ættir að rekja til Jóns þess Jónssonar sem klerkur ákærði og kom á bál- ið fyrir meintar galdraof- sóknir. Þá hefur Margit Sandemo kynnt sér ýmsar ís- lenskar þjóðsögur, enda koma Galdra-Loftur, Djákn- inn á Myrká, Gottskálk bisk- up grimmi og fleiri framliðn- I ar persónur við sögu Móra. Sögusvið á íslandi spannar bæði Norðurland og Suður- land, frá Skagafirði í Eyja- fjörð nyrðra og um Sprengi- sand suður í Skálholt, og það- an á Þingvöll og síðan Kalda- dal. Ástæðu þess að aðalper- sónan er höfð íslensk segir Margit ekki síst vera þá stað- reynd að á hinum Norður- löndunum hafi það mestan- part verið konur sem brennd- ar voru á báli fyrir galdra, flestar ef ekki allar saklausar. Hér hafi það nær eingöngu verið karlar sem voru ákærð- ir og miklu minna um galdra- kærur hlutfallslega en annars staðar. Galdur hafi kannski átt sér aðra og djúpstæðari hefð hjá íslendingum en með öðrum þjóðum. selst í sex milljónum eintaka á Norðurlöndum, en bækurn- ar urðu alls fjörutíu og sjö talsins. Samkvæmt upplýs- ingum útgefenda á íslandi hefur Prenthúsið prentað og selt hátt í fimm hundruð þús- urinn hóf göngu sína árið und eintök frá því bókaflokk- 1982, þannig að hver bók- anna hefur að meðaltali selst í yfir tíu þúsund eintökum. Þess má til gamans geta að fæstar íslenskar skáldsögur seljast í upplagi sem fer yfir eitt þúsund eintök, aðeins ör- fáar sögur og viðtalsbækur hafa selst í svipuðum mæli og ísfólkið. I sumar kom út í Osló bókin ,,Vi er ikke alene“ þar sem Margit Sandemo segir frá kynnum sínum af eigin hjálp- arveru að handan, en aðal- lega eru þar birtar frásagnir úr bréfum sem hún fékk send frá lesendum vikublaðs í Nor- egi, sem lýsa dulrænni reynslu af svipuðum toga. í seinustu bókinni um Isfólkið (,,Er einhver þarna úti?“ 1989) hefur Margit Sandemo sjálf lýst hvernig bækurnar urðu til — hvernig hún skrif- aði og skrifaði af fullkomnu hamleysi — með tilstyrk yfir- skilvitlegra afla. Fyrsta bókin um ísfólkið kom út í Noregi í febrúar 1982 og þá hafði skáldkonan lokið við handrit að tíu fyrstu bókunum, án þess að neitt annað en framvinda sögunn- ar sjálfrar ræki á eftir henni. Eina af seinni bókunum (Garður dauðans nr. 17) sagði hún undirrituðum að hún hefði skrifað á ellefu dögum í eins konar leiðslu! Barn að aldri kveðst Margit Sandemo þrívegis hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna karla, og telur að sú reynsla hafi lokað neðstu orkustöðvunum í lík- amanum. Samkvæmt aust- rænni speki eru sjö slíkar orkustöðvar (chakra) frá toppi til táar í mannslíkam- anum. Á hinn bóginn segir hún þessa hræðilegu reynslu hafa opnað fyrir efstu orku- stöðina sem sögð er hafa að geyma andlegt næmi. í nýju bókinni lýsir Margit Sandemo Norska skáldkortan Margit Sandemo í einkaviötali við PRESSUNA meðan á dvöl hennar stóð hér á landi Margfaldur metsölurithöfundur Bækur Margit Sandemo um ísfólkið hafa um árabil notið fádæma vinsælda ís- lenskra lesenda, einkum fólks af yngri kynslóðinni Hún hefur þó ekki verið ■ eina fjölina felld í ritsf' og hóf ritunskáldsa- áður en slekti henni fyrst ‘ sjónum árið er við ísf Þengils samni’ enda hvo fir >TAL (pG MYNDIR: NAR ÁRMANN ARTHÚRSSON Margit Sandemo, höfundur bókanna um ísfólkið: „Aðalsöguhetjan i nýjum bókaflokki mínum veröur íslensk."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.