Pressan - 04.01.1991, Page 17
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
17
Semur sjálfsævisögu.
Semur hrossaævisögur.
Stjórnarformaður Sparisjóðs
Hafnarfjarðar.
Stjórnarformaður Fletti-
ramma.
Semur leikrit.
Sviðsetur leikrit.
Ekki krókódílamaðurinn heldur kóngulóarmaður
Frægasti kosningasmali
landsins hattur
Einn frægasti kosn-
ingasmali landsins, Har-
aldur Sigurdsson, er nú
á íausu. Það er reyndar
spurning hvort nokkur
getur nýtt sér það því að
Haraldur hefur tilkynnt
að hann ætli ekki að
koma nálægt pólitík
meira. Haraldur segist
vera búinn að fá sig full-
saddan á pólitík og öllu
heila kerfinu.
Haraldur á stórglæsileg-
an feril að baki því að hann
hóf kosningastarf sitt þegar
hann var í sigurliði Ásgeirs
Ásgeirssonar þegar hann
var kosinn forseti 1952. Þá
var Haraldur reyndar bara
sendill en síðar hófst hann
til metorða og var kosn-
ingastjóri forsetanna Krist-
jáns Eldjárns og Vigdísar
Finnbogadóttur.
Haraldur er mikill fram-
sóknarmaður og hefur
lengst af verið kosninga-
stjóri Framsóknarflokksins
en tók að sér kosningabar-
áttu Stefáns Valgeirssonar
þegar hann fór í sérfram-
boð. Haraldur er því nokk-
urs konar ábyrgðarmaður
Stefáns og þar af leiðandi
ríkisstjórnarinnar. — Sann-
arlega valdamiki! maður,
Haraldur, en nú er hann
sem sagt hættur.
FRASKIUM SKÖmHJO I
Visr HJA SI60RJ0HI
Jón Sæmundur Sigur-
jónsson alþingismaður
hefur sjálfsagt einkenni-
legasta aukastarf allra
þingmanna. Jón Sæmund-
ur, sem er sonur Siglu-
fjarðarprentsmiðju, þeys-
ist um höfuðborgarsvæðið
o^nnheimtir hjá sjoppum
PfSþóksölum aura vegna
sölu á Súpermanns- og
Kóngulóarmannsblöðun-
um. Það er Siglufjarðar-
prentsmiðja sem gefur
þessi hefti út.
Annars hafa þingmenn ým-
iss konar aukastörf til að
drýgja tekjurnar, sem þeir
hafa verið iðnir við að kvarta
yfir, fyrir utan ýmsar auka-
sporslur sem þeir fá í gegnum
nefndir og stjórnir í þinginu.
Guðrún Helgadóttir semur
bækur, Guðmundur Ágústs-
son stundar ýmis lögfræðileg
smáviðvik og var auk þess
stjórnarformaður í Fletti-
römmum hf., Guðmundur G.
Þórarinsson rekur öfluga
verkfræðistofu og Kristinn
Nskrúðsfjörður:
Yfirtekur Öli Uufdal
kaupfélagið?
Skemmtanakóngurinn Ólafur Laufdal
hefur tekið tryggð við Fáskrúðsfirð-
inga og sótti þá heim um jólin. Þar
hefur hann sem kunnugt
er fest kaup á Hótel
Snekkju, sem nú
heitir Hótel
Austurland, og
tekið
félagsheimilið
Skrúð á leigu.
Nú bíða Fá-
skrúðsfirðingar
þess eins
að Ólafur yfirtaki Skrúð-
inn sjálfan, eyjuna I mynni
fjarðarins, eða jafnvel
kaupfélagið.
Ólafur birtist á Fáskrúðs-
firði á milli jóla og nýárs en
haldinn var stórdansleikur í
Skrúði annan í jólum. í fylgd
með Ólafi voru meðal ann-
arra yfirdyravörur hans og
Birgir Hrafnsson skemmtana-
stjóri.
Fáskrúðsfirðingar tóku Ól-
afi konunglega svo og hann
þeim, að sögn heimildar-
manna PRESSUNNAR.
Pétursson rekur fiskvinnslu.
Þórhildur Þorleifsdóttir setur
upp leikrit og Ragnar Arnalds
semur þau. Egill Jónsson,
Pálmi Jónsson, Jón Helga-
son, Páll Pétursson, Eggert
Haukdal og Valgerður Sverr-
isdóttir eru bændur í hjáverk-
um. Kristín Einarsdóttir
kennir og Matti Matt. er
stjórnarformaður Sparisjóðs
Hafnarfjarðar. Ásgeir Hann-
es semur sjálfsævisögur og
Egill Jónsson semur hrossa-
ævisögur auk bústarfanna.
Eyjólfur Konráð Jónsson rek-
ur lögfræðistofu og ræktar
fisk og Ingi Björn Albertsson
rekur sprúttheildsölu og
þjálfar Val. Karl Steinar
Guðnason rekur verkalýðsfé-
lag og Guðmundur H. Garð-
arsson rekur lífeyrissjóð. Jón
Kristjánsson er ritstjóri viku-
blaðsins Austra og Sighvatur
'Ðjörgvinsson er fram-
kvæmdastjóri Norræna fé-
lagsins. Skúli Alexandersson
á saltfiskverkun og Stefán
Valgeirsson er í fiskeldi.
endis ráðinn til að leikstýra
bíómynd fyrir Propaganda
Films. Myndin sú kostar
drjúgan skilding en gróðinn
hjá Sigurjóni og félögum er
mikill, ekki síst fyrir tónlistar-
myndböndin. Þannig má
segja að Madonna borgi sín-
um fyrrverandi laun en á
milli þeirra er grunnt á því
góða. Þau skötuhjú slógust
iðulega eins og hundur og
köttur, þar til Madonna fékk
nóg og sparkaði Sean. En nú
eru þau sem sagt bæði upp á
náð og miskunn Sigurjóns
komin: hann með vinnu, hún
með fleiri toppmyndbönd.
Það er eins gott fyrir þau að
halda sér á mottunni.
Kannski kennir Sigurjón
þeim sjómann...
Sigurjón Sighvatsson er
búinn að slá rækilega í
gegn í Bandaríkjunum og
sifellt fjölgar stjörnunum
hann vinnur meö. Fyr-
irtæki Sigurjóns, Propag-
anda Films, hefur lengi
framleitt tónlistarmynd-
bönd ofurkynbombunnar
Madonnu en hún er víst
jaf nráðrík og hún er glæsi-
leg. Madonna hefur tjald-
að til einnar nætur í ástar-
málum upp á síðkastið,
síðan hún fékk nóg af þeim
kjaftfora og ófríða stór-
leikara, Sean Penn.
Um daginn tölti Sean Penn
inn á skrifstofu Sigurjóns Sig-
hvatssonar og var snimm-
FYRStl 600BERIJOIANNA
Fyrsti boðberi jólanna á Islandi
er ekki jólasveinninn í Ramma-
gerðinni, eins og margir halda,
heldur Pétur Guðmundsson, flug-
vallarstjóri á Keflavíkurflugvelli.
Á hverju ári mörg undanfarin ár
hefur Pétur sagt upp ákvæðum í
samningum við starfsfólk flugvallar-
ins, sem kveða á um að það skuli fá
laun fyrir vinnu sína á jóladag.
Pétur Júlkar samningana þannig að
ef þeim væri ekki sagt upp yrði fólkið
að vinna um hátíðarnar. Hann kýs því
að láta fólkið sitja kauplaust heima.
Starfsfólkið er hins vegar óhresst
með Pétur og hinar árlegu uppsagnir.
Það vill fá laun þrátt fyrir fríið eins og
flestir aðrir launþegar.
ÁRÍOANDISTADREYNDIR
- A meialævi munt þú:
Horfa á sjónvarp í um það bil 10 ár.
Nota 2.574 rúllur af klósettpappír.
Borða 7.800 brauð.
Sofa í 25 ár.
Fara 13.650 sinnum í bað.
Blikka augunum 680 milljón sinnum.
Sturta úr klósettinu 109.200 sinnum.
Upplifa mánudaga í rúm tíu ár samtals.