Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 12

Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991 Athafnamaðurinn Þorsteinn Ingason stjórnar fyrirtæki sem nýlega hefur tekið yfir rekstur annars fyrirtækis á hans vegum. Nýja fyrirtækið framleiðir hundamat eins og það gamla og nýtur styrkja frá Qárfestingarlána- sjóðunum, eins og það gamla Á uppboði hjá bæjarfógetanum í Keflavík í síðustu viku var boðin upp verksmiðja sem framleiðir hundafóður og þurrkar þorskhausa. Aðalrekstraraðili verksmiðjunnar er Þorsteinn Ingason sem er gjaldþrota einstaklingur. Fyrirtæki á vegum Þorsteins, Sæsteinn hf., átti hæsta til- boðið í þrotabúið og framvísaði þar að auki leigusamn- ingi á verksmiðjunni fram á haustið 1992. Þetta er þriðja fjármálaævintýri Þorsteins sem hefur ávallt fengið mikla fyrirgreiðslu hjá fjárfestingarlánasjóðunum. Það var fyrirtækið Roð hf. sem var boðið upp í síðustu viku en kröf- ur í þrotabúið voru upp á rúmar 35 milljónir króna. Roð hf. tók til starfa fyrir þrem árum og hefur sérhæft sig í því að framleiða hundafóður og þurrka þorskhausa. Roð hf. er stað- sett í verksmiðju við Hafnir á Reykjanesi. Það nýtir sér gufuorku frá Sjóefnavinnslunni sem er þar ná- lægt. A undan Roði hf. var fyrirtækið Strandir hf. til húsa í verksmiðjunni en það þurrkaði loðnumjöl. Það fyr- irtæki varð gjaldþrota og eignaðist þá helsti lánardrottinn Stranda, Fiskveiðasjóður íslands, verksmiðj- una. Fiskveiðasjóður samdi síðan við Roð hf. þegar fyrirtækið tók til starfa um kaup á verksmiðjunni og var megnið að kaupupphæðinni veitt að láni. LÖGFRÆÐINGAR FJÖGURRA SJÓÐA Á UPPBOÐINU Á uppboðið sem haldið var í síð- ustu viku voru mættir fulltrúar fjög- urra fjárfestingarlánasjóða sem áttu hagsmuna að gæta. Þeir voru frá Fiskveiðasjóði sem átti 12 til 13 milljón króna kröfu, Þróunarfélagi íslands sem átti þriggja milljón króna kröfu, Byggðastofnun sem átti 3,5 milljón króna kröfu og Fram- kvæmdasjóði íslands sem átti fimm milljón króna kröfu. Einnig liggur fyrir að fyrirtækið skuldar aðstöðu- gjöld til Hafnarhrepps. Á uppboðinu gerðust síðan óvænt tíðindi því nýtt fyrirtæki Sæsteinn hf. átti hæsta tilboðið upp á 18,5 milljónir króna. Þróunarfélagið átti næst hæsta tilboðið. Um leið sýndi fulltrúi Sæsteins leigusamning sem gerður hafði verið við Roð hf. Sá samningur veitti Sæsteini rétt til að starfa í fyrirtækinu fram á haustið 1992. Lögfræðingar sjóðanna létu bóka mótmæli vegna leigusamn- ingsins en honum hafði reyndar ver- ið þingiýst í haust. Tók Þorsteinn fram að hagsmuna Roðs hf. hefði fullkomlega verið gætt við gerð samningsins. Mótmælunum var ekki andmælt af hálfu leiguhafa, það er Sæsteins. Ef tilboði Sæsteins í verksmiðjuna verður tekið og fyrirtækinu tekst að standa við tilboðið er hugsanlegt að farið verði í riftunarmál til að fá leigusamninginn ógiltan. HLUTAFÉ SÆSTEINS ER 400.000 KRÓNUR Fyrirtækið Sæsteinn hf. er í eigu nokkurra fyrrum starfsmanna Roðs Hundamatsverksmiðjan Koð ht. hf. en að sögn Þorsteins Ingasonar, sem er framleiðslustjóri hjá Sæ- steini, þá á hann sjálfur ekkert í fyr- irtækinu enda gjaldþrota einstakl- ingur. Hlutafé Sæsteins er 400.000 krónur, sem er það iágmark sem krafist er samkvæmt lögum. Ekki liggur fyrir hvort allt hlutafé hefur verið greitt. Að sögn Þorsteins Ingasonar var gripið til þess ráðs að stofna Sæstein til að vernda þá sölusamninga sem búið var að gera en velta fyrirtækis- ins er á milli 50 og 100 milljónir á ári. Hjá Sæsteini starfa 8 manns. Þorsteinn segir að fyrirtækið hafi sölusamninga við Dani, Englend- inga og Japani. Sagði Þorsteinn að aðeins í Englandi væri fyrirtækið með sölusamninga við 10.000 versl- anir. „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þetta er. Sæsteinn var stofn- aður þegar Roð fékk ekki fyrir- greiðslu eða réttara sagt; fékk hana of seint. Það er búið að leggja tugi milljóna í markaðssetningu á þessu gæludýrafóðri erlendis og Sæsteinn var stofnaður til þess að fyrirtækið gæti starfað," sagði Þorsteinn. Sæsteinn þarf að greiða 25 pró- sent eða4,6milljónir af þessum 18,5 milljónum eigi síðar en 27. febrúar og afganginn innan átta vikna frá uppboði. Þorsteinn virtist ekki vera trúaður á að fyrirtækið gæti reitt' þetta af hendi heldur sagði hann að þeir starfsmenn Sæsteins treystu á aðstoð sjóðanna. ÆVINTÝRALEGUR FERILL Ferill Þorsteins er orðinn nokkuð ævintýralegur því Sæsteinn er eitt margra fyrirtækja, sem hann kemur nálægt. Þorsteinn var meðal annars fyrsti framkvæmdastjóri Hólma- drangs á Hólmavík. Fyrsta fyrirtæk- ið var Stokkfiskur hf. sem meðal annars framleiddi skreiðartöflur fyr- ir Hjálparstofnun kirkjunnar. Stokk- fiskur seldi einnig herta þorskhausa til Nígeríu og sagði Þorsteinn að það hefði orðið gjaldþrota þegar mark- aðurinn hefði lokast þar árið 1987. Um leið sagðist hann sjálfur hafa orðið gjaldþrota. Fyrirtækið Lauga- fiskur hf. tók við framleiðslu af Stokkfiski. Síðan hefur Þorsteinn staðið að fyrirtækjunum Roði hf. og Sæsteini hf. án þess þó að vera eignaraðili. Um leið liggur fyrir að þessi fyrir- tæki hafa fengið töluverða fyrir- greiðslu frá fjárfestingarlánasjóðun- um fjórum sem hafa verið taldir upp hér að framan. Þorsteinn telur sjálfur að fyrirtæk- in séu að vinna að þróunarverkefni og séu ekki of sæl með þau framlög sem þau fá: „Málið er að það er ekki veitt neinum peningum í svona þró- unarverkefni. Það sem við erum núna að selja til Japans átti Roð hf. aldrei að framleiða. Það var það vit- lausasta sem hægt var að gera en þegar byrjað er á svona máli þá þró- ast þetta í nokkur ár og svo kemur loksins að því að dæmið gengur upp. Það er aldrei hægt að hætta,“ sagði Þorsteinn. Sigurður Már Jónsson Sigurjón M. Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.