Pressan


Pressan - 04.01.1991, Qupperneq 19

Pressan - 04.01.1991, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991 19 DIDDI FIÐLA, Sigurður Rúnar Jóns- son tónlistarmaöur hljóp til skips þegar gosið hófst í Vestmannaeyj- um, greip með sér hangikjötslæri en gleymdi fjölskyldunni. Júlíus Sólnes: ÉG GERI OFT OG TÍÐUM ÓTTALEG GLEYMSKUPÖR má til sanns vegar færa að því meira sem Steingrímur gleymir þeim mun meira aukast vinsældir hans. HVAÐ ER TIL RÁÐA? En hvað er til ráða fyrir þá sem eru algerlega úti að aka? Sálfræð- ingarnir James Reason og Klara Mycielska segja í bókinni Absent Minded: „Mistök eru sú greiðsla sem við innum af hendi fyrir það að geta stjórnað flóknum aðgerðum án mikillar einbeitingar." Það er því að- eins hægt að vera trúr yfir litlu eða einfaldlega þjálfa sig upp og ná betri stjórn á athyglinni. Árið 1905 sagði Yogi Ramacha- raka: „Margar manneskjur hafa öðl- ast hæfileikann til að einbeita sér en hafa jafnframt látið einbeitinguna einráða um stjórnina. Slíkar mann- eskjur verða þrælar einbeitingar- innar, gleyma sjálfum sér og öllu öðru og vanrækja oft nauðsynlega hluti. Það er mjög takmörkuð að- ferð tii einbeitingar og þær mann- eskjur sem ánetjast verða þrælar ávana sinna en ekki húsbóndar hug- ans. Þær verða dagdreymnar og ut- angátta manneskjur." „Beinið athyglinni að einhverjum ákveðnum hlut sem þið þekkið vel, til dæmis blýanti. Einbeitið hugan- um að blýantinum og útilokið alla aðra hluti. Skoðið stærðina, lögun- ina, litinn og tegund viðarins. íhugið notagildið og hvernig blýanturinn verður til — í stuttu máli allt sem mögulega gæti tengst viðfangsefn- inu.“ Þannig telur jóginn að sé hægt að yfirvinna vandann með hugleiðslu. Eins og fram kemur í viðtalinu við Sölvínu Konrábsdóttur sálfræðing tengist þetta oft persónuleikanum. Hún segir það gefast vel að setja sér stiklur eða minnispunkta og komast þannig hjá verstu skakkaföllunum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir „Ætli það sé ekki með þingmenn eins og almenning, sumir eru utan- gátta aðrir ekki,“ sagði Júlíus Sól- nes, umhverfisráðherra, er hann var spurður hvort þingmen.n væru al- mennt meira utangátta en annað fólk. „Það má að vísu til sanns vegar færa að við höfum ansi mikið á okk- ar könnu og starfið getur verið eril- samt og þá þarf að hugsa um milljón hluti í einu. Það er oft hlægilegt að sjá til fólks hér í þinginu hlaupandi upp og niður stigana vitandi ekkert í sinn haus. Eitt kátbroslegasta atvik sem ég hef orðið vitni að hér í þing- inu var þegar Jón Scemundur Sigur- jónsson var að labba úr þingsölum. Þá vildi þannig til að Ragnhildur Helgadóttir brosti afar blíðlega og það kom svo á manninn að hann gekk rakleiðis á dyrakarminn. Þetta var síðan sýnt sama kvöldið á annarri sjónvarpsstöðinni, meira að segja hægt, þannig að maður sá glöggt hvernig hann lamdist utan í dyrakarminn." STEINGRÍMUR KEMUR OFT SKEMMTILEGA Á ÓVART — Hvað með hina víðfrægu gleymsku sumra þingmanna? Nú á forsætisráðherrann til að gleyma ýmsu sem fram fer í þinginu og stjórninni. „Það eru nú eins og ég sagði áður milljón hlutir að muna og ekki nema ofurmennum ætlandi að leggja allt á minnið án þess að feila í nokkrum hlut. Steingrímur kemur manni nú oft skemmtilega á óvart. Hann á til að missa út úr sér mjög skemmtilegar setningar sem allir taka sem gamanmál en eru kannski ekki sagðar í neinu gríni. Það má minna á eina sögu þegar hann var að lýsa ástandi bankanna og sagði að það væri engu líkara en banka- ráðsmennirnir væru fangar banka- stjóranna. Það má líka nefna að hann á til að koma með alls kyns málamiðlanir og tillögur sem koma eins og þruma úr heiðskíru lofti og það slær beinlínis þögn á fólk. Oft leysast málin hreinlega á þann hátt.“ MÉR HÆTTIR MJÖG TIL AÐ GLEYMA LYKLUM — En hvað með þingmanninn og prófessorinn Júlíus Sólnes? Er hann dálítið utangátta? „Ég geri oft og tíðum óttaleg gleymskupör. Mér hættir til að gleyma lyklum og ég er sífellt að leita að skjölum sem ég man ekki hvar ég hef lagt frá mér. Það má segja að ef horft er til þessarar goð- sagnar um viðutan prófessora þá sé ég ágætis fulltrúi fyrir þá stétt. Þessi goðsögn á rétt á sér að því leyti að þeim sem eru iangskóla gengnir og þurfa að fást við mörg og snúin mál í einu hættir til að gleyma þessum einfaldari hlutum í lífinu. \ Eitt besta dæmið ofan úr háskóla er af Sigurkarli Stefánssyni sem kenndi mér þegar égvar að stíga mín fyrstuspor þar. Hann átti til að gleyma þv> að hann væri á bíl og lagði þá oft af stað fó' gangandi niður í bæ.“ Sölvína Konráösdóttir: VK SJÁUM FYLCNIVK PERSÓNULEIKANN „Það fyrirbæri að vera viðutan á sér skýringar í alþýðusálfræðinni," segir Sölvína Konráðsdóttir sálfræð- ingur í spjalli um hvernig sálfræðin skilgreinir fyrirbærið að vera viðut- an. „Þar birtist það gjarnan í pró- fessornum sem er svo upptekinn af merkilegri viðfangsefnum að hann má ekki við hinu daglega amstri og hins vegar í þeim sem á við geðræn vandkvæði að stríða, er með öðrum orðum skrítinn. í þessari goðsögn tengist annað fyrirbærið gáfum en hitt sálrænum vandkvæðum. Eins og oft gerist með alþýðusálfræðina er skýringin rétt að hluta til en þó ekki.“ INNHVERFIR OG ÚTHVERFIR EINSTAKLINGAR „Það eru vissulega til margir fletir á þessu máli,“ segir Sölvína. „Viðut- an hegðun getur átt sér skýringar í mikilli streitu eða álagi. Einnig get- ur drykkja eða vímuefnaneysla spil- að þarna inn í. En þegar við erum að tala um fyrirbærið sem orsök ein- hverrar hegðunar en ekki afleið- ingu af þessum þáttum þá á sálfræð- in vissulega skýringar. Innan sálfræðinnar þýðir þetta fyrirbæri að einstaklingur missir út úr athyglisviðinu ákveðna þætti sem þykir sjálfsagt að muna og við ætlum alla færa um. Rannsóknir á þessu sviði innan sálfræðinnar eru hvorki víðtækar né merkilegar. En við vitum þó að þetta tengist ekki greind eða hæfni einstaklingsins á einstökum sviðum. Það er ekki heldur geðrænt vandamál. Við sjá- um hins vegar að það að vera viðut- an stendur í sambandi við persónu- leikann. Samkvæmt kenningu Ey- senck er hægt að tala um innhverfu og úthverfu." ÞURFA ÁREITI Á MJÖG LÁGUM STYRK „Þeir einstaklingar sem eru inn- hverfir hafa mjög næmt taugakerfi. Þeir þurfa athygli á mjög lágum styrk til að geta svarað því. Ef við- komandi er t.d. í herbergi þar sem er mikill hávaði eða fjöldi fólks byrj- ar hann að vinsa úr. Þessir sömu ein- staklingar eru þess vegna líklegir til að þróa með sér viðutan hegðun. Þetta er einstaklingurinn sem fer þreyttur upp í bíl og ætlar í vinnuna en fer eitthvað annað. Sami ein- staklingur á kannski erfitt með að rata um stórmarkaðinn í hverfinu. Þessir menn þekkjast oft á því hvað þeir eru ómannglöggir. Þeir mæta fólki sem heilsar og geta ekki tengt andlitið við nafnið. Þeir taka ekki undir kveðjuna og fá því orð á sig fyrir að vera merkilegir með sig.“ EKKI ÓEÐLILEGT „Það að vera viðutan er ekki óeðlilegt. Oft er um að ræða ein- staklinga sem geta orðið hugfangnir af viðfangsefnum og sökkt sér niður í hugleiðingar. Það getur nýst þeim mjög vel, t.d. í námi. Það er hægt að vinna bug á þeim vandkvæðum sem skapast þegar fólk er mikið utangátta við hvers- dagslega hluti. Það er hægt að læra betur á sjálfan sig og viðbrögð sín og kannski setja sér stiklur til að forð- ast að gleyma nauðsynlegum hlut- um.“ FÓLK FYRIRVERÐUR SIG FYRIR ÞETTA — Hefur þú orðið vör við þetta í starfi þínu sem skólasálfræðingur? „Að sjálfsögðu en þó virðast nem- endur síður leita aðstoðar með þetta vegna þess hversu fólk fyrir- verður sig fyrir það en oft vill þetta koma upp á yfirborðið þegar þú hef- ur fengið ákveðna mynd af einstakl- ingnum og upplýsingar. Þá er einn- ig kominn grundvöllur til þess að ræða það. Það kemur aftur á móti líka fyrir að ég fæ einstaklinga sem kvarta hástöfum yfir þessu vanda- máli, það eru oft og tíðum einstakl- ingar sem eru undir miklu álagi og streitu. Þá ertu komin með þessa viðutan hegðun sem afleiðingu en ekki orsök og þá ber að leita að því sem veldur þessu mikla álagi." gy MkI ýjustu ráðningar Jóns Bald- vins Hannibalssonar í utanríkis- þjónustunni þykja bera með sér sterkan viðreisnar- anda. Hann hefur gert Sigríði Snæv- arr að sendiherra í Svíþjóð en Sigríður er eiginkona Kjart- ans Gunnarsson- ar, framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Gunnarsson hefur verið skipaður sendifulltrúi en hann er bróðir Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Loks hefur Gunn- ar Pálsson verið skipaður sendi- herra á sviði afvopnunarmála en Gunnar er sjálfstæðismaður og harður NATO-sinni.. . u m áramótin hélt 68-kynslóð- in sinn árlega áramótafagnað í Þjóð- leikhúskjallaranum. Meðal annars hélt Steinunn Sig- urðardóttir rithöf- undur hátíðarræðu og Jóhannes Kris^- ánsson eftirherma og stjórnmálafræði- nemi fór með gam- anmál. Sá sem sló hins vegar rækilega í gegn var Haukur Morthens söngvari. 68-kynslóðin ætlaði aldrei að sleppa honum af sviðinu og í Ijós kom að hún kunni alla textana við lög Hauks utanbókar. Einhvern tíma hefði Haukur ekki beinlínis átt upp á pallborðið hjá þessari kynslóð... N m ú er nokkuð ljóst að Birting ætlar að hunsa skoðanakönnun Al- þýðubandalagsins í Reykjavík 19. ----------- janúar næstkom- andi. Svavar Gests- son, Guðrún Ág- ústsdóttir og Álf- heiður Ingadóttir hafa boðið sig fram og að líkindum gerir . slíkt hið sama Ás- mundur Stefánsson forseti ASI. Á sama tíma fjarlægjast Birtingar- menn Alþýðjubandalagið hug- myndafræðilegá og ætla að láta skoðanakönnunina afskiptalausa. Birting héfur um leið látið þau boð út ganga að félagsmenn hafi óbundnar hendur í komandi þing- kosningum... A ^^^lþyðuflokksmenn í Reykja- vík ganga til prófkjörs eftir mánuð en kosningabarátta frambjóðenda --------er ekki hafin opin- berlega. Jón Bald- | vin Hannibalsson | og Jóhanna Sig- urðardóttir eru tal- V sætin en ekki er ljóst --------íiJ hvort Jóhanna glím- ir við formanninn um fyrsta sætið. Birgir Árnason, hagfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Jóns Sig- urðssonar, hefur hætt við þátttöku en vitað er um þrjá sem ætla að demba sér í slaginn, þeir eru Magn- ús Jónsson veðurfræðingur, Þor- lákur Helgason blaðamaður og Össur Skarphéðinsson aðstoðar- forstjóri...

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.