Pressan - 21.02.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991
3
alið er að Davíð Oddsson
borgarstjóri gefi stúðningsmönnum
sínum ákveðið svar fyrir helgi um
hvort hann bjóði sig
fram í formanninn á
landsfundi flokksins
í byrjun mars. Nokk-
uð bakslag kom í
málið eftir að ljóst
var að ekki næðist
samkomulag við
Þorstein Pálsson um að draga sig
til baka, og þykja nú varla meira en
helmingslíkur að til kosningar komi
á milli þeirra tveggja . . .
Töluverð átök eru nú innan Al-
þýðubandalagsins vegna afgreiðslu
á 5 milljón króna skuld Alþýðu-
bandalagsfélags
Reykjavíkur. ABR
hefur lagt til þrí-
þætta leið til að
greiða upp skuldina.
1 fyrsta lagi að Sig-
fúsarsjóðurinn leggi
til 1 milljón, Alþýðu-
bandalagið sjálft tvær til þrjár og
einstaklingar innan ABR afganginn.
Þetta hefur vakið upp ýmsar spurn-
ingar hjá alþýðubandalagsmönnum
úti á landi sem telja að ABR geti
sjálft séð um sínar skuldir. Af-
greiðsla þessa máls er tekin sem
dæmi um nýja línu í samskiptum Ól-
afs Ragnars Grímssonar og Svav-
ars Gestssonar . . .
að er ekki síst niðurstaða
skoðanakönnunar sem birt var á
Stöð 2, sem gerði stuðningsmenn
Davíðs Oddssonar
ákafa um framboð
nú til formanns í
Sjálfstæðisflokkn-
um. Sem kunnugt er
sýndi könnunin að
um 75 prósent töldu
Davíð heppilegri en
Þorstein Pálsson til að leiða flokk-
inn í kosningabaráttunni. Nokkuð
0?
L'ORÉAL
mun hafa verið þrýst á fréttastofuna
að birta ekki fréttina og töluverð
umræða mun hafa verið á frétta-
fundi um hvort það væri við hæfi.
Sigurveig Jónsdóttir fréttastjóri
mun m.a. hafa verið þeirrar skoðun-
ar, en hins vegar verið borin ofurliði
af undirmönnum sínum ...
v
W æntanleg kvikmynd Krist-
ínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu
sem á himni, byggir á sannsöguleg-
um atburðum sem gerðust er
franska skipið Pourquoi pas fórst
hér við land árið 1936. Áætlaður
kostnaður við myndina er 117 millj-
ónir króna og nemur hugsanlegur
framleiðslustyrkur frá Norðurlönd-
um um 80 milljónum króna. Af við-
tölum við Kristínu hafa menn þóst
skilja, að hugsanlega muni Frakkar
einnig taka þátt í kostnaði við
myndina . . .
v
W íðast hvar á landinu er búið
að kjósa fulltrúa á landsfund Sjálf-
stæðisflokksins, en þó ekki í Reykja-
------vík. Stuðningsmenn
I Davíðs Oddssonar
I og Þorsteins Páls-
sonar leggja því
mikið upp úr að hafa
H áhrifamenn úr full-
’’Æ\ ' trúaráðinu í Reykja-
------ÍP-x vík sem næst sér, því
þeir búa yfir mestri þekkingu á
flokksskránni. Tveir fyrrum fram-
kvæmdastjórar fulltrúaráðsins eru
sagðir í stuðningsliði Davíðs, þeir
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son og Arni Sigfússon . . .
A
siðasta fundi útvarpsráðs
gagnrýndi Markús Á. Einarsson,
fulltrúi framsóknarmanna, enn á ný
að Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir,
frambjóðandi
Kvennalistans,
skyldi vera að koma
fram í ríkisfjölmiðl-
inum. Það sem fór
fyrir brjóstið á Mark-
úsi var að Ingibjörg skyldi vera látin
gefa umsögn í þættinum Við leik og
störf. Á sama fundi gagnrýndi út-
varpsstjóri það að rætt hefði verið
við Ossur Skarphéðinsson, fram-
bjóðanda Alþýðuf lokksins, þrisvar á
síðustu viku . . .
D
■ máðinn hefur verið nýr fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar, Elín-
borg Stefánsdóttir. Hún starfaði
síðast hjá Rauða krossi íslands, en
þar áður hjá Sjónvarpinu við inn-
kaup á erlendu sjónvarpsefni.. .
Afleiðingar óveðursins 3. febrúar 1991.
Fullkomin óveðurstrygging
er ein af fjölmörgum tryggingum sem allir njóta í F/plús
Okkur hjá Vátryggingafélagi íslands þykir vænt um að
geta hjálpað á annað þúsund viðskiptavinum sem urðu
fyrir tjóni í nýafstöðnu óveðri. Okkur þykir hins vegar
leitt að hafa orðið að tilkynna alltof mörgum viðskipta-
vinum okkar að þeir væru því miður ótryggðir fyrir
tjóni af þessu tagi.
F/plús - trygging VÍS er samsett heildartrygging sem
tekur á öllum nauðsynlegum tryggingum fjölskyldu-
fólks og veitir að auki 15-30% afslátt af iðgjöldum. Við
hvetjum viðskiptavini okkar - sem þegar hafa fengið
heimsend gögn um þessa nýju tryggingu - og lands-
menn alla til þess að koma tryggingum sínum í örugga
höfn.
F/plús er eina tryggingin sinnar tegundar á landinu.
Kynntu þér yfirburði hennar með einu símtali og heils-
aðu óveðurstjónum eins og öðrum óhöppum með full-
kominni tryggingavemd!
• Allar nauðsynlegar tryggingar
á einum stað
• Einn gjalddagi
• Sveigjanlegur greiðslumáti
• Eitt skírteini - fullkomin yfirsýn *
• 15-30% afsláttur af iðgjöldum í
X
c-
• •• og eitt símtal *91605060* 5
sem gerir F/plús að staðreynd! ;