Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 7

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 7
3 088 T .Jqoe .6 lucibbutrpmR Fimmtudagur & sept. 1990 A ■^ins og komið hefur fram í fréttum er fyrirsjáanlegt að loká þurfi mörgum dagvistarheimilum vegna skorts á starfsfólkL Stjórn dagvistar barna, með Önnu K. Jónsdóttur í broddi fyikingar, virð- ist ekki þykja nein alvara hér á ferð, að minnsta kosti heyrum við að stjórnin hafi ekki komið saman til fundar nema einu sinni eða tvisvar frá síðustu kosningum. . . o ■É^inn þeirrasem fengu í hendur uppsagnarbréf á Stöð 2 fyrir skömmu var Kristinn Karlsson, sem starfað hefur sem sviðsmaður á stöðinni lengi. Kristinn gekk þó ekki lengi atvinnulaus; honum var boðin ný staða hjá Stöð 2 og situr nú í stól innheimtustjóra. . . Ifiíýyrdasmíð er mikið stunduð á Islandi og fjöldi orða sem við not- um í daglegu tali er ekki nema fárra ára eða kannski einhverra áratuga gamall. Sum tiltölulega ný orð hafa á undraskömmum tíma skotið svo djúpum rótum í orðaforða okkar að við verðum hissa ef athygli okkar er vakin á því að hér sé um nýyrði að ræða. Einstaka sinnum kemur hins vegar fyrir að orð reynist eldra en maður gæti haldið Þannig er orðið dagvextir, sem fyrir fáum árum skaut upp kollinum í bankakerfinu og er þar einkum notað til að tákna ákveðna reiknireglu fyrir vexti af gjaldföllnum lánum, alls ekki nýtt í málinu. Orðið hefur hins vegar breytt nokkuð um merkingu frá því að höfundur Finnboga sögu ramma skráði það á bókfell skömmu eftir aldamótin 1300. Samkvæmt sög- unni var Finnbogi afar bráðþroska og var á stærð við venjulega tólf ára drengi þegar hann var sex ára. Til að leggja áherslu á þennan bráð- þroska segir sagan að Finnbogi hafi vaxið „dagvöxtum" ... Hússtjórnarskólinn í Reykjavík Námskeið veturinn 1990-1991 Saumanámskeið 6 vikur Kennt mánudaga kl. 19-22 fatasaumur þriðjudaga kl. 14-17 fatasaumur miðvikudaga kl. 19-22 fatasaumur fimmtudaga kl. 19-22 fatasaumur miðvikudaga kl. 14-17 fatasaumur (bótasaumur-útsaumur) Vefnaðarnámskeið 7 vikur Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-17. Vefnaðarfræði Kennt verður þriðjudaga kl. 16.30-18.30. Matreiðslunámskeið 6 vikur Kennt verður mánudaga og þriðjudaga kl. 18-21. Stutt matreiðslunámskeið Kennt verður kl. 13-30-16.30 Fiskréttir 3 dagar Forréttir 1 dagur Gerbakstur 2 dagar Grænmetis- og baunaréttir 3 dagar Notkun örbylgjuofna 1 dagur Smurt brauð 2 dagar 8. janúar 1991 hefst 5 mánaða hússtjórn- arskóli með heimavist fyrir þá nemendur, sem þess óska. Námið er viðurkennt sem hluti af matartækninámi og undirbúningsnám fyrir kennaranám. 6. október 1990, ki. 14-18 verður kynning á starfsemi skólans að Sólvallagötu 12. Upplýsingar og innritun í síma 11578 mánu- daga til fimmtudaga kl. 10-14. Skólastjón d ^^■ðdáendur þáttanna A fert- ugsaldri (Thirtysomething) eru orðnir ansi margir. Sumum finnst þó þættirnir heldur draumórakenndir og of „amerískir" en þeir hafa náð miklum vinsældum vestanhafs og eiga sér tryggan aðdáendahóp þar. Þó virðist sem þeir innan ríkissjón- varpsins fylgist ekki með því hvað er að gerast i þessum þáttum. Einn sunnudaginn seint í júlímánuði var ein aðalpersóna þáttarins Hope, sem gift er sæta manninum Mike, nefnilega orðin barnshafandi að öðru barni sínu. Það uppgvötaðist þegar hún lenti í bílslysi og var lögð inn á spítala vegna meiðsla. Þegar hún svo kom heim af spítalanum var hún enn ekki orðin heil heilsu og var send í allsherjarrannsókn. Kom þá í Ijós að hún bar barn undir belti. Tveimur þáttum síðar, í byrjun ág- úst, gekk þátturinn út á það hvort hjónin Hope og M ike væru tilbúin til að eignast barnið eða ekki. Fólk sem fylgist með þessari þáttaröð velti því fyrir sér hvort þau elsku- legu hjón ætluðu að láta eyða fóstr- inu eður ei. En þegar líða tók á þátt- inn kom í ljós að Hope var ekki enn orðin barnshafandi. í síðasta þætti varð auglýsingastofa Mikes gjald- þrota. Margir munu nú velta því fyr- ir sér hvort stofan verði enn starf- andi í næsta þætti... 7 M ^^■nnað tölublað Gleðitíðinda Þráins Bertelssonar er nú komið út og á forsíðunni gefur m.a. að líta mynd af uppábúnu pari með kampavínsglös í aftursæti bifreiðar. Maðurinn er grunsamlega líkur Amunda Amundasyni, en einhver vafi leikur þó á þvi hvort þetta er hann eða ekki. Greinin, sem mynd- in vísar til, fjallar þó örugglega um Amunda, en þar er hann sagður ætla að bjóða sig fram til formanns í Alþýðuflokknum. Er „fréttin" í sama dúr og annað efni blaðsins — þ.e. laufléttur uppspuni... Námsgagnastofnun 10 ára í tilefni af 10 ára afmæli Námsgagnastofnunar er sýning á náms- og kennsluefni í Kennslumiðstöð, Laugavegi 166, Reykjavík. Sýnt er það helsta sem stofnunin hefur gefið út á síðastliðnum 10 árum. Sýningin verður opin 3.-7. september kl. 13-18 daglega, Jú, við bjóðum BETUR! Cordata CS-7103 (386SX) er glæný afburða vel hönnuð tölva með 1Mb minni (má stækka í 8Mb á móðurborði), 40Mb hraðvirkum hörðum disk, VGA litaskjá og vönduðu 102 lykla hnappaborði. Hún kostar aðeins 184.720 krónur staðgreitt og er til afgreiðslu af lager tollvörugeymslu strax. Coídata 386SX .Jyrir þá &em borga sjélfirl" MICROTÖLVAN \Sudurlandsbraut 12 -108 Reykjnvík - s. 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.