Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 14
14 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn, skrifstofur og aug- iýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skipti- borðs: Ritstjórn 62 13 91, dreifing 62 13 95, tæknideild 62 00 55. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 170 kr. eintakið. Radíó-Moskva í tvígang hefur auglýsinga- stjóri Ríkisútvarpsins neitað að birta auglýsingar um efni PRESS- UNNAR og fengið til þess stuðn- ings útvarpsstjóra og útvarps- ráðs. Þessir forystumenn Ríkisút- varpsins hafa borið því við að auglýsingarnar brjóti í bága við reglur útvarpsins og að efni PRESSUNNAR sem auglýsa átti sé ósatt og ósiðlegt. Það væri hart að sitja undir þessu frá öðrum en útvarpsráði. Þetta ráð hefur hins vegar fyrir löngu orðið aðhlátursefni öllu venjulegu fólki með dellu-sam- þykktum sínum og ofsóknum á hendur bestu starfsmönnum út- varpsins. En þó samþykktir ráðsins geti oft á tiðum verið til skemmtunar þá er óþolandi að þetta fólk skuli eftir eigin geðþótta fá að stýra fjölmiðli sem hefur verið gerður öflugur og stór fyrir almannafé. Það tekur síðan út yfir allan þjófabálk þegar þetta fólk tekur að sér að kveða upp úr um hvað sé satt og logið í öðrum fjölmiðl- um og hvað sé siðlegt og hvað ekki. Þá er kominn tími til að taka þær hundruðir milljóna sem þessu fólki hafa verið skammtað- ar af almannafé og segja þvi að predika einhvers staðar á eigin kostnað. Það fengi þetta fólk sjálfsagt til að þagna og snúa sér að eigin ranni. FllVIMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991 FJÖLMIÐLAR * Ovœgin umfjöllun um persónur Ég fæ oft að heyra að PRESSAN sé óvægin við per- sónur. Af því tilefni vil ég taka fram að þegar PRESSAN fjali- ar um persónur er það yfir- leitt gert í viðtalsformi. Það sem fram kemur um persón- una er með hennar eigin orð- um. Ef það er óvægið er það varla sök PRESSUNNAR heldur viðmælenda hennar. PRESSAN fjallar hins vegar oft um störf og hlutverk ein- staklinga á gagnrýninn hátt, einkum ef viðkomandi gegn- ir opinberu starfi eða verk hans hafa áhrif á stóran hóp manna. Þessu tvennu, persónum og störfum einstaklinga, má ekki rugla saman. Þó það komi fram í PRESSUNNl að ákveðinn einstaklingur hafi staðið sig illa í starfi eða jafn- vel misnotað aðstöðu sína segir það ekki ýkja mikið um persónu viðkomandi. Sá getur eftir sem áður ver- ið hjartahlýr maður og elsk- aður af sínum nánustu. Slíkt segir meira um persónu hans en hvernig hann hefur valdið starfi sínu. En ef hann hefur notað að- stöðu sína og starf til þess að svíkja og pretta okkur hin segir það okkur hins vegar ákveðna sögu af því þjóðfé- lagi sem við lifum í og því að- haldsleysi sem það býr mönn- um sem eiga að valda áhrifa- miklu starfi. Og jafnvel vönd- uðustu menn geta látið að- haldsleysi freista sín til vondra verka. Þó einhverjir lesendur PRESSUNNAR hafi meiri áhuga á þersónunum í frétt- um blaðsins en fréttinni sjálfri mun PRESSAN ekki láta það aftra sér frá því að halda áfram að fjalla á gagn- rýninn hátt um störf manna í áhrifastöðum. Gunnar Smári Egilsson Prince Charies „Okkur þykir þessi við* brögð Sovétmanna oþarflega skjót en það er meira persónuleg skoðun/# SPARNAÐUR EYÐSLUKLÓ AÐ HANDAN Yoko Ono sagöi aö John Lennon heföi birst sér í draumi og sagt henni, aö kaupa demantshálsmen fyrir fimmtíu ára afmælið sitt. Fjárkúgun vikunnar „Þad eru eftir allt saman viö sem eigum peningana og menn á þingi." Júlíus Solnes um nauösyn þess fyrir smærri flokkana að taka þé Borgaraflokksmenn með í fram- boð. DÖKKA HLIÐIN Á SÓLINNI „Hver snjólaus vika sem líöur er stóráfall fyrir okkur." ívar Sigmundsson í Hlíöarfjalli viö Akureyri. Sádi-Arabar lokudu síman- um hjá Idi Amin, fyrrverandi einrœdisherra Uganda, um daginn þegar mánadarreikn- ingurinn var kominn í 600 þúsund krónur. HROLLVEKJA VIKUNNAR Haukur Halldorsson, formaöur Stéttarsam- bands bænda, segir tillögur sjö- manna-nefndarinnar um úrbætur í sauðfjár- framleiðslu raunhæfar og asættanlegar. Játningar Eina list kann Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra öðrum betur. Hún er list játningarinnar. í hvert skipti sem hann er staðinn að því að hafa haft rangt fyrir sér eða verða tvísaga — og það er ósjaldan — kemur hann fram í sjónvarpi, horfir ein- lægum augum framan í áhorfendur og játar yfirsjónir sínar. Og fólk kinkar kolli heima í stofum sínum og hugsar með sjálfu sér: Hann er breyskur eins og við hin. Hann er ekki dauð og köld reiknivél eins og aðrir stjórn- málamenn. Steingrímur Hermannsson slær tvær flugur í einu höggi með hinum sífelldu játning- um sínum. Hann fullnægir annars vegar djúpri sálfræði- legri þörf lýðsins fyrir vitn- eskju um það, að ráðherrar landsins og aðrir fyrirmenn séu sér ekki fremri siðferðis- lega. Hins vegar bjargar hann sér út úr vandræðum, sem' hann kemur sér í með blygð- unarlausri hentistefnu sinni og sérgæsku. Dæmin eru mýmörg. Stein- grímur kom fram á sérstök- um blaðamannafundi, sem var haldinn í tilefni útkomu bókar Mikaels Gorbatsjovs á íslensku. Hann lýsti því líka yfir í sjónvarpsþætti, að sér hefði litist betur á Gorbatsjov en Reagan á Reykjavíkur- fundi þeirra forðum. Nú segir hann aðeins, að sér hafi orðið á mistök. Svipaða sögu er að segja af viðskiptum hans við Yasser Arafat, sem er auðvit- að sami hryðjuverkamaður- inn nú og hann hefur alltaf verið. Steingrímur var forsætis- ráðherra í samstjórn Sjálf- stæðisflokks og' Framsóknar- flokks 1983—1987. Sú stjórn fylgdi frívaxtastefnu með þeim afleiðingum, að vextir fóru upp í það, sem menn voru tilbúnir að greiða sjálfir. Steingrímur bar jafnmikla ábyrgð á þessari frívaxta- stefnu og aðrir ráðherrar stjórnarinnar. Nú segir hann, að sér hafi orðið á mistök. Sama stjórn fylgdi fast- gengisstefnu með þeim af- leiðingum, að mörg hinna óhagkvæmari útflutningsfyr- irtækja sáu fram á að þurfa að hætta rekstri (sem hefði raun- ar komð sér vel, enda er betra að hætta mistökum en halda þeim áfram). Stein- grímur bar vitaskuld fulla ábyrgð á þeirri stefnu. Nú segir hann, að hún hafi verið óskynsamleg. Steingrímur Hermannsson í of háum stóli _ Það eru menn á borð við Ola Þ. Guðbjartsson í öllum flokkum. Þeim er hins vegar ekki hleypt á þing og enn síð- ur í ráðherrastóla. Óli er einn af þessum mönnum sem fá fjórða sætið á framboðslista eftir tuttugu og fimm ára erfiði fyrir frama sínum innan flokksins. Það er ef hann býr í kjördæmi þar sem víst er að flokkurinn nær ekki nema einum eða tveim- ur mönnum. Þetta er að sjálfsögðu sorg- legt þar sem margir þessara manna, þar á meðal Oli, hafa hlindan metnað. Ef þessi metnaður þeirra mundi ekki skila sér í mikilli vinnu fyrir flokkinn og þá sem líklegri eru til frama innan hans, yrði sjálfsagt einhver til að benda er maður, sem flýr alla ábyrgð á gerðum sínum, hann er tækifærissinni með stáltaugar. Hann er ekki skip- stjóri, heldur skipbrotsmað- ur, sem kann að halda sér á floti. En er ekki kominn tími til, að fleiri geri játningar en Steingrímur Hermannsson? Er ekki kominn tími til, að fleiri viðurkenni mistök sín? Við ættum öll að játa fyrir sjálfum okkur og öðrum, að okkur hafi einmitt orðið á mikil mistök með því að lyfta Steingrími Hermannssyni upp í sæti forsætisráðherra. Höfundur er lektor í stjórn- málafræði í Félagsvísindadeild. þeim á að leita annars staðar fyrir sér. En einmitt svona geta stjórnmálaflokkar verið miskunnarlausir. Innan þeirra er herskari manna sem mun aldrei sækja þangað annað en vonbrigði með eig- in frama. En Óla var bjargað frá þess- um örlögum- fyrir þá slembi- lukku að Þorsteinn Pálsson rak Albert Guðmundsson úr Sjálfstæðisflokknum. Óli komst á þing. En þó það hafi í sjálfu sér verið nógu lygilegt þá átti Óli eftir að komast enn lengra. Hann og Júlíus Sólnes gengu ókeypis inn í ríkis- stjórnina. Þeir geta því kallað sig fyrrverandi ráðherra í símaskránni þegar kjörtíma- bilinu lýkur. Árangur af þingsetu og ráð- herradómi Óla verður ekki meiri. Hann reyndi að fá sam- ráðherra sína til að sam- þykkja sig sem sendiherra, en þeir fúlsuðu við því. Þeim hefur sjálfsagt þótt komið nóg af Ola og hans líkum. Samráðherrarnir þekkja nefnilega allir nóta eins og Óla úr sínum eigin flokkum. Og eins og aðrir sem hafa náð frama innan stjórnmálaflokk- anna fyrirlíta þeir innst inni svona menn sem eru tilbúnir að vinna og strita fyrir flokk- inn í lítilli von um einhvern frama. Þeir hlæja á bak við þá. Þannig hefur vistin í ríkis- stjórninni oft verið Óla erfið. Það skipti því engu máli þegar upp var staðið hvort Óli yrði þingmaður og meira að segja ráðherra. Óla tókst aldrei að hljóta þá virðingu sem ráðherradómi á að fylgja og í raun fékk hann engu ráð- ið innan ríkisstjórnarinnar. Hann fékk bara bíl. Álfur HéRtfr iém* bíka SAfMiÞ SBfA TÍL I f GIL&/LWVÍ AT f UFFSTÞPFtM* ísL-L ZFpVMW ! JtJSbLftfi 'ASGEi R • flPÓLST&'l FÍAööS'f’ THEÓP^R BJjiPfL THEoöoP KQAfþEfZ H&ZfU) Nl\&U\K BG BK LiSTr&£Q)N<a\fton/ fAB&jNLANÞjfM, (A%*»W tót* 'ÞéZAÞ láWA M NÉg. &BL4WÍAt at&íÞA tAEFJCÍLE&AZTA 'A nLLU W&JLANT*? Framhald i næsta blaði

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.