Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 6. sept. 1990 i framh|áhlaupi Séra Hanna María Pétursdóttir stjórnandi ráðstefnu í Skálholti um arf mæðranna „Eg er alsael" — Án hvers gætir þú síst ver- iö? „Fjölskyldunnar. Ég hlakka alltaf óskaplega til aö vera ein meö sjálfri mér en verö svo al- veg ómöguleg ef börnin mín þrjú, og jafnvel maöurinn minn, eru fjarri." — Hvaö finnst þér skemmti- legast aö gera? „Aö vinna hérna í Skálholti og hafa mikiö aö gera. Þá er eins og hugsunin veröi skýrust og sköp- unarorkan virkust. Nú er ég aö undirbúa ráöstefnu um konur og trú og kvennamenningu og ég held bara aö ég sé alsael." — Hvaö finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Ég veit þaö hreint ekki. Mér leiðist tímaleysi — þegar ég hef ekki tíma til aö gera vel það sem ég er aö gera. Svo eru náttúru- lega verk sem ég geri bara alls ekki eins og t.d. aö stoppa í sokka mannsins míns og ryk- suga bílinn, sem oft er ekki van- þörf á, því við ferðumst mikið meö þrjú börn og stóran hund." — Hvaöa eiginleiki finnst þér eftirsóknarverðastur í fari fólks? „Umburöarlyndi. Mér finnst dásamlegt aö tala viö fólk sem hefur t.d. allt aðra skoðun en ég í trúarefnum eöa kvennapólitík en hefur umburöarlyndi til aö ræöa málin án þess aö umturn- ast." — Við hvaða aðstæður líður þér vel? „í úrhellisrigningu fyrirframan tölvuna og viö lestur kvenna- guðfræði. Eg get ekki lýst þeirri vellíöunartilfinningu." — Geturðu nefnt einn kost og einn löst í fari þínu? „Lestir eru margir en minni- máttarkenndin er verst hvað mig varðar. Ég vinn þó alltaf úr henni smátt og smátt meö árun- um. Helsti kostur minn er tví- mælalaust þolinmæöi og um- burðarlyndi viö manninn minn — þetta er alveg satt." — Við hvað ertu hræddust? „Núna er ég orðin flughrædd en ég var hrædd viö þrumur og eldingar. Verst þykir mér þó þeg- ar bíllinn bilar á miðjum Mýr- dalssandi um kvöld eða nótt í miöri viku. Ég lenti í því um dag- inn og þaö var alveg skelfilegt." — Hvert er eftirlætisfarar- tækið þitt? „Það er hann Leiri, hesturinn hennar mömmu. Annars þykir mér ósköp vænt um gamla ryögaöa Citroén Pallas-bílinn okkar." — Hverereftirlætismaturinn þinn? „Mér þykir allur matur góöur. Nýrfiskur meö nýju grænmeti er mjög góöur en hangikjöt af vet- urgömlu og broddur eru þó uppáhaldið." — Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Leiöinlegir karlmenn — for- dómafullir og skilningslausir. Þeir eru hræöilegir. Þaö er best aö ég bæti því viö aö ég hef enn ekki kynnst leiðinlegum konum." — Hvað langar þig til að af- reka áður en þú ert öll? „Ég hef komist að því aö ég á mér marga drauma, t.d. þann aö komast til Oxfond í framhalds- nám. Mig langarlíka aö sjá kirkj- una fyllast af fólki sem finnur Guö og friö kirkjunnar." — Trúir þú á Iflf eftir dauðann? „Aö sjálfsögöu, en án þess aö ég ætli aö stilla því upp í and- hverfur, þá skipta jarðartilveran og guðlegt líf hennar meira máli." kynlifsdálkurim Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Misskilda kynið spáin 6.—12. september (21. tnars—20 upril) Samband sem nýlega hefuroröiö á milli þín og annarrar manneskju mun sanna gildi sitt. Taktu frumkvæöiö. Framundan eru góðir dagar til að komast í kynni viö fólk og láta ijós þitt skína. Geröu þér grein fyrir þvi að öörum likar þaö sem þú hefur fram aö færa. (21. upríl—20. mui) Örlítiö daöur gæti leitt af sér meiri alvöru en til stóö. Siöar færöu tækifæri til aö veita ein- staklingi hamingju sem er vistaður á spítala eöa hæli. Helgin er lika góöur tími til aö leið- beina öörum og læra meö þvi aö deila þekk- ingu. (21. tuui—21 jtíni) Þessa daga er þér hætt viö aö láta tilfinning- ar stjórna feröinni og leggja minna upp úr röksemdum. Þú þarft aö eiga samskipti viö fólk sem á auðvelt meö að lofa upp í ermina á sér en erfitt er aö treysta því þegar pening- ar eru i spilinu. (22. júni—22. júli) Þú færð langþráð svör viö spurningum sem snerta frama þinn. Þú færð einhverja ósk uppfyllta og staöa þín reynist sterkari en þú hélst. Þú getur öðlast vinsældir hjá sporö- dreka og nauti. (23. júli—22. úifúsl) Meö þvi að spyrjast fyrir og leggja þig fram geturðu komist í samband viö mikilvægan aðila. Einhver af gagnstæðu kyni spilar stóra rullu í þessu máli. Þú færö hrós sem þú hefur verðskuldað lengi. Einhver fjölskyldumeð- limur ræöir um aö kaupa listaverk og ein- hver af yngri kynslóðinni ræöir um framtíð- aráætlanir sem fela í sér tónlistarmenntun. 4ÓW (23. úKiisl — 23. sepl.) Þú uppgötvar eitthvað nýtt varöandi fjár- hagsleg réttindi þín. Einhver leynir upplýs- ingum sem varða fasteignir, arf eða sölu. Þú ættir aö forðast drykkjumann sem verður á vegi þínum. Þegar greitt hefur veriö úr fyrr- greindum atriðum sem snerta fjármálin tek- ur samband þitt viö aöra persónu að blómstra. (23. sept.—24. okl.) Þú munt eiga samskipti við meyju sem er ósammála þér í tilteknu máli. Þetta mun örva þig og veita þér innblástur. Þú þarft aö hafa auga meö fjármálum einhvers sem er þér nákominn, hugsanlega maki þinn. Hver hefur ekki heyrt það að karl- menn séu svo tillitslausir í samlífi að það eina sem þeir hugsi um sé að hespa ástaleikinn af — svo þeir geti „fengið það“. Vissulega eru siíkir karlmenn til, en þeir eru fleiri sem eru svo uppteknir af ánægju elsk- unnar sinnar að jöeir fá sjálfir ekkert út úr ástaleiknum. Það er heldur ekki gott. Eins og venjulega er best að þræða milliveginn — hugsa um og bera ábyrgð á eigin ánægju með því að láta þarfir sínar í Ijós en vera einnig svolítill riddari í sér. Karlmenn eru greinilega oft mis- skildir. Mér datt það í hug þegar ég hitti mann að máliá skrifstofu minni um daginn,. sem hafði miklar áhyggjur af því að hana langaði ekki eins oft að elskast og hann — sem sé tíðnivandamá! á ferðinni. Hann var búinn að reyna allar aðferðir til að henni fyndist hún ekki vera undir pressu frá honumog til að fá hana til að langa oftar — án kvaða. En í við- leitni sinni til að komast fyrir vand- ann voru lausnirnar líka orðnar að vandamáli. Hann var orðinn þreytt- ur og pirraður. Hann gerði ekkert nema hugsa um hana, en greinilega á eigin kostnað — og sambandsins. Ég ætla ekki að fara nánar út í hvað okkur fór á milli, en tek tíðnivanda- málið fyrir í seinni pistlum og leiðir til úrbóta. Sár á karlmennskuskrápinn Lítum á nokkrar staðlaðar hug- myndir um karlmenn sem kynver- ur. „Karlmenn hafa viðkvæma sjálfsimynd í samlífi — þess vegna eiga konur alls ekki að vera hrein- skilnar í kynlifinu heldur jafnvel þykjast fá fullnægingu, annars kem- ur stórt sár á karlmennskuskráp hans.“ — Þetta er hreinn misskiln- ingur, því miður verður að segjast að annar hver kælmaður á fslandi er ofurseidur þessari hugmynd. Þó að hreinskilni geti stungið þá er það bara eitt augnablik og stuðlar að áframhaldandi trausti. Þar að auki er konan heldur ekkert að gera sjálfri sér greiða með því að þykjast fá fullnægingu. Einhvern tímann kemur að því að hún nennir ekki að þykjast lengur og lygin kemur í Ijós, og það skemmir miklu meira en hreinskilni í upphafi. Skrápinn á karlmönnunum þarf ekki að vernda. „Konur sem sýna frumkvæði í kynferðismálum eru ógn fyrir karl- rnenn." — Annar misskilningur á ferðinni, því sett er samasemmerki milli þess að vera ákveðinn og að vera tillitslaus og frekur. Konur sem geta sýnt frumkvæði eru sam- kvæmar sjálfum sér og sambönd þar sem hlutverkaskipti kynjanna eru sveigjanleg koma oft mun betur út hvað varðar nánd og lilýjar til- finningar. Sumir karlmenn hræðast ákveðnar konur af því þær hafa þau áhrif að mönnunum finnst þeir þurfa að standa sig svo rosalega vel. I staðinn ættu þeir að geta lagst aft- ur, slakað á og notið sín, en það er draumur margra sem eru að kikna undan kynferðisiegum væntingum. Heimskulegar uidmidanir „Karlmenn nota kvenfólk kyn- ferðislega." — Stúlkur sem eru komnar á fast spá oft í hversu lengi þær eigi að bíða þangað til þær „leyfa þeim að gera það“ — „svo hann haldi ekki að ég sé auðveld bráð“. Þær stelpur sem hugsa svona mættu gjarnan velta því fyrir sér hvort þær noti kynlífið sem stjórn- unartæki og leggi eigin sjálfsvirð- ingu að veði í samlífi. Eini heilbrigði mælikvarðinn á hvort karl og kona eigi að sofa saman er hvort þau langar bæði til þess og hvort þau hafa getnaðarvarnir við höndina. í þessari „stereótýpu" af karlmanni eimir eftir af gömlu viðhorfunum sem segja að gildistúlkunnar velti á því hvort limur hafi komist inn í leg- göngin eða ekki. Þetta er í stuttu máli hálfheimskuleg viðmiðun, ef að er gáð. „Karlmenn eru á hátindi kynferð- islega á þrítugsaldrinum" og „karl- menn eru ekki í eðli sínu einnar konu menn“ eru fleiri misskildar meiningar meðal fólks. Það sem er svo þrælmerkilegt er hversu margir haga lífi sínu eins og þetta væri heil- agur sannleikur. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR (24. okt —22. nóv.) Heilsa einhvers fjölskyldumeðlims krefst at- hygli. Þú færö upplýsingar sem þú haföir ekki aðgang að áöur. Föstudagurinn er kjör- inn til að rannsaka það sem gerist á bak við tjöldin og upplýsa eitthvaö sem hefur verið þér huliö. (23. nóu.—2l. des.) Einhver af gagnstæðu kyni dregst aö þér. Faröu samt varlega. Um helgina ættirðu aö efna loforð viö sjálfan þig sem snertir megr- un eöa eitthvað varöandi lifnaöarhætti. Sunnudagurinn er kjörinn til að vera ákveð- inn og taka af skarið i ýmsum málum. (22. des —20. jun.) Hafðu augun opin fyrir þinu nánasta um- hverfi. Spjallaðu við nágranna þína, þeir gætu búiö yfir vitneskju sem þú þarfnast. Þú átt eftir aö beina athyglinni aö ættingjum þínum og sameiginlegar minningar veröa grundvöllur aö ánægjulegum samveru- stundum. (21. junúur—lf). Iebrúur) Þú skált kaupa tiltekinn hlut sem þú hefur haft augastað á lengi. Þú stendur vel gagn- vart öðru fólki og kemst jafnvel upp með framkomu sem gefurtil kynna aö þú þykist vita allt. Góö helgi til aö rækta sambandið viö fjölskylduna. (20. /ebrúur—20. mars) Núna er rétti timinn til aö styrkja sambandið viö fjölskylduna; hvernig væri að bjóða öllu liöinu i biö og út aö boröa á eftir! Einhverjar erjur eru í uppsiglingu á vinnustað — reyndu aö lægja öldurnar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.