Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 19
fim: MTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991 19 Á hverju ári koma út þúsundir bóka út um allan heim sem fjalla um hvað konur og karlar eiga að gera í rúminu til að bæta kynlífið og fjörga ástina. En það koma hins vegar engar bækur út um hvað konur og karlar eiga EKKI að gera í rúminu. Hér verður bætt úr því og einungis drepið á því brýnasta. Hvað konurgera vitlaust í rúminu Fyrsta umkvörtunarefni allra karla er að konur tala alltof mikið í rúminu. Nokkr- ar setningar virðast vera sam-kvenlegar. í fyrsta lagi: „Hvað ertu að hugsa?“ Þessi spurning þýðir sjaldn- ast það sem hún segir bók- staflega, heldur „elskarðu mig?“, „heldurðu að við eig- um vel hvort við annað?" eða „heldurðu að við eigum eftir að byrja sarnan?". Ef karlinn svarar þessari spurningu hreinskilnislega, til dæmis: „Ég var að velta því fyrir mér af hverju loft- ljósið er ekki í miðjunni á her- berginu", eða eitthvað ámóta missir konan andlitið. Því hafa karlar vanið sig á að segja „ekkert sérstakt" og snúa sér út í horn. I örðu lagi: „Segðu eitthvað." Framhaldið verður eitt- hvað á þessa leið: „Hvað?“ „Bara eitthvað fallegt." „Eins og hvað? Segðu mér hvað ég á að segja." „Ég get ekki sagt þér það. Þér verður að detta eitthvað í hug af sjálfsdáðum." „Hvernig á mér að detta Eins og hjá konunum þá eru ákveðnar setningar sem virðast hrjóta af vörum allra karla eftir ástarleik. Karlar virðast nefnilega alltaf vilja fá að vita hver ár- angur af erfiðinu var. Þegar þeir hafa fengið fullnægingu velta þeir sér við, leggja hönd undir höfuð sér, snúa sér að konunni og segja: „Hvernig fannst þér? Fékkstu það?“ Þar sem karlinn er ekki að spyrja til þess að fá hrein- skilnislegt svar er best fyrir konuna að segja að þetta hafi verið dásamlegt. Þá svarar karlinn undantekningalaust: „Það er líka gott að sofa hjá þér,“ og sofnar. Karlar virðast líta á ástar- leiki sem nokkurs konar keppni eða þolraun. Þeir eru til dæmis gersneyddir öllum húmor í rúminu. Sú kenning hefur verið sett fram að húm- or karla minnki í réttu hlut- falli við hvað tippið á þeim stækkar og konur hafa reynslu af því. Konur vilja ekki að bólfarirnar séu einn heljarinnar gamanþáttur en brosvipra hér og þar skemm- ir ekki. Hún yrði alla vega til- breyting frá einbeitna keppn- isskapinu. Ef karlarnir hefðu húmor- inn í lagi mundu þeir alla vega átta sig á því hvað þeir eru hlægilegir í sokkunum einum fata. Það virðist nefni- þeirra. Þá skiptir engu þó sambandið blómstri. Það stendur ekki í vegi fyrir því að eyða næstu tveimur tím- um í að ræða það fram og til baka. En þetta var um hvað kon- urnar tala í rúminu. En það er líka ýmislegt sem þær gera í rúminu sem ekki fellur í kramið hjá körlunum. En fyrst er að geta eins sem er eiginlega þarna mitt á milli. Sumar konur tala nefni- lega heil ósköp á meðan á ástarleiknum stendur. „Já, gerðu þetta. Nei, ekki þetta. Ekki gleyma brjóstunum. Að- eins hraðar. Ekki alveg svona hratt. Já, passaðu þig aðeins." Þetta er svipað og að sofa hjá knattspyrnuþjálfara á þrek- æfingatímabilinu. Það er t lagi að koma skilaboðum á framfæri en hálftíma fyrir- lestrar þykja truflandi í rúm- inu. Það sem sjálfsagt fer mest í taugarnar á körlum er þó þegar konur gera sér upp full- nægingu. Karlinum finnst hann hlægilegur þegar hann uppgvötar að konan hafði bara verið að þykjast. Það er auðmýkjandi að komast að því að allar tilraunirnar til að þóknast konunni höfðu verið til einskis. Hún hefði fengið meira út úr því að horfa á Derrick. Auk þess sem karl- inn er gerður að fífli ber þetta vott um lítið trúnaðartraust. Og þar fyrir utan: Hvernig á karlinn að geta lært hvað konunni þykir gott ef hann fær einungis fölsk skilaboð úr að moða? Annað sem grefur undan sjálfstrausti karlsins í rúminu er sú kvöð sem liggur á hon- um að eiga alltaf frumkvæð- ið. Þetta getur hreint gert út af við karla. í raun verða þeir að leita á konuna jafnvel þó þeir séu ekki æstir í kynlíf, þar sem það er aldrei að vita nema konan vilji kynlíf en geti ekki gefið það til kynna þar sem henni er fyrirmunað að eiga nokkurt frumkvæði. Það er því ekki nema von að karlar kvarti undan því þegar þeir eru skammaðir fyrir að vera með þetta káf eða geta ekki hugsað um neitt annað. Eftir endalausa útgáfu á kynlífshandbókum undanfar- inna áratuga eru fáir karl- menn sem ekki hafa lesið sér til um mikilvægi forleiksins fyrir konuna. Þeim finnst hins vegar allt í lagi þó dregið sé úr honum annað slagið — þó ekki væri nema einstaka sinnum. En á meðan á honum stendur er almenn umkvört- un karla sú að konur séu of fínlegar í snertingum. „Þær strjúka manni ofan á líkams- hárunum," eins og einn orð- aði það. Það gerist ekkert Hvaö karlar gera vitlaust í rúminu lega liggja djúpt í genum þeirra að fara ekki úr sokkun- um fyrr en í fulla hnefana. Það er annað sem karlar gera rangt í rúminu. Og í raun klæða þeir sig af- skaplega kauðslega úr fötun- um. Bindið er losað, buxurn- ar hrynja niður kálfana og fötin eru skilin eftir í hrúgu á gólfinu — og húmorinn líka. Nema sokkarnir — þeir koma með upp í rúm. En algengasta umkvörtun- arefni kvenna er hversu iítinn skilning karlar hafa á konu- líkamanum og hversu lítið þeir leggja sig fram um að örva konuna á réttum stöð- um. Það virðist sem sú at- hygli sem brjóstin fá í rúminu sé í öfugu hlutfalli við þann tíma sem karlar eyða í að tala um þau eða horfa á þau. Þegar kemur að brjóstun- um skiptast karlar í tvær fylk- ingar. Annars vegar þeir sem rétt snerta þau eins og þeir séu að dusta ryk af safngrip- um. Hins vegar þeir sem grípa tvisvar þéttingsfast um þau og vona að þar með hafi þau fengið næga athygli það sem eftir lifir nætur. Svipað má segja um sníp- inn. Það er sorglegt að ef karlinum tekst að hafa uppi á snípnum vonast konan oft til þess að hann hefði aldrei fundið hann. Karlarnir eiga nefnilega til að fara um hann æði harkalegum höndum. Það er líka undrunarefni hversu körlum reynist erfitt að finna þá staði sem veita konunni unað. Það getur ekki verið vegna þess að konan sé svona einkennilega byggð. Það hlýtur að vera vegna áhugaleysis. Sama áhugaleysið kemur oft fram í munngælum. Þegar konan hefur haft fyrir því að setja tippið á karlinum upp í sig og reynt að komast más- andi og blásandi í gegnum erfiðið virðist karlinn ekki finna hjá sér neina hvöt að svara í sömu mynt. Körlum er nefnilega ótrúlega lagið að gera einungis það sem þeim líkar en láta annað lönd og leið. eitthvað í hug af sjálfsdáðum þegar þú ert að biðja mig að segja eitthvað?" „Oh, hvað þú ert leiðinleg- ur.“ í þriðja lagi: Karlmenn virðast ekki leggja jafn mikið upp úr því og konur að ræða um sam- band þeirra í rúminu. Alla vega ekki löngu eftir mið- nætti. Þegar karlarnir slappa af eftir samfarir, halda utan um og finna hvernig svefninn svífur á þá finnst konunum þetta rétti tíminn til þess að hefja meiriháttar krufningu á sambandi annað en karlinn kitlar. Eitt sem karlar undra sig á er hversu slæma hugmynd konur hafa um líkama sinn. Það virðist engu máli skipta hversu falleg konan er í lag- inu, hún hálf skammast sín fyrir líkamann. Þó hún sé með ákaflega glæsileg brjóst eru þau ýmist of slöpp eða bara asnaleg í laginu í hennar huga. Rassinn er líka eitthvað sem á að fela. Körlum þykir það hálfundarlegt að sjá konu sem þeir hafa elskað skríða í myrkri eftir svefnher- bergisgólfinu. Það er vel hægt að sætta sig við eitt og eitt aukakíló hér og þar til að losna við þennan leik. Eitt enn sem karlar kvarta yfir er einkennileg tilfinning kvenna gagnvart munngæl- um. Konur virðast telja þær nánari en önnur mök og á einhvern hátt merkilegri. Þær eiga erfitt með að biðja karlinn að gæla við sig og þykir það á einhvern hátt bindandi að gæla við hann. Kannski er það vegna þess að enn eimir af því að kynlíf sé óhreint og niðurlægjandi fyrir konur. Konur geta síðan ímyndað sér hvernig karlin- um líður þegar hann hefur á tilfinningunni að konan líti svo á. Annað sem konur finna að körlum í rúminu er þegar þeir gefa 30 sekúndna við- vörunina: „Ég er að fá það, ég er að fá það, ég er að fááá þaaaað." Hvað ætlast þeir til að konan geri? Hringi í út- varpið og segi tíðindin? Stundum er eins og karlinn sé einungis að halda upp á áfangann en stundum er eins og hann sé að vonast til þess að konan fái fullnægingu líka, þrátt fyrir það sem á undan hefur gengið síðasta korterið. Eitt af því sem konur eiga erfitt með að skilja við karl- ana er hvers vegna þeir þurfa alltaf að sofna um leið og þeir hafa fengið fullnægingu. Þetta er fádæma ruddaskap- ur. Ekki sofna þeir um leið og dómarinn flautar af úrslita- leikinn í bikarkeppninni. „Hófsemd" er orð sem er skrifað með smáa ietrinu í kynlífshandbækur karla á sama hátt og „snípur". Karlar virðast halda að þeir séu full- komnir elskhugar ef þeim tekst að pumpa upp og niður svo tímunum skiptir. Þeir væru svo miklu betri ef þeir hefðu lagt eyrun við það sem konur hafa reynt að segja þeim allt frá því í hellinum forðum: Það eru gæðin sem skipta máli — ekki magnið. Gunnar Smári Egilsson safnaði saman, þýddi og stal.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.