Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991 Er eitthvað ólöglegt við það þó hundur fótbrióti mann? Þú getur ekki fengið neinar bætur.hjá Vátrygg- ingafélagi íslands þó hundur hlaupi þig um koll og fótbrjóti þig. Þá skiptir engu þó eigandi hundsins hafi keypt sér ábyrgðar- tryggingu til að verja sig +4Í Gulag-fæöi í óveðrinu Skepnurnar á Felli í Sléttuhlíð í Fljótum fengu að reyna sann- kallað Gulag-fæði í óveðrinu á dögunum. A Felli fór ekki bara rafmagn og sími fjandans til heldur líka vatnið. Eggert bóndi Jóhannsson reyndi því að gefa þeim snjó að éta en þær fúlsuðu við hon- um. Þeir sem séð hafa mynd Woodys Allen, Ást og dauði, vita hins vegar að með natni er hægt að búa til lystilegustu rétti úr snjó. I myndinni var Allen dæmdur til Gulag-vistar ásamt konu sinni, Diane Keaton. Vegna fábreytilegra veit- inga í Gulaginu þróaði Keaton marga lystuga rétti úr snjó. Þar má nefna snjóbollur með slyddusósu, krap-kássu með íshrönglum og grýlukerti með snjó- kurli. áföllum ef hundurinn tæki upp á einhverjum óskunda. Þetta er alla vega niður- staða þeirra hjá Vátrygginga- félaginu í máli konu sem fót- brotnaði uppi i Heiðmörk þegar hundur hljóp utan í hana svo hún steyptist um koll. Tryggingamennirnir höfnuðu kröfu konunnar þar sem ekki þótti sannað að slys- ið hafi orðið vegna saknæmr- ar eða ólögmætrar hegðun- ar eigenda hundsins. Fótbrotna konan ætlar víst með málið fyrir dómstóla. ENN FÆKKAR í ANTI-FORD- VINAFÉLAGINU PRESSAN greindi frá því fyrir skömmu að margir þeirra sem frægir hafa verið fyrir bílprófsleysi sitt eru nú komnir í ökutíma eða eru að bræða það með sér. Meðal þeirra má nefna Ossur Skarphéðinsson, Hannes Pétursson, Jó- hannes Geir og Mörð Árnason. En það eru fleiri að láta undan. Þannig mun Ásmundur í Gramminu vera kominn í bílatíma og sömuleiðis Brynhild- ur Þorgeirsdóttir mynd- listarmaður og Stein- grímur Eyfjörð Krist- mundsson, myndlistar- maður og auglýsinga- teiknari. LIÐSFORINGJAR VARNARMÁLADEILDAR SAGÐIR VERA ÞYKJUSTUNNI HERMENN Það er stríð við Persa- flóa. Islenskir hermenn eiga líka í stríði. Tveir her- skólalærðir landar starfa sem varnarmálafulltrúar í utanríkisráðuneytinu og' eiga að leggja „mat á varn- arstöðu landsins og fyrir- komulag varnanna“. En Jón Hjálmar Sveinsson fv. sjóliðsforingi segir að þeir hafi ekki reynslu eða þekkingu til að gera þetta. „Þeir Arnór Sigurjónsson og Magnús Bjarnason eru einfaldlega ekki hæfir til að Eiðurinn dæmdur úreltur Þegar neðri deild Al- þingis afgreiddi frumvarp til breytinga á stjórnskip- aninni í síðustu viku var samþykkt sú breyting á stjórnarskránni að þing- menn geta ekki lengur val- ið milli þess aö sverja eið eða rita undir drengskap- arheit. Allsherjarnefnd deildar- innar gerði það að tillögu sinni að orðin „eið eða“ féllu brott, enda hafa þingmenn dregið upp pennann en ekki biblíuna um langt árabil. Þeir Fridjón Þórðarson og Ingi Björn Albertsson voru ekki ánægðir með þetta og lögðu fram breytingartillögu um að eiðurinn héldi sér. „Þetta hefur verið svona frá upphafi og sú stjórnar- skrárnefnd sem hefur verið að störfum í mörg ár gerði það ekki að tillögu sinni að þetta félli út. Það er sjálfsagt að menn geti valið þarna á milli,“ sagði Friðjón. Hann sagðist ekki hafa rannsakað hvenær þingmaður síðast sór eið að arengskap sínum, en benti á að allsherjarnefnd hefði iátið sams konar ákvæði óhreyft. „I 10. grein er forseta landsins gert að sverja eið eða skrifa undir drengskaparheit. Hvers vegna þá ekki að breyta þessu líka? En almennt séð fannst mér ástæðulaust að dæma eiðinn úreltan." Neðri deild tók ekki undir með Friðjóni og Inga Birni, því tillaga þeirra var felld 6:18 og málið komið í hendur efri deildar. gegna þessum stöðum. Ég líki þessu við að menn tækju upp á því að ráða múhameðs- truarmann sem prest. Þeir mega mín vegna vera í vel launuðum störfum hjá ríkinu, en ekki í þessum mikilvægu störfum, þar sem gæta verð- ur ýtrustu krafna. Arnór hef- ur sjálfur sagt mér að hann hafi keypt sig frá heilu ári af herþjónustu fyrir 80 þúsund norskar krónur. Hann var í hernum „í þykjustunni", þ.e. undanþeginn kröfum her- manna og í e. k. starfskynn- ingu. Og Magnús er ekki liðs- foringi, því hann var ráðinn sama dag og námi lauk. Þeir hafa aldrei verið undir kvöð- um hermanna." Jón segist sjálfur hafa geng- ist undir andlegt og líkamlegt erfiði herþjónustu og sé út frá öllum sjónarhornum hæfari en Arnór og Magnús. „En ég hef ekki þeirra pólitísku tengsl og sjálfsagt er ég álit- inn kverúlant. Eins fyrir að hafa skammað landhelgis- gæsluna fyrir nokkrum ár- um. Og ég er bara lítill karl, bóndasonur utan af landi," segir Jón. Hann sendi nýlega utanrík- ismálanefnd Alþingis bréf, þar sem hann rekur bréfa- skriftir sínar við erlenda að- ila. En hvað getur nefndin gert? „Ég tel sjálfsagt að hún beiti sér t.d. fyrir því að við- komandi menn verði færðir til hjá ríkinu." Jón telur að pólitík og ætt- artengsl hafi skipt sköpum þegar Arnór og Magnús voru ráðnir af Geir Hallgrímssyni og Matthíasi Á. Mathiesen 1985 og 1986, en stöður hjá ráðuneytinu þarf samkvæmt lögum ekki að auglýsa. í ára- langri baráttu Jóns hefur hann sent ótal fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, en fengið fá og rýr svör. „Við báðar ráðningarnar gengu ráðherrarnir framhjá manni sem borið hafði rétt- indi og skyldur hermanns að jöfnu við vopnabræður sína í konunglega norska sjóhern- um, reyndar einasta íslend- ingnum sem með réttu hefur getað kallað sig liðsforingja, fyrir utan þá sem tóku þátt í heimsstyrjöldinni." Rottufiskurinn fær uppreisn æru Nesfiskur í Garði hefur bryddað upp á þeirri nýj- ung að vinna geirnyt, sem sjómenn þekkja kannski betur undir nafninu rottu- fiskur. Hingað til hefur þaö valdið litlum fögnuðu þegar rottufiskurinn hef- ur komið í net eða troll og hafa sjómenn umsvifa- laust hent honum útbyrð- is. Á baki rottufisksins er horn sem talið er inni- halda banvænt eitur. Eftir að Baldvini Jónssyni og félögum í Nesfiski datt í hug að vinna rottufiskinn hef- ur komið í ljós að hann er hinn prýðilegasti matfiskur. Sumum finnst hann bragðast líkt og humar, öðrum sem besta rauðspretta, enn öðrum finnst hann einna líkastur lúðu og sumir segja hann ekki ósvipaðan skötusel. Allt eru þetta hinir bestu matfisk- ar og sumir þeirra með þeim allra dýrustu. Rottufiskurinn hefur því fengið uppreisn æru — og nýtt nafn, geirnyt. KYNLÍF Kynjaklemmur Kynin eru í klípu vegna þess að þau lifa enn eftir gömlum forritum um hvernig eigi að haga sér við hvort annað. Þessi gömlu forrit félagsmótunar virð- ast lífseig og eru þau meðal annars lituð af tvöföldu sið- gæði — það sem eitt kynið má er talið óæskilegt hjá hinu. Þessar kynjaklemm- ur leiða óhjákvæmilega til þess að samskipti eru bjög- uð og fara minna eftir sann- færingu hvers og eins en meira eftir þröngsýnum viðhorfum til félagslegra hlutverka kynjanna. Svo ég tali nú aðeins á stofnana- máli þá stuðla kynja- klemmurnar ekki að kyn- ferðislegu heilbrigði. Þetta er mín skoðun eftir að hafa kynnst undanfarnar vikur viðhorfum fjölda ung- menna á aldrinum sextán JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR til tvítugs til samlífs, kyn- hlutverka og sambanda kynjanna. Kynjaklemmur stráka eru um margt athyglisverð- ar. Til dæmis finnst mér ótrúlegt hvað eimir enn eft- ir af gömlum stereótýpum. Þrátt fyrir að hundruðir fræðinga séu búnir að af- sanna þær eða skora á hólm í einhverri mynd. Á meðan fræðingarnir hafa þessa hluti á hreinu hafa viðhorf almennings lítið breyst. Þekking fræðing- anna fær að rykfalla í rann- sóknarniðurstöðum uppi á hillu. Nema kannski á einu dagheimili í Hafnarfirði þar sem börn fá að njóta sín án haftanna frá kynbundinni félagsmótun sem grasserar víða annars staðar í uppeld- isgeiranum. En lítum þá á viðhorf stráka. Einhvers staðar hafa þeir fengið þá flugu í höfuðið að strákar (karl- menn) ættu að hafa meiri áhuga á samlífi en stelpur. Að minnsta kosti eru sumir þeirra ekkert svo sáttir við það að vera alltaf taldir „graðara kynið" og að strákar og stelpur eigi erfitt með að snertast sem vinir. Ef þá langar ekki að „gera það“ eru þeir ekki „sannir karlmenn". Þessi sönnunar- árátta getur jafnvel gengið svo langt að þeim finnist kynmök vera eini „að- göngumiðinn" inn í náið samband. Það að kynnast hinni manneskjunni áður er ekki rétti aðgöngumið- inn. Það að vera maður sjálfur er ekki rétti að- göngumiðinn. Einn strákur spurði mig hvernig hann ætti að bregðast við ef stelpan vildi ekki sofa hjá honum. Af þessu má sjá að strákar alast enn upp við það að vera súpermenn í samlífinu og að þannig eigi það að vera. Stelpur hafa enn ótrúlega miklar áhyggjur af því hvernig aðrir líta á þær ef þær sýna að þær hafi áhuga á samlífi — hvað þá um álit annarra þegar þær hafa sofið hjá. Stelpur vilja vita hvort strákurinn missi álit á stelpu sem sefur hjá honum í fyrsta skiptið sem hún hittir hann — t.d. eftir ... leiðinlegt að vera meö stelpu sem býr til full- nægingu ... ball. Þessar áðurnefndu kynjaklemmur virðast spila saman — hans ímynd stendur og fellur með því að sýna að hann hafi áhug á samlífi, hennar ímynd stendur og fellur með því að sýna passlega mikinn áhuga og því að fresta sam- förum við fyrstu kynni. Sér- kennileg staða. Það er kannski ekki skrýtið að ungar stúlkur í dag þekki lítið sínar kynferðislegu þarfir ef undirtónninn er þessi: Ef þú sýnir áhuga ertu ekki alveg fyrsta flokks! Svo kvarta strákarn- ir yfir því að stelpur hafi samfarir bara „hans vegna" en ekki þeirra sjálfra vegna. Svo finnst þeim leið- inlegt að gera það með stelpu sem býr til fullnæg- ingu til að spæla þá ekki. Eins og einn orðaði það ágætlega: „Maður hefur oft heyrt að þið leikið fullnæg- ingu til að særa strákinn ekki og ef hann spyr þá seg- ið þið að allt sé í lagi þó þið kannski njótið þess ekki. Þetta verður til þess að maður veit aldrei og getur aldrei verið viss um að kyn- lífið gangi eins og maður helst vildi. Þannig að þið verðið að segja eins og er og við að taka þessu ekki sem árás eða höfnun." Kynjaklemmurnar eru miklu fleiri en plássið ekki meira í bili. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.