Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 3

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6 sept. 1990 3 PRESSU IMOJUAR ÍÍalað hefur verið um að 30 svartir blettir séu á Reykjavík. Þar er átt við bletti þar sem umferðar- slysin eru bæði tíðust og alvarleg- ust. Lítill skilningur mun vera hjá borgaryfirvöldum á að fjarlægja þurfi þessa svörtu bletti. Borgin veitti einungins 4,5 milljónum króna til úrbóta á þessum málum á síðasta ári sem dugir afar skammt. Þess má geta að talað hefur verið um að eitt bílastæði sem fylgir ráð- húsinu í Reykjavík — sem er 2,5x5 metrar að stærð — kosti á bil- inu 2 til 3 milljónir. Einnig hefur ver- ið bent á að þeir peningar sem Reykjavíkurborg lætur af hendi rakna til forvarnarstarfs í umferðar- málum árlega séu svipuð upphæð og borgin eyðir í bensín á embættis- bíla sína . . . #9 Wl undanförnum arum hafa ýmsir sálfræðingar staðið fyrir svo- kölluðum sjálfstyrkingarnámskeið- um eða ákveðniþjálfun fyrir konur. Sjálfstyrking gengur m.a. út á það að læra að láta ekki troða sér um tær, án þess þó að aukin ákveðni verði að yfirgangi eða frekju. En tímarnir breytast og mennirn- ir/konurnar með og núna er skortur á ákveðni greinilega ekki lengur einkavandamál kvenna. Það hefur a.m.k. verið auglýst sérstakt nám- skeið i sjálfstyrkingu fyrir karl- menn á vegum Hugræktarhúss- ins, þar sem kenna á körlum „eðli- lega persónureisn" ... U , tvarpsstöðin Bylgj- an/Stjarnan hefur sagt upp leigu- samningi sínum á húsnæðinu við Sigtún 7. Hyggjast þeir Bylgju- menn færa sig ofar í borgina og munu útvarpsstöðvarnar í framtíð- inni eiga aðsetur á Krókhálsinum, í húsnæði Stöðvar 2 ... A er óráðið í 6—8 kennara- stöður við fimm skóla á Vestfjörð- um og Pétur Bjarnason fræðslu- stjóri er ekki bjartsýnn á lausn mála. Samkvæmt reynslu fyrri ára verða ráðnir leiðbeinendur í þessar stöður á síðustu stundu. Nákvaémt hlutfall milli kennara og leiðbein- enda er ekki hægt að sjá fyrr en eftir að kennsla hefst, en ástandið virðist ætla að verða svipað og í fyrra. Að- eins helmingurinn af þeim sem sinntu kennslu á þessu svæði í fyrra hafði kennararéttindi. .. ^^^ft hefur brugðið við að þeir sem hafa sínar eigin áfellingarvélar (póststimplara) dagsetji póstinn langt aftur í tímann. Póstur ogsími hefur lent í mörgum slæmum mál- um vegna þessa og verið ásakaður fyrir slaka póstþjónustu. Pósturinn hefur verið allt að vikugamall þegar hann hefur borist Pósti og síma. Nú hefur póstþjónustan hins vegar brugðið á það ráð að stimpla póst- inn sjálf til að verjast þessum ásök- unum. Venjan er víst sú að póstur- inn sé borinn út daginn eftir að hann berst póstþjónustunni, þ.e. ef hann berst fyrir kl. 17 á daginn. Skil- yrði fyrir þessum áfellingarvélum er að pósturinn se' póstlagcíur sama dag og hann er st implaður . . . M komandi vetri ætla Náms- flokkar Reykjavíkur að halda námskeið i módelteikningu í sam- vinnu við Myndlista- og handíða- skólann. Þessi samvinna er helsta nýbreytnin í starfi námsflokkanna og orsakast fyrst og fremst af pláss- leysi í Myndlista- og handíðaskólan- um, sem hefur haldið námskeiðin hingað til. Sömu kennarar munu kenna áfram á námskeiðinu. Ann- ars verður starfsemi námsflokk- anna með hefðbundnum hætti í vet- ur og kennaraskortur er ekkert vandamál þar á bæ, ólíkt öðrum stöðum á landinu. Grunnskóla- og framhaldsskólanámskeiðin hefjast 17. september og almerin námskeið nokkru seinna. . . ið heyritm að þeir Sýnar- menn sem selt hafa hlut sinn til Stöðvar 2 hafi fengið greitt með út- tekt í auglýsingatímum Stöðvar- innar, eins og hefur tíðkast með marga aðra. Nú eru þessir sömu menn með undirboð í gangi, eftir því sem heimildir herma, og selja nú hinum ýmsu fyrirtækjum í borginni auglýsingatímanná l/3afþví verði sem í gangi er... °s kraftmeirí Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með sérstaklega stóra faranRursgevmslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmiki11i 4ra strokka, 16 ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með beinni innspýtingu. Þessi vél gerir bílinn bæði auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptinguV Sparnevtni og haekvæmni í rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyIdubíls. Ótrúlega hagstætt verð Daihatsu Charade Sedan SG 5 gíra á./ / mnt stgr. á götuna. Sjálfskiptur / íhw stgr. á götuna. Komið og reynsluakið kraftmiklum Charade Sedan Brimborg hf. Faxafeni 8 • Sími 685870

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.