Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 20

Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 20
20 (Úr öfgalygarasögum) 'Jiíljnr t£flCHéhllt* JljÓðfiíÖflUV íslenskur farmaður kom eitt sinn með skipi sínu til hafnar á Graenlandi. Það eitt er ekki í frásögur faer- . andi. Lýsing mannsins á því sem á daga hans dreif í stuttri viðdvöl hans í þessu ágæta landi festist í minni þeirra sem hlýddu á hann lýsa því sem gerðist. Lýsingin er á þessa leið: „Þegar við komum að landi var ég sofandi, enda á frívakt og búinn að vinna mikið þegar ég komst í koju. Þess vegna svaf ég fast 6g átti á fáu von. Þegar ég vaknaði varð ég var við mannaferðir í klefanum mínum. Ljósin voru slökkt og ég sá ekki handa minna skil. Eg þreifaði að rofanum og kveikti Ijósin. Það sem ég sá þegar birti í klefanum kom mér mikið á óvart og er ég þó ekki reynslulaus maður eins og þið allir vitið strákar. Við kojustokkinn stóðu fjórar graenlenskar stelpur. Þær voru allar hver annarri fallegri, það mega þær eiga blessaðar. Það fór ekki á milli mála til hvers þessar elskur voru komnar inn í klefa til mín. Þó þær hafi verið fjórar var ég strax ákveðinn í að láta þær ekki verða fyrir vonbrigðum. Það var ekki annað að gera en hefja verkið enda hefur engin kona gengið óánægð frá mínu fleti, eins og þið eflaust vitið strákar. Ég gæti ekki, þó ég ætti lífið að leysa, gert upp á milli hver þeirra var best. Sú sem var greinilega yngst í hópnum var synu best. Einkum eftir sérstaka með- ferð sem ég fékk hjá henni. Ég veit ekki hversu ná- kvæmur ég á að vera en til að gefa ykkur hugmynd um í hverju meðferðin var fólg- in þá get ég sagt ykkur að í miðjum leik tók hún út úr sér tennurnar blessunin. Eftir að stúlkurnar fjórar og ég höfðum öll fengið það sem við vildum og þær sennilega meira en þeim hafði dottið í hug að hægt væri að fá fjórar hjá einum karlmanni kvöddumst við innilega. Þegar þær voru farnar fór ég í sturtu og rakaði mig. Ertir að ég var kominn í min betri föt labbaði ég mér upp í bæ til að finna mér konu. Það þarf mikið til að ég fái það sem ég þarf." FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991 Hvernig á maður að orða það svo vel fari þegcir galli er á haka efst og tá að neðan?" Mest reynir á sérfræði Har- alds vegna tékka og skulda- bréfa. „Þegar fólk lendir í vandæðum er talsvert al- gengt að það neiti að hafa skrifað undir bréfin. Stundum er skrifað uppá undir þrýst- ingi frá ættingjum og vinum og fólk virðist hreinlega ekki átta sig á mögulegum afleið- ingum. Eins er það með vott- ana sem staðfesta undirskrift, dagsetningu og jafnvel fjár- ræði, áður en aðrir skrifa undir eða þegar allir hafa skrifað undir á öðrum stpð og stund. Það er einfaldlega rangur framburður á opin- beru skjali og þá má búast við ákæru — fyrir hlut sem fólkið taldi ómerkilegt formsatriði." Haraldur segir að í skjala- rannsóknum hafi orðið skjal all víðtæka merkingu. „Skjal er meira en pappírsgagn. Það er hver sá hlutur sem ritað hefur verið á eitthvað sem hefur merkingu fyrir fólk. Ef þú t.d. skrifar með priki í fjör- usand, úðar úr brúsa á vegg eða krotar á borðplötu, þá er það skjal." Hann telur að notkun skil- ríkja sé ábótavant hér á landi. „Það er t.d. kaldhæðnislegt að allsgáðir barþjónar eru að taka við ávísunum frá ölvuð- um mönnum sem bjóða upp á allsendis ólæsilegar undir- skriftir. Þegar síðan í ljós kemur að um fölsun er að ræða krefjast þjónarnir rann- sóknar, þótt þeir hefðu mátt vita að tékkinn væri vafasam- ur. Hinn almenni hugsana- háttur virðist vera að það sé argasta ókurteisi að biðja um skilríki." Hvað gerir Haraldur í frí- tíma sínum? „Ég og konan er- um mikil „bíófrík" og sækj- um leikhús. Þá má nefna að ég spila brids, togarabrids eins og kallað er. Ég var dálít- ið í hestamennskunni, en það gekk ekki, maður þarf meiri tíma í hestana en ég hef.“ Þetta eru engin töfrabrögð „Þetta eru engin töfra- brögð. Skrift mótast smám saman og öðlast loks sinn ákveðna karakter. Eftirára- langa þjálfun verður nafn- ritun nánast að ósjálfráðu flæði. Það má reyna að líkja eftir henni, en án þessarar þjálfunar er nánast útilok- að að fara nákvæmlega eftir skrift annarra." Viðmælandinn er Harald- ur Árnason hjá RLR, skjala- rannsóknamaður og rit- handarsérfræðingur. Tuttugu og tveggja ára hót hann teril sinn hjá lögreglunni, en um- brotaárið 1968 hélt hann til New York og starfaði í örygg- isgæsluliði Sameinuðu þjóð- anna til 1970. 1974 hóf hann störf hjá Rannsóknarlögreglu Reykjavíkur, en hjá RLR þremur árum síðar. „Til tæknideildarinnar bár- ust ýmis skjöl, ekki þó mörg. Einhverra hluta vegna, mest fyrir tilviljun held ég, lentu þau á mínu borði. Mér fannst þetta lifandi og spennandi og vildi kynna mér málin nánar. Ég nam fyrst hjá amerískum bréfaskóla. Námsefnið var á þriðja þúsund síður og af þessu var einn þátturinn rit- handarrannsóknir." Síðan tók þörfin fyrir sér- fræðing í skjalarannsóknum enn að aukast. „Ég var send- ur til Bretlands í mars á síð- asta ári og nam þar í nokkrar vikur. Þetta var verulega ár- angursríkt og jók sjálfstraust- ið, en annars gáfu leiðbein- endur mínir úti mér góða um- sögn um það sem ég hafði áð- ur gert. Þegar ég kom heim byrjaði vinnan við þetta á fullu og það er svo einkenni-. legt lögmál að þörfin jókst um leið um allan helming!" Enn eru mörg byrjunar- vandamál, sérstaklega vant- ar skipulegan orðaforða við skýrslugerð. „Maður rann- sakar t.d. ritvélaletur, bók- stafinn K. Það eru strik, hak- ar og tær á bókstafnum. „Skjal er þver sá hlutur sem ritað hefur veriö á eitthvað sem hefur merkingu fyrir fólh- Ef þú t.d. skrifar með priki í fjörusand, úðar úr brúsa á vegg eða krotar á borðþlötu, þá er það skjal." Haraldur Árnason, rithandarsérfrœdingur RLR r.....:.. J S.ÞÓR SJÚKDÓMAR OG FÓLK Sykursýki Sykursýki er sjúkdómur sem einkennist af miklum sykri í blóðinu. Sjúkdómur- inn er algengur og getur reynst mjög hættulegur. Það er því mikils vert að sjúk- dómurinn uppgötvist sem allra fyrst og sjúklingurinn fái viðeigandi meðferð. Margir virðast ganga með sykursýki á ýmsum stigum án þess að vita af því. Oli er 23ja ára gamall. Hann stundar nám við Há- skóla íslands og leigir sér litla íbúð í vesturbænum. Hann er hár og grannur og iðkar skíðaíþróttir og skemmtana- líf höfuðborgarinnar af miklu kappi. Óli er með sykursýki og sprautar sig daglega með insúlíni. Sjúkdómurinn upp- götvaðist þegar hann var 15 ára gamall. Það kostaði blóð, svita og tár að komast upp á lag með sprautur tvisvar á hverjum degi qg gjörbreyta matarvenjum. Óli lifir að öllu leyti venjulegu lífi og virðist hafa sætt sig við sjúkdó'minn. Karl er maður á miðjum sextugsaldri. Hann er 180 sm á hæð og vegur 103 kg. Hann rekur litla sjoppu í útjaðri bæjarins og stendur þar öllum stundum enga gengur illa að láta endana ná saman. Karl fór til læknis um daginn vegna vaxandi þreytu og slens. Læknirinn uppgötvaði að Karl væri með sykursýki á vægu stigi. Hann fékk ákveðnar ráðleggingar varð- andi mataræði og líkams- hreyfingu til að minnka syk- urmagnið í blóðinu. Karl hef- ur tekið þessum ráðlegging- um mjög alvarlega og við eft- irlit fyrir nokkrum dögum kom í ljós að hann er á ágæt- um batavegi. VIÐKVÆMUR SYKURBÚSKAPUR Sykurbúskapur líkamans er ákaflega viðkvæmur og stjórnast af nákvæmum stýrikerfum. Þegar sykur og eggjahvíta sogast úr melt- ingarveginum eftir máltíðir inn í blóðrásina hækkar syk- urmagn blóðsins. Þá fær brisið einhvers konar skila- boð að framleiða insúlín. Það myndast í sérstökum frumum í briskirtlinum sem kallast beta-frumur. Insúl- ínið sér til þess að líkaminn nýti sykurinn til hins ýtrasta. Annaðhvort brotnar hann niður og fer inn í frumurnar og verður að orku eða hleðst upp sem orkuforði til seinni tíma í lifrinni og víðar. I syk- ursýki brotnar sykurinn ekki niður á þennan hátt og kemur því ekki að fullum notum. Aður var talið að ein- ungis ein tegund sykursýki væri til en nú vita menn að svo er ekki. Hættulegust er svokölluð insúlín-sykur- sýki sem leggst helst á yngra fólk en sídkomin- sykursýki herjar fyrst og fremst á miðaldra fólk og eldra. Insúlín-sykursýki er mun alvarlegri og sjaldgæf- ari sjúkdómur og honum geta fylgt margvíslegir fylgi- kvillar eins og æðakölkun, augneinkenni, sár á útlim- um og nýrnabilun. í insúlín- sykursýkinni virðist brisið hafa hætt að framleiða insúl- ín til að brjóta niður sykur- inn í blóðinu. Orsök þessa er óþekkt en hugsanlegar or- sakir eru veirur, eiturefni eða einhvers konar niður- brotsástand þar sem líkam- inn snýst gegn sjálfum sér og ræðst að eigin vefjum og líf- færum (autoimmún-sjúk- dómur). Óli er með dæmi- gerða insúlín-sykursýki. Veikindi hans komu í ljós á unglingsárum þegar hann veiktist mjög skyndilega. Hann verður að sprauta sig á hverjum degi enda virðist bris hans ekki framleiða það í neinum mæli. Síðkomin sykursýki er mun al- gengari og leggst á eldra fólk. í þeim tilvikum virðist brisið framleiða insúlín en líkaminn getur ekki nýtt sér það. Þetta virðist oftast stafa af mikilli offitu. Þessir ein- staklingar þurfa sjaldnast á insúlínsprautum að halda, enda framleiðir bris þeirra það ennþá. Venjulega lagast ástandið til mikilla muna ef sjúklingnum tekst að grenna sig verulega og halda sig al- gjörlega frá öllum sætindum og hreinum sykri. Karl er með þessa tegund sykursýki enda hefur hann lagast mik- ið með ákveðnum aðhalds- aðgerðum í mat og drykk. Hann reynir að komast nið- ur í kjörþyngd og lætur ekki sykur eða sætindi inn fyrir sínar varir. Aukin líkams- þyngd virðist hafa góð áhrif á báðar þessar tegundir af sykursýki. EINKENNI SJÚKDÓMSINS Sykurmólikúlið verður að brotna niður fyrir tilstilli in- súlíns til að komast inn í frumur líkamans. Ef það ger- ist ekki verður allt of mikið af sykri í blóðrásinni sem lík- aminn verður að reyna að losa sig við með þvaginu. En nýrun þurfa á miklu vökva- magni að halda til að leysa upp sykurinn og skola hon- um út. Fyrstu einkenni syk- ursýki eru því oft mikill þorsti og óeðlilega mikil þvaglát. Konur kvarta oft undan kláda í leggöngun- um enda veldur sykurinn því að sveppir og aðrar ör- verur fara að lifa góðu lífi í leggöngunum og geta valdið miklum óþægindum. Önnur einkenni eru sjóntruflanir, vöðvaslappleiki og óeðli- lega mikil þreyta. Líkam- inn verður að grípa til ann- arra ráða til að sjá sér fyrir orku þegar brisið er hætt að framleiða insúlín. Menn fara þá að brjóta niður fitu enda er eitt einkenni insúlín-syk- ursýki mikil megrun. Þegar líkaminn fer að brjóta niður fitu á þennan hátt myndast aceton og torkennileg lykt verður úr vitum sjúklingsins. Slíkir sjúklingar verða ákaf- lega veikir og geta fallið í dauðadá vegna hækkaðs sýrustigs í líkamanum. HÖRFUR Insúlín uppgötvaðist skömmu eftir 1920 og olli miklum straumhvörfum varðandi meðferð. Ungir sykursýkissjúklingar létust innan tveggja-þriggja ára fyrir tilkomu insúlíns. Nú geta þeir lifað ágætu lífi ef þeir læra að lifa með sjúk- dómi sínum, sprauta sig reglulega og gæta vel að mataræði. Sjúklingar með síðkomna sykursýki verða sömuleiðis að gjörbreyta lifnaðarháttum sínum, hreyfa sig reglulega og fara varlega í mat og drykk. Horfur þessara sjúklinga hafa því gjörbreyst á síðustu árum en aðalóvinurinn eru ákveðnir aukakvillar eins og æðakölkun, sjóntruflanir o.fl. sem fylgja sykursýkinni. Þeir virðast geta látið á.sér kræla þrátt fyrir gott eftirlit og staka samviskusemi sjúklingsins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.