Pressan - 04.01.1991, Qupperneq 20
20
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
iíitjjnr
ítjlcitíhar
{ijóððötjitr
Binni í Gröf var lands-
þekktur aflaskipstjóri.
Hann haföi áhuga á fleiru
en fiskveiöum, var m.a.
einnig mikill áhugamaöur
um skotveiöi.
Eitt sinn höföu Binni og
sonur hans Sævar, sem
reri lengi meö karli fööur
sínum, fengið nýjan riffil.
Sagan segir frá því þegar
þeir voru á heimleið úr
róöri. Feögana langaði
mikiö til aö reyna nýja
vopnið. Veður var ágætt
og því kjörið tækifæri til
aö reyna riffilinn. Þegar
þeir áttu stutt ófarið til
Eyja fóru þeir út á dekk,
hlóöu riffilinn og leituöu
aö skotmarki.
Þeim sýndist selur vera
á sundi nærri landi. Binni
tók riffilinn og geröi sig
kláran til að hleypa af.
Þegar hann er aö miöa
hikar hann smástund.
Sævar, sem var orðinn
mjög spenntur, verður
undrandi á karlinum og
spyr hvers vegna hann
hleypi ekki af. Binni styn-
ur upp aö þetta sé ekki
selur heldur maður á
sundi. „Skjóttu samt,
pabbi, skjóttu samt,"
sagöi Sævar. Binni
hleypti ekki af.
(Úr sjómannasögum)
Ungur maöur á Vestur-
landi, sem er þekktur í
sinni sveit fyrir aö Ijúga
upp á sjálfan sig afrekum
í kvennamálum, var eitt
sinn tekinn fyrir af vinnu-
félögum sínum. Hann
haföi sagt af sér ótrúleg-
ustu sögur og vissu allir
aö aöeins fáar af sögun-
um voru sannar.
Áöuren lygarinn mætti
til vinnu lögöu hinirá ráö-
in. Þeim kom saman um
að spyrja lygarann þegar
hann kæmi til vinnu hvort
hann heföi gert þaö meö
kvenmanni og verið meö
haka í höndunum rétt á
meðan.
Sá sem var ákveðið aö
ætti aö eiga orðastað viö
söguhetjuna, strax og
hinn mætti, tók aö ræöa
viö hann um kvensemi.
Eftir stuttar viöræður
kemur spurningin:
„Segöu mér, hefur þú
veriö meö kvenmanni og
haldiö á haka í annarri
hendi samtímis?"
„Já. Þaö var eitt sinn aö
pabbi gamli bað mig aö
brjóta upp bílskúrsgólfið.
Þegar ég var nýbyrjaður
aö mölva gólfiö kom ung
stúlka inn í bilskúrinn.
Hún var mjög falleg.
Stúlkugreyiö rataði ekki
þangaö sem hún ætlaði
og var að spyrja mig til
vegar. Ég dró að svara
henni þar sem mér leist
vel á hana. Þaö fór ekki á
milli mála aö henni leist
vel á mig. Til aö gera
langa sögu stutta þá er
best aö segja þér strax,
vinur minn, aö við áttum
saman góöa stund. Þaö
sem var sérstakt við
þetta fyrir mig, reyndan
manninn, var þaö aö ég
sleppti aldrei taki á hak-
anum."
(Úr öfgalygarasögum)
Þeir sjá um að hirða ruslið
og draslið eftir næturflug
okkar hinna. Gamlir menn í
appelsínugulum smekkbux-
um sem ýta á undan sér
vögnum með kústum og
skóflum auk annarra nauð-
synlegra áhalda. Einn jjess-
ara manna er Þorkell Arna-
son. Hann er fæddur á Vífils-
stöðum en uppalinn í Reykja-
vík. Hann býr ásamt systur
sinni á Nesvegi og er að sögn
ánægður með lífið og tilver-
una.
— Þorkell, hvað ertu búinn
að vera lengi í þessu starfi?
„Þetta er tuttugasta og
annað árið mitt hérna. Eg er
66 ára og fæ ellistyrk næsta
ár. Ég ætla nú samt að halda
áfram að vinna.“
— Er svona gaman að
vinna?
„Já, það er bara fínt, nema
þegar það er frost en þá för-
um við bara inn í strætóskýli
og hlýjum okkur. Stundum
tölum við líka saman. Ég og
vinur minn sem heitir Raggi
tölum mikið saman. Svo fá-
um við kaup og ég fæ það ein-
mitt núna á eftir.“
— Hlakkarðu til jólanna?
„Já. Mjög mikið. Ég ætla að
borða kjöt á jólunum og svo
fæ ég líka frí í vinnunni í
fimm daga.“
— Ætlarðu að borða hangi-
kjöt á jólunum?
„Já. Mikið af hangikjöti."
Núna er Þorkell orðinn
óþolinmóður og farinn að
sýna á sér fararsnið. Enda er
mikið að gera við að þrífa
upp sóðaskapinn í miðborg-
inni. Hann mundar kústinn í
sífellu og horfir niður á tærn-
ar á sér.
— Þorkell, er mikið rusl í
miðbænum?
„Já, það er ægilegt rusl og
drasl og mikill sóðaskapur og
núna verð ég að halda áfram
að þrífa."
SJÚKDÖMAR OG PÓLK
Há blódfita og jólamaturinn
Hann hafði verið með
mér í Laugarnesskólanum
einu sinni fyrir óralöngu.
Nú var hann kominn með
lítið fyrirtæki og flutti inn
varahluti í tékkneskar
dráttarvélar og ilmefni frá
Rúmeníu. Hann var búinn
að fara í gegnum þrjú gjald-
þrot, fjóra trúarsöfnuði og
tvo hjónaskilnaði. Þennan
vetrardag rétt fyrir jólin
stóð hann í Austurstræti
miðju með fýlusvip.
— Hvað er að? spurði ég.
— Þeir eru búnir að eyði-
leggja fyrir mér jólin, þessir
bölvaðir læknar, sagði
hann biturlega. Ég fór í
skoðun og mældist með allt
of háa blóðfitu auk þess
sem ég er í ætt þar sem
hjartasjúkdómar eru al-
gengir. Læknirinn kvaðst
líta þessa bölvuðu blóðfitu
mjög alvarlegum augum og
setti mig á sérfæði til að ná
þessu niður. Hvað þýða
blóðfitumælingar eigin-
lega? bætti hann við. Við
ákváðum að fara inn á
gamla Hressó, fengum okk-
ur kókó og smáköku og ég
rifjaði upp allt sem ég
kunni um blóðfitu.
KÓLESTEROL OG
LIPOPROTEIN
Það er vitað að fitan í
blóðinu er í réttu hiutfalli
við þá fitu sem við látum í
okkur og tíðni hjartasjúk-
dóma fer vaxandi eftir því
sem fitan eykst. Japanir
borða fitusnauðan mat og
hafa lága blóðfitu og lága
tíðni hjartasjúkdóma. Finn-
ar borða mikið af fitu, hafa
háa blóðfitu og tíðni hjarta-
sjúkdóma er einhver sú
hæsta í heiminum. Þegar
rætt er um blóðfitu er eink-
um átt við kólesterol og
þríglyceríöa en auk þess
er talað um ákveðin fitu-
eggjahvítuefni eða lipo-
protein sem skipta afar
miklu máli. Þríglyceríða-
mælingar segja lítið um
áhættu varðandi hjarta- og
æðasjúkdóma en LDL (low
density lipoproteins)
virðist hafa þýðingu fyrir
æðakölkun. LDL flytur kól-
esterolið um líkamann og
því meira LDL þeim mun
meiri er hættan á æðakölk-
un. Kólesterol flyst líka um
líkamann með HDL (high
density lipoproteins) en
magn þess stendur í öfugu
hlutfalli við æðakölkunina.
Þeim mun meira sem er af
HDL í blóðinu því minni
líkur eru á hjartasjúkdóm-
um. HDL er því stundum
kallað góða blóðfitan. En
kólesterolmælingin segir
okkur hvað mest um hætt-
urnar svo og hlutfallið milli
kólesterols og HDL. Kólest-
erol er mælt í milligrömm-
prósentum eða millimolum
í lítra. Yfirleitt er miðað við
það að kólesterolmagnið
fari ekki yfir 220—240
mg% eða 5.7—6.2
mmol/1. Ef mæling er
hærri verður að reyna að
lækka þá tölu.
MEGRUN OG BREYTT
MATARÆÐI
Besta leiðin til að minnka
kólesterol í blóðinu er að
breyta mataræðinu og
megra sig. Kólesterol er
aðallega í fæðutegundum
úr dýraríkinu, eggjum,
kjöti og fitu. Mettaða mjólk-
urfitan eins og smjör, rjómi
og feitir ostar inniheldur
mikið af kólesteroli sem er
skaðlegt. Ráðlegt er að fita
sé einungis 30% af heildar-
hitaeiningunum sem neytt
er og sérlega þýðingarmik-
ið er að minnka neyslu
mettaðrar fitu eins og þeirr-
ar sem er í landbúnaðarfit-
unni. í staðinn er mælt með
að auka neyslu ómettaðrar
fitu úr jurtaríkinu og borða
meira af fiski og fuglakjöti,
grænmeti og ávöxtum.
Líkamshreyfing er mikil-
væg þegar lækka á kólest-
erolmagnið í blóðinu, bæði
megrast menn og HDL
eykst í blóði þegar trimmað
er. Allir sem mælast með
hátt kólesterol ættu að
reyna að ná kjörþyngd sem
fyrst. Auk þess er sérlega
þýðingarmikið að ráðast til
atlögu við aðra áhættu-
þætti eins og reykingar og
háan blóðþrýsting þegar
kólesterol mælist of hátt.
Þegar áhættuþáttunum
fjölgar aukast líkurnar á
æðakölkun og hjartasjúk-
dómum svo að kólesterol-
mælingin ein segir ekki alla
söguna en ef aðrir áhættu-
þættir eru líka fyrir hendi
verður gildi hennar mun
meira. Ef ekki tekst að
lækka blóðfituna með
megrunaraðgerðum og lík-
amshreyfingu verður
stundum að grípa til ann-
arra ráða eins og að lækka
kólesterolið með lyfjum en
yfirleitt er það ekki gert
fyrr en í lengstu lög. Þau lyf
sem mest eru notuð til þess
nú eru questran (kolestyr-
amin) og mevacor (lova-
statin).
HVAÐ UM
JÓLAMATINN?
Jólamaturinn hefur
breyst mikið í aldanna rás.
Forðum át þjóðin magál,
sperðil og hangiket en nú
snæðir fólk hamborgar-
hryggi, rjúpur og svína-
steik. Með þessu er borið
fram grænmeti og rjóma-
sósur. í eftirréttunum er
ómældur rjómi líka svo
jólamaturinn er sérlega vel
til þess fallinn að hækka
blóðfituna. Ráðleggingar
læknanna til skólabróður
míns voru því skiljanlegar.
Ég ráðlegg öllum sem
mælst hafa með háa blóð-
fitu að fara varlega í mat og
drykk um þessa miklu át-
hátíð og byrja sem fyrst að
hreyfa sig sem mest. Best er
að láta fylgjast með blóðfit-
unni öðru hvoru og reyna
þannig að halda sem flest-
um áhættuþáttum hvað
varðar hjarta- og æðasjúk-
dóma í skák.