Pressan - 06.09.1990, Page 14

Pressan - 06.09.1990, Page 14
14 Fimmtudagur & sept. 1990 þessari skyggnigáfu sinni frekar, og segir sína fyrstu reynslu af því að sjá aftur- göngu hafa verið þegar hún var átta ára gömul. Auk dæma um fylgjur fólks eða hjálparverur lýsir hún í bók- inni hvernig hver og einn get- ur gengið úr skugga um til- vist eigin fylgju og annarra, án þess að hafa yfir að ráða skyggnigáfu. Það eina sem til þarf er grannur logsuðuvír sem beygður er í vinkil til endanna! Á ferð um ísland Þegar blaðamaður hitti Margit fyrst á Selfossi í liðinni viku var hún að tygja sig til ferðar á fjallajeppa norður um Sprengisand, ásamt eigin- manni sínum Ásbirni, ís- lenskum bílstjóra og blaða- manni frá norska vikublað- inu Hjemmet. Ásbjörn Sandemo er pípulágninga- maður, hæglátur og traust- vekjandi í viðkynningu, enda segir Margit að hann hafi ver- ið sér stoð og stytta í 43 ár. Hann er 73 ára og hún 66 ára, og bæði bera árin vel — hver sem þarna átti leið um og ekki vissi betur hefði eins get- að talið þau miðaldra hjón úr Flóanum — hún lágvaxin, kankvís og hnellin, — hann hár og grannur með bú- mannssvip og bros í augna- krókunum. Að ferðafélögum þeirra meðtöldum má segja að þetta hafi verið eins konar bókmenntasamkvæmi á fjór- um hjólum, því bílstjórinn er alnafni og sonarsonur Þor- steins Erlingssonar skálds, læknastúdent, upprennandi rithöfundur og altmúlíg- mann, en blaðamaðurinn Ar- ild Mikkelsen hefur skrifað metsölubók um norska al- þýðukonu, sem komið hefur út á íslensku undir nafninu ,,Anna frá Suðurey". — Þessi fyrsti áfangi ferðar- innar hefur verið alveg stór- kostlegur, ég hef þegar haft af henni heilmikið gagn, sagði Margit Sandemo, við fórum um Borgarfjörð að Húsafelli og þaðan yfir Kaldadal á Þingvöll. Ég er búin að skrifa uppkast að fyrstu hundrað síðum bókarinnar, og þar hef ég lýst Kaldada! á allt annan hátt, en hann lítur út í raun og veru, og því verð ég að breyta. Eg sá fyrir mér þröng- an gróðursælan dal með straumvatni og lækjarsytr- um, en þarna er varla sting- andi strá og mjög berangurs- legt þó náttúran sé samt mjög falleg í hrikaleik sínum. Ég var of mikil skræfa til að fylgja karlmönnunum ofan í Surtshelli, en við vorum ekki búin til hellaskoðunar, svo þeir fóru heldur ekki langt Ijóslausir og allslausir, en ég á mjög erfitt með að ímynda mér hvernig í ósköpunum fólk hefur getað hafst þarna við. En mér fannst mikið til koma þegar komið var á Þingvelli. Við fórum niður að Öxará við Drekkingarhyl, þar sem ég fleygði rós út í strauminn fyrir þær ógæfu- sömu konur sem þar létu líf sitt og annarri fyrir þá karl- menn sem líflátnir voru á höggstokknum í grenndinni. Eftir að Margit Sandemo hafði sagt blaðamanni undan og ofan af þræði nýju bókar- innar var ákveðið að hittast í Reykjavík þegar þau væru komin aftur að norðan. Þeg- ar við kvöddumstog ég hafði óskað góðrar ferðar hallaði Margit undir flatt og brosti innilega til mín — eða svo hélt ég þar til ég veitti því eft- irtekt að hún horfði ekki beint á mig heldur til hliðar við mig, svo ég leit eldsnöggt um öxl, en sá ekkert. - — Hefur nokkur sagt þér frá konunni sem fylgir þér? spurði hún. Hún er ívið lægri en þú og dökkhærð og stend- ur fyrir aftan þig. Þú ert sennilega bæði ákveðinn og sjálfbjarga, annars væri hún framan við þig, þér til vernd- ar. Ég fór pínulítið hjá mér, fólk er ekki vant að hafa orð á slíku við ókunnuga. En Margit brosti aftur út að eyr- um, í þetta skipti leit hún beint í augu mér um leið og hún bað mig að minna sig á að kenna mér að nota suðu- vír til sálarrannsókna næst þegar við hittumst. Svo var sest upp í bílinn og ekið af stað að kanna staðhætti á Sprengisandsleið og Norður- landi. Er Isfólkið til í alvöru? Við hittumst í Reykjavík að tveimur dögum liðnum eins og um var samið. Ferðalagið hafði gengið áfallalaust, þau höfðu reyndar fest jeppann einu sinni á miðri Sprengi- sandsleið þegar verið var að fara í þriðja sinn yfir sömu ána, svo blaðamaðurinn hjá Hjemmet gæti náð af því Ijós- mynd. En allt fór vel og eftir dálítið bras tókst að losa bíl- inn. Áður en við snerum okk- ur fyrir alvöru að ferðasög- unni spurði ég Margit hvaða skýringu hún hefði sjálf á þessum feikna vinsældum bóka hennar um ísfólkið. — Aðallega held ég að það sé vegna þess að ég skrifa fyr- ir mig sjálfa eins og ég vil hafa bækur sem ég les, og það vill svo til að smekkur minn fer saman við smekk fjölda annarra. Það má líka segja að ég komi inn á hluti sem margir hafa áhuga á eins og dularfull fyrirbæri og svo- lítið af ástarlífslýsingum, en slíkt hafa líka margar aðrar skáldsögur að geyma. En ég þykist nákvæmlega vita hvað þarf til að skrifa metsölubók. Þar á að vera rómantík, ást, kynlíf, spenna, dulúð, dulræn efni, og dálítið af glæpum og hasar í blahd. Segja má að ég taki sitt af hverju og hræri þessu öllu saman. En það ger- ist ekki meðvitaði Þetta er ekki úthugsað hjá mér, miklu fremur má segja að ég skrifi eins og ég sé andsetin. Og ég tek út með persónum mínum, gleðst með þeim og þjáist, til dæmis grét ég þegar sumar þeirra dóu í sögunni. — En hvað um gagnrýni og samskipti þín við bók- menntafólk? — Rithöfundar í Noregi eru mínir bestu vinir og félagar, ég hef aldrei átt í neinum úti- stöðum við þá. Hins vegar hef ég átt í nokkrum útistöð- um við bókasafnsfræðinga og þá kunnáttumenn í bók- menntum sem allt vita öllum öðrum betur um þessa hluti, — vita upp á hár hvað fólki á að þykja gott og hvað ekki. En þeir taka ekki með í reikn- inginn að þrír fjórðu hlutar fólks í hverju landi hefur þörf fyrir lesefni sem það getur sjálft lifað sig inn í. — Kemur þá ekki fyrir að lesendur þínir haldi að þú sért að skrifa um raunveru- legt fólk? — Einmitt, og ég fékk ný- lega bréf frá sænskri stúlku sem hafði skrifað mér áður og sagt mér að hún hefði hitt Marco úr ísfólkinu. Ég svar- aði henni og sagði henni að þetta fengi ekki staðist því hann væri alls ekki til í raun og veru. Hún sendi mér held- ur snúðugt svarbréf þar sem hún lét mig vita af því að ég gæti sko ekkert um það vitað hvort ísfólkið væri til eða ekki. — Er það kannski til? Hafa atburðirnir sem þú lýsir gerst? — Svo margt hefur hent mig í þessu sambandi að ég er allt að því farin að velta því fyrir mér sjálf hvort ísfólkið sé kannski til á einhverju öðru tilverusviði. Ég hef reynt að ýta slíkum hugsun- um frá mér, en hvert furðu- fyrirbærið hefur rekið annað sem gæti bent til þessa. Sum- ir lesenda minna hafa óskað eftir heimboði til að fá að hitta þetta fólk og mér finnst það allt í lagi, en mér leiðist heldur ef fólk reynir að gera þetta aðP eins konar trúar- brögðum. — Núna, þegar þú ert að byrja á þessum nýja bóka- flokki, ertu þá endanlega laus við ísfólkið? — Það held ég sé alveg ör- uggt. Þessi nýi flokkur á ekki að vera nema sex bækur, en ég sagði að vísu það sama um ísfólkið ... — Þar eru þá ekki eftir neinir lausir endar? — Reyndar er einn laus endi. Það er Marco, sem fæddist árið 1861 en er ódauðlegur, eins og þeir vita sem lesið hafa söguna um ís- fólkið. Mérfinnst að hann eigi eftir að koma við þessa nýju sögu. Hvernig nákvæmlega veit ég ekki enn, því það skil- ur nokkuð milli hans og Galdrameistarans í tíma, en ég held að lausnin sé í sjón- máli. — Hverjir koma til með að lesa þessar nýju bækur? Væntirðu þess að það verði fólk á sama aldri og lesendur ísfólksins? — Því ekki það? Lesendur Isfólksins eru að vísu að mikl- um hluta ungt fólk, en bæk- urnar hafa samt verið lesnar af fólki á öllum aldri. Ég frétti af konu hér á Islandi sem orð- in var níutíu og níu ára, og hún hafði mestar áhyggjur af því að deyja áður en allar bækurnar um ísfólkið væru komnar út og hún búin að lesa þær. Hjátrú og yfirskilvitlegir hlutir Margit Sandemo segist vera mótfallin öllu kukli, hún segir að margt af því sem fólki dettur í hug að fikta við geti beinlínis verið hættulegt. Þannig segist hún eindregið vara við andaglasi sem marg- ir unglingar séu spenntir fyr- ir. Andaglas geti haft skaðleg- ar afleiðingar ef svo illa vill til að ungmenni komist í tæri við öfl sem þau ráða ekki við. Sem betur fer sé þetta yfir- leitt svo að ekkert sé að marka þennan leik, en mögu- leikinn sé fyrir hendi. Þá seg- ir Margit að það hafi hálpað mörgum sem haldnir séu ein- hvers konar fælni eða hafi lokaðar orkustöðvar að end- urupplifa eina eða fleiri af fyrri jarðvistum sínum í dá- svefni. Sjálf segist hún hafa góða reynslu af því. Slíkt megi hins vegar ekki gera nema undir umsjón útlærðs dulsálfræðings eða annars vel menntaðs leiðbeinanda. Allt fúsk í þessu sambandi geti verið stórhættulegt. En hvar liggja mörkin milli þess sem kallað er hjátrú og þess sem Margit kallar yfirskilvit- lega hluti? — Mörkin virðast kannski ekki alltaf skýr, en fólk eins og ég sem er að fást við hið yfirskilvitlega gerir það af því því finnst það gaman. Okkur finnst tilveran skemmtilegri af því við höfum þessa reynslu. Allir geta orðið varið við eitthvað, og ég tel þá sem aldrei sjá neitt fátækari fyrir bragðið. Prestar eiga mjög bágt með að skilja milli hjá- trúar og þess yfirskilvitlega. En ég hef aldrei botnað í því hvers vegna það er í lagi að trúa á engla en ekki neinar aðrar andlegar verur? Hvers vegna ætti allt skemmtilegt að koma frá kölska? Því skyldi Guð ekki geta fundið upp á einhverju skemmtilegu líka? Nú var komið að því að ég fengi að sjá hvernig prjónun- um er beitt. Þeir eru úr venju- legum logsuðuvír, en höfð vinkilbeyja um 5 sm frá enda hvors þeirra. Síðan heldur maður laust um styttri end- ann milli vísifingurs og þum- alfingurs í hvorri hendi, og beinir lengri hluta prjónanna að þeim sem ætlunin er að kanna, um leið og maður nálgast hann hægt og rólega. Þegar komið er að árunni eiga prjónarnir að slást út til beggja hliða. Gæta verður þess vel að stinga ekki þann sem prjónunum er beint að því áran getur verið mismun- andi langt frá líkamanum, eft- ir því hversu vel sá er fyrir kallaður sem verið er að kanna. Til að finna út hvar hjálpar- veran er stödd er prjónunum beint til hliðar við þann sem verið er að kanna og eiga þeir þá að slá út á sama hátt þegar komið er að áru fylgj- unnar. Arild Mikkelsen tók að sér að sýna þetta með aðstoð Ásbjarnar Sandemo, og allt fór eins og fyrir var sagt. Meira að segja hjálparveran var á sínum stað. „Þarna höf- um við aðmírálinn," sagði Ás- björn þegar prjónarnir slógu út til hliðar við hann. Ég kunni ekki við að spyrja nán- ar út í það, enda hlýtur fylgja manna að vera þeirra einka- mál. En fólk getur haft fleiri fylgjur en þessa einu hjálpar- veru sem fylgir mönnum alla ævi frá fæðingu. Margit segir að sumir fái úthlutað einni eða fleiri fylgjum til viðbótar síðar á ævinni. Oft séu það látnir ættingjar. — Ég lenti einu sinni í því að kona sagði mér að hún hefði bróður sinn sem auka- fylgju, sagði Margit, en hvernig sem ég kannaði mál- ið fann ég aðeins konu. Hún sagði að mér skjátlaðist, því hún hefði sjálf oft séð hann. Ég sagði henni að ég fyndi aðeins kvenkyns veru, það væri greinilegt, þær voru allt- af miklu minni en karlkyns verurnar. ,,Já, en það er hann," segir hún, „hann var ekki nema átta ára þegar hann dó." — Hvernig stendur á því að fylgja fólks er alltaf af gagn- stæðu kyni? Eða er það ekki regla? — Jú, það er það venju- lega, og ástæðan held ég sú að við erum í eðli okkar tví- kynja. Veran sem fylgir okk- ur er hluti af okkur sjálfum. En ég á alltaf dálítið bágt með að trúa að þessi bjarta fallega vera með ljósa hrokkna hárið sem ég hef séð sé hluti af mér sjálfri. Slæðingur á Sprengisandi Talið berst nú að ferðalagi þeirra og það kom á daginn að Margit hafði ekki einasta beitt prjónunum góðu í ferð- inni til að kanna hvort reimt væri á ýmsum stöðum, held- ur hafði hún orðið vör við villuráfandi sálu eða aftur- göngu í einni kojunni í sælu- húsinu í Nýjadal undir Tungnafellsjökli, svo hún los- aði húsið við þennan slæð- ing. En hvernig bar það til og hvernig er farið að því að hreinsa hús af draugagangi? — Ég hafði ekki hugmynd um hvar í húsinu væri reimt. Þegar ég gekk með prjónana um skálann slógu þeir út yfir einni koju, svo ekki var um að villast, þar var eitthvað á sveimi. Ég fann að mikil ör- vænting og einsemd var þarna fyrir en engin illska, annars hefði ég ekkert átt við þetta. Þetta var sem sagt vin- samleg afturganga eða draugur. Þó ég sæi drauginn ekki fann ég fyrir veru hans, svo ég talaði til hans og sagði honum að ég skynjaði þá miklu kvöl og örvæntingu sem heldi honum bundnum við þennan stað, og nú væri hann ekki lengur einn, ég ætlaði að segja öllum frá veru hans þarna og fela hann þar með ljósinu á vald ... — Af hverju hefðirðu ekk- ert getað átt við þetta ef um illskeyttan draug hefði verið að ræða? — Einfaldlega af því að ég get hvergi komið nærri illvilj- uðum öflum. Mér hefur til dæmis verið sagt að það eigi að vera eitthvað óhreint í kjallara Skálholtskirkju. Ég hef ekki áhuga á að fara þangað niður, mér gæti orðið um megn að komast í tæri við sqkt, ég hef orðið fyrir þess áttar reynslu og lýst henni í inni af bókum mínum. En ég Margit ásamt eiginmanni sínum, Ásbirni Sandemo. kann töfraþulu til að reka út illa anda sem ég lærði af gömlum Sama. Því miður get ég ekki leyft þér að birta hana, þá væri um leið úr henni allur kraftur. — Var þetta sem þú lýstir allt og sumt sem þurfti að gera til að þessi villuráfandi sál fengi frið? — Já, en ég legg gjarnan silfurpeninga eða koparskild- inga í hvert horn hússins eftir að ég hef ávarpað hinn fram- liðna. Það á að tryggja að hann snúi ekki þangað aftur. Þegar ég sagði fólkinu þarna frá þessu og benti því á koj- una kom á daginn að margir sem þar höfðu sofið höfðu orðið einhvers varir. — Bar eitthvað fleira við á Sprengisandsleið? — Ekkert annað en það sem allir venjulegir ferða- menn verða varir við. Samt var það sama sagan og á Kaldadal, ég hafði ekki getað gert mér í hugarlund þá miklu auðn sem þarna er. Varla er hægt að tala um að neins staðar finnist almenni- legur bithagi fyrir hross, eða vin af neinu tagi. Mér finnst ótrúlegt að hægt hafi verið að ríða þessa leið á skemmri tíma en fjórum til fimm dög- um, en í bókinni var ég að hugsa um að það tæki í mesta lagi þrjá daga að fara ríðandi úr Eyjafirði til Skálholts. Djákninn heimsóttur Það sem eftir var leiðar norður í Eyjafjörð skoðuðu þau slatta af fallegum hross- um og nutu náttúrufegurðar að hætti ferðafólks og bar fátt til tíðinda fyrr en komið var að Myrká í Eyjafirði. I nýju bókinni á Djákninn á Myrká að koma við sögu sem eins konar uppvakningur þriggja galdramanna sem búið er að taka fasta, og er Móri einn þeirra, en Djáknanum er beitt til að hræða líftóruna úr þeim sem gæta fanganna. Á Myrká segist Margit Sande- mo hafa orðið einhvers vör nálægt miklum jarðföstum steini. Þar taldi hún víst að Djákninn frægi hefði gert vart við sig. Hún sagðist ekki hafa beitt prjónunum í kirkju- garðinum, það gerði hún aldrei, og inni í kirkjum tæki hún þá aldrei upp, enda stappaði guðlasti næst að gera það. Á Hólum varð töluverð ókyrrð þegar prjónunum var beitt nálægt stórum legsteini skammt frá kirkjudyrum. Þau höfðu reynt að leita að leg- stað Gottskálks biskups grimma en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sá sem grafinn er undir steininum var maður sem andaðist árið 1761, en 'hvorki var hann biskup eða valdsmaður að sögn Margit sem kvaðst ekki muna nafn hans. En aðalerindið að Hól- um var að reyna að komast í tæri við anda staðarins þegar þar var rekinn latínuskóli á 18. öldinni. — Ég gerði smákönnun við grunn skólans, sagði Margit, og greinilegt var að enn er sitthvað á sveimi frá þeirri tíð þegar skólapiltar þar lögðu stund á svartagaldur. Til allr- ar hamingju sá ég ekkert, enda ekki gott að vita hvað þar var á ferð. Nú, eftir að við höfðum skoðað okkur um á þessum stöðum fórum við til Akur- eyrar til að ná flugvél suður. Fleira markvert bar ekki við í þessari ferð. Þoka var á Ól- afsfjarðarmúla þegar við fór- um þar um, þannig að við misstum af því að sjá þver- hnípt bjargið ofan frá vegin- um. Það var kannski eins gott, manni er ekki alltaf hollt að sjá þær hættur sem á leið manns kunna að verða.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.