Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 06.09.1990, Blaðsíða 10
10 BÝFLUGNADROTTNINGIN Á ÍSLANDI Lis Petersen, býflugnadrottning Danmerkur, heillaöist af Islandi af frásögnum íslenskrar vinkonu sinnar í Arósum Fyrir tæpum þrjátíu árum voru sextán Danir sendir til Bandaríkjanna í því skyni að sýna þar fimleika. í þessum hópi voru meðal annarra Lis og Knud Petersen sem aldrei höfðu histfyrr. Ari síðar giftustþau — líkt og sex aðrir aðilar úr þessum hópi. „Petta var semsagt 50% árangurý segir Knud. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON „Við höfðum sýnt saman í nokkurn tíma þegar hann gekk að mér einn daginn og spurði hvort hann mætti bjóða mér upp á ís um kvöld- ið‘‘ segir Lis hlæjandi. „Já — það var auðvitað ekki við hæfi að fimleikafólkið neytti nokkurs annars,“ bætir Knud við. Þau hjónin hafa bæði verið leikfimikennarar í áratugi og ráku meðal annars eigin skóla í Árósum í Danmörku. Á þeim tíma, og reyndar fyrir aðeins örfáum árum, var fátt eins fjarri þeim hjónum og að einbeita sér að heilsuvörum. Þau lifðu og hrærðust í fim- leikunum en áður en þau vissu af voru þau komin á fullt í atvinnurekstur. Þau eru nú komin hingað til Islands í því skyni að markaðssetja söluvöru sína hér: „Varan kemur frá Kína, við fáum hana frá Ítalíu og nú fáið þið hana frá Danmörku," segir Lis. „Hún hefur því farið í kringum hnöttinn ...“ En hvers vegna ísland? Ef hér er á ferð trygg söluvara, er þá ekki skynsamlegra að selja hana í stærri löndum? Lis brosir að þessari spurn- ingu: „Reyndar sel ég til Sví- þjóðar og Noregs og stórt fyr- irtæki í Bandaríkjunum hefur óskað eftir viðræðum. Þá sé ég um útflutning til Spánar og Hollands en ástæðan fyrir því að ég vildi koma hingað er sú að ég á íslenska vinkonu í Danmörku. Hún heitir Þóra Óskarsdóttir og okkar kynni leiddu til þess að ég hef mikinn áhuga á íslandi." Þótt Lis hafi lokið verslun- arprófi segir hún að í raun hafi það nám aldrei haft neinn tilgang í sínum huga: „Ég átti mér alltaf þann draum að verða leikfimi- kennari," segir hún. „Foreldr- ar mínir höfðu hins vegar ekki ráð á að kosta mig til náms í íþróttaskóla. Ég hafði alltaf haft áhuga á fimleikum og æft þá mikið og þegar ég gerði mér Ijóst að ég gæti ekki farið á Iþróttaháskólann greip ég tækifærið þegar mér var boðið að vera ein í sýn- ingarhópi fimleikafólks sem sýndi í Bandaríkjunum, Kan- ada og Mexíkó í ársferð ‘61-62.“ Það var í þeirri ferð sem hún kynntist Knud, sem þar var einn af sýningarfólkinu. Þegar þau voru gift fór Lis til náms í íþróttaskólanum í Ár- ósum: „Éftir að ég hafði starf- að sem kennari fyrir aðra langaði mig að setja upp minn eigin skóla,“ segir Lis. „Maðurinn minn og börnin okkar þrjú studdu mig í þess- ari ákvörðun minni og dag- inn sem ég hóf kennslu í skól- anum var ég þess fullviss að þetta væri það sem biði mín í framtíðinni. Ég var mjög ánægð með þá tilfinningu." Þetta reyndist hins vegar ekki rétt tilfinning: „Ég yfir- keyrði mig á vinnu eins og margir gera,“ segir hún. „Dag Heilluð af íslandi, á leið í Bláa lónið, Lis Petersen, Tabita Wulff og Knud Petersen. RITSTJÓRASKIPTI Á PRESSUNNI Ritstjóraskipti verða nú á Pressunni. Jónína Leósdóttir og Ómar Friðriksson hafa lát- ið af störfum en nýir ritstjór- ar, þeir Gunnar Smári Egils- son og Kristján Þorvaldsson, taka við um næstu mánaða- mót. Jónína Leósdóttir hefur verið ritstjóri Pressunnar frá byrjun, eða í rúm tvö ár, og átti í rauninni stærstan þátt í að móta hana í upphafi. Ómar Friðriksson hefur starfað við Pressuna frá því síðla árs 1988, fyrst sem fréttastjóri en var ráðinn rit- stjóri í janúar 1989. Pressan þakkar þeim Ómari og Jónínu fyrir störf sín á liðnum árum og óskar þeim alls velfarnaðar. Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson KVEÐJUORÐ TIL FYRRVERANDI RITSTJÓRA PRESSUNNAR Við undirritaðir blaðamenn á Pressunni viljum koma á framfæri kveðju til ritstjóra okkar, Jónínu Leósdóttur og Ómars Friðrikssonar. Við þökkum þeim fyrir sérstaklega ánægjulegt samstarf þar sem manneskjuleg viðhorf og heiðarleg framkoma réðu ríkjum. Tíminn sem við áttum öll saman hér á Pressunni er eftir- minnilegur, ekki síst síðustu dagarnir þegar sem mest reyndi á samstöðu okkar allra. , Það er álit okkar að vikublaðið Pressan hafi orðið fyrir óbætanlegum skaða við brottrekstur Ómars og Jónínu. Það er við hæfi að minna lesendur á að það var Jónína Leósdóttir sem skapaði Pressuna í upphafi og gaf henni nafn. Við öll, ásamt öðrum starfsmönnum Pressunnar, óskum Jónínu og Ómari velfarnaðar í fram- tíðinni og viljum að síðustu gefa þeim eitt heilræði: Vinnið ekki fyrir hverja sem er! Anna Kristine Magnúsdóttir Björg Eoa Erlendsdóttir Friörik Þór Gudmundsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir einn þegar ég var að niðurlot- um komin rétti norsk vin- kona mín mér pakka af hylkj- um sem innihéldu býflugna- gel. Hún fullyrti að þessar töflur myndu breyta mér al- gerlega og ég var svo langt niðri aó ég hefði tekið inn hvað sem var!" Hún segist aldrei hafa trúað að streita gæti haft jafnmikil áhrif á hana og raun bar vitni. „Ég hafði alltaf verið mjög heilsuhraust og hef alltaf unn- ið mikið." Mánuði eftir að hún fór að taka inn hylkin sem vinkonan gaf henni segir hún að sér hafi liðið mun betur. Ég fór sjálf að flytja þetta inn í litlum mæli og prófaði á vinum mín- um í heilt ár. Ég er nefnilega á því að allt þurfi að prófa og sjá árangur af hlutunum. Mér fannst árangurinn það góður að ég ákvað að veðsetja heimili okkar og einbeita mér að sölumálum." Núna er hún kölluð bý- flugnadrottningin í Dan- mörku. Hún segist hafa þurft að leggja hart að sér til að ná þeirri stöðu sem hún hefur: „Leyndardómurinn við að ná langt er svosem enginn leyndardómur. Ef maður vill Fimmtudagur 6. sept. 1990 sinna starfi sínu af heilum hug þarf varan að vera fyrsta flokks og maður þarf sjálfur að vera duglegur og heiðar- legur.“ Með þeim hjónum í för hingað til lands er þekkt dönsk blaðakona, Tabita Wulff hjá Sondags BT, sem hún segir að heiti reyndar ekki því nafni lengur heldur Sondag „og kemur út á mánudögum"! Tabita er af- kastamikill blaðamaður og ásamt því að halda úti viku- legri síðu í tímaritinu hefur hún skrifað fimmtán bækur, þar af fjórar á þessu ári. KNATTSPYRNAN ÍSLANDSMÓTIÐ f KNATTSPYRNU Leikir í 1. deild karla: Möguleikar liðanna: Athyglisverðir leikmenn: STJARNAN FRAM GARÐABÆ laugardaginn 8. sepl. kl. 14 Stjörnuliðið hefur komið á óvart, er í fimmta saeti og má kallast meistarabani sumarsins eftir tvo sigra á Val og einn á Fram. Fram hefur helst sýnt styrk sinn gegn Val og KR en oft valdið vonbrigðum í leikj- um gegn slakari liðum. Framm- arar eiga að sigra nái þeir sín- um besta leik en það er spurn- ing hve mikla mótspyrnu þeir fá frá Stjörnuliðinu, sem hefur að engu að keppa í leiknum. Jón Erling Ragnarsson er stjarna sumarsins hjá Framlið- inu. Máttarstólparnir Pétur Ormslev, Guðmundur Steins- son og Birkir Kristinsson lands- liðsmarkvörður vekja ávallt eft- irtekt. Varnarmaðurinn Bjarni Benediktsson og Ingólfur Ing- ólfsson á kantinum voru bestu menn Stjörnunnar í síðasta leik, sem annars hefur á jöfnu liði að skipa. VÍKINGUR ÍBV VÍKINGSVELLI laugardaginn 8. sepl. kl. 14 Það eru Vestmanneyingar sem hafa að einhverju að keppa í þessum leik á meðan hann skiptir Víkinga litlu máli. Ef Vestmanneyingar verða í sama ham og gegn KA um síð- ustu helgi má búast við sigri þeirra. Jón Bragi Arnarson í vörninni, Hlynur Stefánsson á miðjunni, Sigurlás Þorleifsson og Tómas Ingi Tómasson í framlínunni; þetta eru nokkrar af astæðun- um fyrir góðu gengi ÍBV í sum- ar. Júgóslavinn Goran Micic hefur líklega verið besti maður Víkinga í sumar. KA ÞÓR AKUREYRI laugardaginn 8. sept. kl. 14 KA í fallhættu en Þór fallinn í aðra deild. KA-menn hljóta að sigra hér því Þórsarar hafa ekki að neinu að keppa. Leikmenn í hvorugu liði hafa sýnt neina snilldartakta í sum- ar. Eftir að Lúka Kostic meidd- ist er það helst Bjarni Svein- björnsson sem stendur upp úr í liði Þórsara. Kjartan Einarsson hefur verið skæður í framlínu KA og skorar af og til. ÍA KR AKRANESI laugardaginn 8. sept. kl. 14 Skagamenn eiga enn fræði- lega möguleika á að halda sér í deildinni og því eiga margir von á því að þeir standi í KR- ingum. Tilhugsunin um það að KA má ekki fá stig úr leiknum við Þór hlýtur samt að draga máttinn úr ÍA. Fátt getur stöðv- að KR-liðið ef það leikur eins nú og í leikjunum gegn Val und- anfarið. Ragnar Margeirsson, Rúnar Kristinsson og Ólafur Gott- skálksson hafa líklega verið bestir í sterku liði KR undanfar- ið. Haraldur Ingólfsson tryggði ÍA sigur gegn Þór á dögunum með marki en Karl Þórðarson hefur verið besti maður liðsins í sumar, 35 ára gamall. VALUR FH laugardaginn 8. sept. kl. 14 Það eru Valsmenn sem hafa hér að einhverju að keppa en hugsanlega eru þeir orðnir værukærir og ánægðir eftir sig- ur í Mjólkurbikarkeppninni. FH- liðið hefur sýnt baráttu undan- farið þrátt fyrir að liðið sé hvorkf í fallhættu né toppbar- áttu. FH-sigur í þessum leik kæmi alls ekki á óvart. Bjarni Sigurðsson, mark- vörður Vals, var maðurinn á bak við sigur liðsins i Mjólkur- bikarkeppninni. Sævar Jóns- son, Þorgrímur Þráinsson, Ant- hony Karl Gregory og margir fleiri hafa einnig staðið sig vel i sumar. Hjá FH er mest spenn- andi að fylgjast með marka- kónginum Herði Magnússyni og Andra Marteinssyni, sem hefur verið drífandi og útsjón- arsamur undanfarið. STAÐAN í FYRSTU DEILD: leikir u j t mörk stig Fram 16 10 2 4 30:13 32 KR 16 10 2 4 26:16 32 ÍBV 16 9 4 3 31:29 31 Valur 16 9 3 4 25:18 30 Stjarnan 16 8 2 6 21:17 26 FH 16 6 2 8 22:26 20 Víkingur 16 4 7 5 16:16 19 KA 16 5 1 10 17:24 16 ÍA 16 3 2 11 17:31 11 Þór 16 2 3 11 7:22 9

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.