Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 4

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 4
 099f .5q98 .8 •iugebuímmfl Fimmtudagur 6. sept. 1990 litilrædi af kynlifsfíklum Mig svimar, já bókstaflega sortnar fyrir aug- um þegar ég leiði hugann að því með hverjum hætti ég hef göslast gegnum lífið — hvorki meira né minna en sex áratugi — án þess að gera mér nokkra grein fyrir því aðég hef alla tíð verið haldinn sjúklegum ofneysluvanda, óvið- ráðanlegri fíkn og losta og alla tíð haldið að þetta ætti bara að vera svona. Suma „ofneyslu" hef ég að vísu aflagt af illri nauðsyn og bókstaflega til að drepa mig ekki, en annað kæri ég mig ekki um að gera í hófi, þó að gott fólk ætti fyrir löngu að vera búið að opna augu mín fyrir því að hægt er með að- ferðum „sem duga" að temja sér hóf og halda „ofneyslusjúkdómnum" niðri. Fylliraftar, dópistar og ofætur eru einu nafni nefndir „fíklar" og sömuleiðis aðrir þeir sem haldnir eru einhverri annarri óviðráðanlegri fíkn, hver sem hún nú kann að vera. Til skamms tíma var það talið karaktérleysi og aumingjaskapur að geta ekki haft hemil á ofneysluástríðu, fíkn og losta. Nú er öldin önnur. Með upplýsingarátaki í hinum siðmenntaða hluta heimsbyggðarinnar, og auknum almennum vitsmunum, erfólki að verða það æ Ijósara að fíkn er ólæknandi sjúk- dómur, sjúkdómur sem að vísu er hægt að halda niðri með staðfestu og góðum ásetningi, en ekki lækna. Og einsog dæmin sanna er svosem enginn vandi að steinhætta að reykja, drekka og dópa. Gleyma því bara. Þetta er að verða lýðum æ Ijósara, enda eru allir hættir að reykja, flestir hættir að drekka, margir hættirað taka rottueitur í nefið, einsog það kvað nú vera skemmtilegt, og sagt er að þeim fari fjölgandi sem hugsa sig um tvisvar áður en þeir leggja drög að því að stytta sér aldur með þvíað sprauta heróíni í hjartablóðið. Hitt er svo annað mál að þegar á að fara að steinhætta að éta, þá vandast málið, því eng- inn kemst hjá því að nærast eitthvað daglega. Eða einsog ofæturnar segja: — Það er illt að þurfa bæði að éta og hætta að éta. Fyllibyttur mundu hinsvegar orða þetta svona: — Það er ekki nokkur leið að hætta að drekka ef maður þarf stanslaust að vera að rétta sig af. Ég hef á löngu og litríku æviskeiði verið að r berjast við suma af þeim ofneyslusjúkdómum sem hér hefur verið drepið á og stundum haft betur en ekki alltaf. Og til skamms tíma hef ég haldið að ég væri með það svona nokkurnveginn á hreinu hvað mér bæri að varast. Það værii sem stystu máli matur og drykkur. Það var svo alveg nýlega að sá grunur fór að læðast að mér að eftilvill hefði ég um dagana átt að gæta þess betur að ánetjast ekki þeim ofneysluvanda sem um þessar mundir er far- inn að valda fólki umtalsverðum áhyggjum. Kynlífsfíkninni. Enda ekki von, því það var fyrst fyrir nokkr- um dögum að ég sá það svart á hvítu á prenti að kynlífsfíkn væri ekki óeðli heldur sjúkdóm- ur. Auðvitað hef ég, einsog allir aðrir, einhvern- tímann staðið andspænis einhverjum kynlífs- háska, en ég er ekki frá því að mér hafi á síðari árum tekist að ná nokkrum tökum á vandan- um. Það þakka ég öðru fremur kynlífsdálkum vikublaðsins Pressunnar sem ég les jafnan samviskusamlega, bókstaflega til að halda sönsum á sál og líkama. Hafi ég einhverntímann verið að velkjast í vafa um hvort ég væri í lagi, samfaralega séð, er það liðin tíð, svo er kynlífsfræðslu Pressunn- ar fyrir að þakka. Og stundum hef ég að lestri loknum hugsað sem svo: — Guði sé lof að það er þá, þegar öllu er á botninn hvolft, normalt að gera þetta svona. Ég hef semsagt til skamms tíma litið svo á að sexúelt séð væri ég í lagi og kynlíf mitt rynni í réttum farvegi. Það var semsagt í gær að mér barst í hendur Pressan með forsíðufréttinni: ÉG VAKNAÐI BUXNALAUS. Mér krossbrá, því satt að segja hafði ég ekki gert mér Ijóst að það væri efni í forsíðufrétt að vakna buxnalaus, enda býður mér í grun að þá ættu margir erindi á forsíður blaðanna. Ég leitaði strax í innsíður Pressunnar að kyn- lífsumfjölluninni og viti menn. Þar rakst ég á fróðleik sem síðan hefur valdið mér ómældum heilabrotum. Þetta var grein um KYNLÍFSFÍKLA. Þarna er varpað fram nokkrum spurningum um það hvenær maður grípi til kynlífs og hvort maður truflist í vinnunni eða heimahjá sér af því hvað maður hugsi mikið um kynlíf. Ef maður svarar þessum spurningum ját- andi er líklegt að maður sé kynlífsfíkill. Síðan segir orðrétt: Milljónir karla og kvenna eiga við þetta vandamál að stríða, já vandamál. Kynlífsfíkl- um líður nefnilega oft verulega illa, bæði á sál og líkama. Samkvæmt nýjustu rannsóknum virðist þörf sumra fyrir kynlíf geta verið jafn óviðráð- anleg og löngun annarra í áfengi og sígarett- ur. Margir frægir karlmenn .hafa verið þekktir fyrir að þurfa meiri kynlífsútrás en almennt gerist. Til dæmis leikararnir Rob Lowe, Gary Cooper og Errol Flynn og John F. Kennedy fyrrum bandaríkjaforseti. Hinn síðastnefndi var m.a. alveg vitlaus í Marilyn Monroe. Monroe er raunar einnig talin hafa verið kynlífsfíkill, enda eru þeir ekkert síður kven- kyns en karlkyns. Síðar í greininni segir frá því að um þessar mundir spretti upp „sjálfshjálparhópar" fyrir kynlífsfíkla umallarjarðirogferraunarvel á því að þetta vesalings graða fólk komi reglulega saman í hóp, samhæfi reynslu og styrk og reyni — einsog aðrir fíklar sem orðið hafa ein- hverri ofneyslu að bráð — að steinhætta kynlífi með því að fresta uppáferð einn dag í einu. Einu sinni kynlífsfíkill alltaf kynlífsfíkill segir í stefnuskrá samtakanna og auðvitað er það laukrétt. En sem betur fer finnst mér, á gamals aldri, að ég sé búinn að ná tökum á sjúkdómnum. Samt óska ég kynlífsfíklum alls velfarnaðar og vona til guðs að þeir hætti þessu. NÝIR BÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞIN BÍLALEIGAN í GEY5IP sími: 688888 Sudurlandsbraut 16, Reykjavík, gengió inn frá Vegmúla. • Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor- olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station • FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta- tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol, Toyota Landcruiser, Ford Econoline • 5—12 SÆTA. Mitsubishi Pajero (5—7), Nissan, Patrol (7), Toyota Hiace (11), Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.