Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991
13
SLEIPNER í MÁL VIB
EDDIILÍNU Á ÍSLANDI
— Vegna málsóknarinnar víkur formaöur prófnefndar veröbréfamiölara sœti þegar umsókn
Eddu um leyfi til verdbréfamidlunar verdur tekin fyrir.
Sleipner UK Ltd. í Bretlandi
hefur höfdad mál á hendur
Eddu Línu Helgason, fyrrver-
andi framkvœmdastjóra fyr-
irtoekisins, en Edda er nú bú-
sett hér á landi og starfar sem
einn af þremur fram-
kvœmdastjórum nýja verd-
bréfafyrirtœkisins Handsals.
Ragnar Aðalsteinsson lög-
maður fer meö málið fyrir
hönd Sleipners.
Um er að ræða þrjú sjálf-
stæð mál og hafa þau þegar
verið þingfest í bæjarþingi
Reykjavíkur. í byrjun næsta
mánaðar verður líklega tekin
fyrir frávísunarkrafa í einu
þeirra, en lögmaður Eddu er
Jónas Aðalsteinsson.
Eins og fram kom í PRESS-
UNNI á dögunum hefur Edda
sótt um leyfi sem verðbréfa-
miðlari á Islandi. Pað er við-
skiptaráðuneytið sem veitir
leyfi að fenginni umsögn
prófnefndar verðbréfamiðl-
ara. Formaður nefndarinnar
er Tryggvi Gunnarsson lög-
maður, en hann rekur mál-
flutningsskrifstofu í félagi við
Ragnar Aðalsteinsson og
fleiri. Tryggvi staðfesti í sam-
tali við PRESSUNA, að hann
ætlaði að víkja sæti í nefnd-
inni þegar umsögn Eddu yrði
tekin fyrir, þar sem samstarfs-
maður hans ræki nú mál
gegn Eddu.
imum^
ItfíSK&öfi
Líjgvei’ndai’maöur dœmdui* fyrlr lölsun erlðaskrár
Starfsmaöur Sundlaugar Sel-
tjarnarness felur auglýsing-
una frá Hallgrími.
Siðan fjarlægöi hann auglýs-
inguna.
Læknaauglýsing
fjarlægð í flýti
Það varð uppi fótur og fit
þegar Ijósmyndari PRESS-
UNNAR bjó sig undir að taka
mynd af auglýsingu frá Hall-
grími Þ. Magnússyni lœkni í
anddyri Sundlaugar Seltjarn-
arness. Starfsmaður sund-
laugarinnar huldi auglýsing-
una og tók hana síðan í
burtu.
Ástæðan er eflaust sú að
læknum er óheimilt að aug-
lýsa þjónustu sína. Lögum
samkvæmt mega þeir ein-
ungis auglýsa þrívegis þegar
þeir hafa opnað stofur sínar.
Ólafur Hrólfsson, fyrrver-
andi stjórnarmaður í samtök-
unum Lögvernd, var nýverið
dœmdur í 9 mánaða fangelsi,
þar af um helminginn óskil-
orðsbundið, fyrir fölsun við
frágang á erfðaskrá og ólög-
mœta ráðstöfun eigna úr
dánarbúi. Lögfrœðingurinn
Valgeir Kristinsson var hins
vegar sýknaður vegna ákœru
um hlutdeild í málinu.
Félagsmálastofnun Reykja-
víkurborgar er með á sínum
vegum 55 íbúðir fyrir skjól-
stœðinga sem af ýmsum
ástceðum geta ekki búið inn-
an um annað fólk. Flestar
þessar íbúðir eru niðurrifs-
hús, mörg sannköUuð hreysi,
sem ekki er haldið við.
A stofnanamáli er hér um
að ræða „leiguíbúðir sem eru
nýttar til skemmri tíma“. Ekk-
ert viðhald fer fram á húsum
þessum, en viðgerðir fara
fram þegar eftir því er kallað.
Ástand þessara húsa er mis-
jafnt, en flest hver geta ekki
Ákæra var gefin út í árs-
byrjun 1986 gegn Ólafi,
tveimur vottum og Valgeiri
fyrir fölsun við frágang á
erfðaskrá móðurbróður Ól-
afs, Magnúsar Ólafssonar
sundkennara á Akureyri.
Talsvert var fjallað um málið
í fjölmiðlum, m.a. af Helgar-
póstinum. Mun Ólafur hafa
gengið frá vottorði vegna
erfðaskrárinnar og kvatt til
talist heilsusamlegir manna-
bústaðir.
Hús það í Blesugróf, sem
morð var framið í um síðustu
helgi, er eitt þessara húsa.
Þetta er gamalt verkstæði
sem Reykjavíkurborg keypti
til niðurrifs fyrir 16 árum
vegna fyrirhugaðrar Foss-
vogsbrautar. Húsin 55 hefur
borgin keypt til niðurrifs
vegna lélegs ástands eða
vegna framtíðar skipulags.
Niðurrifshús Félagsmála-
stofnunar eru einkum stað-
sett í Blesugróf, Smálöndum,
við Rauðavatn og í gamla
þess tvo votta, að Magnúsi
látnum. Ólafur hélt því fram
að Valgeir hafi verið við-
staddur við það tækifæri.
Vottarnir voru einnig sak-
felldir, en Valgeir sýknaður.
Málið dæmdi Guðmundur
L. Jóhannesson héraðsdóm-
ari í Hafnarfirði 12. desember
síðastliðinn, þegar nær 5 ár
voru liðin frá ákæru. Guð-
mundur reyndi á sínum tíma
miðbænum. Þetta eru 6%
þeirra leiguíbúða sem stofn-
unin útvegar.
Sveinn Ragnarsson félags-
málastjóri sagði í samtali við
PRESSUNA að fólkið sem
fengi slíkar íbúðir væru „ein-
staklingar sem þurfa að vera
í húsnæði sem er sér á parti.
að fá setudómara í málið
vegna tengsla Valgeirs við
embættið, m.a. sem fv. bæjar-
lögmaður, en því var hafnað.
Þótt rúmir tveir mánuðir séu
liðnir frá dómnum hefur
sækjandi, Jónatan Sveinsson,
enn ekki fengið dómsgerðir í
málinu, þrátt fyrir skriflega
ítrekun til sakadóms Hafnar-
fjarðar.
Þörf okkar fyrir húsnæði er
mikil, einkum fyrir fólk sem
getur ekki verið í sambýli við
annað fólk. Oft eiga þessir
einstaklingar við geðræn
vandamál áð stríða. Auðvitað .
er það ekki af hinu góða að |
neyðast til að nota lélegt hús-
næði“.
Vandræöafólk vistað
í niDurrifsiiúsum
Húsið nær er gamalt verkstæði og um tíma var þar hænsna-
rækt. Þar var framið morð um helgina. Húsið fjær er einnig eitt
af niðurrifshúsum Félagsmálastofnunar.
„Hún er ákaflega óþolinmód og hefur
stundum ekki þolinmæði til að hlusta á
aöra,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir. „Hún hefur
svo smitandi hlátur ad þad hefur stundum
komið okkur í pínlega aðstöðu," sagði Oddný
María Gunnarsdóttir. „Hún er ákveðin og get-
ur stundum komið út sem alger frekju-
dolla,“ sagði pólitískur andstæðingur. „Hún er
mjög tilfinninganæm og æsir sig stundum
að óþörfu. Þá er hún stundum nærri því að
missa stjórn á skapi sínu,“ sagði Árni Sigfús-
son. „Það hefur stundum viljað bera á
þröngsýni hjá henni,“ sagði Mörður Árnason.
Ingibjörg Sólrún Glsladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Kvennalistans hefur veriö valin til að sitja í 1. sæti á lista Kvennalistans fyrir næstu alþingiski
„Hún er ákaflega skipuleg í hugsun og snögg til.
Hún er mikil málafylgjumanneskja og setur sig
mjög vel inn í málin. Þá er hún ákaflega góður
félagi," sagði Kristín Ástgeirsdóttir sagn-
fræðingur. „Mér þykir það kostur hjá henni
hvað hún hefur elst vel," sagði Oddný María
Gunnarsdóttir pípulagningamaður. „Ingi-
björg Sólrún er með greindari manneskjum sem
ég hef hitt. Hún er ákaflega fljót að tileinka sér
hluti og afskaplega sanngjörn. Sem blaðamaður
þá var maður 100 prósent öruggur með mál í
hennar höndum, hversu viðkvæmt sem það
var,“ sagði Jónína Leósdóttir ritsjóri. „Ég átti
alltaf mjög gott samstarf við hana. Hún er mál-
efnaleg og sanngjörn og það var sjaldan sem
hún smitaðist af slæmri pólitík," sagði Árni Sig-
fússon bæjarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins. „Hún er dugleg og merkilegur
stjórnmálamaður. Þá er hún vinur vina sinna og
nýtur trausts í persónulegum samskiptum,"
sagði Mörður Árnason upplýsingafulltrúi í
fjármálaráðuneytinu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
frambjóðandi
UNDIR
ÖXINNI
Steingrimur
3. Sigfússon
landbúnaðar-
ráðherra
— Ætlar þú að rita
undir nýjan búvöru-
samning fyrirlok kjör-
timabilsins?
„Eg mundi mjög
gjarnan vilja ganga frá
þessu þannig að málin
kæmust á tryggan
grundvöll til næstu
ára. Ég get hins vegar
ekki sagt já eða nei.‘‘
— Er það ekki ofur-
vald að rita undir slík-
an samning framhjá
öðrum ráðherrum og
þingi?
„Það bannar mér
enginn að skrifa undir,
en gildi þess fer eftir
því hvað þarf til fram-
kvæmdarinnar. Þetta
ræðst einfaldlega af
hlutverkum ráðherra í
stjórnsýslunni og
þeim lagaheimildum
sem við höfum.
Stjórnsýslan yrði skrít-
in ef aldrei mætti taka
neinar ákvarðanir sem
verkuðu lengur en út
hvert kjörtímabil. En
ég hef engan áhuga á
að gera annað en er
skynsamlegt í þessum
efnum."
— Slíkur samning-
ur bindur hendur
komandi rikisstjórn-
ar, m.a. að mati for-
sætisráðherra. Ertu
ósammála?
„Vissulega felst í
þessu skuldbinding.
Það er óhjákvæmilegt
að fjölmargar ákvarð-
anir framkvæmda-
valdsins hafi áhrif
langt fram í tímann. Ég
held að menn sem við-
hafa slíkt raus ættu að
líta í eigin barm og
reyna að vera sjálfum
sér samkvæmir. En
vitaskuld vil ég sam-
komulag um hlutina,
ég tel mig hafa sýnt
það."
— Liggur eitthvað
á, er samningurinn
ekki einfaldlega kosn-
ingavíxill?
„Það er að skapast
bagaleg óvissa í þess-
um málum. Bændur
eru þegar á þessu ári
að stofna til kostnaðar
í sínum búrekstri sem
fellur utan við gildandi
samning. Efniðurstað-
an verður að ekkert
gerist á þessu vori tefj-
ast nauðsynleg aðlög-
unarverkefni i íslensk-
um landbúnaði um
heilt ár."
Steingrimur J. Sigfússon land-
búnaöarrádherra er tilbúinn med
nýjan búvörusamning, sem ýmsir
telja fjárfrekan og skuldbindandi.