Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 6. sept. 1990 VIKUBLAÐ A FIMMTUDÖGUM Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Blað hf. Hákon Hákonarson Blaöamenn: Ljósmyndari: Útlit: Prófarkalestur: Auglýsingastjóri: Anna Kristine Magnúsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Friörik Pór Guðmundsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Jön Danielsson (ábm.) Einar Olason Anna Th. Rögnvaldsdóttir Sigríður H. Gunnarsdóttir Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstqfur: Ármúla 36, simh 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 1866. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið. VINNUBRÖGÐ SEM KOSTA MANNSLÍF Umferðin á íslandi og þó einkum á höfuðborgarsvæðinu hefur þyngst óskaplega á síðustu árum samfara aukinni bílaeign. Þessi breyting kallar auðvitað á aðgerðir stjórn- valda til að auka öryggi í umferðinni og draga úr slysatíðni. Ahugi stjórnvalda virðist hins vegar takmarkaður. PRESSAN fjallar í dag um unga ökumenn og bílpróf, sem raunar virðist vera talsvert auðveldara að ná hérlendis en víðast annars staðar í nálægum löndum, auk þess sem bíl- prófsaldur er hér ári lægri en víða erlendis. í Ijós kemur í þessari umfjöllun, að rúmur fjórðungur þeirra sem slösuð- ust í umferðinni fyrstu sjö mánuði ársins er á aldrinum 17—20 ára. Þetta er milli þrisvar og fjórum sinnum hærri tala en vera ætti miðað við hlutfall þessaraárganga af fólks- fjölda í landinu. Það þarf reyndar enga tölfræði til að sannfærast um að á fyrstu árunum eftir bílpróf aka menn ekki af þeirri varkárni sem umferðin krefst. Nú síðast var 17 ára unglingur stöðv- aður á Hafnarfjarðarvegi á tvöföldum hámarkshraða. Ungl- ingar með nýfengið ökuskírteini í vasanum ímynda sér gjarna að þeir séu „klárari“ bilstjórar en þeir eru í raun og veru. Hluti af ástæðunni er vafalaust ónógur undirbúningur fyrir bílpróf. Minna má á lítið en þó afar mikilsvert atriði. Að kunna að keyra í hálku er hverjum bílstjóra lífsnauðsyn við íslenskar aðstæður. Undirbúningur unglinga fyrir þennan akstursþátt fer þó einkum eftir því á hvaða árstíma þeir taka ökutíma. Ymsir aðilar sem láta sig þessi mál einhverju skipta hafa margítrekað krafist aðgerða. Nefndarálit um úrbætur hefur nú rykfallið í skúffu dómsmálaráðherra á annað ár. Hann hefur aftur á móti skipað nýja nefnd, vafalaust með fólki sem hann treystir betur en fyrri nefndarmönnum. Ætli sú nefnd skili ekki áliti um það leyti sem núverandi ráðherra lætur af störfum. Nýr ráðherra skipar þá kannski nýja nefnd. Þannig er auðvitað hægt að halda áfram endalaust. Slík vinnubrögð kosta hins vegar mannslíf. Ný sýn EINAR OLASON hfn pressan „Óléttar konur frá Hong Kong streyma nú til Kanada og dvelja þar þangað til þær hafa orðið léttari." — 'Tíminn „Þjónar guðsríkis snúi sér að Himnaríkissjóði" — í Velvakanda Morgunblaðsins um launakröfur presta. „Nýtt fólk á Heimsmynd" — Fyrirsögn á frétt i Morgunblað- inu. „Kaupfélag er ekki óhaggan- leg stofnun." — Fyrirsögn i Morgunblaðinu. „Sannleikurinn er sá að það sem formaður Sjálfstæðis- flokksins leggur til er bull og sýnir að hann hefur ekki nennt að hugsa um máliö." — Jón Baldvin utanrikisráðherra um Þorstein Pálsson í Alþýðublað- „1.500 skemmtu sér til óbóta í fyrra“ — Fyrirsögn í Timanum um of- beldi á skemmtistöðum. „Slegist um fóstrurnar." — Fyrirsögn í DV. ... allar likur eru til að Arnar- flug muni spara mikil oliukaup áður en langt um liður.## - Tlminn „Það furðulega var, að þegar ég áði á leiðinni, til dæmis i veitingabúðum, þá voru allir mjög elskulegir og vildu allt fyrir mig gera. Svo settist þetta sama fólk undir stýri og jós yfir mig mölinni þegar bensíngjöfin var stigin i botn." — Víkverji Morgunblaðsins vitnar í franskan hjólreiðamann. ... lýsir forsætisráðherra því yfir, að þetta sé ánægjuleg- asta ríkisstjórn, sem hann hafi setið í. Hann talar að vísu um þröskulda og ósamkomulag og hvað það hafi einlægt kost- aö sig mikia vinnu og langar fundasetur að sætta ráðherr- ana." — Morgunblaðið. Halldór Blöndal um Steingrim. „Það bætist við nýtt fólk víðar en á Heimsmynd. Ragnhildur Erla eignaðist 14 marka dreng í maimánuði, og er nú í barn- eignarfríi." — Frétt í Morgunblaðinu. „Vildi að ég gœti gifst syni mínum“ — DV. Einstaeð móðr í viðtali. „Hann gerir mikiö úr því, aö embætti forsætisráðherra sé annasamt, kvartar undan þvi að hafa orðið „að stytta veiði- ferð sína í Laxá í Aðaldal" þar sem hann missti raunar „þann stóra" og hikar ekki við að snupra meðráðherra sína, þar sem þeim kemur illa." — Morgunblaðið. Halldór Blöndal um Steingrím Hermannsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.