Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 28

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 28
' * > >. i > r t ffl ^Hsgeir Hannes Einksson al- þingismaður mun þessa dagana vera að leggja síðustu hönd á bók sem á að fara á jólamarkaðinn. í bókinni fjallar Ásgeir Hannes eink- um um þrjá minnisverða atburði sem hann hefur tengst um dagana. Þetta eru stofnun Dagblaðsins gamla, stofnun og saga Borgara- flokksins og loks samstarfið í kringum Nýjan vettvang. Lítið hef- ur kvisast út um efni bókarinnar en þó hefur heyrst að þingmaðurinn sé ómyrkur í máli og ófeiminn við að nefna nöfn. Meðal þeirra nafna sem koma fyrir á allnokkrum stöðum er að sjálfsögðu nafn Alberts Guð- mundssonar, en leiðir þeirra skildi sem kunnugt er þegar Borgara- flokkurinn klofnaði. . . saknað hafa þeirra kappa, geta nú barið þá augum og eyrum þegar þeir vilja. Ekki aðeins ætlar Ríó Tríó að hrinda af stað nýjustu skemmt- uninni á Breiðvangi í eigu Arna Samúelssonar heldur hefur Helgi Pétursson nú sést við afgreiðslu- störf í hljóðfæraverslun Pauls Bernburg við Rauðarárstíg. í þeirri verslun starfa einnig Ágúst Atia- son í Ríó Tríó og geta þeir félagar því tekið lagið í vinnunni í orðsins fyllstu merkingu.. . M . ^^^Bðdáendur Eddu Andrés- dóttur, fréttamanns á ríkissjón- varpinu, eru ekki mjög hressir með þá ákvörðun hennar að flytja sig yf- ir á Stöð 2. Aðdáendurnir rifja sem- sé upp þá virðingu sem hún hlaut fyrir að láta Stöð 2 ekki kaupa sig yf- ir í upphafi, þegar Páll Magnússon gerðist þar fréttastjóri. . . U ppsagnir halda áfram á Stöð 2. Nýjasta dæmið er að einum af að- allisthönnuðum stöðvarinnar, Guð- nýju Björk Richards, hefur verið sagt upp störfum. Fylgir sögunni að Guðný hafi ekki verið í náðinni hjá Páli Magnússyni, sem nú mun hafa mikil ítök innan stöðvarinnar og hefur jafnvel verið orðaður sem arftaki Þorvarðar Elíassonar sjónvarpsstjóra. Mun Guðný vart hafa tekið á móti uppsagnarbréfinu þegar henni var boðið nýtt starf hjá Islensku auglýsingastofunni. Hjá því fyrirtæki starfar einnig Björn Georg Björnsson, fyrrver- andi dagskrárstjóri innlendrar dag- skrárgerðar á Stöð 2, en ásamt því starfi sinnir hann sérstökum verk- efnum fyrir sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 . . . o ^í^nn gerast tíðindi í auglýsinga- stofubransanum. Nú í vikunni tók til starfa ný stofa sem gefið hefur verið nafnið Grafít. Að þessu fyrirtæki standa Anna Svava Sverrisdóttir, Halla Helgadóttir og Hilmar Sig- urðsson, sem öll koma frá Is- lensku auglýsingastofunni, og Finnur Jh. Malmquist sem áður vann hjá Góðu fólki. Þau hyggjast skapa stofunni sérstöðu með því að einbeita sér að hönnun og hug- myndavinnu. ímynd fyrirtækja er nefnd sem dæmi um þetta . . . H^Hy stórsýning fer á fjalirnar á Hótel Islandi um næstu mánaða- mót. Þar verður á ferðinni rokk- sýning sem þykir lofa svo góðu að sagt er að hún komi til með að slá út allar aðrar sýningar. Það er hinn fjölhæfi fyrrum dagskrárstjóri inn- lendrar dagskrár áStöð 2, Björn G. Björnsson, sem semur, setur upp og leikstýrir sýningunni en tónlist- arstjórn verður í höndum Björg- vins Halldórssonar. Fjölmargir söngvarar og dansarar munu koma fram í sýningunni sem verður veiga- mikil í alla staði.. . L I Mljómsveitin Greifarnir kem- ur á næstunni fram í síðasta sinn. Þeir félagar munu hafa gert samn- ing um að leika á nokkrum dans- leikjum til viðbótar, en afráðið hefur verið að hljómsveitin hætti eftir það.. . inir okkar Japanir hafa ný- lega fundið upp nýja tegund hæg- indastóla, sem að sögn tímaritsins Asiaweek leysa flest vandamál þeirra sem í þeim sitja. Þeir sem sitja að jafnaði í svona stólum þurfa aldr- ei að hafa áhyggjur af getuleysi, þeir öðlast betri sjón og aukna sköpun- arhæfileika, auk þess sem minnið ' margfaldast og blóðþrýstingur lækkar. Leyndardómur stólsins felst í einhverjum innrauðum geislum sem leika milli hnakkapúðans og fótskemils, sem er áfastur stólnum. Ekki er trúlegt að stóll þessi verði fluttur inn til íslands á næstunni, enda er hann mjög dýr. Uppfinn- ingamaðurinn Nakamatsu Yoshio á að sögn margvísleg afrek að baki. Hann er handhafi 2.360 einkaleyfa á persónulegum uppfinningum. Hin merkasta þeirra mun vera diskling- urinn sem notaður er til gagna- geymslu fyrir allar PC-tölvur í heimi . . . líkamsræktarmenn eru ánægðir með lífið þessa dagana. Á meðan aðrir hanga á homösinni og fátt eitt selst renna tæki og tól til uppbygg- ingar líkamanum út eins og heitar lummur. Þrekstiginn er það nýjasta og mest selda á markaðinum og fróðir menn segja að búðir sem bjóða stiga þennan til sölu geti stát- að af 30% söluaukningu á einum mánuði. En venjuleg tæki, eins og lyftingasett og lóð af ýmsum gerð- um, njóta einnig sívaxandi vin- sælda. Það er ekki nóg með að elsta kynslóðin sé farin að stunda líkams- rækt á fullu, heldur er nú svo komið að þetta þykir svo fínt að tækin sem áður voru falin útií bílskúr eru núna komin inn í stássstofur sem hillu- skraut. . . - . , 36 mánaða greiöslukjör Vatnsrúm veita þér eina albestu hvíldina sem völ er á. Vatnsdýna lagar sig aö eðlilegum stellingum líkamans og veitir réttan stuðning hvernig sem þú liggur. Sefurðu á bakinu? Á hliðinni? Á maganum? Eða ert þú í hópi þeirra sem eru „út um allt rúm“ allar nætur? Pað skiptir engu í vatnsrúmi. Hvíldin verður hvergi betri. Vatnsrúm eru þess virði að prófa þau. Bjóðum yfir 20 mismunandi vatnsdýnur Tveggja mánaða skilafrestur, fimm ára ábyrgð Vatnsrum hf Góöa nótt

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.