Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991 'S'iqa&iCctcin 'þ&iyein&dóttin Settiey cCavPui ún „Mér leiðist nðldur; skil hreinlega ekki hvernig sumir geta kvartað og kveinað yfir öllu,“ segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhðggvari. Sjálfri virðist henni takast ágæt- lega að lifa eftir þessu móttói. Hún er jákvæð, vinnusðm og blátt áfram. „Myndlistarmenn þurfa að vera egóistar. Þeir þurfa að treysta á sjálfa sig,“ segir hun. í frétt í PRESSUNNI í nóv-- ember var fjallað um Bryn- hildi sem myndlistarkonu af pönkkynslóðinni, að á tíma- bili haf i hún sjálf verið eins og gangandi skúlptúr. Hún er lít- ið gefin fyrir slíkar skilgrein- ingar, enda langt frá því að vera einhver pönkpía, ef marka má útlit hennar nú. Hún er 35 ára gömul „settleg og hraustleg og gæti verið a.m.k. 5 árum yngri,“ hvíslaði ónefndur aðdáandi hennar að blaðamanni. Brynhildur er bóndadóttir, fædd og uppalin á Hrafnkels- stöðum í Hrunamanna- hreppi, dóttir hjónanna Þor- geirs Sveinssonar og Svövu Pálsdóttur. Hún er í miðjum hópi fimm systkina. Barna- skólamenntun fékk hún á Flúðum en síðan tók Héraðs- skólinn á Laugarvatni við. „Heimavist, verulegt fjör,“ segir hún. KLUKKUSTRENGIR í BUNKUM Varstu venjuleg sveita- stúlka? „Já,“ og hún virðist ekki ætla að svara því neitt frek- ar ... „afskaplega heilbrigt uppeldi," heldur hún áfram. En hvaö? Best aö láta þad flakka: Þú hlýtur ad hafa ver- ið svolítið skrítin — sérlunda? „Aldrei verið það.“ Þetta er orðið svolítið vandræðalegt og hún leysir hnútinn í eitt skipti fyrir öll: „Foreldrar mínir líta á myndlist sem eðlilegasta hlut í heimi. Bróðir minn, Sveinn, er líka í myndlist. Svo eru bræður mínir líka bændur og vörubílstjórar." Eru foreldrar þínir kannski áhugafólk um myndlist? „Mamma var í Kvennó í Reykjavík og það eru til fínar myndir eftir hana. Það var eiginlega hún sem benti mér á að fara í myndlist. Fyrst ég vildi ekki fara í menntó, þá var bara eðlilegt að ég færi í teiknikennarann." Þú hefur sem sagt verið dugleg í handavinnu? „Já, ég fékk alltaf verðlaun. Það eru til klukkustrengir eft- ir mig í bunkum. Ég er nefni- lega svo dugleg." Brynhildur er óvenju af- kastamikil! myndlistarmaður. Það er ekki orðum aukið að hún framleiði myndir í massavís, eins og sást best á yfirlitssýningu hennar á Kjar- valsstöðum í nóvember síð- astliðnum. fiettd van, (LcécU á&t <xy fiafifUruvt. 'Þew, veytta, fot aíít í tmóÁitttt. LÆRÐI AÐ VINNA í SVEITINNI Af hverju ertu svona dug- leg? „Maður lærir að vinna í sveitinni. Þar þurfa menn líka að kunna til verka. Það gat stundum verið erfitt að fá að lesa bók í friði, það var alltaf búið að finna eitthvað handa mér að gera." Þú ert sem sagt laus við verkkvíða? „Þú meinar listamanna- veikina? Nei, ég finn stund- um fyrir henni." Brynhildur neitar að það hafi verið kúltúrsjokk fyrir hana að koma í bæinn. „Mað- ur var ekki algjör græningi, fljótur að falla inn í kramið," segir hún. „Þetta var engin einangrun á Flúðum. Það er mikil menningarsveit," bætir hún við. Fyrsta veturinn fyrir sunn- an sótti hún myndlistarnám- skeið, en síðan hóf hún nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Samferða henni þar voru meðal annarra Grétar Reynisson, Guðjón Ketilsson, Asta Ólafsdóttir og ína Sal- óme. yFínn árgangur," segir hún. A þessum tíma 74 til 78, var nýlistadeildin stofn- uð. Þá var engin skúlptúr- deild í skólanum þannig að Brynhildur tók mömmu sína á orðinu og fór í kennara- deildina. „Það var áframhald af því að læra tækni, kaos af ölluÞannig var líka ferillinn hjá henni næstu árin. Árið eftir MHÍ fór hún í ferðalag til Austur-Evrópu, en síðan fór hún til Hollands að læra gler- list. „Það var mjög eðlilegt að læra eitt nýtt í viðbót." SLAPP UNDAN KAUPMANNAHAFNAR- HIPPUM í KALIFORNÍU Svo fór Brynhildur til Kali- forníu, Oakland, að læra skúlptúr og gler. Þangað hef- ur straumur íslendinga legið síðustu ár, en Brynhildur seg- ist prísa sig sæla að hafa sloppið undan því flóði. „Ég var ein af þeim fyrstu sem fór. Svo kom alit hippagengið frá Kaupmannahöfn í sólskinið og grasið og lúserarnir frá ís- landi að læra ljósmyndun og vídeó. Ég var heppin að vera farin áður en fyrsta holskefl- an kom.“ Eftir Kaliforníudvölina hafði Brynhildur viðkomu heima og það kannast margir við hana frá þeim tíma, ekki síst vegna útlitsins. Hún átti það til að snoða á sér kollinn og sumum fannst hún heldur pönkaraleg. Því neitar hún hins vegar alfarið. „Ég hef aldrei verið neinn pönkari. Þetta er eitthvað sem list- fræðingar finna út. Þeir eru svo gjarnir á að skilgreina fólk og setja það í bása.“ Brynhildur var umboðsmað- ur fyrir Oxsmá, sem var ein allsherjar listaaksjón og á kafi í leikhúsinu Svörtu og sykur- lausu. „Það var ekki orðinn neinn tími fyrir myndlistina, þannig að það var ekkert annað en drífa sig út. Þetta var ofsalega gaman, en mað- ur getur ekki endalaust verið að skemmta sér.“ EIGNAST EKKI BÖRN í HJÁVERKUM Brynhildur gifti sig árið 1987 og brúðkaupið var hald- ið í Viðey. Þar kom hljóm- sveitin Oxsmá saman í sein- asta skipti og framdi músík- gjörning, sem lengi verður í minnum hafður. Brynhildur gekk í það heilaga með Am- eríkana, en hjónabandið ent- ist bara í tvö ár. „Við skulum ekki tala um það,“ segir hún. Jú, þú samþykktir að við myndum tala um allt og ekki neitt. Var hann líka myndlist- armaður? „Er,“ svarar hún svolítið snubbótt, „... Hann er von- andi lifandi ennþá.“ Þú ert sem sagt á lausu? „Það má eiginlega segja það.“ Þurftirðu kannski að giftast Ameríkana? „Já, en þetta var bæði ást og pappírar. Þess vegna fór allt í vaskinn. Þetta hefði kannski gengið upp ef það hefði bara verið annað í einu.“ Engin börn í spilinu? „Nei, nei. Maður gerir ekki slíkt í hjáverkum." Brynhildur komst aftur til Bandaríkjanna. Hún hafði reyndar leitað fyrir sér í Evr- ópu, en fann enga heppilega aðstöðu til að vinna með gler. Að lokum bauðst henni að- staða í New York á stað sem heitir New York Experiment- al Glass Workshop. Það hjálp- aði margt til að gera henni þetta kleift, m.a. styrkur og árslaun frá Islandi. Það virð- ist alltaf fylgja henni smá- heppni. ÍSLENSKT MANNLÍF GETUR VERIÐ „BORING“ „Mér finnst Ameríka æðis- leg. Hún er svo geggjuð. Mannlífið í New York er svo margbreytilegt. Það er hægt að rölta frá einni húsalengju til annarrar og uppgötva endalaust eitthvað nýtt. Mannlífið á íslandi getur ver- ið svolítið „boring". Samt langar hana til að eiga hér samastað. Hún er staðráðin í því að byggja hús, ekki fjarri vinnustað sínum núna, en hún býr í íbúð myndhöggvara á Korpúlfsstöðum og hefur þar vinnustofu. Hún hefur þegar tryggt sér lóð niðri við sjóinn, en þar er ráðgert að hefja byggingar árið 1994. „Og þá vantar mig peninga," segir hún. Á margan hátt er Brynhild- ur óíslensk. Hún er svo for- sjál, að hún gæti jafnvel verið Svíi. Hún kann skýringu á þessu: „Það eru forréttindi að fá að starfa við myndlistina. Ég gæti ekki hugsað mér að gera neitt annað, en til þess að svo megi verða þarf ég að skipuleggja hlutina." VANN GRÆNA KORTIÐ ÍLOTTÓI Auk fyrirhyggjunnar og dugnaðarins hefur ótrúleg heppni fylgt Brynhildi. Sem dæmi þarf hún ekki lengur að hafa neinar áhyggjur af starfsleyfi í Bandaríkjunum. Hún vann hreinlega græna kortið í lottói. „Ég fékk rétt- indi þegar ég gifti mig en missti þau aftur. Stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að vinna gegn svartamarkaðs vinnunni með því að gefa fólki kost á að sækja um. Síð- an var dregið úr umsóknum og ég var ein af þeim heppnu. Fékk sent bréf í desember í gegnum sendiráðið hérna heima. Líkurnar voru ekki ýkja miklar, en þetta gekk sarnt." Brynhildur var líka svolítið heppin áður en hún kom heim síðastliðið sumar. Hún fékk 10 þúsund dollara styrk og gat komið með hann heim og byrjað á því að taka bílpróf og kaupa sér bíl. Bíllaus hefði hún varla getað verið upp á Korpúlfsstöðum. Síðan var hún svo óheppin að velta bílnum og eyðleggja hann, en það var lán í óláni að hún slasaðist ekkert og bíllinn var í kaskói og tjónið því að fullu bætt. Þar fór því saman, heppnin og fyrirhyggjan. Á síðasta ári vann Bryn- hildur 17 skúlptúra. Samt gat hún aðeins unnið á fullu í fimm mánuði, þar sem bakið gaf sig. Hún gerir ekki mikið úr því, segist aðeins hafa breytt vinnulaginu hjá sér til betri vegar. „Nú get ég ekki lengur tekið 16 tíma tarnir, heldur vinn bara í 5 tíma í einu og legg mig síðan á milli, alveg eins og í sveitinni." Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.