Pressan - 04.01.1991, Page 24

Pressan - 04.01.1991, Page 24
24 FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991 HflFMflBFJflRMB hneuBsl í BEIRUT nn SELFYSSIIMEflR gerast hryðjuverkamenn Ersvona leiðinlegt að taka niður jólaskrautið á þrettándanum? Þaö er adeins eitt sem gerir okk- ur íslendinga uirkilega brjálada. Þad er þegar jólin eru tekin af okkur. Adeins á því augnabliki brestur eitthvad innra med okkur og vid verbum tilbúin ab storka yfirvöldum, réttvísinni, þjóbarsátt- inni og þó sérstaklega foreldrum okkar. Meb grátstafinn í kverkun- um yfir horfnu jólaskrauti þyrpast borgarar landsins út á göturnar á þrettándanum og byrja ab hlaba sér götuvígi, kveikja bálkesti, grýta lögregluna og framleiba molotov- kokkteila. Þrettándinn vekur kvíba mebal yfirvalda víba um land en þó hvergi sem á Selfossi og í Hafnar- firbi. Þessi síbasti dagur jóla er vanalega fyrsti og eini uppreisnar- dagur borgaranna hér á landi. Þetta kvold leysir beirútandinn jólaandann af hólmi á íslandi. Skríllinn tekur völdin og lögreglan signir sig. Þessir tveir framantöldu bæir eru orðnir sögufrægir hér á ís- landi vegna þess uppreisnar- ástands sem þar ríkir á þrettánd- anum. Þrátt fyrir að betri borgarar séu lítt hrifnir af þessari auglýs- ingu þá trekkir hún svo sannar- lega að á þrettándakvöldið. Betur en margar lopapeysuauglýsingar. Oft og iðulega gerðist það að for- vitnir nágrannar þyrptust til bæj- anna til að fylgjast með og taka þátt í tryllingnum. Þetta var sann- kölluð adrenalínsveisla fyrir her- lausa íslendinga sem dottað höfðu yfir kjötkötlum jólanna. Stundum hefur verið talað um að á þrett- ándanum sé verið að rota jólin en ljóst er að fleira hefur verið rotað þá. HEFÐ AÐ GERA ALLT VITLAUST „Það var hefð á þessum degi að fara í bæinn og gera allt vitlaust. Auðvitað var reynt að spila inn á viðbrögð lögreglunnar og helsta ástæða þess að þetta gekk út í öfgar voru auðvitað starfsaðferðir hennar. Þegar ég lít til baka þá sé ég að aðalástæðan fyrir þessu öllu voru kolröng viðbrögð lögreglunn- ar,“ sagði Davíb Þór Jónsson sem ólst upp í Hafnarfirði. Davíð var einmitt kunnur af afrekum sínum á þrettándanum þótt hann segist í sjáifu sér ekki monta sig af því nú — segist hafa verið nokkuð villtur á þessum árum. Frægasta afrek Davíðs var þeg- ar hann braut rúðuna í Sparisjóði Hafnarfjarðar sem hann reyndar segir að hafi verið stærsta tjónið á þeim þrettándum sem hann tók þátt í. Rúðan var rándýr og Davíð þurfti að semja við sparisjóðsstjór- ann um afborganir á henni. Flestir Hafnfirðingar hafa ein- hvern tíma tekið þátt í borgara- stríðinu á þrettándanum. Annar Hafnfirðingur, sem telst til betri borgara núna, Tryggvi Harbarson, bæjarstjórnarfulltrúi og blaðamað- ur, segist einnig hafa kynnst ýmsu misjöfnu á þrettándanum. Hann segir að minnisstæðast sé honum þegar rútufarmar af lögregluþjón- um komu til Hafnarfjarðar til að aðstoða lögregluna þar. Þá sagði Tryggvi að stundum hefðu verstu óeirðaseggirnir verið fluttir til Straumsvíkur í rútu og skildir þar eftir. Var talin hæfileg refsing fyrir þá að eyða þrettándanóttinni í að ganga heim og auk þess voru þeir fjarlægðir af vígvellinum með þessu. Þetta sýnir glögglega það ástand sem ríkti því það var ekki bara skríllinn sem var tilbúinn til að brjóta allar reglur. Lögreglan greip til meðala sem sjálfsagt teldust ekki til fyrirmyndar í réttarríkinu; sem dæmi má nefna fjöldahand- tökur. Nánast allir leyfðu sér að ganga af göflunum. Var til þess tekið að snyrtilegir fyrirmyndar- unglingar teldu ekki eftir sér að mæta á vígvöllinn. Var eins og þeir hefðu fengið leyfi til að breyt- ast í vandræðaunglinga þetta eina kvöld á árinu. ÁHALDAHÚSINU BREYTT í FANGELSI - OG FJÖLDA- HANDTÖKUR „Það gerðist oft að lögreglan sat fyrir mönnum á leið niður í bæ og tók þá fasta áður en þeir komust til að gera nokkuð. Ég var vana- lega einn af þeim fyrstu sem voru teknir af því að ég gerði alltaf eitt- hvað af mér. Maður var vanalega stimplaður fyrirfram og ég man til dæmis eftir samtali sem ég átti við lögregluþjón þegar ég var 17 ára og stóð niðri í Strandgötu og var að horfa á. Það var svona: „Viltu drulla þér í burtu,“ sagði lögreglu- þjónninn við mig. Ég spurði af hverju og þá sagði hann: „Nú, þú ætlar að rífa kjaft." Um leið var ég gripinn og settur inn í Svörtu-Mar- íu og keyrður upp í áhaldahús fyr- ir það að hafa verið dónalegur við lögregluna. Uppi í áhaldahúsi var oft mikið fjör. Þar voru yfirleitt samankomn- ir helstu ólátabelgirnir og voru menn að dunda sér við að ergja lögregluna. Það var verið að -slökkva ljósin og ryðjast út úr hús- inu. Allir voru að reyna að vera kaldir kallar og plata lögregluna," sagði Davíð Þór. Að sögn Sveins Björnssonar, list- málara og rannsóknarlögreglu- þjóns í Rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði, hófst þetta stríð upp úr miðjum sjötta áratugnum. Reyndar hafði það áður verið um nokkurra ára skeið á gamlárs- kvöld en Reykvíkingar tóku síðan við þeim vafasama heiðri að ólát- ast á gamlárskvöld. Sveinn sagði að ástandið hefði stundum verið skelfilegt og það hefði komið fyrir að rúðubrot hefðu verið með allri Strandgötunni. Þá mun það hafa tíðkast á fyrstu árunum að draga báta upp á Strandgötu og mun jafnvel trilla hafa verið dregin þangað upp. Eitt skiptið gekk leik- urinn svo langt að kveikt var í einum bátnum. BEIRÚTSTEMMNINGIN ALLS RÁÐANDI „Ástandið var oft alveg furðu- legt svo að það minnir helst á Beirút," sagði Davíð Þór og bætti við: „Löggan keyrði um og talaði við fólkið í gegnum hátalara sem

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.